Vísir - 25.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 25.03.1972, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 25. marz 1972. Koma ósigraðir heim - Island sigraði Pólland 21:19 í gœrkvöldi — Liðið kemur heim á sunnudag — Leikurinn viö Pól- verja var ákaflega vel leik- inn og skynsamlega af ís- lenzka liðinu. Leikmenn fóru aldrei úr jafnvægi á hverju sem gekk. Þaö var miklu meiri seigla i liöinu en í leikjunum að undan- förnu í milliriölunum, enda þurfti á þvi aö haida, þar sem mótstaðan var mun meiri, sagði Rúnar Bjarna- son, aðalfararstjóri ís- lenzka liðsins þegar blaðið náði tali af honum í Madrid i gærkvöldi. — Ég gerði mér góðar vonir um sigur i þessum leik, sagði Rúnar ennfremur. Það hefur ver- ið stöðugur stigandi i leik islenzka liðsins frá fyrsta leik þess i A-riðl- inum og samhugur innan liðsins Staðon í körfubolta KR 10 10 0 796:660 20 ÍR 9 8 1 768:602 16 Valur 11 6 5 782:802 12 is 11 6 5 724:783 12 Þór 10 4 6 593:595 8 Arm. 11 4 7 757:776 8 IISK 10 2 8 633:730 4 UMFS 10 1 9 663:768 2 Stigahæstir: Stig: meðaltal: Þórir Magnúss. 332. (30.2) Einar Kollas. 216. (21.6) Agnar Friðrikss. 203. (22.6) Guttormur Ólafss 186. (18.6) Bjarni Gunuar 181. (16.4) Kristinn Jörunds 174.(19.3) Kolbeinn Pálss. 173. (17.3) Jón Sigurðss. 153. (13.9) Vitahittni (30 skot og fleiri): Jón Siguröss. 34:26 76,4 % Ingi Stefánss. 34:26 76,4 % Einar Bollason 35:26 74,3 % Agnar Friðrikss. 41:29 70,% Kristinn Jör 34:24 70,6 % Þórir M&gnúss. 54:38 70,4 % Guttormuról 50:32 64,0 % Einar Sigfúss. 30:19 63,3% Steinn Sveinss. 36:22 61,1 % einstaklega mikill. Þetta var handknattleiksför - það hefur ekki verið um annað hugsað en hand- knattleik i henni. Við munum horfa á siðustu leikina hér i Madrid á morgun (laugardag) og höldum til Kaup- mannahafnar á sunnudagsmorg- un kl. 9.50. Við gerum okkur vonir um að ná flugvél heim frá Kaup- mannahöfn kl. þrjú á sunnudag og ættum þvi að vera heima á ts- landi um sexleytið. Við erum allir afar ánægðir með árangur fararinnar, þetta hefur verið óslitin sigurganga að segja má og enginn leikur tapazt. Það verða tvær þjóðir ósigraðar i þessari keppni - við og annað- hvort Rússar eða Norðmenn, en það fer eftir þvi, hver úrslit verða i leik þessara liða á morgun. Varekki erfitt, þegar Pólverjar náðu að skora sex mörk i röð i fyrri hálfleik? — Nei, það var það ekki. Strákarnir héldu ,,höfði” eins og þeir gerðu allan leikinn og fóru fljótt að saxa á forskot Pólverja. Það leið ekki á löngu, að þeir höfðu jafnað i 9-9, og siðan kom- ust þeir tveimur mörkum yfir fyrir hlé, 12-10. Ég var mjög sigurviss i leikhléinu. Þetta sagði Rúnar Bjarnason, og vissulega hafa hann og piltarn- ir ástæðu til að vera ánægöir með þessa vel heppnuðu keppnisför. Sigurinn yfir Pólverjum, 21-19, var kærkominn endir þessarar sigurfarar. Islenzka liðið byrjaði ágætlega gegn Pólverjum i gærkvöldi - Ólafur H. Jónsson skoraði tvö fyrstu mörkin og eftir 6 min. var staðan orðin 3-1 fyrir Island. En þá tóku Pólverjar heldur betur sprett og breyttu stöðunni i 7-3 - eða skoruðu sex mörk i röð, án þess að tslendingum tækist að koma knettinum i markið. En sið- an skoraði Geir Hallsteinsson tvö mörk og Viðar eitt og aðeins eins marks munur var. Innan skamms var staðan orðin jöfn, 9-9, og loka- sprettur islenzka liðsins var betri það skoraði þrjú mörk gegn einu Pólverja lokaminútur fyrri hálf- leiks 12-10. Geir byrjaði að skora i siðari hálfleik, og siðan hlóðust mörkin upp. Viðar Simonarson var drjúg- ur við að skora, og þegar fimm min. voru af siðari hálfleik, var staðan orðin 17-14, eða niu mörk skoruð á þessum minútum. En þessi ósköp gátu ekki haldið áfram - hraðinn minnkaði og um leið fækkaði mörkunum. Næstu fimm min. var aðeins eitl mark Korfon um helgína Laugardagur 25. marz: tþróttahúsið á Seltjarnarnesi. kl. 18,30 1. fl. KR-IS kl. 19,45 2. deild UMFN-Haukar kl. 21,15 1. fl. Valur-Armann Sunnudagur 26. marz: tþróttahúsið á Seltjarnar- nesi. Kl. 19,00 2. fl. Valur-KR kl. 20,00 tsland-Dudelanja. tþróttahús Háskólans kl. 13,30 4. fl. Grótta-Fram kl. 14,10 4. fl. UMFN-Arm. kl. 14,50 3. fl. IR-Haukar kl. 15,55 3. fl. KR-Valur kl. 17,00 2. fl. IR-HSK kl. 18,15 1. fl. Valur-HSK (Leiktimi annarra leikja en þess fyrsta hverju sinni er aðeins áætlaður timi). Luxemborgarar leika við ísl. landsliðið Fyrir fáeinum dögum barst Körfuknattleikssambandi íslands beiðni frá Luxemborg um leik við islenzka landsliðið. Er körfu- knattleiksiið frá Luxemborg, Dudelanje, á ferð til Bandarikj- anna, og vill koma hér við og leika við landann. Körfuknattleikssambandið brá hart viö, samþykkti leik og felt hann frani á Nesinu á sunnudags- kvöld kl. 20,00. Ekkert er vitað um lið þetta, en sennilegt þykir að þar séu Luxemborgarmeistararnir á ferð, og líklegt má telja að liðið sé nokkuð gott — bæði vegna þess að það óskar eftir leik við landsliðið, og hins, að það er á leið til Banda- rikjanna i keppni. skorað - pólskt viti. Stefán Jóns- son bætti 18. marki Islands við á 11. min. og góður leikkafli kom isl. liðinu i 20-16 - lsland fjögur mörk yfir og mesti munurinn fyr- ir okkur i leiknum. Á 21. min. skoruðu Pólverjar sitt 17. mark - og þeir skoruðu einnig tvö næstu og staðan var 20-19, þegar fjórar minútur voru til leiksloka. Islenzka liðið lék af öryggi loka- minúturnar - hélt knettinum þar til vörn Pólverja opnaðist allt i einu. Geir var ekki seinn að not- færa sér það - hann skoraði 21. mark Islands og rúm min. til leiksloka. Sigurinn var i höfn og ekkert mark skorað þessa loka- minútu leiksins. Þeir Viðar Simonarson og Geir voru markahæstir islenzku leik- mannanna i leiknum — skoruðu sex mörk hvor, og voru þrjú marka Geirs skoruð úr vitaköst- um. Hann skoraöi samtals 38 mörk i leikjunum sex i forkeppn- inni. F’jórir leikmenn skoruðu tvö mörk hver - þeir Stefán Jónsson. Sigurbergur Sigsteinsson, Björg- vin Björgvinsson og Ólafur Jóns- son. Gisli Blöndal skoraði eitt márk. Á undan leik Islands og Pól- lands léku Spánn og Búlgaria um fimmta og siöasta sætið á Munchen-leikunum. Spánverjar sigruðu i þeirri viðureign með 18- 15. og verða Spánverjar þvi ásamt Islendingum, Norðmönn- um, Rússum og Pólverjum þátt- takendur á Olympiuleikunum, en þar keppa 16 þjóðir i handknatt- leikskeppninni. Langt er siðan handknattleikur hel'ur verið á dagskrá Ólympiuleika - eða ekki frá þvi 1936. Iþróttahöllin mikla i Madrid var ekki nema háll'setin áhorl'- endum i gærkvöldi - áhorfendur voru eitthvað um 5 þúsund, en þar rúmast niu þúsund manns i sæti. — hsim. Ajax gegn Benfica 1 ga>r var dregið i hinum ymsu Evrópumólum i knattspyrnu. I undanúrslilunum mætasl þessi liö. Meistarakeppnin Celtie-Inter, Milanó, og Ajax-Benl'ica. Bikarmeistarakeppnin. Rangers- Bayern-Munchen, og Dynamo, Austur-Berlin gegn Dynamo, Moskva. UEFA bikarinn. Tott- enham-AC Milanó, og Wolves- Ferensvaros. Vinna þeir ÍBV aftur? Meistarakeppni KSi lield- ur áfrain i dag og vérður þá leikið i Keflavik. islands- nieistarar Keflavikur ina>ta þá Vestmaniiaeyinguin, og er það siðari leikur liöanna i keppninni. Þann l'vrri — i Eyjuin — unnu Keflvikingar 2-0. Og nú er spurningin. Sigra þeir ÍBV aftur'.’ I.eik- urinn liefst kl. 2. lBK er elst i keppninni með 3 slig, ÍBV liefur 2 st. og Vikingur eitl. Hraðkeppnin llraðkeppni KRK heldur áfram J Laugardalshöllinni annað kvöld — sunnudag, og hel'st kl. 8.15. Fyrst leika Valur og Þróttur, sein ha>ði eru taplaus. þá ÍR-llaukar, Vikingur-Grótta og Fll- Fram, en Fram liefur lieldur ekki tapað leik. 11 in liðin hafa lapað eiuuiu leik og eru úr keppninni eftir tvo tap- leiki. Verði jafutefli er fram- lengt i 2x3 min. Ef það dugir ekki, þá vitakastskeppni. Siðasti leikur kviildsins verð- iir milli Árnianns og sig- urvegara einhvers úr þrem- iir fvrstu leikjiiniitn. —lisini. CITROEN GS Bíilinn, sem fer sigurför um heiminn r Oviðjafnanlegir aksturseiginleikar — veghæfni frábær Loft/vökvafjöðrunin hentar vel islenzkum vegum og veitir hvild i löngum akstri. Með henni má einnig lyfta bilnum yfir torfærur. Aðeins Citroén er útbúinn þannig. Stýrisútbúnaðurinn á ekki sinn lika. Kemur m.a. i veg fyrir útaf- akstur þótt hvellspringi á framhjóli. Citroén GS sækir fram undir öllum fdnum Allir vegir eru góðir ef þér akið í Citroén Umboðið Sólfell h.f. Skúlagötu 63. Simi 17966 CITROÉN * GS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.