Vísir - 20.06.1972, Side 2
VÍSIR. Þriðjudagur 20. júni 1972,
VÍSIBSPR:
Hvernig finnst yður, að ætti
að fyrirbyggja að skrils-
lætin á 17. júni endurtaki
sig?
Hinrik Konráftsson, verkamaður,
Ólafsvik: Ja, það er ekki gott
fyrir mig sem utanbæjarmann að
segja um þetta. t>ó finnst mér
eiginlega mest aðkallandi að
auka löggæzluna. t>etta er mikill
afturkippur siðan maður var
ungur, tiðarandinn hefur breytzt
mikið. Annars held ég að veðrið
hafi lika haft sin áhrif a
unglingana og gert þá órólegri.
Ilelgi llelgason, verzlunarm.: fcg
held að við þurlum einfaldlega að
breyta uppeldi barnanna. Sökin
liggur hjá loreldrunum. beir
segja kannski á 17. júni: Jæja
krakkar minir, lariði nú oni bæ og
fáið ykkur kók og pylsur ” og svo
ekki meir. Börnunum hefur
ekkert verið kennt að skemmta
sér.
A x (* I l'i i ii a r s s o ii
skrifstoíumaður: Ætii þaðséekki
bez.t að láta börnin taka við sér
sjálf, og royna að skipla sér sem
minnst af þeim.
I>ó r h a 11 u r S i g u r j ó n s s o n ,
heildsali: Mér finnst bara sjálf-
sagt að hætta þessum dans-
leikjum niðri i bæ á 17. júni. Það
helur sýnt- sig undanfarin ár, að
það er algjörlega vonlaust.
Annars var ég ekki i Miðbænum
um kvöldið og veit þess vegna
ekki hvað þetta var slæmt núna.
Páll Hermannsson, sjómaður:
Það er ekki gott að segja. Ég held
að það yrði engin lausn t.d að
hætta við dansleikina i
Miðbænum. Fylleriið mundi bara
flytjast til á annan stað. Og af þvi
að allir eru að tala um að Mið-
bærinn sé að hverfa, þá held ég að
hann hverfi alveg ef það verður
ekki dansað á 17. júni niðri i bæ.
Svo er heldur ekki nauðsynlegt að
þá sé bara dansað, fólk vill lika
gera eitthvað annað.
Starfsvöll-
urínn við
Meistarav
að opna
Starfsvöllurinn við
Meistaravelli verður nú
opnaður þriðja sumarið
i röð á morgun.
Völlurinn er opinn 8, 9 og
10 ára börnum, en þar er
enginn gæzla, heldur
geta börnin gengið þar
Þcssi systkiu voru iia’stuni búin
með sitl liús. það átti bara rétt
eflir að sotja hurðiiia á. dytta að
vmsti og svo að mála.
inn og út eins og þeim
hentar.
Þó verða starfandi á
vellinum fjórir nokkurs
konar gæzlumenn, en
þeir verða þó börnunum
aðallega til leið-
beiningar i föndri og
öðru. Gjald fyrir börnin
er ekki neitt, og er þeim
útvegað á vellinum allt
það efni sem þau þurfa
til vinnu sinnar og
föndurs.
Mjög mikill áhugi
rikir hjá börnunum fyrir
þvi starfi, sem þarna fer
fram, og stöðugt er þar
feykilegur straumur
barna og alveg nóg að
gera.
1 sumar er jafnvelt haft i
hyggju aö koma upp útileiksviði
fyrir börnin, og verða þar leikin
leikrit og þau látin hjálpa við
undirbúning.Einnig vill starfsfólk
vallarins reyna að koma inn hjá
börnunum áhuga og virðingu
fyrir blómarækt og verða þvi
jafnvel sett upp blómabeð.
Á svæðinu sjálfu er nú stórt og
mikið þorp i uppsiglingu sem
börnin hafa smiðað sjálf, og þar
gefur meðal annars að lita hálf-
smiðaðar kirkju, og þarna er
unnið af hinum mesta fögnuði.
Börnin fara svo i skoðunarferðir
um fjörurnar og Öskjuhlið og
ýmislegt annað. Týna þar skeljar
Ohhhúpppppp... Það þarf að draga nagla úr spýtum þegar verið er að
hcfja byggingar.
Alltaf eru veggir hússins að hækka, þaðrétt grillir oröið i kollinn.
og annað,en siðan eru gerð lista-
verk og skúlptúr.
Völlurinn er opinn daglega frá 9
til 6. -EA
LESENDUR
i^HAFA
/Xm ORÐIÐ
Auglýsingar
í Strœtó
Stra’tisvagnafarþegi skrifar:
..F’yrir skömmu voru settar upp
auglýsingar i öllum strætisvögn-
unum og eru þær frá Volvo.
Hljóða þær uppá þaö að Volvo sé
öryggi. Ég hélt fyrst i fávizku
minni að þetta væri gert til þess
að farþegar fyndu ekki tl hræðslu
þótt Volvovögnunum væri ekið
nokkuð hratt á stundum. Þá litu
þeir á þetta spjald og gleymdu
allri hræöslu. F'annst mér mikið
til um þessa hugulsemi forstjóra
SVR.
En svo i gær fór ég upp i vagn af
Benztegund og það fyrsta sem ég
sé er ekki Benz er öryggi-heldur
er þarna lika tekið fram að ör-
yggið sé Volvo. Þá rann upp fyrir
mér ljós. Hér var um auglýsingu
frá Volvoumboðinu að ræða. Nú
langar mig til að spyrjast fyrir
um hvort næst komi auglýsingar
frá öðrum bilaumboðum i strætó.
Eða er það bara Volvo sem fær að
auglýsa? Spyr sá. sem ekki veit."
Engin öskur
— bara köll
Uréf frá þeirri sem fékk slæma
afgreiðslu i Tryggingunum á dög-
uniini og sendi okkur þá linu:
, ,Ég kom i Tryggingarnar
fyrsta daginn sem órorkubótun-
um var úthlutað. Ég verð að
segja það.að nú er ég glöð og á-
nægð með afgreiðsluna. þó bæt-
urnar sem ég fæ hrökkvi skammt
vegna óðaverðbólgu nýju stjórn-
arinnar isem ég þó kaus ekki).
Nu var allt með öðrum brag innan
veggja Trygginganna á Lauga-
veg. Engin öskur, bara köll. og
allt gekk mjög vel. Ég sá þarna
bregöa fyrir forráðamönnum
stofnunarinnar. Þeir voru auðsjá-
anlega að huga að þvi, að allt færi
vel fram. og meira að segja fór
Kjartan sjálfur i afgreiðsluna og
hafi þeir þökk fyrir að bregðast
svo vel við."
Leggðu þig
bara góði
,,Ég get ekki orða bundizt yfir
fáheyrðri ósvifni sem ég varð fyr-
ir hjá simastúlku sem svarar i
neyðarsima lækna.
Sl. þriðjudagskvöld fékk ég
snert af kransæðakasti og hringi
þá i þennan neyðarsima til að fá
aðstoö. En stúlkan sem svaraði i
simann gerði sér litið fyrir og
sagði að ég skuli bara fara og
leggja mig. Mér þótti þetta væg-
ast sagt furðuleg viðbrögð og
spurði hana hvort, hún hefði tæki
til að sjá i gegn um simann eða
hvort hún sé lærður læknir. Þá
var simanum skellt á. Svo vel
vildi til að i þessu kom til min
maður sem gengur með þennan
sama sjúkdóm og átti hann við-
eigandi töflur.
Ég ætia ekki að hafa mörg orð
um þetta atvik en læt lesendur um
aö dæma Iramkomu þessarar
stúlku og hvort hún sé hæf til að
gegna sinu starfi".
Bjartmar Magnússon.
Setið gegn
„glottandi Eiði"
Emil hringdi:
,,Ég var að horfa á þátt i sjón-
varpinu i gærkvöldi, ,,setið fyrir
svörum", kalla þeir hann. Miklu
nær finnst mér að kalla þennan
þátt, ,,setið andspænis glotti Eiðs
Guðnasonar".
Sannarlega var ömurlegt að
horfa upp á þessa tvo mennta-
menn. Björn Teitsson og Einar
Braga. þurfa að sitja og jafnvel
svara glósum og bjálfa hártogun-
um þessa, að þvi er virðist, óupp-
lýsta kratadrengs. Og úr þvi eg er
byrjaður: Væri ekki ráð að fara
að skipta svolitið um andlit á
skerminum? Þessi sem blasað
hafa við manni frá upphafi Sjón-
varps hér á landi, eru óneitanlega
orðin næsta leiðigjörn. Og mér
sýnist að þeir hafi margir fengið
leið á sjálfum sér lika. Þetta sið-
asta á þó ekki við um Eið Guðna-
son".
Hver borgar
brúsann?
í sjónvarpsþættinum um her-
stöðvarmálið s.l. þriðjudag,
vaknaði sú spurning: hver borgar
brúsann? 1 þættinum sagði félagi
Einar Bragi, að samtökin hefðu
enga félagaskrá, en hvernig er þá
fé aflað til auglýsingastarfsemi
og rutukostnað við fólksflutninga.
Þeir auglýsa t.d. að áætlunarbif-
reiðir myndu flytja það fólk til
Hafnarfjarðar, sem ætlaði að
taka þétt i svokallaðri hernáms-
andstæðingagöngu. Er það
kannski sovézka sendiráðiö sem
borgar brúsann, eða eru það pen-
ignamenn Alþýðubandiagsins!
Einhver borgar brúsann. Þá vildi
ég og minnast á orð hins
kommúnistans i sjónvarpsþættin-
um. Hans orð voru: ,,Fyrst fer
herinn, siðan göngum við úr At
lantshafsbandalaginu". En af
hverju botnaði hann ekki setning-
una? Það hefur eflaust stafað af
þvi að endirinn hefur eflaust ekki
fallið öllum i geð. Hann er nefni-
lega: ,,Siðan taka kommúnistar
völdin án vilja meirihluta þjóðar-
innar."
Að lokum við ég benda á, að orð
félaga Einars Braga i garð for-
seta íslands og mótframbjóðenda
hans i siðustu forsetakosningum
voru ruddalegigarð beggja, báðir
áttu fylgi manna úr ýmsum stétt-
um þjóðfélagsins. E.M.