Vísir - 25.03.1972, Side 5

Vísir - 25.03.1972, Side 5
Vfsir. Laugardagur 25. marz 1972. 5 Bridge-einvígi í stað þorskastríðs? Brezku bridgemeistar- arnir komu til landsins í gær og í gærkvöldi spiluðu þeir í fjölmennri tví- menningskeppni við félaga i Bridgefélagi Reykjavikur og gesti þeirra. Var það fyrsta umferð af þremur, en hinar verða spilaðar í dag eftir hádegi í Domus Medica og á þriðjudags- kvöld. gefin i vörninni, en annar sagn- hafinn, Jóhann Jónsson, var þó á réttri leið til þess að vinna spilið. Slemman stendur sem sagt á svokallaðri Criss-cross kast- þröng. Sagnhafi trompar annað lauf, tekur fjórum sinnum tromp og þrisvar tigul. Úr blindum fleygir hann tveimur spöðum. Lokastaðan verður þá þannig: Norður Sama 4 G-7-2 4 A-K V 5 V ekkert 4 enginn 4 enginn 4> ekkert 4, K-8 Á morgun spila Bretarnir fyrri hluta einvigis við úrvalssveitir Bridgefélags Reykjavikur og hefst leikurinn kl. 13,30 í Súlnasal Hótel Sögu. Af hálfu Bridge- félagsins spila á morgun Jón Ara- son og Vilhjálmur Sigurðsson, Jón Hjaltason og örn Arnþórsson, Stefán Guðjohnsen og Þórir Sigurðsson. Brezka sveitin er þannig: Rose-Cansino, Dixon- Sheehan, Coyle-Silverstone. Fyrirliði Englindinganna er R. Corwen en fyrirliði Bridgefélags Reykjavikur er Ragnar S. Hall- dórsson. Ástæða er til að hvetja alla bridgeunnendur til þess að koma á Hótel Sögu á morgun og sjá spennandi keppni og góða spilamennsku. Á mánudagskvöldið verður úr- slitaleikurinn og er einnig spilað á Hótel Sögu. Þá spila fyrir hönd Bridgefélagsins, félagsmeistar- arnir, sveit Hjalta Eliassonar. Auk hans eru i sveitinni Asmund- ur Pálsson, Einar Þorfinnsson, Jakob Ármannsson, Jón Ás- björnsson og Páll Bergsson. Báð- ir leikirnir verða sýndir á sýningartöflu og spilin útskýrð. Þrjátiu ára afmælishátið Bridgefélags Reykjavikur verður siðan haldin á miðvikudagskvöld i Átthagasal Hótel Sögu. Að- göngumiðar eru til sölu hjá gjald- kera félagsins og er mönnum ráð- lagt að tryggja sér miða i tima, þvi takmarkaður fjöldi kemst fyrir i Átthagasalnum. Úrslit i tvimenningskeppni Bridgefélags Reykjavikur urðu þau, að Benedikt Jóhannsson og Jóhann Jónsson sigruðu. Höfðu þeir haft forystu allt mótið. Röð og stig efstu para eru þannig: 1. Benedikt Jóhannsson og Jó- hann Jónsson 266 2. Jón Arason og Vilhjálmur Sigurðsson 231 3. Hörður Arnþórsson og Þórar- inn Sigþórsson 119 4. Ásmundur Pálsson og Jakob Ármannsson 75 5. Stefán Guðjohnsen og Þórir Sigurðsson 51 6. Jón Ásbjörnsson og Páll Bergs- son 48 11. flokki urðu úrslit þau, að Óli Már Guðmundsson og örn Guð- mundsson sigruðu með 184 stig- um. Spilið i dag er frá meistara- flokkskeppninni. Staðan var n-s á hættu og austur gaf. 4 8-5-3 V 7-6-4 4 G-7-5-4-2 4 D-G * G-7-2 4 A-K-10-4 V A-G-10-5-3-2 V K-D-8 4 A-D-8 4 K-10 4 3 4 K-8-7-6 4 D-9-6 V 9 4 9-6-3 4 A-10-9-5-4-2 Á öllum borðum varð loka- samningurinn sá sami, eða 6 hjörtu spiluð i'vestur. Fljótt á lit- ið virðist þessi lokasamningur, þótt góður sé, dauðadæmdur, þvi sagnhafi gefur alltaf einn slag á lauf og einn slag á spaða. Á tveimur borðum var slemman 4 D-9-6 V ekkert 4 enginn 4 A-10 Suður á að kasta og það er sama hvað hann gerir. . Að lokinni tvimenningskeppni, sem þær unnu með yfirburðum Halla Bergþórsdóttir, og Krist- jana Steingrimsdóttir, gekkst Bridgefélag kvenna fyrir bridge- kennslu og voru þátttakendur 76 konur. Kennari var Árni M. Jóns- son og hjálpuðu félagskonur til við kennsluna. Kennt var i sex vikur, eitt kvöld i viku og siðan spiluðu nemendur tvimennings- keppni. Unnu hana Erla Guð- mundsdóttir og Vala Isaksdóttir. Siðan var spiluð sveitakeppni með 12 sveitum og þar að auki 9 sveitir úr lærlingahópnum og spiluðu þær sér. Þessum keppn- um er nú nýlpkið oe varð lokið og varð sveit Hugborgar Hjartardóttur efst með 177 stig. Auk hennar eru i sveitinni Vigdis sKÁKn-n BARDAGAGLEÐI Stórm eistara titill inn er ekki alltaf trygging fyrir efstu sætum á skákmótum. Þetta kom berlega i ljós á móti i Júgóslaviu fyrir nokkru. Þar hreppti alþjóölegi meistarinn Smejkal frá Tékkósló- vakiu efsta sætið með 11 vinninga af 15 mögulegum. i 2. sæti varð annar alþjóðlegur meistari, Karaklaic, Júgóslaviu með 10 1/2 vinning. Karaklaic þessi hefur ekki teflt opinberlega lengi og kom þvi árangur hans Júgóslöv- um þægilega á óvart. Kurajica, fyrrum heimsmeistari unglinga hafnaði i 3. sæti með 9 vinninga. Það var ekki fyrr en niðri i 7. sæti að stórmeistari komst loks á blað, en það var Ivkov. Ekki var taflmennska hans neitt til að hrópa húrra fyrir. Hann gerði hverja einustu skák sina jafntefli og sýnir það bezt bardagagleði stórmeistarans. Á Mallorca stóðu stórmeistar- arnir fyrir sinu. Hinn nýkrýndi stórmeistari Ljubojevic frá Júgó- slaviu og Argentinumaðurinn Panno urðu efstir með 11 vinn- inga af 15 möglegum. Þetta var ánægjuleg frammistaða hjá Panno, en hann þótti einn allra efnilegasti skákmaður heims á árunum 1954-56. En eftir svæða- mótið i Amsterdam 1956 þar sem hann hafnaði i 8.-9. sæti fékk harin nóg af skákinni i bili. Hann lauk prófi i verkfræði og kom ekki að heitið gæti nálægt skákmótum i 10 ár. Hann stóðst ekki freistinguna að tefla á Olympiumótinu á Ha- vana 1966 og þar hlaut hann beztu útkomu allra 2. borðs manna. Eftir þetta fór áhuginn að vaxa á ný og upp á siðkastið hefur hann tekið ósleitilega til við taflið að nýju. Á Mallorca hlaut hann auk 1. verðlaunanna, fegurðarverð- laun fyrir skák sina gegn Larsen. Þarna kom Larsen fram i fyrsta sinn eftir útreiðina hjá Fischer. Hann var ekki svipur hjá sjón miðað við hans beztu daga, hafn- aði i 7. sæti og tapaði gegn fimm efstu mönnum mótsins. Hvitt: Panno Svart: Larsen Meran-vörn. 1. c4 Rf6, 2. Rc3 e6, 3. Rf3 d5, 4. d4 c6, 5. e3 Rbd7, 6. Bd3 dxc, 7. Bxc b5, 8. Bd3 Bb7. (Leikur Wades. Áður var talið að hvitur næði strax betri stöðu eftir þennan leik, en Larsen hefur sannað hið gagnstæða. M.a. vann hann Uhlman tvivegis með þessu afbrigði á áskorendaeinviginu 1971.) 9. e4 b4, 10. Ra4 c5, 11. e5 Rd5, 12. 0-0. (1 4. vinningsskák Uhlmans og Larsens lék hvitur 12. Rxc og fékk góða stöðu eftir 12. .. BxR?! 13. dxB Da5, 14. De2 Rxc, 15. Bb5 + Kf8, 16. 0-0 h6, 17. Be3! Þessa leið endurbætti Larsen i 6. skákinni og lék 12. .. Rxc, 13. dxR Bxc, 14. Bb5+ Ke7, 15. 0-0 Db6, 16. Bd3 h6 og þessa skák vann Larsen sann- færandi. Leikur Pannos er endur- bót á tilraunum Uhlmans.) 12. .. cxd, 13. Hel g6? (Ólánlegur leikur sem veikir svörtu reitina kóngsmegin. Betra var 13. .. Be7.) 14. Bg5 Be7, 15. Bh6 a6, 16. Hcl Bf8, 17. Bg5, (Jafnteflistilboð?) 17. .. Da5. (Larsen vill allaveganna ekki sættast á skiptan hlut. Hann er mikill hatursmaður hinna svo- nefndu „stórmeistarajafntefla” og vill frekar taka á sig lakari stöðu og fá í stað þess að tefla skákina til enda.) 18. Rd2! h6, 19. Rc4 Dc7, 20. Rc- b6. (Vinningurinn gæti orðið lang- sóttur hjá hvitum eftir 20. Rd6+ BxR, 21. HxD BxH, 22. Bh4 Bxe.) 20. .. Db8, 21. Rxd7 KxR, 22. Bf6 Hg8, (Ef 22. .. RxB, 23. Rb6+ og RxH.) 23. Be4 Da7, 24. Hc4 Be7, 25. Hxd Hg-d8, 26. BxR BxB, 27. HxB+! exH, 28. e6+! (Hvitur færekkertút úr 28. Dxd + Ke8 og svartur er sloppinn.) 28. .. fxe, 29. Bd4 Dc7, 30. Rb6 + Kc6, 31. RxH HxR, 32. Hxe+ Kd7, 33. Hxg Dc4, 34. b3 Db5, 35. Hb6 og hér gafst Larsen upp. Jóhann örn Sigurjónsson. Guðxinsdóttir, Kristjana Stein- grimsdóltir, Halla Bergþórsdóttir og Ósk Kristjánsdóttir. 1 öðru sæti var sveit Júliönu Isebarn með 164 stig, þriðja sveit Elinar Jónsdótt- ur með 160 stig og fjórða sveit Ingunnar Bernburg með 156 stig. t lærlingakeppninni sigraði sveit Mariu Tómasdóttur með 154 stig- um. Auk hennar eru i sveitinni Kristin Friðriksdóttir, Magða- lena Kristinsdóttir og Guðrún .Jónsdóttir. Bridgefélag kvenna vill geta þess að Bridgefélag Reykjavikur sýndi þvi þá miklu vinsemd, að lána þvi stóra salinn i Domus Medica, á þeirra spila- dögum, til kennslu, en þeir spil- uðu sjálfir á göngunum. Vill Bridgefélag kvenna þakka Bridgefélaginu þennan greiða, en mikil vandræði voru með húsnæði undir kennsluna á þessum tima. Parakeppni hefst hjá félaginu lO.april og skal þátttaka tilkynnt til formanns, Margrétar Ásgeirs- dóttur, i sima 14218. GEFJUN AKUREYRI BAYER Úrvals trefjaefni dralon Til hamingju með ferminguna og til hamingju á ferðum þínum í framtíðinni, með góðan svefnpoka, sem veitir þér öryggi og hlýju hvernig sem viðrar Til hamingju meö svefnpoka frá Gefjun

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.