Vísir - 20.06.1972, Síða 1
62. árg. Þriðjudagur 20. júni 1972 — 126 tbl.
Hvað er hœgt að gera?
„Hvernig vilja menn haga
hátiðarhöldunum 17. júni?” —
Mönnnm liefur þótt sem timi
væri kominn tii þess að hafa þau
með einhverju öðru sniði en gert
hefur verið á umliðnum árum.
— En hvernig?
Þegar við spurðum nokkra
Revkvikinga þeirrar spurn-
ingar i gær, kom i ljós ákveðnar
hugmyndir, sem menn hafa
gert sér um tilhögun hátiðar-
haldanna.
..Dreifum hátiðarhöldunum
út i hverfin,” — er róttækasta
tillagan. „Vandaðra dag-
skrárefni útvarps og sjónvarps
að kvöldi þjóðhátiðardagsins.”
— er önnur.
Nógu lengi hafa menn vitað,
að form 17. júni hér i Reykjavik
hefur ekki verið nógu gott, þótt
nú hafi fyrst keyrt algjörlega
um þverbak. En það er ekki nóg
að bölsótast. Það verður að
finna nýjar leiðir.
í dag er talað við marga aðila,
sein er málið skylt. I
leiðaranum er fjallað um 17.
júni kvöldið og i lesendabréfi
kemur fram viðhorf eins les-
andans til málsins.
Sjá bls 2, 3, 6, og baksiðu
wmmmmmmmmmammmmm
*
mmmmmmmmmi^^^mm
Ævisögufalsar-
inn í steininn
Clifford Irving, rithöfund-
ur, og kona hans, Edith,
l'engu bæði fangelsisdóm fyr-
ir helgina — og Edith var
færð i fangelsið i gær, mánu-
dag.
Sjá bls. 6
Sprengja
Frakkar?
Frakkar ætla sér að prófa
kjarnorkusprengju á
sunnanverðu Kyrrahafi.
Þeir ætluðu upphaflega að
láta eins og eina myndarlega
fjúka i nótt er leið, en harð-
orð mótmæli þjóða, sem lönd
eiga að Kyrrahafinu þar
syðra, hafa stöðvað franska
herinn I bili...þó hefur ekki
veriö gefið i skyn að hætt
verði við.
Sjá bls. 5
Hýddir fyrir
ófengisneyzlu
Áfengisneyzlan er talin
vandamál viðar en hérlendis
á 17. júni. 1 Pakistan hafa
þeir tekið upp aðferð til að
venja menn af drykkjuskap.
Þessi aðferð er nokkuð
gamaldags — en gæti
hugsanlega komið að notum
bér. — Þeir hýða menn fyrir
áfengisneyzlu.
Sjá bls. 4
Sjónvarps-
# / / • / ■/
fri i juli
Sjónvarpið fer I sumarfri
1. júli n.k. eins og undan-
gengið ár, og stendur leyfið
til 31. júli.
„Við ætlum að gera sem
minnst i júlimánuði — stefn-
um aö þvi að sem flestir
starfsmanna geti lokið leyf-
um sinum í júli”, sagði Pétur
Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri Sjónvarpsins, er Visir
ræddi við hann i morgun.
Pétur sagði að i ár myndu
sjónvarpsmenn ekki vera
mikiö á ferðinni um landið i
júli, eins og stundum hefur
veriö gert — þeir myndu
l'rekar hugsa sér eitthvað til
hreyfings i ágúst.
Og ef menn eru „sjón-
varpssjúklingar”, þá er ekki
seinna vænna en að gera ráð-
stafanir til að komast i fri
um leið og „imbakassinn”
lokar — og safnar þreki til
næstu vertiðar. — GG
I/ '
LII
rVeit ekki
hverjir þrýsta ó
Sjó frétt um EBE-
viðrœður ó baksiðu.
íslandsmet í fœðingarþyngd
VOG NÆR 27 MERKUR
44 ára húsmóðir í Bárðardal fœddi þyngsta barn á íslandi
Landhelgisviðrœðunum lýkur í dag
Sir Alec og Einar rœddu málin
yfir hádegisverði í dag.
Utanrikisráðherrarnir Einar
Ágústsson og Sir Alec Douglas--
Home snæddu saman hádegis-
verð i dag og ræddu landhelgis-
málið yfir borðum. Landhelgis-
viðræðunum i London likur i dag,
en þær hófust i gærmorgun.
Fljótt eftir að hádegisveröinum
lauk var aftur sezt að samninga-
borðinu og ef timi vinnst til mun
Islenzka sendinefndin efna til
hlaöamannafundar seint i dag.
Litlar fréttir hcfur verið hægt að
fá af gangi viðræðnanna, en þó
virðast frckar hafa aukizt vonir
um að takast megi að ná sam-
komulagi um takmörkuð réttindi
brezkra togara til að veiða innan
50 milna landhelginnar eftir 1.
septembcr.
— SG
Fjörutiu og fjögurra
ára gömul húsmóðir i
Bárðardalnum eignaðist
fyrir nokkru stærsta
barn, sem fæðst hefur á
íslandi, svo vitað sé.
Vóg barnið (»,590 gr. eða
um helmingi meira en
eölilegt er talið, og var
(»5 cin að lengd. Var
þetta sjöunda barn
hennar og gekk fæðingin
mjög vel.
Maria Helgadóttir heitir
móðirin, en hún á fyrir þrjá
drenei oe briár stúlkur. sem öll
hafa verið 18—21 mörk að þyngd,
og þykir það töluvert mikið, en
þetta barn sem er drengur, vóg 26
merkur og 90 grömm. Við höfðum
samband við Mariu i morgun að
heimili hennar og manns hennar,
Halls Jósepssonar að Arndisar-
stöðum i Bárðardal.
„Þetta gekk ljómandi vel. Ég
átti barnið á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Húsavik og sagði
læknirinn mér að ekkert benti til
þess aö ég hefði gengið með
barnið lengur en eðlilegt er.
Fæðingin gekk i alla staði vel og
ég fór heim með hann á eðlilegum
tima. Honum heilsast ágætlega
og núna er hann orðinn 5 vikna og
vegur 29 merkur,” sagði Maria.
Við höfðum einnig samband við
yfirlækni sjúkrahússins, Arna
Arsælsson og sagðist hann telja
fullvist að þetta væri langstærsta
barn sem fæðst hefði hér á landi.
Sagði hann að barnið hefði verið
ágætiega hraust, enginn sjáan-
legur bjúgur eða einkenni, sem
bentu til þess að þyngdin væri af
óeðlilegum orsökum. Sagði hann
ennfremur að svo virtist sem
barniðhefði fæðst alveg á réttum
tima. Þess má geta að þyngsta
barn i Danmörku undanfarna tvo
áratugi var 6.100 gr. en árið 1952
fæddist þar barn sem vóg 6,250 gr.
og er það Danmerkurmet.
Drengurinn i Bárðardalnum á þvi
meira en tslandsmet, þvi hann er
340 gr. þyngri en þyngsta barn
Danmerkur.
þs
Haustlegt í dag
og fer kólnandi
Ætla niætti að nú væri haust
en ekki miður júnimánuður,
og mjög haustlegt er uin að
lila i borginni i dag.
Sjálfsagt vonast allir eftir
sama bliðviðri og rikti i gær-
dag hér i Reykjavik og víðar,
en sú ósk mun þó ekki rætast,
að þvi sein þeir segja okkur
hjá veðurstofunni.
Hér er nú austlæg átt og hiti
hér syðra ekki nema 6—7 stig i
morgun klukkan sex, en búizt
er við að það fari kólnandi
með deginum, alla vega batn-
ar veðrið ekki.
Hvergi er eins mikill vindur
á landinu og hér og það má
jafnvel búast við örlitilli úr-
komu er liður á dag, en þó
styttir upp með kvöldinu.
Þess má svo geta að lokum,
að norðan til á landinu er nú
úrkomulaust, kyrrt veður en
ekki nema 4 stiga hiti. — EA