Vísir - 25.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 25.03.1972, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 25. rnarz 1972. 7 cyVlenningarmál Gunnar Björnsson skrifar um tónlist: AÐ VERA ÖÐRUVÍSI Sinfóníuhljómsveit íslands, 14. tónleikar — 23. marz 1972. Stjórnandi: Per Dreier, einleikari: Alicia de Larrocha. Efnisskrá: Trilogia piccola op. 1 eftir Jón Leifs, Nætur í göröum Spánar eftir Manuel de Falla, Pianókonsert i G-dúr op. 60 eftir Ravel og Sin- fónía nr. 4 í B-dúr op. 60 eftir Beethoven. Þaö er mikið fagnaöar- efni að vera viðstaddur flutning á verki eftir Jón Leifs, fremsta tónskáld Is- lendinga. Tónsköpun þessa höfuðsniilings býr yfir eig- inleikum sem því valda, að seint mun fyrnast minning hans í tónmennt þessa hluta heimsins. Fyrst er frumleikinn. Skirskot- un Jóns er gjör-annarleg og það er einmitt styrkur hans: hann hefur óhikað fetað einstigið, sem verður hlutskipti þess sem náðar- gáfuna hefur hiotið — og gæfu til að svara köllun sinni með trú- mennsku. Hér er skáld á ferð, er svo vel syngur og af svo karl- mannlegri hreinskilni, að rödd hans hlýtur að skera sig úr i há- værri rymjandi dagsins og halda áfram að hljóma, eftir að margar raddir eru þagnaðar. Hér er ný- stárleg sýn tjáð af fullkominni bersögli. Stærð Jóns Leifs er ekki sizt fólgin i þvi, að hann stendur einn og óháður og þorir, já verður að vera öðruvisi. Það er og trúa Per Ilreier min, að i framtið muni sannast afburðir Jóns Leifs, þessa sér- stæða og skapheita höfðingja, sem ætið var reiðubúinn að brjóta Alieia do Larrocha sig i mola fyrir vini sina: islenzka tónlist og islenzka tónlistarmenn. En kannski var hann að þvi skapi óheppinn að vera tslendingur sem við vorum lánsamir að eignast hann. Það er langt siðan við höfum heyrt jafnfrábæran pianóleikara og Aliciu de Larrocha frá Spáni. Framsögn hennar er með þeim hætti, að hugtakið ,,tækni” liður úr minni áheyrandans um sinn. Það sem listakonunni liggur á hjarta hefut' tekið völdin. Svona getur pianóið verið unaðslegt hljóðfæri, þegar vel er leikið. Þær eru bjartar og fagrar næturnar i Spánargörðum, ef marka má Manuel de F'alla, helzta boðbera spænskrar tónlistar á öndverðri þessari öld. En pianókonsert Kavels er dæmalaust vont verk og óskemmtilegt, og þvi var raunar alveg ofaukið á efnis- skránni. Kéttast mun að doka við með ,,dóminn” yfir norska hljóm- sveitarstjóranum Per Dreier, sem hljóp i skarðið fyrir Vaclav Smetacek, af ástæðum, sem greindar voru i siðustu grein. Ég hef fyrir satt, að hann hafi ekki fengið nema þrjár æfingar með hljómsveitinni. Slikt er auðvitað með öllu ófullnægjandi, jafnvel þótt Toskanini ætti i hlut. Enda var flutningur Beethoven-hljóm- kviðunnar með þvi sniði, að um hann mun hlýða að hala sem fæst orð. VISIR AUGLYSINGA- DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 SÍMI 1d(Bd(S ?5í3cjaacjsösjíjacjíjsj0ij«0sj£jíjí5: Launaútrelkningar meí multa GT r ÍVAR SKIPHOLTI 21 SÍMI 23188. FLESTIR ROSIN GLÆSIBÆ Sími 23.5.23 Skrifstofustarf Starfsmaður óskast til alhliða bókhalds- starfa. Verzlunarskólamenntun, eða hliðstæð menntun æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfs- manna. Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnuveganna, Hátúni 4a (Norðurver) Verksmiðjuútsala - Bútasala TELPNADRAGTIR SKÍÐABUXUR FERMINGARKÁPUR ANORAKKAR KVENSÍÐBUXUR DRENGJAFÖT og margt annað á ótrúlega góðu verði. Opið til kl. 6 i kvöld. SOLIDO, Bolholti 4, 2. hæð. Drengja- og telpna- úlpur, buxur, skyrtur, bindi, slaufur, peysur, nærföt stutt og sið, sokkar, hosúr, belti, axlabönd, sportsokkar, og m.fl. S.Ó. búðin, Njálsgötu 23. Simi 11455. AUGMég hvili dk irteé gleraugum fm l\fll •f -f -f -f -f -f -f -f -f -f -f OSTA PINNAR Hér eru nokkrar hugmyndir en, möguleikarnir eru ótakmarkadir. 1. Leggið heilan valhnetukjarna ofan á teninga al' goudaosti. 2. Vefjið skinkulengjtt utan um staf af tilsitterosti. setjið sullulauka efst á pinnan og skreytið með steinselju. 3. Skerið gráðost í teninga. ananas í litla geira. reisið ananasinn upp á rönd ofan á ostinum og festið saman með pinna. 4. Helmingið döðlu, takið steininn úr og fyllið með gráðostlengju. 5. Skerið tilsittcrost i teninga, setjið lifrakæíubila ofan á ostinn og skreytið með agúrkusneið og stein- selju. 7. Setjið ananasbita og rautt kokkteilber ofan á geira af camembert osti. i 8. Setjið mandarínurif eða appelsínu- bita ofan á fremur stóran tening af . port salut osti. 9. 8 1 | I É 6. Mótið stali úr goudaosti. veltið þeim upp úr þurrkaðri papríku og skreytið með sultulaukum. Festið fyllta olifu ofan á tening af port salut osti. Skreytið með s.’ein- selju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.