Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 15.03.1972, Blaðsíða 20
Tíu komnir „heim" 10 fangar af Litla-Hrauni voru í gær fiuttir aftur þangað austur, þar sem hægt var að setja þá i fangaklefa i nýju viðbyggingunni þar eystra — hinir 24, scm þá eru enn i fangageymslum hér, verða að gista i höfuðborginni enn um sinn. „Við erum að yfirheyra þá núna”, sagði Njörður Snæhólm rannsóknarlögreglumaður i morgun, „það má telja fullvíst að þeir hafi kveikt i einhverjir”. — GG Vísindamenn tygja sig austur — Við förum austur að Kirkju- bæjarklaustri, en við erum að vinna þar, og ætli ég skreppi ekki austur á sand i kvöld eða i fyrra- málið. Viö verðum væntaniega i viku fyrir austan þar til hlaupið er afstaðið, sagði Sigurjón Rist, sem fór i morgun ásamt þrem vatnamælingamönnum austur í sambandi við Skeiöarárhlaupið. Leiðangur 8 — 10 manna mun siöan leggja af stað á morgun eða föstudag til að fylgjast með Skeiðarárhlaupinu. Veröur aðsetur haft á Skaftafelli og þyrlan notuð og gerð út þaðan eftir þvi sem þörf krefur. t gær hafði heldur vaxiö i Skeiðará, en breytingin er mjög hæg. ___________________=8B- Ný œð frá Reykjum í sumar Lagning nýrrar aöfærsluæöar hitaveitunnar frá Reykjum, er meðal stórframkvæmda, sem Reykjavikurborg hefur nú tekið 323 millj. kr. lán til erlendis. Framkvæmdin er i útboði núna og verða tilboð opnuð seint i þessum mánuði og framkvæmdir væntanlega hafnar i næsta mánuði. 1. áfanga Reykjaæðar- innar á að verða lokið fyrir 1. október I haust, en fram- kvæmdum á endanlega að ljúka um mitt sumar 1973. Geir Hallgrimsson, borgar- stjóri, undirritaði i fyrradag lánasamning og skuldabréf að upphæð 3.7 milljónir dala, en lánið er tekið fyrir milligöngu Hambros Bank Ltdd London. — Auk aðfærsluæðarinnar frá Reyk- jum verður lánið notað til aö f jár- magna ásamt meö eigin fé borgarsjóðs aukningu eignarhluta borgarinnar i Landsvirkjun, framkvæmdir við veitukerfi Rafmagnsveitu Reyk- javikur og til ýmissa fram- kvæmda Hitaveitu Reykjavlkur. —VJ. Stúdentar í mál við Morgun- blaðið PLÁSS FYRIR FIMM FULLA Stúdentar þeir við Háskóla is- lands sem stóðu að hátiöa- höldunum 1. des. s.l. hafa nú höfðað meiöyröamál á hendur Morgunblaðinu fyrir ummæli sem birtust um þá I þættinum Velvakandi þann 28. janúar s.l. Var þann dag i Velvakanda birt bréf frá manni einum, þar sem hann áfelldist Velvakanda fyrir ummæli um útvarpsþáttinn Matt- hildi. Svaraði Velvakandi þá bréfinu og kvaðst ekki hafa átt við Matthildi, heldur „hina fúlu þjóö- niðinga og landráðasamkomu á gamla fullveldisdaginn”. Sveinn Aðalsteinsson, stud. oecon., helzti starfsmaður siöustu 1. des. nefndar tjáði Visi i morgun að stúdentar hefðu reynt aö leita sátta. Hefði lögfræðingur þeirra skrifað Morgunblaðinu bréf og farið fram á afsökun. Var þvi bréfi ekki svarað. „Við bjuggumst satt að segja ævinlega við opinberri afsökun”, sagði Sveinn Aðalsteinsson, ,,og þvi aöhöfðumst viö ekkert i mál- inu fyrr en mánuði seinna. Þá var haldinn sáttafundur meö rit- stjórum Morgunblaðsins, og féllust þeir á að ummælin væru meiðandi. Vildu þeir birta af- sökun sina i Velvakanda og helzt ekki nefna þetta á nafn — við litum ekki á þetta sem neitt boð, og þvi gekk málið áfram rétta leið”. Stefna stúdentar ritstjórn Morgunblaðsins, framkvæmda- stjóra og stjórn Arvakurs, útgáfufyrirtækisins, þar sem ekki er skráður neinn ábrygðarmaður að blaðinu. 1. des. nefnd stúdenta er kjörin á hverju hausti til að annast hátiðahöld á fullveldisdeginum, og i haust var sú nefnd kjörin er vildi helga daginn baráttu fyrir brottför varnarliðsins. —GG Eftir Litla-Hraunsbrunann fækkaði mjög þeim klefum sem lögreglan i Reykjavik hefur til að stinga nátthröfnum og óeiröa-l seggjum i um nætur. Er nú reyndar svo komið, að ekki er hægt að taka fasta nema fimm menn á nóttu og setja i geymslu. Yfirleitt þarf að setja inn slangur af drukknum róstuseggjum — ogj nú verða menn að gæta þess aö| vera ekki að troöa lögreglunni um tær og þvælast fullir á götum. Þeir fá ekki húsaskjól hjá lögg- unni, þótt vanir séu. Og i nótt sýndu borgarar mikla tillitssemi að sögn lögreglunnar. Aðeins fimm voru teknir ölvaöir, nákvæmlega jafnmargir og húsrúm er fyrir. — GG Það má furðu gegna aö ökumaöurinn skyldi ekki losa ökumanninn úr flakinu. slasast meira en raun varö á. Hér eru lögreglumenn aö Bíllinn tœttist sundur — ökumaður slapp Eins og brotajárnshaugur leit hann út, nýlegi Citroen-billinn, sem i gærdag var ekiö harkalega aftan á traktorsgröfu i Ártúns- brekku. Það var um þrjúleytið i gær- dag, að maðurinn sást koma greitt niður Artúnsbrekkuna og af einhverjum ástæðum mun hann ekki hafa áttað sig á hve nærri hann var traktornum og skall á skóflu hans aö aftan verðu. Fletti skóflan sundur bilnum, og er mikil mildi að ökumaðurinn skvldi ekki meiðast meira en hann gerði, en hann var fluttur á slysavarðsstofu, fótbrotinn og handleggsbrotinn. Bill hans er gjörónýtur, en traktorsgrafan rótar sjálfsagt upp jarðvegi einhvers staðar núna, fullkomlega i lagi. ■*— GG vörubílum Skipasmíðastöðin Dröfn í Hafnarfirði: Börn stálu — brutust inn i skemmu og óku þar um á vörubíl og kranabil — eyðilögðu fyrir tugi þúsunda „Þeir brutust inn I stóra skemmu hjá Dröfn, skipa- smiöastööinni hér I Hafnarfiröi. Þar eru geymdar vélar og verk- færi, t.d. stór Mercedes Benz vörubiil og gamall Breta- trukkur meö krana. Þetta voru þrlr 11 - 13 ára strákar. Þeir komirbllunum I gang og keyrðu þá þarna innanhúss. Óku á huröir, borð og bekki og stór- skemmdu vitanlega bllana. Þeir keyröu gegnum stórar vængja- huröir þarna I skemmunni — ekkert smávegis tjón sem þeir ollu”,sagöi lögreglan I Hafnar- firöi er Visir ræddi viö hana. Lögreglan sagöi að börnin hefðu brotizt inn hjá Dröfn á laugardagskvöldið. Hafði enginn orðið var við þá þar inni þá, og málið ekki kært fyrr en á mánudagsmorgni. „Við erum búnir aö ná dreng- junum”,sagði lögreglan, „þetta eru piltar sem viö þekkjum ekki, hafa ladrei komizt i kast við okkur áður — enda nýfluttir i bæinn.” Sagði lögreglan að drengirnir hefðu kunnaö vel til verka með bilana. Þeir hefðu stax farið i gang. „Þeir notuðu kranabilinn heilmikið lika. Hifðu með honum þar til virinn slitnaöi — mesta mildi að þeir drápu sig ekki á þessu, þvi aö það er enginn smáræöis kolsýringur sem stendur aftan úr þessum stóru bilum”. Og óknyttastrákar i Hafnar- firði virðast mjög vera að herða sóknina á afbrotabrautinni. Nokkrir 12 ára drengir eyði- lögðu á mánudagskvöldið 20 þúsund króna skilti yfir inn- heimtu rikisútvarpsins að Suðurgötu i Hafnarfirði. „Þetta var ljósaskilti og þeir grýttu það i mask”. sagði lög- reglan, „við náðum þessum drengjum strax, og þannig komust við á slóð þeirra sem brutust inn hjá Dröfn”. —GG. VÍSIR Miövikudagur 15. marz 1972.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.