Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 8
8 Vísir. Miövikudagur 15. marz 1972. Hver er bezti stjórnandinn Stjórnunarkeppni ó döfinni Hvaöa islendingur er snjall- astur I þeirri iþróttagrein aö stjórna fyrirtæki? Kannski fæst úr þvi skoriö I stjórnunar- keppni sem Stjórnunarfélagiö gengst fyrir 24. og 25. marz. Keppnin fer fram i rafreikni háskólans, og tilgangurinn er aö þjálfa þátttakendur i aö taka ákvarðanir i fjármálum fyrirtækja, byggðár á skipu- legum skýrslum um rekstrar- og fjárhagsafkomu i sam- keppni við önnur sams konar fyrirtæki. Þetta á að geta ver- ið ágæt skemmtun jafnframt, á æðra stigi en félagsvist eða bingó. 3-4 þátttakendur verða i hverjum hóp, og hver hópur stjórnar ákveðnu fyrirtæki. Fyrirtækin geta verið 8 og þátttakendur þvi 24-32 alls hverju sinni. Fyrirtækin eru framleiðslu- fyrirtæki, sem framleiða öll sams konar vöru, selda i samkeppni á einum markaði. Hver hópur tekur fyrirfram ákvaröanir fyrir hvern „árs- fjórðung” i keppninni um helztu atriöi i rekstri. Akvarð- anirnar eru lesnar á minni rafreiknisins, sem skilar út frá þeim niöurstöðum um af- komu hvers fyrirtækis. Hóparnir taka siðan ákvarö- anir um næsta ársfjórðung, er þeir hafa fengið niðurstöður hins fyrri, og keppnin er i algleymingi. Skýrslur fyrir- tækisins eru trúnaðarmál hvers hóps, en i lok „ársins” fá allir ársskýrslur fyrir iðn- aðinn i heild, og ýmsar tölur um önnur fyrirtæki. Leika verður 3-4 ár, ef fullt gagn á aö vera að. Hver ársfjórðungur tekur um 1/2 klukkustund. A föstudagskvöld 24. verður æfing, en alvaran daginn eftir. — HH. GENGURI FYRIRTÆKIÐ Efnileg byrjun Alþýðubankans Alþýðubankinn fór vel af staö, — en bankinn tók til starfa fyrir rétt rúmu ári, eða 5. marz 1971. Hafa innlán aukizt jafnt og þétt, nánar tiltekið um 126%, og voru nú 313.2 millj. kr. Mest munaði um spari- innlánin. Útlán jukust og veru- lega þetta fvrsta ár bankans, námu um siöustu mánmót; 219.6 millj. króna og höfðu aukizt um 139% frá þvi árið áður. Einstakl- ingarfengu 32.3% af lánunum, til ibúðabygginga voru lánuö 23.9% til verzlunar 18.6% og iðnaðar 8.8%. Aðalfundur bankans verður haldinn 15. april. Myndin er af hinu nýja merki Alþýðubankans, en það gerði Gisli B. Björnsson auglýsingateiknari. Nó geta forstjórar farið með fyrirtœkin í lœknisskoðun Manneskjur eiga að fara i læknisskoöun reglulega, ef vel á að vera. Nú hafa forstjórar fengiö tæki til að fara meö fyrirtæki sin i skoöun” á tiltölulega cinfaldan hátt, þar sem veiku hliöarnar eru dregnar fram og sýnt, hvar end urbóta er þörf. Vinnuveitendasambandið hefur að sænskri fyrirmynd gert „lykil” að slikri skoðun, rita- pakkann „Hvernig gengur fyrir- tækið?” með lausblaðabókinni „Fyrirtækjaathugun” og niu bæklingum. Forstjórar svara meðal annars 15 spurningalistum, þar sem þeir meta stöðu fyrirtækisins með til- liti til hverrar einstakrar spurn ingar. „Er hún „ágæt,” „viðunandi,” „varhugaverð” eða hættuleg”? Er fyrirtækið til dæmis vant að koma fram með nýjungar sinar á undan eða eftir keppinautunum? Hvernig eru tengslin við eftirsóknarverðustu viðskiptavinina? Hvernig er á kveðiö, hve miklu fé skuli varið til auglýsinga? Er vitað, hvaða skráðar upplýsingar skuli geyma Gjaldþrot Evu 5,6 millj. kr. Liölega 5,6 milljónir fengust ekki greiddar úr gjaldþrotabúi Sokkaverksmiöjunnar Evu hf. á Akranesi, sem fór á hausinn snemma á árinu 1968. Skiptum þrotabúsins iauk á Akranesi fyrir skömmu og voru samþykktar forgangskröfur aö upphæö 1,9 milljónir greiddar aö fuiiu. Ýfirlýstar veðskuldir namu tæpum 5 milljónum og fengust 334.000 upp I þær. Almennar kröfur námu liölega einni milljón og var aö sjálfsögöu ekkert eftir upp I þær. Eftirstöðvar veöskuldarinnar námu þannig 4,6 milljónum og var það Framkvæmdabankinn sem fékk þann skell. — SG. og hvað eyðileggja? Slikum og fjölmörgum öðrum, merkari og ómerkari, spurningum svara menn, oftast 7—10 i hverjum spurningalista. Siðan færa þeir niðurstöður hvers lista. Hvemig á aö velja eftir- mann forstjóra? 1 pakkanum er fjárhagsyfirlit fyrsta skref athugunarinnar, þótt menn geti snúið sér strax að spurningalistum, ef þeir vilja. Eru þar eyðublöð til útfyllingar, þar sem eiga að fást ýmsar mikil- vægar kennitölur fyrir rekst- urinn. Niðurstöður spurningalista eru fluttar á yfirlitsblað. A það eru einnig fluttar kennitölurnar. Loks „Það er geysileg undirbúningsvinna við að koma þessari inn- heimtu i gang. Sést það bezt á þvi, að það eru um 4.000 feður út um allt land sem við þurfum að innheimta meðlög hjá”, sagði Árni Guð- jónsson innheimtustjóri hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga i samtali við Visi i gærmorgun. Stofnun þessi tók til starfa um siðustu áramótogiáaðinnheimta hjá barnsfeðrum meðlög, sem Tryggingastofnunin hefur greitt mæðrum óskilgetinna barna og fráskildum konum vegna barna þeirra. Það sem innheimtist er siðan endurgreitt Trygginga- eru gerðar áætlanir um endur- bætur á þessum grundvelli. Vinnuveitendasambandið hefur einnig i þessu sambandi fala niu bæklinga, sem fjalla i stuttu máli um mikilvæga þættir rekstrarins, meðal annars um eftirmann for- stjórans,” „kynslóðaskipti”, stjórn, markað, starfsfólk, sam- vinnu við aðra og fjármögnun. Ritapakkinn allur með laus- blaðabókinni og bæklingunum kostar 2800 krónur fyrir félaga i Vinnuveitendasambandinu, laus- blaðabókin ein kostar 1300 krónur, en eyðublöðin fyrir fjár- hagsyfirlit með 15 spurninga- listum og yfirlitsblaði kostar 200 krónur. Fyrir utanfélagsmenn er verðið um 20% hærra. —HH. stofnuninni. Árni sagði að i fyrsta lagi gætu menn sjálfir greitt meðlagið á skrifstofu stofnunarinnar og i öðru lagi gæti hún gert kröfur á laun þeirra. Að undanförnu hefur verið unnið við að senda út bréf til manna sem skulda meðlög og skorað á þá að greiða skuldina. Ennfremur hafa bréf verið send launagreiðendum. Meðiagsskuld- ir eru lögtakshæfar og eftir sem áður er heimilt að dæma menn, sem hvergi hafa fasta vinnu og ekkert eiga, til dvalar á vinnu- heimili. Sveitarfélögum er heimilt að senda Innheimtustofnuninni eldri kröfur á hendur barnsfeðrum og biðja hana að innheimta með- lagsskuldir. Hafa fjögur sveitar- félög þegar notfært sér þessa heimild. Áætlað er að stofnunin muni ínnheimta 240-250 milljónir króna á þessu ári. Munu það vera meðlög með nálægt 5-6.000 börn- um. - SG. Rukka 6 þúsund feður um 250 milljónir króna KSIFANy lfut>* <*•/ rtAN 1 M/kL A tiA’AL* T Stóll kynslóðanna Stóll fyrir alla, unga sem gamla, hóa sem lóga Greiðsluskilmólar hvergi betri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.