Vísir


Vísir - 15.03.1972, Qupperneq 10

Vísir - 15.03.1972, Qupperneq 10
Spjallað um getraunir: Leikir 2. deildar setja svip á getraunaseðilinn Stóri vinningurinn lét standa á sér í getraununum í siðustu viku------möguieikarnir voru þó sannarlega fyrir hendi, en engum tókst að næla sér í 12 rétta. Margir voru hins vegar með 11 rétta og dreifðist fyrsti vinningurinn mjög. Nú er aftur góður seðill á dagskrá — erfiðir bikarleikir úr sjöttu umferðinni 18. marz, fimm leikirúrl. deild og þeir fjórir, sem þá eru efti$ úr 2. deild. Efstu liðin þar úti gegn hættulegum liðum á heimavelli — svo þarna er ýmislegt viö að glíma. Og þá skulum við lita nánar á ein- staka leiki á ellefta getraunaseðlinum 1972. Birmingham-Huddersfield 1 Bikarleikur, þar sem eitt efsta lið 2. deildar, Birmingham, leikur á heima- velli gegn næst neðsta liði l. deildar, Huddersfield. Leikurinn veröur háður á St. Andrews, hinum mikla leikvangi Birmingham City. Likur á heimasigri eru miklu meiri — og Birmingham áreiðanlega sterkara lið en Hudders- field. Þaö er einnig dæmigert heimalið — hefur ekki tapað á St. Ándrews á leiktimabilinu, unnið 11 leiki og gert 5 jafntefli. Huddersfield er hins vegar slakt liö á útivelli — hefur unnið tvo leiki i vetur, gert fjögur jafntefli og tapað ellefu. Birmingham hefur auk þess oft náð góðum árangri i bikar- keppninni og tvivegis komizt i úrslit. Heimasigur. 0 Leeds-Tottenham 1 Þetta er einnig leikur úr 6. umferð bikarkeppninnar og hvilikur leikur! Tottenham hefur staðið sig vel gegn Leeds á leiktimabilinu — vann heima- leikinn og gerði jafntefli i Leeds sl. haust, en að visu var Leeds þá ekki i þvi rokna stuði, sem liðið er nú komiö timabilinu og gert þrjú jafntefli, en unnið 12 og hafa aðeins Manch.City og Leeds unnið fleiri leiki á heimavelli i vetur. Newcastle hefur einnig gengið vel að undanförnu — en óliklegt er, að liöið sé þó svo sterkt að það nái jafn- tefli gegn Liverpool. Heimasigur. © Manch.City-Chclsea 1 Þarna er sama sagan, Chelsea hefur náö jáíntefli i tveimur siðustu leikjum sinum á Maine Road i Manchester — þar á undan vann City tvo leiki, og Chelsea hefur einn sigur i þeim fimm leikjum, sem liðið hefur leikið gegn City frá þvi Manchester-liðið komst aftur i 1. deild. Þetta er einn erfiðasti leikurinn, sem efsta lið 1. deildar á eft- ir — en við höfum trú á, að það komist yfir þennan erfiða hjalla. Heimasigur. 6 Sheff.UtdrEverton 1 Um leið og vellirnir batna verður Sheff.Utd. betra lið — létt leikandi og skemmtilegt. Liðin hafa ekki mætzt i Sheffield siðustu árin, en þar sem Everton er meö fádæmum lélegt lið á útivelli kemur varla annað til greina en heimasigur i þessum leik. West Ham-Nottm.For. l West Ham hefur unniö Forest i Lundunum fjórum sinnum i sex sið- ustu leikjum liðanna þar. Forest fær nú varla stig og ekki miklar likur á að svo veröi gegn West Ham. Heimasig- ur. © Blackpool-Millwall X Þá breytum við loksins út af og setj- um jafntefli. Millvall er i efsta sæti i 2. deild og hefur aöeins tapað þremur leikjum á útivelli i vetur — unnið fjóra, en átta sinnum gert jafntefli. Það er umhugsunarefni. Siðast, þegar liðin mættust i skemmtiborginni á vestur- ströndinni fyrir tveimur árum, varð jafntefli og það er spá okkar nú. GD Luton-Burnley 2 Enn hefur Luton selt einn af sinum beztu mönnum og áreiðanlega ólga meðal leikmanna liðsins, sem höfðu hug á þvi að gera Luton að 1. deildar- liði á ný. Burnley hefur þvi möguleika þarna á sigri — en liöið hefur unnið 5 leiki á útivelli i vetur af 11. Liöin hafa ekki mætzt siöan þau voru bæti i 1. deild fyrir 13 árum. Otisigur. CD Postsmouth-Norwich 2 Norwich er i öðru sæti i 2. deild og hefur möguleika á þvi að komast nú i fyrsta skipti i fyrstu deild, en Ports- mouth er fyrir neðan miðju. Það er þó ekki þess vegna, sem við reiknum með útisigri, heldur vegna þess, að Nor- wich hefur haft tak á portsmouth að undanförnu — unnið tvo siðustu leikina i hafnarborginni. Portsmouth er gott heimalið — hefur aöeins tapað tvivegis heima i vegur, unnið átta leiki og gert sex jafntefli — svo þetta getur allt brugðið til beggja vona. Morwich hef- ur unnið sex leiki á útivelli, gert fimm jafntefli og tapað fjórum. C0 OPR-Middlesbro 1 Þessi lið skipa fimmta og sjötta sætiö i 2. deild. Lundúnaliðið QPR tap- Bermudasvertinginn Ciyde Best hefur þótt einn skæðasti skóknarmaöurinn I ar sjaldan heima — unnið þar 11 leiki, ensku knattspyrnunni i vetur—jafnvel skyggt á heimsmeistarana i West Ham gert 2 jafntefli og tapað einum, en iiðinu. ólikiegt er, aö vörn Nottingham Forest sjái við þessum stóra, sterka tvf- Middlesbro er meðal slökustu liða á tuga ieikmanni, þegar liöin mætast á laugardag. Þaö ætti að vera einn öruggasti útivelli — aðeins unniö þrjá leiki af 14 leikur getraunaseðilsins. — tapaö niu. Heimasigur. —hsim. i. Orslit leiksins fara mikið eftir þvi hvernig miðverði Leeds, Jackie Charlton, tekst upp gegn Martin Chivers, hættulegasta miðherja Eng- lands. Sennilega verður Jackie karlinn sigurvegari i þeirri viðureign og þá um leið lið hans. Heimasigur. © Manch.UtdrStoke 1 Þetta er þriðji og siðasti leikurinn á seðlinum úr bikarkeppninni — cg hanii er ekki siður erfiður viðureignar. Liðin eru búin að mætast oft i vetur og enn hefur Stoke ekki tapað fyrir Man- ch.Utd. — sló liðið út i deildabikarn- um, sem Stoke vann. Þá varð fyrst jafntefli i Mancester — en Stoke tókst svo að tryggja sér sigur. 1 deilda- keppninni gerðu liðin jafntefli i Stoke 1-1, en mætast þar i siðustu umferðinni i Manchester. Nýi leikmaðurinn Ian Moore má ekki leika með Manch.Utd. i þessum leik, þar sem hann lék i bikarnum fyrir Nottingham Forest. En Martin Buchan má leika og vegna þess, að Georgie Best hefur aftur feng- ið áhuga á knattspyrnunni með til- komu þessara leikmanna reiknum við með heimasigri. G Ipseich-Southampton 1 1. deild og svona til gamans má geta þess, að Dýrlingarnir sigruðu i Ips- wich i fyrra. En liðiö er ekki hið sama nú — og árangur afar slakur i útileikj- unum, aðeins sjö stig af 32 möguleg- um. Ipswich er hins vegar með 50% árangur heima og liklegra til sigurs i þessum leik — þrátt fyrir hið óvænta tap i siðasta heimaleik sinum gegn Crystal Palace. Heimasigur. © I.iverpool-Newcastle 1 Liverpool hefur sótt sig mjög að undanförnu og þessi leikur sennilega aðeins settur á seðilinn vegna þess, að Newcastle hefur gert jafntefli i tveim- ur siðustu leikjunum sinum á Anfield i Liverpool. Fjóra leikina milli liðanna þar á undan vann Liverpool — og i þessum leik kemur varla annaö til greina en sigur Liverpool, sem hefur aöeins tapað einum leik heima á leik- Ufff....Gústav Agnarsson, nitján ára nemandi í Menntaskólanum i Reykjavik, sem verður stúdent i vor, býr sig undir að jafnhenda 160 kg. í meistaramótinu I lyftingum I gærkvöidi. Og þaö tókst þessum sterka pilti glæsilega — og áður hafði hann bætt islandsmet óskars Sigurpáls- sonar i snörun. Ljósmynd BB. 19 ára menntskœlingur bœttí met meistarans! — ig hef meiri togkraft í bakinu, sagði Gústav Agnarsson, nitján ára nem- andi í Menntaskólanum í Reykjavík, og þess vegna -tókst mér að bæta islands- met óskars Sigurpálssonar í snörun í þungavigtinni. Þetta afrek hins unga menntskælingskom mjög á óvart á meistaramótinu í lyftingum í gærkvöldi og fáa hefði grunað, þegar Óskar setti hvert metið á fætur öðru síðustu mánuði, að innan skamms kæmi fram piltur, sem skákaði honum á þessum vettvangi. En þetta er staðreynd og Gústav, sem verður stúdent i vor, hefur nú þegar sann- að, að miklu má búast við af honum á þessum vett- vangi í framtíðinni. Piltur- inn er geysilega sterkur, stór og samsvarar sér vel. — Ég hafði ekkert verið i öðrum iþróttum, þegar ég komst i kynni við lyftingar i janúar 1970, sagði Gústav ennfremur. En áhuginn á þeim er mikill — ég æfi sex sinn- um i viku. Við erum með þessar æfingar i kofa að Fálkagötu 30 —• úti á Grimsstaðaholti — og æfingaaðstaða er engan veginn góð. En þetta er svo samstilltur hópur, að unun er að vera með i þessu. Og tefur það þig ekki frá nám- inu? — Jú, kannski að einhverju leyti, en það er svo margt, sem maður vinnur á þvi að vera i lyft- Miklir meistarar kveðja Uwe Seeler! \ Margir af kunnustu Imeisturunum í alþjóðlegri knattspyrnu munu leika í kveðjuleik Uwe Seeler, skærustu stjörnu Vestur- Þýzkalands i nær tvo ára- tugi, þegar lið hans Ham- burger Sport-Verein (sama og handknattleiks- liðið, sem kom hingað á vegum Víkings) leikurvið heimslið hinn 1. maí. Reiknað er með 62 þúsund áhorfendum og þeir fá meðal annars að sjá kóng inn Pele, sem eins og Seeler hefur dregið sig til baka í sambandi við landsleiki. Fjórir af heimsmeisturum Englands frá 1966 taka þátt i leiknum — Bobby Charlton (Manch. Utd.) Gordon Banks (Stoke), Booby Moore og Geoff Hurst (West Ham). Þrir verða skozkir Denis Law (Manch. Utd), Jimmy Johnstone (Celtic) og Tommy Gemmell (Nottm. Forest) og fulltrúi Norður-lra verður George Best (Man- ch.Utd.). Af öðrum leikmönnum má nefna Paul van Himst frá Belgiu, Johan Cruyff frá Ajax i Hollandi, ttalina Gianne Rivera og Giacinto Faccahetti, Ung- verjann Ferenc Bene og Dragan Dzajic frá Júgóslaviu. Fyrirliði heimsliðsins verður landsliðsfélagi Seelers — Karl- Heinz Schnellinger, sem leikur með Milanó á Italiu, en lands- liðsþjálfari Vestur-Þýzkalands, Helmut Schoen, mun annast liðið. Uwe Seeler er nú 36 ára og lék fyrst i aðalliði HSV, þegar hann var sextán ára og aðeins sautján ára komst hann fyrst i landslið Vestur-Þýzkalands. Hann lék 72 landsleiki og er markhæstur þýzkra landsliðs- manna með 43 mörk. Hann tók fjórum sinnum þátt i heims- meistarakeppninni og lék sinn siðasta landsleik gegn Ung- verjalandi 1970. —hsim. ingunum — miklu betur andlega og likamlega undir allt nám bú- inn, hraustari til likama og sálar. sálar. Svo þú sérð ekki eftir timanum, sem i þetta fer? — Nei, siður en svo — þetta hef- ur bara bætandi áhrif á mann á nær öllum sviðum. Óskar Sigurpálsson var ekki með á meistaramótinu i gær, þar sem hann var meiddur i baki, en búizt var við miklum afrekum hjá honum, þar sem hann hefur stundað æfingar mjög vel. Lág- marksafrek Olympiunefndar, þeirrar alþjóðlegu, er 475 kiló i þungavigtinni og ætti Óskari að vera leikur einn að ná þvi. Is- landsmet hans samtals er 457.5 kiló — og árangur hans þar i pressu 170.5 kg. á heimsmæli- kvarða. I fjarveru Óskars varð Gústav Agnarsson yfirburðasigurvegari i þungavigt — lyfti samtals 420 kg., sem er gott afrek hjá svo ungum manni, sem aðeins hefur stundað lyftingar i rúm tvö ár. I fyrstu greininni, pressunni, náði Gústav að pressa 132.5 kg. og var þvi nokkuð langt frá Islands- meti Óskars i pressunni — en i snörun kom stóra afrekið. Þar snaraði Gústav 127.5 kg., sem er tveimur kg. betra en gildandi ís- landsmet Óskars. 1 siðustu greininni, jafnhend- ingu, lyfti Gústav 160 kg. og bætti árangur sinn þar um 15 kg. Is- landsmet óskars i jafnhendingu er 177.5 kg. svo það hlýtur innan skammst að vera i hættu. Sam- tals fékk Gústav þvi 420 kg. 1 öðru sæti varð Þorsteinn Árnason frá Selfossi, sem lyfti samtals 267.5 kg. — hsim. Nottingham Forest vann Chelsea óvænt heima 2—1 i 1. deildinni ensku i gærkvöldi. I 2. deild fóru möguleikar Middlesbro að mestu, þegar liðið tapaði 0—3 i Carlisle. Réð ekki við 35 kg. til að byrja með! — en lék sér að lágmarksafreki alþjóða-ólympíunefndarinnar í lyftingum í gœrkvöldi og bœtti íslandsmetin í þremur greinum —Þegar ég byrjaöi á þessum lyftingum — kom á fyrstu æfinguna 1967 — réö ég ekki við 35 kiló í ja fnhendingu, sagöi Guðmundur Sigurðsson, Ármanni, eftir aö hann haföi leikið sér aö því að jafnhenda 180 kiló á fjórða meistaramóti íslands i lyftingum, sem háð var i Laugardalshöllinni i gærkvöldi að við- stöddum mörgum áhorf-‘ endum. Hann setti þrjú islandsmet i keppninni og lyfti samtals ellefu kg. meira en tilskilinn árangur alþjóðaólym- píunefndarinnar er sam- tals í milliþungavigt. islenzka ólympiu nefndin hefur ekki sett lágmarksárangur enn- þá/ en greinilegt er, að Guðmundur Sigurðsson hefur mikla möguleika á því að verða þátttakandi í lyftingum á leikunum í Munchen i haust. I fyrstu greininni i milliþunga- vigt byrjaði Guðmundur á þvi að pressa 156 kg. — sem er hálfu kilói meira en gildandi lslands- met. Var þetta ekki nokkuð djarft, spurðum við Guðmund eftir keppnina. —Jú, það má kannski segja þaö, en það var mikil stemning á keppnisstaðnum og slikt hefur góð áhrif á mig og þess vegna reyndi ég strax við 156 kilóin, Hefurðu pressað slikt á æfingu? —Nei, ég næ aldrei góðum árangri á æfingum — ég þarf þetta sérstaka andrúmsloft, sem skapast á keppnisstað til að ná árangri. Dómarar voru ekki alveg á eitt sáttir hvort tilraun Guðmundar væri gild, þegar hann pressaði þennan þunga og verður tekin af- staða til málsins i dag. í snörun lyfti Guðmundur 130 kg., sem er rétt innan við tslandsmetið — en i jafnhendingunni náði hann sér virkilega á strik. Islandsmetið var þar 172.5 kg. og Guðmundur beinlinis lék sér að 175 kg. Siðan tók hann 180 kg. og tókst einnig að jafnhenda þann þunga með miklum glæsibrag. Þar með haföi hann stórbætt tslandsmetið sam- tals i milliþungavigtinni — lyfti 465 kg sem er tiu kg. yfir lág- r Iþróttakennarar fjalla um námsskrá kennslunnar tþróttakennarar taka fyrir tvö stór málefni á félagsfundi sinum á Hótel Esju annað kvöld, fimm- tudagskvöld, kl 20.30. Þá verður rædd námsskráin i iþrótta- kennslu, en Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi mun fjalla um það atriði. Þá verður rætt um náms- keið fyrir iþróttakennara, en þau hafa aðeins verið annað hvert ár, en kennararnir vilja gjarnan njóta sliks á hverju ári, eins og gert mun ráð fyrir. Eru iþrótta- kennarar hvattir til aö mæta vel á fundinum. marksárangri ólympiunefndar. Annar i þessum flokki var ólafur Sigurgeirsson, KR, sem lyfti samtals 305 kg. Keppt var i fimm flokkum á meistaramótinu i gær og greini- legt. að mikill áhugi er að vakna fyrir þessari iþrótt hér á landi. tslendingar haí'a löngum sterkir verið — og haft gaman að þvi að takast á við mikinn þunga. t millivigt sigraði Robert Maitsland frá Selfossi, lyfti sam- tals 245 kg. og er bráðefnilegur að dómi kunnáttumanna. t léttþunga vigt sigraði Guðmundur Sigurðs- son, Armanni, alnafni þess Guðmundar, sem fyrst er getið í þessari grein. Hann iyfti samtals 260 kg. og i yfirþungavigt, þar sem keppendur er yfir 110 kg sigraði glimukappinn okkar, Sigtryggur Sigurðsson, KR, sem litið sem ekkert stundar þessa iþrótt. Hann lyfti samtals 250 kilóum, sem er ekki mikið hjá slikum kraftajötni, en æfingu og kunnáttu skorti greinilega. —hsim. ■ Guömundur Sigurðsson, Ármanni, vann mikil afrek í gærkvöldi og lyfti 11 kg. meira i milliþungavigt.en lágmarksafrek alþjoða-úlympiu- nefndarinnar cr. Cossius gegn Frazier á ný Nær öruggt má nú telja, að kapparnir Joe Frazier, heimsmeistari i þungavigt i hnefa- leikum, og Cassius Clay mætist öðru sinni i hringnum i september i haust. Clay hefur gert miklar kröfur i sambandi viö þessa keppni — heimtar allt að sex milljónum dollara. Þegar þeir kepptu 8. marz i fyrra — Frazier sigraði á stigum — hlutu þeir 2.5 milljónir dollara hvor og er það stærsti „potturinn” i iþróttasögunni. Fyrirhugaður leikur þeirra i september á að fara fram i Los Angeles og hefur Jack Kent, sem mun annast framkvæmd leiksins, boðið hvorum 750 þúsund dollara og auk þess vissan ágóðahlut af aðgöngumiðasölu. Cassius Clay hefur undirritað samningaum tvo leiki á næstunni — gegn Mac Foster i Tókió 1. april og gegn kanadiska meistar- anum George Chuvalo i Van- couver 1. mai.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.