Vísir - 03.06.1972, Síða 6
6
VÍSIR. Laugardagur 3. júni 1972
VÍSIR
Ctgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Enn við sama
heygarðshornið
Furðuleg skammsýni kemur fram i afstöðu /
sumra danskra ráðamanna gagnvart takmörkun )
laxveiða i sjó og að hætta henni með öllu i áföngum. \
Svo sem kunnugt er gerði danska rikisstjórnin (
samning við stjórn Bandarikjanna um þetta efni, og l
þótti það lofa góðu. En nú hefur komið i ljós, að i )
danska þinginu eru menn, sem ekki vilja una þessu l
samkomulagi og ganga jafnvel svo langt, að þeir /
krefjast þess, að rikisráðskæra verði borin fram á )
hendur Jens Otto Krag og stjórn hans fyrir að hafa \
gert þennan samning. (
Sá, sem fyrir þessum látum stendur, er þingmað- )
ur frá Borgundarhólmi. Það er alkunna, að Danir (
hafa um langan aldur stundað rányrkju á laxi i sjó á /
þeim slóðum. Það er einnig vitað, að megnið af)
þeim laxi er sænskur að uppruna, alinn upp i sænsk- \
um ám og er á leið þangað aftur, þegar honum er (
mokað upp þarna af Dönum. Má merkilegt heita, /
hvað Sviar hafa þolað þetta lengi mótmælalitið. )
Seinna komust svo Danir á bragðið við Grænland, (
þegar það kom i ljós, að mikið magn af laxi safnast /,
þar saman á tilteknum svæðum á vissum árstima. )
Enskur maður varpaði fyrir löngu fram þeirri hug- \
mynd, að laxinn leitaði norður i ishaf og jafnvel (
norður undir heimskautsisinn i uppvexti sinum, þvi l
að þar hefði hann næga fæðu við sitt hæfi. )
Margt bendir til, að þessi kenning hafi við rök að'
styðjast, og að laxinn gangi svo aftur suður með)
Grænlandi, þegar hann fer að hyggja á ferðir heim (
til æskustöðvanna, og að lax frá ýmsum löndum,
bæði austan hafs og vestan, hópist um hrið saman á
þeim slóðum, sem á siðari árum hafa orðið sú gull-1
náma fyrir danska og grænlenzka veiðimenn, sem,
raun ber vitni. ^
Ekki er hægt að kenna hér um fáfræði þeirra)
manna, sem harðast berjast gegn fyrrnefndum \
samningi rikisstjórna Danmerkur og Bandarikj-
anna. Einn þeirra er fyrrum fiskimálaráðherra og '
formaður þingnefndar, sem fjallar um laxveiði i sjó)
á Norður-Atlantshafi. Sú nefnd hlýtur öll að vita \
mætavel, hver hætta laxastofninum er búin, ef f
þessari rányrkju verður haldið áfram, en eigi að)
siður vilja þeir ekki hætta henni. Þeir virðast setja )
stundarhagnað ofar öllu öðru. Þar er sama upp á.
teningnum og á ráðstefnum um verndun annarra'
fiskstofna, sem eru þegar ofveiddir. Má þar minna )
á það, sem Jakob Jakobsson fiskifræðingur sagði i i
sjónvarpinu hérna um kvöldið: Allir virðast sam-
mála um, að hætta sé á ferðum, en þegar til á að
taka, næst ekki samstaða um neina ráðstafanir,)
sem að gagni megi verða. 1
íslendingar hafa reynt það sem i þeirra valdi (
stendur til að hamla gegn þessari þróun. Laxveiði i)
sjó er bönnuð i islenzkum lögum. Allir, sem nokkuð \
þekkja til laxins, vita, að viðkoma hans er ekki svo (
mikil, að stofninn þoli til lengdar svona gegndar- /
lausa rányrkju i hafinu. )
Holrœsið stóra
— sem sérfrœðingarnir munu rœða um
í Stokkhólmi eftir helgi
Að fáum dögum liðnum
senda fjölmargar þjóðir,
aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna, ráðherra, nátt-
úrufræðinga og þjóðfélags-
fræðinga á ráðstefnu til
Stokkhólms, þar sem fjall-
að verður um mengun um-
hverfis, náttúruauðlindir,
sem senn þrjóta. Samein-
uðu þjóðirnar kosta þessa
ráðstefnu og enda tími
kominn til, að maðurinn
fari rækilega að snúa sér að
því, sem honum stendur
næst: þau náttúrulegu
atriði, sem eru grundvöliur
þess, að maðurinn þrifist
hér á jörðu.
Sameinuðu þjóðirnar
hafa mjög rækilega undir-
búið þessa umhverfisráð-
stefnu i Stokkhólmi og m.a.
látið sérfræðinga og blaða-
menn skrifa fjöldann allan
af greinum, sem fjalla um
þau mál, sem Stokkhólms-
ráðstefnan mun taka fyrir.
Hér á eftir er stuðzt við
grein frá UNESCO.
Orðheppinn sorphreinsunar-
maður mun eflaust i fáum oröum
geta sagt sjálfum þér meira um
lif þitt, daglega hegðan, menntun,
fjárhagslega stöðu þina, menntun
þina, smekk þinn og ýmsar dag-
legar langanir og þarfir, heldur
en herfylki af sálfræðingum og
þjóðfélagsfræðingum með raf-
magnsheila i kippum sér til að-
stoðar. Sorphreinsunarmáðurinn
þarf nefnilega ekki annað en að
iita sem snöggvast ofan i sorp-
tunnuna þina, og þá getur hann
séð, hvers konar maður þú ert.
17.500 dósir,
27.000 tappar,
2,3 bilar....
Bandariskir tölfræðingar hafa
nýlega gert könnun á þeim ókjör-
um, sem manneskjurnar dunda
sér daglega við að fleygja frá sér
— ókjörum af ýmsum nytsömum
varningi. Og að þeirri könnun lok-
inni gáfu þeir út i skýrsluformi
nokkurs konar „öskuhauga-
mynd”, sem þeir segja, að hver
venjulegur Amerikani ætti að
hengja upp á vegg hjá sér.
Á einni mannsævi mun Banda-
rikjamaður fleygja 10.000 flösk-
um, 17.500 niðursuðudósum, 2,3
bifreiðum, 35 gúmihjólbörðum og
126 tonnum af ýmsu skrani. Og
hann mun bæta 9,8 tonnum af
ýmsu rusli við loftið, sem hann
dregur að sér.
Eftir þvi sem heilbrigðisráðu-
neytið bandariska segir, þá
fleygja Bandarikjamenn 3.500
milljónum tonna af drasli árlega.
360 milljón tonn af þessu eru ýms-
ar húshaldsvörur, iðnaðarafurðir
og annað slikt. 2.000 milljónir eru
landbúnaðarvörur og 1.100
milljón tonna eru vökvar. Inni-
falið i þessu óhugnanlega ösku-
haugafjalli eru 7 milljónir ónýtra
bifreiða, 20 milljón tonn af
pappir, 48 milljónir tonna af dós-
um, 26.000 milljónir af flöskum og
krukkum, 3.000 milljónir tonna af
afgangsgrjóti og 142 milljónir
tonna af reykkenndum efnum.
Meðan einn hluti þess, sem við
fleygjum frá okkur,fer eitthvað út
i umhverfið, þá rennur annar stór
hluti niður holræsin. Það hefur
verið áætlað, að i Bandarikjunum
einum tapist 200 tonn af kopar ár-
lega á hvert mannsbarn — og
þessi kopar gutlast bókstaflega
niður i niðurföllin. Þessu til við-
bótar er óhætt að skrifa 50 tonn á
hvert nef af málmum eins og
magnesium, áli.og titani.
Og i Bandarikjunum eru menn
lika afskaplega duglegir við að
fleygja burtu einhverju dýrmæt-
asta efni jarðarinnar. Áætlað er,
að hvert mannsbarn i Bandarikj-
unum sulli niður 63 gallonum af
vatni daglega.
Og nú er rétt að lita á hina hlið-
ina á myndinni: neyzluna. A einni
mannsævi notar Amerikani 26
milljónir gallona af vatni, 28 tonn
af járni og stáli, 1.200 bensintunn-
ur, 13.000 pund af pappir og 50
tonn af matvælum.
3,5 tonn af jarðvegi
Árlega er rótað upp 3,5 tonnum
af sandi, grjóti og öðrum jarðefn-
um fyrir hvert bandariskt nef —
þessi efni flutt þvert um landið og
notuð á einhvern hátt. Þessu til
viðbótar verður svo að grafa eftir
20 tonnum af ýmsum hráefnum á
hvert mannsbarn — þessi hráefni
eru vitanlega efni eins og salt,
leir, steinsalli o.fl.
Hér að ofan er aðeins talaö um
Bandarikin — og stafar það af
þvi, að þar eru lifskjör fjöldans
jafnbezt og neyzlan langmest.
Einnig eru þaðan haldbærari töl-
ur en annars staðar frá.
Það neyzluástand sem nú er i
Bandarikjunum er sérstakt
keppikefli annarra þjóða, sem
ekki eru eins háþróaðar i iðnaði.
Það virðist hins vegar ljóst, að
ekki muni liða á löngu, þar til
þessari lifsgæðastefnu verði að
breyta ögn — málmarnir, gæði
jarðarinnar, eru nefnilega tak-
markaðir.
Málmar að étast upp
Innan hundrað ára verða marg-
ir málmar, sem við nú notum,
uppurnir. Sérfræðingar nefna
helzt málma eins og kopar, gull,
merkúr, platinum, silfur, tin, sink
o.fl.
Ef hins vegar árleg neyzla
hvers mannsbarns heldur hér
eftir að aukast, eins og hún hefur
gert mjög ört frá þvi árið 1960, þá
verða allir þessir málmar búnir
innan 50 ára — og til viðbótar
einnig ál, kóbalt, magnesium og
nikkel. Og þessi staðreynd er ógn-
vekjandi — einkum þegar við
minnumst þess, að árið 2000 verð-
ur tala mannsbarna á jörðunni
tvöföld á við það sem hún er nú.
Tilbúin eyðimörk
Það virðist sannarlega timi til
kominn, að mennirnir fari ögn að
ræða saman um þessa hluti — en
hvað verður hægt að gera til að
bjarga ástandinu? Það er a.m.k.
Ijóst, að ef við áfram fljótum sof-
andi niður eftir holræsinu stóra,
liður ekki á löngu þar til við lend-
um i eyðimörk — eyðimörk, sem
maðurinn hefur sjálfur útbúið
sér.