Vísir - 25.03.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Laugardagur 25. marz 1972.
Útgefandi: Reykjaprent hf
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Fétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Ilverfisgötu 22. Simar lfkiio 11660
Afgreiðsla: Hverfisgötu J2. Simi 11660
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 11660 15 linun
Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands
i lausasölu kr 15.00 eintakið
Blaðaprent hf.
JL • ■ #1 e _ • r
Ovinsœl rikisstjorn
Þeim fjölgar með hverjum deginum sem liður, er
lizt illa á stjórnarfarið i landinu. Þeir eru ekki
aðeins úr hópi stjórnarandstæðinga, enda væntu
þeir sér aldrei góðs af þessari rikisstjórn. Nei, það
er fólk, sem veitti stjórnmálaflokkunum brautar-
gengi i kosningunum sl. sumar sem fyrir vonbrigð-
um hefur orðið og talar nú hvað mest um, hve illi-
lega þeir hafi brugðizt loforðum sinum þá.
Heita má, að rikisstjórninni hafi tekizt á þeim
stutta tima, sem hún hefur verið við völd, að skapa
á sér andúð hjá flestum stéttum þjóðfélagsins.
öllum ætti t.d. að vera kunnugt, hvernig hún kom
fram við opinbera starfsmenn, þegar stjórn BSRB
óskaði kurteislega eftir viðræðum um kjaramálin.
Þess munu vandfundin dæmi, að rikisstjórn i lýð-
ræðislandi hafi brugðizt með slikum hætti við mála-
leitan svo fjölmenns hóps um að fá að skýra viðhorf
sin. Þvi verður vart trúað, að opinberir starfsmenn
láti hér við sitja. Þeir verða með einhverjum hætti
að sýna rikisstjórninni það svart á hvitu, að þeir láti
hana ekki bjóða sér þá svivirðu, sem hún sýndi
þeim, án þess að það komi henni i koll.
Rikisstjórnin hagar gerðum sinum með hliðsjón
af þvi, að henni muni takast að hanga við völd út
kjörtimabilið, eða a.m.k. mestan hluta þess, og þá
fyrnist yfir svona hluti. Svo megi illu venjast að gott
þyki. En i fyrstu verður það að teljast harla
ótrúlegt, að stjórninni heppnist að lafa svo lengi.
Enginn veit hvenær upp úr kann að sjóða i stjórnar-
herbúðunum sjálfum. Það er vitað, að þar rikir
mikill ágreiningur um ýmsa mikilvæga hluti. Ein-
hver takmörk hljóta t.d. að vera fyrir þvi, hve lengi
framsóknarmennirnir geta látið kommúnista svin-
beygja sig, eins og þeir hafa gert hingað til. Og gæti
ekki verið, að Hannibal yrði búinn að fá nóg af sam-
búðinni einn góðan veðurdag og gengi úr vistinni
með lið sitt? Hann hefur gaman af kosningum og
gæti átt til að vilja prófa, hvort hann gæti ekki
styrkt flokk sinn svolitið meira og gengið svo til
samstarfs við aðra. Þetta er siður en svo óhugsandi,
einkanlega þegar höfð er i huga sú reynsla, að
enginn flokkur hefur til lengdar getað starfað með
Framsókn, né heldur kommúnistum.
En hvað sem þessu liður, hefur rikisstjórnin
þegar á þeim stutta tima, sem hún hefur setið , gert
svo margar skyssur, að landsmenn hljóta að hafa
séð, að hún er óhæf til að stjórna landinu. Dýr--
tiðin fer hraðvaxandi. Heldur rikisstjórnin,, að hús-
mæðurnar taki ekki eftir þvi, hvað landbúnaðar-
vörurnarhafa t.d. hækkað gifurlega? Það er gagns-
laust fyrir Timann að segja fólki, að kaupmáttur
launanna sé sá sami eftir sem áður. Skyldu t.d.
konur opinberra starfsmanna trúa þvi? Seinna
kemur svo i ljós, hvað skattarnir hækka. Það er
aðeins gálgafrestur hjá stjórnarliðinu að neita þvi.
Skattseðillinn kemur upp um þá á sinum tima.
Kaþólskir munu
tortryggja Heath
- en hann steig skref, sem vekur vonir um frið
Kaþólskir menn á
Norður-irlandi hljóta að
binda vonir við ákvörðun
brezku stjórnarinnar í gær
að setja iandið undir
beina stjórn frá London og
svipta stjórnina á Norður-
irlandi völdum. Þessari
ráðstöfun hefði þó verið
/ fagnað meira meðal ka-
þólskra, áður en ,,blóð-
sunnudagurinn" rann i
Londonderry, þegar 13 ka-
þólskir féllu fyrir byssu-
kúlum brezkra hermanna.
Eins og þingmaðurinn
Gerard Fitt sagði: „Sú
pólitíska lausn, sem hefði
verið fær fyrir 3. janúar, er
nú ófær."
Meirihluti kaþólskra borgara
N-trlands stendur með
IRA—hreyfingunni ibaráttu fyrir
sameiningu beggja hluta trlands
i eitt riki. Bretar geta ekki til þess
hugsað. Harold Wilson segir, að
heimkvaðning brezku hermann-
anna frá Norður-írlandi geti leitt
til borgarastyrjaldar og fjölda-
morða, sem verði hryllilegri en
dæmi finnist um i sögunni...
Hátt í 300 fallnir.
Hins vegar vekur ákvörðun
Heaths vonir, ekki aðeins
kaþólskra! heldur alls almenn
ings, um að takist að bæta úr þvi
hörmulega ástandi, sem hefur
rikt. Hátt i þrjú hundruð hafá
fallið i átökunum. Hermdarverk
eru daglegt brauð. Aldalangt
hatur milli trúflokka glæðir
eldana, og brezki herinn, sem var
sendur til aö skakka leikinn og
stia fylkingum i sundur, varð
sjálfur þátttakandi, i augum ka-
þólskra „blóðhundar” mótmæl
enda.
Börn kasta sprengjum og eru
skotin, prestar tveggja trúar-
bragða vigja morðvopn. Afriku-
menn komast hvergi i hálfkvisti
við IRA i villimannslegu haturs-
striði.
1000 i fangelsum án
málsóknar.
Stjórnin i Stormont á Norður-
trlandi er stjórn mótmælenda,
gegn kaþólskum. Hún hefur alla
tið, með örfáum undan-
tekningum, verið eingöngu skipuð
mótmælendum, að visu mismun-
andi öfgafullum. bessir menn
hafa tryggt það, að kaþólski
ur-Irlands i fyrra, hefur ástandið
versnað um allan helming.
Stjórnin framdi það glapræði með
vilja brezku stjórnarinnar að
setja lög, sem heimiluðu, að fólk
væri handtekið og haldið i prisund
án þess svo mikið að hefja þyrfti
Fórnardýr I Londonderry.
málsókn á hendur þvi.
væri handtekið og haldið i
prisund án þess svo mikið að
hefja þyrfti málsókn á hendur
þvi.
Með þessum lögum hafa
kaþólskir menn verið tindir upp
og varpað i prisun, þar sem
margir hafa sætt verstu pynt
ingum. Um það berheim
ildum saman, þótt menn
greini á um, hversu almennar
pyntingarnar hafa verið.
Blaðafregnir herma, að um eitt
þúsund manna sé nú i fangelsi
samkvæmt þessum lögum, sem
Heath—stjórnin kvaðst i gær ekki
mundu þessi lög i bili, en þó yrðu
mergir látnir lausir, sem dúsa i
fangeslum þeirra vegna.
Mega ekki teljast blóö-
hundar annars aöilans.
Stjórn mótmælenda á Norður-
Irlandi hefur reynzl til óþurftar,
og engar likur benda til annars en
ástandið versnaði enn undir
forystu Brian Faulkners.
Þótt kaþólskir séu eðlilega
fullir grundemda gagnvart
Sigur hersins á Norður trlandi.
kaþólskir menn kalla eðlilega
einræðis- og fasistalöggjöf.
Valdhafar hafa fært þau rök fyrir
sliku framferði, að annars mundi
blóðið fljóta enn striðari
straumum. Þessi kenning er
vægast sagt einkennileg i ljósi
þeirra staðreynda, að blóðið
hefur aldrei flotið jafnstriðum
straumum né hatrið verið meira
en siðan þessi lög voru sett.
brezku stjórninni, ættu mál
þeirra að vera betur komin hjá
Bretum, sem kannski fyrirlita þá
en hata þá ekki i neitt svipuðum
mæli og erkifjandinn heima fyrir.
Mest veltur á, að brezka
stjórnin fylgi fast eftir með gagn-
gerum umbótum. Annað tjóar
ekki. Verkefnið er miklu verra
viðfangs en það var fyrir ári, en
það yrði enn verra eftir ár, ef ekki
verður snúip við blaði. Kaþólskir
munu taka ákvörðun Heaths með
tortryggni. Mótmælendur munu
fjandskapast við þær, ef þær
verða gagngerar.
En það er Bretum betra, að
báðir aðilar tortryggi þá en að
þeir teljist blóðhundar annars
aðilans. Það er líka hið eina, sem
getur bjargað almenningi úr
blóðbaðinu og heiminum frá and-
vöku.
Illlllllllll
M)
IRA-skæruliöar i þjálfun, meö poka á höföum.
Umsjón:
Haukur Helgason