Vísir - 27.04.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 27.04.1972, Blaðsíða 2
2 VtSIR. Fimmtudagur 27. april 1972 limsm: Hvað hefur vorið að segja fyrir yður? Sigriður Gunnarsdóttir, húsmóð- ir.Hvað vorið hefur aö segja fyrir mig? Ja, þetta hefur alltaf verið minn uppáhaldsárstimi og sömu- leiðis sumariö. Og ég get ekki annaö sagt en aö vorið leggst mjög vel f mig. Guðrún Söivadóttir, húsmóðir. Voriö getur haft svo ótal margt aö segja. Þetta eru dásamlegar árs- tiöir, vorið og sumariö og ég bíð bara eftir sumrinu núna. GIsli Ingólfsson, Loftskeytaskól- anum.Fyrir mig hefur þaö ekki annaö aö segja en aö þaö eru aö koma próf, sem standa i um það bil 10 daga. Ég hugsa ekki um annað eins og stendur. Bjarni Agústsson, skrifstofumað- ur. Þaö hefur allt aö segja fyrir mig. Nú lifnar allt sem lifnaö get- ur og rúmlega það, og þetta er yndislegur timi ársins. Gunnar ó. Gunnarsson, af- greiöslumaður. Þá getur maöur fariö aö stunda iþróttirnar af full- um krafti, þvi aö ég geri mikiö af þvi, og maður fer bara aö stunda útilifiö. Ég þarf vist ekkert að hugsa eða kviöa fyrir prófum lengur, en sumariö er skemmti- legur tími. Hákon Sigurgeirsson, skrifstofu- maöur. Ja, nú veit ég ekki hvaö segja skal. Jú, maður hefur gam- an af vorinu. Ég hlakka til að komast út i grasið sem er aö grænka, og ég held þaö sé aöal- lega þetta sem voriö hefur aö segja fyrir mig. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Skrifað í of léttum dúr S.E. hringdi: „Hvernig i ósköpunum stendur á þvi, að blaðamenn skrifa um áfengismál og afbrot og óhöpp, sem veröa vegna drykkjuskapar, i svo gamansömum tón? Þaö er eins og veriö sé aö tala um eitthvert bráöfyndiö mál. Drykkjuskapur er ekkert sem gera á grin aö eöa hlæja aö, þetta er dálitiö alvarlegra| mál. Maöur les t.d. oft eitthvaö i þessum dúr: „Eftir aö hafa teygaö guöaveigarnar, geröist hann svo glaður, aö hann ók inn i næsta hús.” Þaö þarf ekki aö skrifa þetta svona eöa taka málið þessum tök- um. Svo er ég viss um, aö þetta hef- ur skaðleg áhrif á unglinga og drykkjuskap þeirra. Þaö mætti gera eitthvað i þessum skrifum.” Kannast ekki við múlið 1 blaði yðar laugardaginn 22.4.S.1. er birt bréf frá frú Guð- rúnu Jacobsen. I bréfi þessu skýrir frúin svo frá, að hún hafi fengið upplýsingar um móður tveggja barna, sem i nóvember (væntanlega 1971) hafi þurft aö koma börnum sinum fyrir vegna innlagningar á sjúkrahús. Greitt sé meö þessum börnum kr. 19.000.- á mánuöi af almannafé. Nú eigi hún hinsvegar i striöi viö barnaverndarnefnd Reykjavikur, vegna þess aö henni sémeinaö aö fá börnin til sin aftur. Hún hafi farið grátbónarleið á milli manna i nefndinni, en allt komi fyrir ekki. Kona þessi er sögð útlend. Nú ber svo við, aö enginni barna- verndarnefn kannast viö þetta mál. Umræddum börnum, ef þau þá eru til, hefur hvergi veriö komiö fyrir á vegum nefndar- innar, borgarsjóöur Reykjavikur hefur þar af leiðandi engin út- gjöld þeirra vegna né heldur hefur umrædd móöir borið sig upp viö einn einasta mann hjá barnaverndarnefnd. Er að undra, þótt barna- verndarnefnd finnist, að ekki séu ætiö vönduð meðulin i áróðrinum gegn nefndinni? Um aðrar sakar- giftir, sem bornar hafa verið á nefndina aö undanförnu er það aö segja, að þær hafa þegar gefiö til- efni til málshðfðunar af hálfu barnaverndarnefndar. Björn Björnsson formaður barnaverndarnefndar Reykjavikur Gott að losna við SAM E.M. simar: „Mikiö var það vel þegin til- breyting að SAM skyldi ekki taka þátt i sjónvarpsþættinum um landhelgismálið á þriðjudags- kvöldiö. Ég held að þetta hafi bara verið fyrsti þátturinn hans Ólafs sem SAMinn óð ekki uppi. En þaö veitti heldur ekki af þvi að athuga betur ýmsa útvarpsþætti. Ekki alls fyrir löngu var Vilborg Dagbjartsdóttir dag eftir dag með áróöursþætti frá Kina og vitnaði óspart i byltingarljóö Jóhannesar frá Kötlum. Ótal fleiri dæmi er hægt að nefna um áróöur kommúnista á degi hverjum i útvarpi og finnst mér mál aö linni.” Húrra fyrir Hannibal Fossvogsbúi skrifar: „Ég hef fylgzt af athygli með ádeilu Hannibals á húsnæöis- málastjórn og aumlegum tilraun- um hennar til aö afsaka tilvist sina og geröir. I þessu tilefni langar mig til að segja frá eigin reynslu i viöskiptum við þessa stjórn og sjálfsagt eru þeir margir sem geta sagt svipaöa sögu. Ég fékk úthlutaö lóö i Fossvogi og lagði inn teikningu i janúar 1967. Ég uppfyllti öll skilyröi til aö fá lán, átti enga ibúð fyrir og fjöl- skyldustærðin passaði. Mér var vel tekiö þarna hjá húsnæöis- málastjórn og var ful.lvissaöur um aö þetta væri nú aldeilis allt i lagi. Þetta væri ein fyrsta um- sóknin sem komiö heföi þarna úr þessu hverfi i Fossvoginum. Nú, svo er ekki að orðlengja þaö að ég byrjaöi að byggja i mai og var búinn aö steypa upp i ágúst. Ekki hafði ég heyrt neitt frá flokksbræðrum minum i hús- næöismálastjórn, en taldi loforö þeirra góö og gild og var þvi hinn rólegasti. En svo skeður það, aö þaö kemur til min kunningi minn sem haföi fengið lóð i Breiöholti. Hann var hinn : glaöhlakkaleg- asti og sagðist vera búinn að fá fyrri hluta lánsins. Hann var þó vart byrjaöur að grafa fyrir húsinu og átti auk þess ibúð fyrir. Ég lagði frá mér hamar og sög og labbaði til minna manna i hús- næðismálastjórninni. Þá voru svör fremur ógreið. Aöeins sagt að þetta kæmi seinna. Ég sneri mér þá að fulltrúa annars flokks og bað hann ásjár. Hjá honum fékk ég þær upplýsingar að það væri alls ekki nóg að leggja inn umsókn þótt hún uppfyllti öll skil- yrði. Þaö þyrfti einnig að ýta á vissa menn. Þessi einfeldni kost- aði mig tugi þúsunda króna þvi gengisfellingar urðu bæöi áriö 1967 og 1968. Fyrri hluta lánsins fékk ég ekki fyrr en i júli 1968 og seinni hlutinn kom áriö 1969. Þarna missti ég stórfé vegna þess að ég þekkti ekki starfshætti pólitikusanna hjá þessari opin- beru stofnun. Ef þörf gerist er ég reiðubúinn að sanna mitt mál hvenær sem er. Ég skrifa þetta ekki til að hjálpa Hannibal i hans baráttu, þvi hann er fullfær aö verja sitt mál sjálfur. En ég vildi aðeins nefna áþreifanlegt dæmi um starf hinna pólitisku þuklara húsnæöismálastjórnar.” KASTAÐ í GULLKISTU — og varpan kom upp með 50 tonn eftir 5 minútur! Togarinn Mai frá Hafnarfirði kom i sið- ustu viku inn með 350 tonn af fiski, eins og Visir reyndar sagði frá i fyrradag. Fiskinn fékk Mai 60 milur suðvestur af Reykjanesi, á miðum þar sem þýzkir togarar hafa mikið haldið sig á undanfarið. Maí fór þó ekki alvee i fariö eftir Þjóðverjana. Halldór Hall dórsson, skipstjóri, togaöi heldur nær landi en aðrir togarar á þessum slóðum, hélt skipinu á móts við eins konar rana á land- grunninu, þar sem hann hefur ef- laust oröiö aö beita mikilli lagni. Viö fengum lánaöan hjá honum papplrsstrimil af bergmáls- dýptarmælinum, þar sem sést vel hvernig botninn hefur litiö út. Tindurinn sem gnæfir þarna efst á myndinni, er á 35 faöma dýpi. Niður í lægöina vinstra megin á myndini eru um 60 faðmar, ca 600 metrar. Þar niöur var vörpunni kastaö, togaö i um fimm mlnútur og svo hýft upp með fram þessum neöansjávar fjallstindi. Og það var ekkert smáræöiskastsem fékkst: 50 tonn af ufsa. Dökki liturinn neðst á myndinni er botninn, en slitrótta linan þar rétt ofan við er fiskur. 1 þessu tilfelli ufsi, sem sennilega hefur allur lent í vörpu togarans. Og verðmæti aflans? Það fer eftir ýmsu. Ef þessi 50 tonn hafa öll veriö 1. flokks ufsi, stór og slægður, eins og jafnan er úr togurum, þá er verðiö 10,15 kr. kg. Hins vegar getur munaö miklu á 1. flokki af stórum ufsa og 2. flokki af smáum. Slægöur smár ufsi i 2. flokki kostar aöeins 5,70 krónur kg. Vonandi hefur aflinn hjá Mai allur fariö i 1. flokk og fiskurinn veriö stór. Þá er óhætt að segja aö togarinn hafi fengiö kringum hálfa milljón fyrir þetta kast. /-A',

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.