Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 15. marz 1972. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. 1 Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson / Ritstjóri: Jónas Kristjánsson 1 Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson / ftitstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ) Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson / Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 j Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 / Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 11660 if> li'nur) ) Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands \ i lausasölu kr. 15.00 eintakið. / ______Blaðaprent hf ) Hin eina, sanna trú ó uppleið Frjálslynd borgarahugsun á nokkuð i vök að verj- j ast um þessar mundir, hér á landi eins og i ná- ( grannalöndum okkar. Veraldleg ofsatrú hefur / breiðzt út og með henni hinir gamalkunnu fylgi- ) nautar: Trúboð, einstefna og umburðarleysi. \ Heimslausnarar eru á hverju strái og boða þeim eld ( og brennistein, sem ekki vilja fallast á hina einu, li sönnu trú. Það er dapurlegt, að menntakerfi nútimans skuli ekki hafa tekizt að festa skynsemishyggju og vis- ( indaiega hugsun betur i sessi. Skynsemin og visind- ( in kenna okkur, að sannleikur verður ekki höndl- / aður i eitt skipti fyrir öll, að heimurinn er ekki fullur 1 af réttu og röngu, svörtu og hvitu, að vandamál nú- ) timans eru ekki eins auðviðráðanleg og ætla mætti ( af slagorðum heimslausnaranna. / Ólafur Ragnar Grimsson hefur unnið þarft verk ) með þvi að leiða ýmsa ofsafengna einstefnumenn \ hópum saman inn i sjónvarpssal og gefa fólki kost á ( að sjá umburðarleysið og einsýnina með eigin aug- / um. Þetta hefur opnað augu margra fyrir þvi, að ) ísland er ekki það gósenland jafnvægis og yfirveg- ) unar i hugsun, sem þeir höfðu haldið. \ Raunar er það skólakerfi og skólamennsku okkar (( til mikils áfellis, að menn skuli eftir langa skóla- // göngu vera sannfærðir um, að þeir hafi höndlað )) hinn æðsta sannleika og að þeim sé heimilt að troða )) honum upp á aðra með góðu eða illu. Heilbrigt \( skólakerfi ætti hins vegar að færa mönnum heim (( sanninn um það, hve litið þeir vita. / Ekki alls fyrir löngu gerði hópur islenzkra náms- ) manna uppistand i Stokkhólmi og lét fara frá sér \ greinargerð, sem var full af barnalegum klisjum ( um stéttakúgun á íslandi og fleira þess háttar, / byggðum á guðfræðiritum skólaspekinga hinna ver- ) aldlegu trúarbragða. j Ýmissa undarlegheita er jafnvel farið að gæta i ( áhrifastöðum á íslandi. útvarpsráð átti nýlega kost (( á starfskröftum eins virtasta hagvisindamanns / þjóðarinnar. 1 stað þess að fagna þvi og láta fylgja j fyrirvara um, að hann yrði að starfa i samræmi við ) reglur og venjur útvarpsins, var starfi hans hrein- ( lega hafnað. Þegar þetta fór að vekja almenna / undrun, halaði útvarpsráð aftur i land að nokkru. ) Svo rann enn ofstækisvima á ráðið, þegar það j neitaði útvarpi varnarliðsins um heimild til að þýða ( texta sjónvarpsþáttar Magnúsar Bjarnfreðssonar ( um starfsemi liðsins, svo að varnarliðsmenn mættu lika njóta þáttarins. / Þetta eru smávægileg dæmi. En þau eru samt til j viðvörunar. t Þjóðviljanum birtist fyrir allmörgum ) árum mynd af islenzkum skátum og ameriskum ( unglingum á Keflavikurflugvelli, þar sem þeir voru / „hver innan um annan”, eins og blaðið hneykslaðist ) á. Slikir fordómar, sem jaðra við kynþáttafordóma, j eru okkur enn fjarri. En hver veit hvað verður, ef ( þróunin heldur áfram i átt til aukins umburðar- ( leysis og trúarofsa. ) Hvort sem menn eru til hægri eða vinstri i stjórn- j málum og hvar sem menn skipta sér i flokka á öðr- ) um sviðum, mega menn aldrei styðja málstað sinn ( með slikum ofsa og slikri einsýni, að þeir gleymi ( alveg þeim möguleika, að andstæðingurinn gæti ) haft á réttu að standa. Miðöldum átti eiginlega að ) ljúka fyrir meira en fjórum öldum. ( Glœpamenn þóttust vera „byltingarmenn" riMet"mannrán í V-Þýzkalandi var ranglega bendlað við flokk Ulriku Meinhof, sem telur sig hafa byrjað „alþýðubyltingu“ Þýzki auðjöfurinn Theo Albrecht kreistir fram bros, eftir að honum hafði verið sleppt gegn 200 milljón króna greiðslu. Það var talið vera pólitiskt mannrán. Ræningjarnir kröfðust um 200 milljóna islenzkra króna i lausnargjald. „Við viljum aðeins losa þennan auðmann við Iftils háttar af peningum”, stóð i bréfi þeirra. ,,Á þessu geta menn séð, hvernig fá má átta milljónamær- ingja úr einum með þvi að skipta auðnum”. Svo kom á daginn, að glæpamenn stóðu að ráni þýzka auðmannsins Theo Albrecht, án þess að hafa til þess nokkra pólitiska stefnu. I Vestur-Þýzkalandi leikur lausum hala pólitiskur bófa- flokkur, sem lýtur leiðsögn stúlk- unnar Ulriku Meinhof. Flokk- urinn hefur staðið að nokkrum bankaránum, og hann er talinn valdur að morðum. Lögreglu- þjónar hafa fallið i bardögum við þennan flokk, sem segist vera að þessu til að koma af stað „alþýðu- byltingu” i V-Þýzkalandi. Nokkrir félaganna hafa náðst og sumir yfirgefið flokkinn. En þrátt fyrir mikinn eltingaleik hefur lög- reglunni ekki heppnazt að gripa forkólfinn. Glæpamennirnir Joachim Ollenburg og Paul Kron notfærðu sér þetta, þegar þeir rændu auð- manninum. Mannránið var „þýzkt met”, ef miðað er við hæð lausnargjaldsins. Ollenburg hefur verið lýst sem kvennabósa, nokkuð aðlaðandi, duglegum við vinnu. Hann er lög- fræðingur, uppgerðarfullur maður, sem hafði slegið um sig á kvennaveiðum með myndum af SÉR i sportflugvél, SÉR á lysti- snekkju, en hann hefur hvorki átt flugvél né bát. Liklega hefur löngunin að eignast auð, svo að myndirnar yrðu raunverulegri, knúið hann til hins djarfa mannráns. Paul Kron varminniháttarbófi, sem hafði setið inni um skeið, en varð siðan verkfæri i höndum Ollenburgs i glæpnum. I sautján daga héldu þeir kumpánar einum auðugasta manni Þýzkalands i gislingu i skrifstofu i Diisseldorf og inn- heimtu um 200 milljónir króna. Theo Albrecht var tiltölulega .hagstætt fórnarlamb. Þrátt fyrir auðinn þekkja fáir Þjóðverjar manninn, svo að auðveldara var að flytja hann um landið en marga aðra auðmenn. Kron fylgdist vikum saman með ferðum Albrechts og skrifaði hjá sér venjur hans. Þeir kump ánar höfðu æfingu og óku þá leið, sem þeir siðar óku með fanga sinn. Ollenburg hafði fengið hugmyndina við lestur bókar- innar „Hinir riku og feikiriku”. Þar sá hann Theo Albrecht nefndan, þótt litið hefði annars verið um frásagnir af auðlegð hans. Og svo gerðist það nú fyrir jól, að Theo hringdi til konu sinnar til að segja, að hann væri á heimleið, eins og hans var vandi. Hann gekk út úr skrifstofubyggingu sinni, en þá birtust tveir grimu búnir menn með skammbyssur, skipuðu honum að stiga inn i Mercedesbifreiðina, og Kron sett- ist undir stýri. Leiddur gegnum manngrúann. Þeir hringdu til konu hans, Cilly, og Ollenburg sagði: „Við mmmm UMSJÓN: HAUKUR HELGASON erum með Theo. Enga lögreglu, enga, blaðamenn, annars máttu biðja fyrir honum. Við látum heyra frá okkur.” Saksóknari heldur á bréfi, sem Alhrecht skrifaði i gislingunni. Þeir fóru með gislinn i bilskúr Krons og rifust um, hvert ætti að fara með hann. Þar geymdu þeir Albrecht til morguns, en fóru þá þvert yfir Dússeldorf með hann. Þeir höfðu limt fyrir augu hans og létu hann hafa dökk gleraugu yfir. Þeir staðnæmdust við skrif- stofur Ollenburgs og leiddu fang- ann gegnum manngrúann um miðjan dag. I bakherbergi bundu þeir hann við stól, klæddan nærfötum einum. Þar neyddu þeir Albrecht til að rita konu sinni bréf, þar sem hann bað hana að hafa samband við lögfræðing fjölskyldunnar, en láta lögregluna ekkert vita. Lög- fræðingurinn ráðlagði hins vegar, að lögregla yrði kvödd til. Siðar létu ræningjarnir Theo hringja til framkvæmdastjóra sins og skrifa konu sinni annað bréf, þar sem krafizt var um 30 milljón króna lausnargjalds. Rekstraryfirlitið marg faldaði lausnargjaldið. Albrecht var þægur fangi, svo að Ollenburg kom til hugar að biðja hann að skrifa rekstrar- reikning fyrir fyrirtæki sitt eftir minni. Þetta gerði Albrecht, og þótt hann færði ekki hagnað, not- færði Ollenburg sér bókhalds- kunnáttu sina og fékk út, að hagn- aður fyrirtækisins fyrir árið 1971 yrði um 400 milljónir króna. „Þetta viljum við fá I skaða- bætur,” sagði hann þá. Theo Albrecht vefengdi reikn- inginn og benti á, að hann ætti fyrirtækið ekki einn, heldur til helminga. Við það lækkaði Ollen- burg kröfur sinar um helming og sendi fjölskyldunni þær kröfur. Þegar tiu dagar voru liðnir frá hvarfi auðmannsins, komust dag- blöð á snoðir um málið. Lögregl- an réð fjölskyldunni að borga. Þá létOllenburg gisl sinn skrifa bréf, sem átti að slá ryki f augu manna. Þar var látið lita svo út að pólitiskar ástæður væru á bak við ránið og notaðar grunsemdir sumra fjölmiðla um, að flokkur Ulriku Meinhof stæði að þvi. Ollenburg skrifaði fyrir sitt leyti bréf til forsætisráðherra fylkisins Nord-Rhein Westfalen með pólitisku snakki, „Við getum haldið Albrecht i eitt ár, ef þarf” stóð þar. Sjónvarpssalinn radd- sérfræðingur. Biskupinn Hengsbach gekkst fyrir skiptum á gíslinum og pen- ingunum, 30 kilóum af banka- seðlum. Samkvæmt samkomu- laginu lét Albrecht ekki á sér kræla i einn sólarhring, en ræn- ingjarnir fóru til skrifstofu Ollen- burgs. Þeir fóru sér ekki óðslega. Ollenburg vann að kaupum á búgarði i Suðvestur-Afriku og sendi börnum sinum jólagjafir. Um jólin fór Ollenburg loks til Acapulco, Mexikó, með vin konu sinni einni. Lögreglan hafði litið i höndum nema segulbands- upptökur með röddum þeirra félaga. En Kron gerði kórvillu, Hann greiddi skuld sina af litasjónvarpstæki, og svo vildi til, að kaupmaðurinn hafði það að dægradvöl að athuga raddir fólks. Hann þekkti rödd Krons sam- dægurs, þegar hann heyrði hana i sjónvarpi, er lögreglan lék segul- bandsupptökurnar. Kron náðist. Og þótt hann þegði lengi við yfirheyrslur, var Ollen- burg gripinn i Mexikó. Lögreglan hefur siðan rann- sakað allar hliðar málsins, meðal annars hvort um pólitiskt mál væri að ræða. Peningarnir hafa nefnilega ekki fundizt. En hið nýjasta i þvi máli er, að þeir kumpánar hafi verið einir að verki og Ollenburg falið pen- ingana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.