Vísir - 20.06.1972, Page 7

Vísir - 20.06.1972, Page 7
VÍSIR. Þriðjudagur 20. júni 1972. r cTVIenningarmál ÉG BIÐ AÐ HEILSA MajLis Holmberg, lektor viö háskólann í Helsing- fors, hefur lagt stund á ís- lenzku og m.a. rannsakað íslenzkar þýðíngar á kvæð- um Runebergs og áhrif hansá íslenzkan skáldskap. Hún hefur þýtt íslenzk Ijóð og smásögur, bæði á sænsku og finnsku, og birt greinar og ritgerðir um ís- lenzk efni í finnskum blöðum og tímaritum, þ.á.m. ýtarlega ritgerð um Jónas Hallgrimsson í tima- ritinu Horisont í vetur. í tilefni af umsögn Ólafs Jonssonar um timarítið hér í blaðinu (15/3) hefur borizt fra henni bréf sem hér fer á eftir: Ég vil i upphafi þakka þann áhuga sem þér hafið sýnt finnska bókmenntatimaritinu Horisont, nr. 2/1972, sem gefið er út af Svenska österbottens Litteratur- förening i Vasa, Finland, og þá einkum grein minni „Jónas Hallgrimsson, Den yngre islándska lyrikens fader.” Ég vildi þó gjarnan mega gera nokkrar athugasemdir eða við- bætur við ritfregn yðar, en hún gefur þeim, sem ekki hafa lesið grein mina, svolitið villandi mynd af henni og tilgangi hennar. Ég væri yður þakklát, ef þér vilduð birta þessar athugaserridir rhinar i Visi. i fyrsta lagi: Það kemur fram i kynningarkaflanum, að það er fyrst og fremst rómantíska skáldið og þýðing þess, en einnig þýðandi samtima lyrikur (fyrst og fremst þýzkrar) og endurnýj- andi islenzkrar lýrikur (og prósa) — með þvi að samræma islenzka hefð útlendum bókmennta- stefnum samtimans. — sem ég vildi kynna erlendum lesendum, sem vita nánast mjög litið um is- lenzkar bókmenntir. Ég vildi með eftir Maj-Lis Holmberg þessu setja Jónas i sæti sem honum óumdeilanlega ber, — en fáir utan tslands (nema nokkrir sérfræðingar) hafa gert sér grein fyrir, — á bekk með fremstu rómantisku skáldum samtiðar- innar á Norðurlöndum. Þess vegna virðast mér orð yðar órök- rétt, þegar þér skrifið: ,,Það er lika eins og vænta mátti hefð- bundin lýzing hins rómantiska þjóðskálds sem hún dregur upp i ritgerð sinni, ættjarðar- og nánn- útuskáldsins og ástarskáldsins Jónasar, en fæst minna við dul- ustu og persónulegustu lýrik hans eða skop og hermikvæðin.” Það er fyrst og fremst sem róman- tiskt þjóðskáld, sem Jónas lifir i islenzkum bókmenntum, — sem hinn mikli klassiker og faðir yngri lýrikur, ekki sem höfundúr skop- og hermikvæðanna. Það er sjálfsagt að leggja áherzlu á þetta frammi fyrir erlendum les- endum. Ég játa þó, að ég hefði kannski sérstaklega átt að nefna þátt hans sem skopstælanda en sá þáttur kemur að nokkru leyti fram i þeim hluta greinar minn- ar, sem þér hafið sýnt mestan áhuga, nefnilega kalevala- áhrifum i Mathias, min unge Taler. Og þar að auki nefndi ég einnig prósaparódiur Jónasar. i öðru lagi segið þér: ,,Það kemur heim við hina rómantisku sögusýn sem greinin lýsir einnig að öðru leyti hve mikla áherzlu höfundur leggur á ást Jónasar á Þóru Gunnarsdóttur — sem hún telur að hafi alfarið mótað ævi hans og kvæði, alla tið siðan”. Þvert á móti. Ég tek einmitt af- stöðu gegn þessari islenzku hefð, þegar ég segi: ,,den bör tas för vad den á'r: en tradition", Ég álit að æskuást Jónasar hafi haft af- gerandi þýðingu, ekki fyrir allan hans skáldskap, heldur aðeins fyrir ástakveðskap hans og ef til vill að einhverju leytieinnig fyrir annan kveðskap hans. Kannski erum vð þrátt fyrir allt á sömu skoðun? Ég hef heldur aldrei sagt, að hin stutta ástarferð með Þóru „hafi alfarið mótað ævi hans-------alla tið siðan.” Þetta hélt ég að kæmi skýrt i ljós af þeirri áherzlu , sem ég lagði á marghliða starf Jónasar sem brennandi föðurlandsvinar, þjóð- legs stjórnmálamanns, menn- ingarlegs nýskapara (gegnum Fjölni), náttúrufræðings, glaðs vinar i góðum fagnaði, — einnar af hintim brennandi islenzku sálum i Kaupmannahöfn,. Og að lokum: Ef yður skyldi finnast grein min rómantisk, er það að- eins bergmál frá hinum volduga skáldskap Jónasar. Vingjarnleg ritfregn yðar er mjög jákvæður þáttur i menn- ingarlegum samskiptum Islands og Finnlands, sem aldrei geta orðið of náin. Ég vil þvi enn á ný þakka yður. Og með hjálp Visis, sem ég hafði þá ánægju að starfa svolitið við, er ég kom fyrst til hins fagra og vingjarnlega lands yðar árið 1946, vil ég nú senda kveðjur og þakklæti til Islands með sonnettunni Ég bið að heilsa, sem á einmitt við á þessum árs- tima (og er eftir uppáhaldsskáld mitt úr hópi „yngri” klassikera ykkar — Jónas Hallgrimsson). Og „stúlkan min”, hún heitir einmitt tsland. Helsingfors 8.6.1972 tiðarinnar á Norðurlöndum. Á hlaupum um helgina ★ A Þjóðhótíðardagsmorgni annó 1972 ★ Maður missir af geiminu í kvöld Það er Þjóðhátiðardags- morgunn og klukkan að halla i niu, þegar ég kem i Miðbæinn. Enga sálu að sjá i Austurstræti og á sjálfum Austurvelli stendur Jón Sigurðsson einn biðandi eftir blómsveignum. Ég rölti niður að Tjörn og fæ mér sæti á bakkanum fyrir framan Iðnó til að tala við endurnar og hina fuglana, sem augsýnilega njóta morgun- kyrrðarinnar og sólstafanna. Sem ég sit þarna á bakkanum og bið eftir að myndarlegur æðarbliki svari mér slangrar að mér unglingspiltur að þvi er virðist langdrukkinn og spyr: „Heyrðu vinur, geturðu sagt mér, hvort er nótt eða dagur.” „Það er Þjóðhátiðardagur og klukkan er um það bil niu að morgni.” Spurningarmerki og vandræði i andliti piltsins og hann slagar i áttina að Lækjargötu. Skagfirzkur kunningi minn, sem býr i Miðbænum, sezt hjá mér og við spjöllum um fuglana, hesta og ættfræði. Hjón koma labbandi niður meö Miðbæjar- skólanum. Það eru Einar Bragi skáld, og kona hans á morgun- göngu. Þau fá sér sæti á bakkanum skammt frá okkur og lesa morgunblöðin. Já, svona er nú borgin litil, og mannfólkið fátt á Þjóðhátiðar- dagsmorgni 1972. Um tiuleytið er komið slangur af fólki á stéttina kring íim Austurvöllinn. Þarna eru túristar með myndavélar framan á maganum og prúðbúnir pabbar með sunnudagsklædd börnin sin. Borgin er að vakna. Svo hópast að finu karlarnir i stóru bilunum. Þetta er pipu- hattakarlar i sjakketum og röndóttum buxum, en litlu Kina- mennirnir tveir skera sig úr i bik- svörtum klæðisfötum hnepptum upp i háls. Og þarna koma lika ráðherrarnir okkar og sumir eru bara i sumargallanum með skræpótt bindi og reyna að vera altillegir, brosandi til beggja handa. Allt steðjar þetta fyrirfólk inní Alþingishúsið og flýtir sér inn. Lúðraþytur og læti og vestan Kirkjustrætið kemur Lúðra- sveitin með Pál P. i fararbroddi og skátar marsérandi undir fánum berjandi trumbur. Nú er að verða sparilegt á Austurvelli. Lítii ljóshærð táta spyr stóra paDDa sinn: „Pabbi fer ekki forsetinn að koma?” Langur, krangalegur, ameriskur túristi með rör framan á myndavélinni beygir sig niður að konunni sinni, sem er með skrautleg sólgleraugu og mikið af sól i andlitinu og kranginn spyr: „Why are they making such a noise so early in the morning?” Forsetinn, forsætisráðherra og stúdentarnir tveir koma með blómakransinn og hátiðarhöldin fara fram. Um áttaleytið aö kvöldi sama dags og við sama völl eru tveir lögreglumenn að stympast við dauðadrukkið og væsklslegt unglingsgrey varla eldri en þréttán eða fjórtán ára. Milli gráthviða og ekkasoga barnsins heyrist það tuldra: „Mikils djöfuls rassgat, að maður skyldi ekki hafa byrjað seinna aö drekka i dag, þvi nú missir maður af öllu geiminu i kvöld. Ársþing Í.B.R. Siðari fundur þingsins verður haldinn i húsi S.V.F.í. á Grandagarði þriðjudaginn 20. júni og hefst kl. 20.30. Stjórn Í.B.R. \ i: I. \ÍI ÞARFTU adidas lOÍKOIÍASkO Hver*gl meira iii'val: WORLO CUP MEXICO CITY 2000 KVTER REAL WEMRLEY S.L. LAPLATA JUIVIOR STAR 4 Sportval HLEMMTORfil timi UMA ! HLEMMTORGI simi 14390 PÖSTSENDUM

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.