Vísir - 27.04.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 27.04.1972, Blaðsíða 1
VÍSIR Merkur fornleifafundur — Legsteinn Skúla jarls fundinn Kominn er á daginn i Noregi legsteinn, merkur fornleifa- fundur, og viröist hann vera af gröf Skúla hertoga. Skúli her- togi var góður vinur Snorra Sturlusonar og segir svo um þá fóstbræður: „Snorri karlinn kunni að svalla, og bæta rekka snjalla, er húmi tók að halla, i höllu Skúla jarls.” Það hefur verið líf i tuskunum þá ekki siður en nú. — Sjá nánar um þennan merka fornleifafund á BAKStÐU. 62. árg. Fimmtudagur 27. aprfl. 1972. 95. tbl. Pólifískf þukl Mjög hefur verið rætt um hina „pólitisku þuklara” að undanförnu. Fossvogsbúi einn segir i lesendabréfi i dag frá viðskiptum sinum við húsnæðismálastjórn fyrir nokkrum árum. Kveðst hann gjarnan vilja koma fram i dagsljósið og gefa skýrslu um það sem gerðist þá. Telur hann að þar hafi pólitiskt þukl verið á ferðinni. — Sjá bls. 2 DDDB Hraunið sem hvarf Hraunið sem hvarf — hraun- ið við Hafnarfjörð, sem sagt hefur verið frá i Visi, er tekið til umræðu i leiðara blaðsins i dag. Málið hefur vakið mikla athygli og umræður. En geta menn verið með eitt- hvert röfl út af þvi að hrauni sé breytt i byggingalóðir? „Náttúrunni hefur verið sýnt tillitsleysi i uppbyggingu þessa hverfis,” segir i leiðaranum — Sjá bls. 6 DDDD Misskilm aðvörunarljós A nýrri bilum eru svokölluð aðvörunarljós, — fjögur samvirk ljós á öllum hornum bilsins. Blikka þau i sifellu, þegar þau eru sett á, t.d. er springur úti á þjóðmegi eða eitthvað þvi um likt. Hins- vegar hafa ökumenn ekki skilning á notkun slíkra ljósa og nota þau i sifellu og á lög- reglan i basli með ökumenn út af þessari misnotkun. — Sjá bls. 3 DDOD Kastað í gullkistuna Hvernig lita veiðilendur tog- aranna í raun og veru út? Við fengum að láni strimil úr bergmálsdýptarmælinum hans Halldórs Halldórssonar á Mai. Þar sést fisktorfan sem hann fékk 50 tonna kast úr einum litlum 5 minútum, — sannkölluö gullkista það! — Sjá bls. 2 DDDD Drepa heimamenn Mývatn? frá gufuaflsstöðinni væri 100 gráðu heittog rynni beina leið út i Mývatn. „Það má ekki breyta svo nokkru nemi hitastigi vatnsins svo >að spillist ekki” bætti Guðmundur við. Það var félag náttúrufræði- nema og stúdentafélagið Verð- andi sem boðuðu til fundar um verndun Láxár og Mývatns. í stuttu máli má segja að nú þegar verður að gera róttækar ráðstafanir til að bjarga vatninu frá stórskemmdum ef ekki algerri eyðileggingu. „Það þarf að taka fyrir alla oliukyndingu og oliunotkun. Margt annað en að hrinda af höndum sér virkjunum er nauð- synlegt til að bjarga Mývatni” sagði Jónas Jónsson ráðunautur. Astandið virðist orðið þannig, að vegna stöðugs frárennslis frá gufuaflsstöðinni og hitaveitunni, vegna meiri eða minni oliu- mengunar, vegna þess að vatnið grynnkar stöðugt og siðast en ekki sizt vegna sivaxandi fjölda ibúa við Mývatn verði nú þegar i sumar að hefja einhverjar að- gerðir. Finnur Guðmundsson gagn- rýndi harðlega þær fyrirætlanir að reisa við Mývatn alþjóðlegan heilsubaðstað. Slikt væri fáran- Iegt þvi þá væri gefið mál að vatnið myndi deyja á skömmum tima. Ef til vi 11 stafar vatninu mest hætta af fjölgun ibúa Mývatnssveitar, sagði Finnur. Jón B. Sigurðsson, náttúrufræði- nemi, kvað ferðamannastraum- inn orðinn til stórvandræða. Ekkert skipulag væri rikjandi gagnvart þessum fjölda, til dæmis eftirlit með þeim eða tak- markanir að vissum svæðum. Það þyrfti þegar i stað að skipa eftirlitsmenn við vatnið sem fylgdust með gerðum ferða- manna og gættu þess að þeir yllu ekki tjóni. Vegna sivaxandi fjölgunar ibúa sveitarinnar, ekki sizt eftir tilkomu Kisilverksmiðjunnar hefur frárennsli sem blandað er sterkum þvottaefnum vaxið gifurlega. Guðmundur G. Þórarinsson taldi að koma yrði upp hreinsistöð eins fljótt og unnt væri, sem safnaði öllu frárennsli saman og hreinsaði. Rætt var um að frárennslisvandamálið væri komið á hættulegt stig þegar ibúar væru komnir um eða yfir 500. Jónas Jónsson upplýsti að ibúar væru nú liðlega 400 talsins svo ekki væri langur timi til stefnu ef marka ætti þessar upp- lýsingar. Allir þeir sem tóku til máls voru sammála um að nú þegar yrði að koma upp ranns- óknarstöð við vatnið. —SG. Gripa þarf tii aðgerða nú þegar Frórennsli hitaveitunnar stórhœttulegt „Þrátt fyrir eindregnar við- varanir og mótmæli liffræðings, sem fenginn var til að rannsaka Mývatn, gerðu Mývetningar hita- veitu sina þannig úr garöi að allt frárennsli hennar rennur út I vatnið. Þetta getur orðið stór- hættulegt fyrir Mývatn" sagði dr. Finnur Guðmundsson á fundi að Hótel Sögu i gærkvöldi. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur sagði að frárennsli „Já, við erum oft hérna ibátaleik”, sögðu þeir og skriktu af kæti um leið og þeir toguðu af öllum mætti i Gamla Magna án þess þó að hagga honum. Hann er lika allmörg tonn áþyngd sligaöur af allri þeirri stein- steypu, sem hann er fullur af til að koma að gagni sem flotbryggja. Sennilega verða strákarnir að reyna til við einhverja minni báta og meðfærilegri...... vinnuviku" „Ánœgð með 3ja daga — en vildi ekki vinna þannig œvilangt — segir Svala Thorlacíus fréttamaður sjónvarps „Við erum öll mj'ig ánægð með þetta fyrirkomulag, að vinna þrjá daga i viku, tólf klukkustundir á dag. Þó held ég að ég vildi ekki hafa þetta ævilangt. óneitanlega erum við oröin þreytt eftir þessa þriggja daga lotu,” segir Svala Thorlacius, fréttamaður sjón- varpsins um „þriggja daga vinnuvikuna”. „Vissulega er þetta heppilegt fyrir konur, sem vinna úti,” segir hún. „Fyrir mig til dæmis fylgir sá kostur, að við hjónin þurfum ekki að fá barnagæzlu nema tvo eftirmiðdaga i viku, þvi að min vinna kemur oft um helgar.B Svala er gift Gylfa Thorlacius lögfræðingi. Svala sagðist hafa verið að mála húsið sitt i siðasta friinu. „Ég vildi, að allt þjóðfélagið væri skipulagt I vaktavinnu”, segir Sonja Diego fréttamaður sjónvarpsins. „Þetta fyrir- komulag gefur góða möguleika til annarra hluta, en fyrir okkur i erlendum málefnum er yfir- leitt ekki hægt að fara neinar langferðir, þvi að við vinnum að þáttum á milli.” Fréttamenn sjónvarpsins vinna til skiptis tvo og þrjá daga i einu, og meðaltalið eru þrir i viku. Þeir hafa rutt braut, sem aðrir þjóðfélagsþegnar munu kannski ganga innan skamms. SJA GREIN BLS. 6 Hœtt við frekari virkjun Laxár? — Sjá baksíðu DDDD Gagnslausar varúðarráð- stafanir —Sjá baksíðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.