Vísir - 30.12.1971, Page 12

Vísir - 30.12.1971, Page 12
12 T V í S IR . Fimmtudagur 30. desember 1971, ÁRAMÓTA SJÓNYARP FÖSTUD., LAUGARD. OG SUNNUD. JÓLALEIKRIT ÚTVARPSINS: SJÓNVARP, GAMLÁRSKVÖLD KL. 21.30: Venjulegur kabarett, ekki annáll ársins Jólaleikrit útvarpsins er að þessu sinni „Ævintýri á gönguför“, en það er leikur með söngvum eftir Jens Chr. Hostrup. Leikrit- ið var sýnt við gífurlegar vinsældir hjá Leikfélagi Reykjavíkur þrjú leikár í röð, árin 1965—6 og 7. Meðfylgjandi mynd er frá þeirri uppfærslu. Við útvarpsflutninginn er notazt við sömu þýð ingu og þá, þýðingu Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, en síð an hafa þó verið gerðar nokkrar breytingar og nýþýðingar af þeim Lárusi Sigurbjömssyni og Tómasi Guðmundssyni. Ekki er um sömu flytjendur að ræða við flutning „Ævintýrisins“ í útvarpi og í Iðnó á sama tíma, nú fer t. d. Árni Tryggvason með eitt aðalhlutverkanna, hlutverk Svale. „Það virðist útbreiddur mis- skilningur, að gamlársgleðin, sem gerð var í stað áramótaskaups Fiosa fyrir þessj áramót sé áramótaannáli af sama toga spunninn og grínið hans Flosa á undangengnum áramótum. Það sem gamlársgleðin er í raun og veru má miklu frekar nefna kabarett,‘‘ hóf Ómar Ragnarsson máis er Vísir hafði tal af hon- um T gærkvöldi. „Gamlársgleðin er nefnilega skemmtidagskrá, sem flytja mætt; á hvaöa tíma sem «r, ekkert frekar en gamlárskvöld «n önnur kvöld. Þarna var bara bóaö saman ýmsum landsfrægum skemmtikröftum sem allir voru vísir til aö eiga eitthvað mark- vert í pokahorninu. Það er allt frá óperusöng til dægurlaga- söngs, og á milli atriða neyðast sjónvarpsáhorfendur svo til að hlýöa á kynningar mínar og lltilsháttar rugl — sem ég slcal viöurkenna, að snýst meira og minna um atburöi á síðasta ári.“ „Til að gera sjónvarpsáhorf- endum mínúturnar á milli atriða léttbærari,‘‘ heldur Ómar áfram, „fékk ég mér til aðstoðar hana Ásu Finnsdóttur, sem starfaði lengi sem þula hér í sjónvarp- inu, eöa þar til hún flutti til Svíþjóðar þar sdfn rtfáðttr Hénft- ar var við nám þar til nú fyrir skömmu en þá fluttu þau hjónin aö nýju heim aftur.“ Gamlársgleöj sjónvarpsins var öll tekin upp I sjónvarpssal í einni bunu að hundrað manns ásjáandi. Upptakan tók nærri 4 tíma, en klippt og skorin tekur sú upptaka rétt rúma tvo tíma í útsendingu. Hefst um leið og Jónas Jónasson hefur í útvarpinu fengið menn til að iú garðinn, en lýkur kl 23.40. — Þá fiytur Andrés Kristjánsson útvarpsstjóri hugleiðingu bæði í útvarpi og sjónvarpi samtímis. —ÞJM Föstudagur 31. des. gamlársdagur 14.00 Fréttir. 14.10 Veður og auglýsingar. 14.15 Ævintýrið um Saltan konung. S.ovézk ævintýramynd, byggð á sögu eiftir Aiexander Pushkin. Leikstjóri Alexander Ptushko. Konungurinn er í striði iangt að heiman. Nökkru áöur en hans er von heim, elur drottn- ingin son. Fyrir vondra manna tilverknað er henni og barninu kastað í sjóinn, en þar fer þó betur en til var ætlazt. 15.45 íþróttir. M. a. mynd frá fimleikasýningu, sem haldin var í Laugardalshöill 7. des. s.l. og landsleikur í knattspyrnu miiii Engiendinga og Svisslendinga. Umsjónarmaður Ómar Ragnars- son. 17.50 Hlé, '20.00 Ávarp forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar. 20.20 Innlendar svipmyndir frá liðnu ári. 21.00 Erlendar svipmyndir frá l'iðnu ári 21.30 Gamlársgleði. Ása Finnsdóttir og Ómar Ragn- arsson taka á móti gestum í sjónvarpssal og tengja saman söng, spil og sprelll með iéttu hjali. Meðál gesta: Guðrún Á. Símonar, Þuríður Sigurðardóttir, Ámi Johnsen, Björgvin Halldórsson, Ingimar Eydal og híljómsveit hans, Jónas R. Jónsson, Kristinn Hailsson, Ragnar Bjarnason, Sigurður Rúnar Jónsson og systkini og Þrjú á pali, Bessi Bjamason, Gunnar Eyjóifsson og Símon ívarsson. Auk þess snjóar inn búálfum og fylgifiskum, og áramótahljóm- sveit sjónvarpsins ieikur við hvurn sin fingur undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar. 23.40 Áramótaikveðja, Andrés Bjömsson, útvarpsst'jóri. 00.05 Dagskrárlok. Laugardagur 1. jan. nýársdagur / 13.00 Ávarp forseta íslands, dr., Kristjáns Eldjárns. 13.15 Endurtekið efni frá gamlárs'kvöldi. Innlendar svipmyndir frá 'liðnu ári. Eriendar svipmyndir frá liðnu ári. 14.25 Hilé. 18.00 Áramótabugvekja. Sr. Sig- urður Pálsson vígslubiskup. 18.15 Padre Pio. Mynd um ævi og áhrif ítalska fcierksins Píusar, sem margir telja, að verið hafi hei'lagur maður. Hann bar á ií'kama sínum krossfestingarsár. Krists og var sagður krafta- verkamaður. Myndin hefst á út- för hans árið 1968, en síðan er 'horfið aftur í tímann og saga hans rafcin. Þýðandi og þulur sr. S.igurjón Guðjónsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.15 Veður og augiýsingar. 20.45 Dómkirkjan í Chartres. 1 frönsku borginni Chartres, ekki alifjarri París, stendur fögur dómkirkja í gotmeskum stíl reist á 13. öld Þessi stutta mynd er tekin þar, og greinir í hennj frá kirkjunni og sögu hennar. l’ýðandi og þuilur Silja Aöalstemsdóttir. 21.00 Primsinn og betlarinn. Bandarísk aevintýramynd frá ár- inu 1937. byggð á sögunni „The Primce and the Pauper“ eftir Mark Twain. Leiikstjóri WÉliam Keighley. Aðaihlutverk Errol Plynm, Glaude Rains. Henry Stephens, Barton McLain og tvíburarnir Bobby og Biiily Mauch. Þýðandi Kristmamn Eiðsson. 22.55 Dagsbráriok. Sunnudagur 2. jan. 17.00 Endurtekið efrni. Kóralrifið mikla. Mynd, sem að mestu var tekin neðansjávar við stærsta samfeilda kóralrifið í heimi, en það er úti fyrir Ástrálíuströnd- um. Fylgzt er með hinu geysi- fjölbreytta dýralífi, sem þar get ur að líta og sýnt er hvernig slík rif myndast. Þýöandi og þulur Óskar Ingi- marsson. Áður á dagskrá 12. desember 1971. 18.00 Helgistund. Sr. Guöm. Þorsteinsson 18.15 Stundin okkar. Stutt atriði úr ýmsum áttum til skemmtum ar og fróðlei'ks. Umsjón Kristín Ólafsdótitir. — Kynir Ásta Ragnarsdóttrr. 19.00 Hilé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsiimgiar 20.25 Fjölleikahús barmamma. — Heimsókn í fjöiHeikahús B£8y Smarts, þar er börn og ungEng ar víös vegar að úr Esacópia leika listir sínar. ÞátttakemchB' í sýningunni eru á aídrinBm fjögurra til sautján ára. (Eurovision — BBC) Þýðandi Jón Thor Haraldssiom. 21.30 Kona er nefnd María Maaik an, óperusöngkona. I þessum þætti ræðir Pétur Péturssom váð hana. 21.15 Rauóa herbergið. Framhalds myndaflo'kkur þyggður á sam- nefndrj skáldsögu eftir sæmska leikrita- og sagna'skáldið August Strindberg (1849—/1912) 1, þáttur. Meðal leikenda: Per Ragnar. Karl Erik Fllens og Anita Wa'ii. Leifcstjóri Bengt Lagerkvist. Þýðandi Dóra Hafeteinsdöfcör. 23.05 Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.