Vísir - 12.04.1972, Síða 20

Vísir - 12.04.1972, Síða 20
Miövikudagur 12. april 1972. Landhelgisbœkling- ur dreginn til baka A siöustu fundum hafréttarráð- stefnunnar var lagöur fram kynn- ingarbæklingur, sem utanrikis- ráöuneytiö haföi samiö um land- helgismáliö. tslenzka nefndin á kvaö hins vegar aö leggja ekki fram bækling, sem liannes Jóns- son blaðafulltrúi rikisstjórnar- innar haföi tekiö saman. Nefndin taldi, aö þessi bækl- ingur væri ekki til gagns fyrir máliö á þessu stigi. ísland aftarlega í niðursuðu fisks llla hcfur tekizt aö byggja upp niöursuöuiönaö á islandi, eins og sést af þvi, aö aöeins 1,6 prósent af iillu vcrömæti útfluttra sjávar- afuröa hafa veriö af niöursoönum og niöurlögöum fiskafuröum. 1 heiminum öllum er þetta hlut- fall miklu hærra. Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna fóru árin 1967-69 um 9 prósent af afla heimsins í niöursuðu og niðurlagningu, en hér á landi að- eins (),:!-(),4 prósent. Þessar upplýsingar komu fram i erindi Fáls Péturssonar niður- suðufræðings á matvælaráð- stefnu verkfræðingafélagsins. —HH. Dreifibréfsmálið: EKKI SAKAMÁL Embætti saksóknara hefur tilk. bæjarfógetanum i Keflavik að það sjái ekki ástæðu til að höfða opinbert mál vegna dreifibréfsins i Keflavik. Telur embættið þetta ekki heyra undir sakamál og þarf þvi að höföa meiðyrðamál ef halda á málinu áfram. Það gæti orðiö lalsvert umfangsmikið þar sem dreifibréfinu er ekki aðeins beint gegn Jóni Jóhannssyni lækni heldur einnig ýmsum öðrum borgurum sem þekktir eru. Bæjarfógetinn i Keflavik fékk úrskurð saksóknara i morgun og hafði þá ekkert frekar gerzt i málinu. —SG. FRAKTFLUG KOMIÐ HEIM Á NÝ — Viö erum aflur fluttir til landsius, en nóg er aö gera i hrstaflutningunum, sagöi Hall- grimur Jóusson flugstjóri hjá Kraglflugi i viötali viö Visi. Viö liöfum þegar fariö þrjár feröir á þessu ári meö 125 hesta og tölu- vert liggur fyrir af flutningum. Fragtflug flýgur nú á tiu staði i Evrópu. Þrátt fyrir hestaflutn- ingana er ekki nóg nýting hjá Fragtflugi og ráðgerir það að fljúga eitthvað erlendis eins og gert var s.l. sumar. Vélin, sem Fragtflug hefur á leigu verður staðsett hér á landi milli ferða. Nú hefur Fragtflug fengið keppinaut þar sem Cargolux er. Hallgrimur segir. — Ef yfirvöld leyfa erlendum félögum að koma hingað og flytja hesta þá tökum við þátt i þeirri samkeppni og reynum að spjara okkur. Viö höfum farið 30 ferðir á ári og höfum lent á tveim til þrem stöðum i ferð til að losa farminn. íslandsflutningarnir á siðasta ári sýndu mjög lélega útkomu, og félagið var ákveðið i að hætta flutningum. Þá ákvað rikisstjórn- in að veita útflutningsbætur fyrir hesta, sem verða fluttir i vor og i sumar, meðan við erum að koma okkur betur fyrir og byggja upp vöruflutningana til tslands frá Evrópu. Eftir það gerum við ráð fyrir, að félagið beri sig sjálft. — SB — Hestamenn lens í Engey — kveiktu ból og lögreglan kom þeim til hjálpar - einn fluttur á slysavarðstofu Nokkrir hestamenn uröu lens I Engey I gærkvöldi. er þeir voru aö sækja hross. Óskar Einarsson í Sindra var einn mannanna, og sagöi hann Vfsi í morgun, að þeir hefðu farið út á pramma tii að sækja nokkur hross. „Við vorum búnir að sækja hesta i Viðey, en svo fórum við fyrir hann Þorgeir i Gufunesi I Engey eftir hrossum. En þaö er ekkert á þessar vélar að treysta, og þegar við vorum komnir í eyna, bilaði vélin, blotnaði, og við komum henni ekki í gang. Við kveiktum þá bál og biðum eftir hjálpir.ni. Viö biðum I um klukkutima, og þá hefur einhver séö bálið. Þeir komu á lóðsbátnum. Það væsti svo sem ekkert um okkur. Ég var reyndar að gösla i eöa við sjóinn og var rennvotur, en klæddur i föðurland og þá verður manni aldrei kalt. Einn mannanna, sem með okkur var, var hins vegar óvanur svona volki, og lika illa klæddur. Hann varð gegnkaldur”. „Það var kona sem býr við Laugarnesveginn, sem sagði okkur frá báli i Engey”, sagði lögreglan, „það hefurveriðum miðnættið, sem hún sá bálið. Við báðum lóðsana að fara eftir mönnunum, og þeir fóru út á Jötni. Við fórum með og höfðum gúmbát lögreglunnar með- ferðis. Þeir voru hressir mennirnir, nema einn, sem við fluttum á slysadeildina, honum var svo kalt. Annars hefur hann jafnað sig fljótlega”. Óskar Einarsson sagði, aö hestarnir hefðust vel við i eyjunum, og væru um 40 hross i Viðey, um 10 i Engey, auk um 60 kinda. „Það er gott gras þarna, og festir varla snjó á. Hrossin eru feit og þeim liður mjög vel þarna”. Sagði Óskar að þvi færi fjarri að eyjarnar væru fullnýttar, og væru uppi hugmyndir um að nýta beitina þarna betur, til dæmis með þvi aö hafa þar holdanaut. —GG. Búlgarskt „heilsuskyr" á markaðinn — Ctlenda nafninu er haldiö vegna þess, aö rétturinn er alls- staöar framleiddur undir upp- runalega nafninu, segir Oddur lielgason sölustjóri hjá Mjólkur- samsölunni um yoghurt, sem Mjólkursamsalan er aö setja á markaöinn. — Þetta er upprunalega búl- garskur mjólkurréttur, sem er orðinn heimsfrægur og hefur breiðzt út um allan heim vegna hollustu. Jú, við notum sömu upp- skrift og Búlgarirnir. Þessi réttur er i likingu við skyr og súrmjólk — efnisþéttleiki liggur þar á milli — eggjahvitu- auðugur og ekki fitandi. Við höfum bætt við hann söxuðum jarðarberjum og seinna yrði væntanlega bætt við fleiri ávaxta- tegundum. Yoghurt er selt i 180 gr. boxum, sem á að vera hæfilegur skammt- ur fyrir eina manneskju og kostar skammturinn 14 krónur. —SB — Reykjavíkurœvintýri norðlenzks hrafns: NOTAÐI FRELSIÐ TIL AÐ FLJÚGA TIL HÖFUÐBORGARINNARÁ NÝ Alþingi fram í júní? AUt útlit er fyrir aö alþlngi ijúki ekki störfum f bráð. Nokkuð hefur veriö rætt um að reyna aö ljúka þingstörfum fyrir hvitasunnu sem er 21. mai. Hafa þingmenn stjórnarand- stööu látið i Ijós aö þeir myndu ekki sctja sig upp á móti þvi. Ilins vegar viröast stjórnar- sinnar frekar á þeirri skoöun aö þaö sé allt i lagi þótt þing standi yfir fram i júni. t gær höfðu verið lögö fram 242 mál á alþingi og er þá allt meðtalið. frumvörp, þings- ályktaunartillögur og fyrir- spurnir. Ekki hefur verið hægt að afgreiða nema litinn hluta þessara mála og enn eiga ýmis mál eftir að koma fram. Þar á meðal eitthvað af stjórnarfrum- vörpum sem mun eiga að afgreiða á þessu þingi. Fjöldi máli er óafgreiddur frá nefnd um og bendir allt til að þingi verði framhaldið eftir hvita sunnu. Eysteinn Jónsson forseti sameinaðs þings sagðist ekki geta sagt neitt um hvenær þingi lyki, er Visir hafði samband við hann. — SG. Krummi einn lenti i Reykjavikur- ævintýri — og i morgun átti þvi að Ijúka upp hjá Korpúlfsstöðum. Finnur Guömundsson sleppti þar hrafni, sem sendur var til Reyk- javikur með Norðurleiðarútu, — og táknrænt var þaö fyrir flóttann á Reykjavikursvæðið að hrafninn tók flugiö beinustu leið til höfuö- horgarsvæöisins á ný i staö þess að fljúga sem leið liggur noröur. Fuglinn hafði orðíð innlyksa ásamt öðrum hrafni i súrheys- gryfju á Sturluhóli i Húnavatns sýslu, en tókst ekki að hefja sig til flugs, enda þröng um þá. Oðrum tókst þó að flögra upp hinum ekki. Var þetta fullvaxinn hrafn að sögn Finns Guðmundssonar, en sumir héldu hér um fyrirmáls- unga óvenju snemmborinn að ræða. Liklega veldur þetta ævintýri krumma þáttaskilum i lifi hans, — a.m.k. ekki ótrúlegt að hann hafi skipt um landsfjórðung, en væntanlega kemst hann i góðan félagsskap. — JBP — Þingmenn áhugalitlir um bjórinn í bili — Pétur frestar bjórfrumvarpinu „Ætli ég veröi ekki aö fresta bjórfrumvarpi til haustsins. Maö- ur hefur ekki haft tima tii þess að vinna að máiinu og auk þess virö- ist ekki vera mikill áhugi á þvi ‘meöal þingmanna” sagöi Pétur Sigurösson alþingismaöur f sam- tali viö Visi. Hann sagöist hafa kannaö undirtektir þingmanna og hefðu þær verið heldur daufar. Þar aö auki væru lítil sem engin likindi til að máliö fengist afgreitt á þvi þingi sem nú situr, þar sem mjög væri liöið á þingtimann og mörg mál óafgreidd. Það verður þvi vart á þessu ári greitt um þaö atkvæöi á alþingi hvort leyfa skuli sölu á sterku öli hérlendis. — SG Handsterkir á Nesinu Snjórinn i gær kom mörgum á óvart. Sumum þægilega á óvart. Til dæmis gripu ærsl um sig i friminútum i Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þusti þar fjöidi unglinga úr gagnfræðadeild út á götu, og tók að hnoða snjókúlur og kasta þeim i bíla sem framhjá fóru. Var snjórinn blautur, og urðu kúlurnar svo harðar, að þegar einhverjir úr hópnum köstuöu snjókúlum i rúður á strætis- vagni, sem þarna fór hjá, brotnaði rúðan. „Ég er svo aldeilis hissa á þvi, að veluppaldir unglingar, börn fólks, sem ekki má vamm sitt vita, skuli gera svonalagað”, sagði Lárus Sálómonsson, lögregluþjónn Seltjarnarnes- hrepps, „þetta hlýtur að hafa verið einhver allsherjar sefjun, sem gripið hefur um sig.” —GG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.