Vísir - 28.06.1972, Síða 4

Vísir - 28.06.1972, Síða 4
4 VÍSIR Miðvikudagur 28. júni 1972 Æ,œ, þar fór illa....! Æ, æ þar fór illa. Hún virðist þó ekki taka það svo nærri sér að missa höfuðið, frúin á myndinni. Kannski hún sé lika bara að fara að hætti strút- anna, sem grafa höfuð sin i sandinn þegar vandræði steðja að. Hver veit nema frúin sé að þvi kominn að brenna á nebbanum, en vilji aftur á móti ná dálitið meiri lit á skrokkinn? óskiljanlegur hattur! Það skildi enginn reyna að koma apanum Jonja i dýragarði Lundúna i skilning um það, á hvern hátt brúka skal hatta. Um það allt saman hefur hann sinar sjálfstæðu skoðanir. Uegar hann fékk nýlega höfuð- fat i hendurnar til að föndra með, kom tizkutildrið þegar upp i honum. Jonja beit i hattinn, skoðaði hann frá öllum hliðum yzt sem innst, tróð höndum og fótum i hann og rannsakaði notagildi hans á enn fleiri vegu. En svo — allt i einu — rif jaðist það upp fyrir honum hvernig allt skritna fólkið bar hatta. Og hann var ekki seinn á sér að hvolfa pottlokinu ofan á kollinn á sér. —En hvilik von- brigði. Hann sá ekki glóru þannig ,,Það eru meiri aparnir þetta fólk, sem burðast með þessa fá- nýtu hatta! og Jonja fleygði sinum aftur út á milli rimlanna. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Músin og fillinn þrömmuðu misþungum skrefum inn til prestsins: —Við viljum gjarnan giftast! — Nei, heyriö þiö mig nú. Það getiö þið ekki.... Þá rcnnir músin augunum W niður eltirbelg sínum og segir biðjandi: — En prestur, það er bráðnauðsynlegt'. Hannes var að fá sér hund, sem hefur ekkert skott. Hvernig getur hann þá séð þegar hann er glaður? Jú, þá hættir hann að bita hann. Þeir sem lita þennan geithafur i einum dýragarði Þýzkalands eiga erfitt með að trúa þvi, að hann sé ósvikinn. „Kynblendingar” af þessu taginu eru lika fáséðir og þvi ekki nema eðlilegt, að þeim sé stillt upp til sýnis. ALFRED HITCHOCK Ætlar ekki nýjustu mynd sína „Frenzy”, að verða sina siðustu kvikmynd. Hann er nú þegar tekinn við að berja saman handritið að þeirri næstu, og hefur gert samning við Universal um gerð tveggja annara til viðbótar. NOEL HARRISON — kannast nokkur við hann? Nei, ekki að undra. Hann á það sér helzt til ágætis, að geta bæði leikið og sungið, en það sem þó. á einna mestan þátt i þvi að honum er að takast að öðlast frægð er „pabbi gamli”, sem er sá ágæti Tony Curtis. Það hefur komið til tals, að sonurinn leysi hann af i haust og taki þá við hlutverki hans i sakamálamyndaflokkunum, sem þeir Curtis og Roger Moore hafa leikið i saman til þessa. DAVID NOVEN leikari hefur haslað sér völl á ritvellinum, en hann seldi nýverið frumsmið sina til vasabóka- útgáfu. Bókin heitir „Máninn er blaðra” og i höfundarlaun fékk Niven greiddar einar 35 mill- jónir isl. kr. TONY BENNETT hefur notið mestrar aðsóknar i Las Vegas siðan þeir Frank Sinatra og Dean Martin drógu sig i hlé. DAVID FROST hefur veriö sagt upp störfum við stjórn sinna föstu umræðuþátta fyrir sjónvarp. Þess i stað er hann tekinn til við gerð annars konar sjónvarps- þátta. Hvers kyns fylgir ekki sögunni. Fréttir herma, að hann hafi varið nokkrum tima i að koma á fót nokkrum japönskum veitingastöðum i Bandarikjunum i félagi við japanska glimu- kappann Rocky Aoki. KIRK DOGLAS hefur ákveðið að takast á við hlutverk i nýrri söngvamynd, sem gera á fyrirsjónvarp. Byggist myndin á hinni klassisku sögu um „Dr. Jekyll og Mr. Hyde”. LEE MARVIN —Ruddalega kúrekahetjan úr kvikmyndunum — syrgir stórum þessa dagana. Hesturinn, sem Marvin fyllti ihinni bráðskemmtilegu kvikmynd „Cat Bollou” er dauður. „Hann átti hálfan heiðurinn af Oskars-verðlaununum, sem féllu mér i skaut”, segir leikarinn. ROLLING STONES undirbúa nú hljómleikaferð til Banda- rikjanna. Þetta er þeirra fyrsta ferð vestur um haf siðan þeir héldu þar hina marg- frægu Alamont-hljómleika, en þeir hljómleikar urðu hvað frægastir fyrir þátt Engla Helvitis, sem þar áttu að sjá til að áheyrendur héldu sig á mottunni. Gekk sveitin svo hart fram i þeirri gæzlu.að viðstaddurblökkumaður beið bana af. Kvikmynd frá hljómleikunum, sem sýnir ein- mitt þetta atvik, hefur verið sýnd viða erlendis við góða aðsókn. Þar má sjá viðbrögð söng- varans Jaggers er Englarnir myrða blökku- manninn frammi fyrir senunni. Honum fipast söngurinn andartak, og þokar sér nokkur skref afturábak, en er svo fljótur að beina athyglinni annað og ná laglinunni á nýjan leik. TOM JONES er ætið sama kvennagullið og dregur kvenfólk ekki af að sanna honum það, þá er hann treður upp og syngur opinberlega „O Tom”, „Guð minn”. þannig kallaði kvenfólkið i aðdáendahóp hans stöðugt upp yfir sig á siðustu hljómleikum hans i New York. Og allir þeir brjóstahaldarar, sem kastað hafði verið upp á senuna til hans og lágu þar i hrúgum eftir söngskemmtunina, voru eins og til að sanna.það, að aðdáun kvennanna væri meira en orðin tóm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.