Vísir


Vísir - 04.07.1972, Qupperneq 2

Vísir - 04.07.1972, Qupperneq 2
2 Visir Þriðjudagur 4. júli 1972. tfSmSPTR: Jóhann Örn Sigurjónsson, bankamaður: Fyrir neðan allar hellur. Það þarf ekki að ræða það neitt frekar. ólal'ur Sigurðsson, starfsm. Menningarst. USA: Ég skil ekki manninn. Mér er ekki ljóst hvort er um að ræða taugaveiklun eöa peningagræðgi. Ég bara veit það ekki, maður á engin orð. Mr. liorgida, ameriskur blaða- maður. Þetta er algengt hjá peningafólki. Einvigið er fyrir honum aðeins peningaatriði eins og hjá stórstjörnunum. Fischer er enginn undartekning. Hann er bara dæmigerð súperstjarna. Ég erekki hissa á framkomu hans,en hins vegar er ég mjög hryggur yfir hegðun landa mins. Mr. Turover, framkv.stj. bandarisku skákstofnunarinnar: Það eina sem ég get sagt um þetta alvarlega mál er, að með framkomu sinni er Fischer að gera sjálfum sér og skákinni i heiminum slæman grikk. Páll Pálsson, verkam. Þetta er ekkert gamanmál. Maðurinn er ekkert sniðugur ef hann heldur það. Annars væri reynandi að senda hann i geðrannsókn. Margrét Gunnla u gsdóttir, nemandi: Mér finnst hann bara koma fram eins og aumingi i þessum samningum. Ég myndi álita að hann væri hreinlega geð veikur. Ilvað finnst yður um hegðun Bobby F'ischer’s? Sigurður Guðjónsson, verka- maður: Fáránleg. Það er eina orðið. Hann er eins og barn á mót- þróaskeiðinu. Þaðer ekki hægt að segja neitt annað. Jólianna Tómasdóttir, húsmóðir: Hann setur fyrst og fremst fram mjög ósanngjarnar kröfur. Ég er farin að halda að hann sé bara hræddur að tefla við Spasski. Pétur Krisljánsson, hljóml.m.: Mér finnst framkoma hans heldur ósmekkleg. Maður freistast til að halda að maðurinn sé geöveikur. Gunnar llcrmannsons, nemandi: Hann hagar sér mjög heimsku- lega vægast sagt. Þetta er auð- vitað bissnessmál, og eiginlega ekkert óeðlilegt að h'ischer heimti mikiö alveg eins og hinar stjörn-. urnar. SEYÐISFJÖRÐUR: Bœrinn á púðurtunnunni: ÞAR ER HEIMS AÐEINS LOKIÐ Liklega hefur enginn blettur á landinu farið eins illa út úr sið- ustu heimsstyrjöld og þeir gerðu á Scyðisfirði. Og þeir eru enn að berjast á Seyðisfirði, cnda þótt 27 ár séu nú liðin frá þvi friður var saminn. Stórfelld oliumengun ógnar cnn á ný lif- inu i firðinum og bæjarbúar tipla daglega á sprengiefni, sem ekki er vist hvort er virkt eöa ckki. Það er ekki nýtt af nálinni að berjast við oliumengunina frá E1 Grillo austur á Seyðisfirði. Eftir að skipinu var sökkt varð þar mikil mengun, og 6-7 árum eftir að skipið sökk, varð mikið oliuflóö, þegar reynt var að ná oliunni úr tönkum skipsins. ,,Já, við fórum sannarlega ver út úr striðinu en flestir aðrir landsmenn", sagði Erlednur Björnsson, bæjarfógeti á Seyð- Þessi stóra patróna er úr E1 Grillo. Blaðamaður fann hana á Noröfiröi. Unglingar þar höfðu á einhvern hátt náð i þetta. Eitt- hvað hefur hori/.t upp á yfir- horðið af sprcngiefninu. Rúdolf Axelsson, sprengjusérfræðingur lögreglunnar i Reykjavik tjáði blaöamanni að vissulega gæti slórhætta stafaö af sprengjunni. isfirði við fréttamann Visis. Sagði Erlendur. að æðarfugl hefði horfið, en hann var farinn að nema land við fjörðinn, enda fulglinn félagslynd vera og flutti sig þvi úr Loðmundarfirði sem var að leggjast i auðn að mestu. Ekki nóg með það, mávar lágu viða i dauðateygjunum, bátar Seyðfirðinga voru hinir skitug- ustu á öllu landinu og þá var lengi vel ekki hægt að mála. Oliubrákin á firðinum og i fjör- um var margra þumlunga þykk og sjávargróður allur dauður. Oliubrák var i mörg ár á firðin- um, enda þótt straumar séu þar sterkir út fjörðinn. En það var fleira, sem gerði Seyðfirðingum erfitt fyrir. Her- stjórnin fékk þvi framgengt að kafbátagirðing var sett fyrir fjörðinn, honum var lokað að miklu leyti fyrir fiskimönnum, og veiðar lögðust mikið til niður af þeim sökum. Eftir strið reyndist það svo ekki auðvelt fyrir þennan kaupstað, sem um eitt skeið var álitinn tilvonandi höfuðstaður, ekki bara Austur- lands, heldur islands, að ná aft- ur upp þvi forskoti, sem aðrir útgerðarstaðir höfðu náð i fisk- veiðunum. Menn voru orðnir vanari Bretavinnunni og striðs- gróðanum, útgerðarmenn og at- hafnamenn hurfu til annarra Sigurður Karlsson, bólstrari: Hann er bara dæmigert ameriskt dekurbarn. Ekkert annað. Jón Friðbjörnsson, leigubilstjóri. Framkoma hans er slæm að öllu leyti. Það litur út fyrir að maðurinn sé geðbilaður. Erlendurbæjarfógeti og fyrrum bæjarstjóri á Seyðisfirði ásamt froskmönnunum tveimur, Óla Rafni og Jóhannesi Briem, þegar þeir komu til aö gefa skýrslu um athuganir sinar. Oþolandi kenjar í Fischer Ævareiður skákmaður simar: ,,Nú er mælirinn fullur. Hvað ætlum við að láta Fischer hafa okkur að fiflum lengi. Það langt siðan þetta hætti að vera nokkuð fyndið. 011 blöö og útvarpið eru uppfull af fréttum um þennan kenjótta strák og er mál að þessu flóði linni. Það hafði verið fullyrt að Fischer hafi fallist á að keppa hérlendis og man ég ekki til þess að hann hafi borið það til baka. Þess vegna er út i bláinn að vera að fresta einviginu þótt einhverjir dyntir hlaupi i strákinn. 1 þvi fyrirtæki sem ég vinn i eru allir orðnir hundleiðir á þessu stærlæti mannsins og væri honum mátu- legt að fjölmiðlar tækju sig saman um að segja ekki neitt frá komu Fischers til landsins, ef hann kemur þá á annað borð nokkuð. Það væri mátuleg hegning fyrir svona framkomu.” Engin laugardags- mjólk í Árbœ ,,Það er orðið slæmt ástandið i mjólkursölumálum hér i hverfinu. Samsalan hefur tekið upp þá nýbreytni að loka búð sinni á laugardögum. Halli Þórarins selur lika mjólk en hann lokar lika á laugardögum. Það er þvi ekki hægt að fá keypta mjólk hér frá föstudegi til mánudags. Við munum ekki betur en Sam- salan hafi sagt að séð yrði um,að það væri alltaf minnsta kosti ein mjólkurbúð opin i hverju hverfi. En við verðum að fara niður i Starmýri á laugardögum til að komast i mjólkurbúð. Það sér hver maður að þetta er ekki þægi- legt fyrir húsmæður með smá- börn. Við vonum að þessu verði kippt i lag hið fyrsta.” Um heimferðir Ástralíufara ,,Á enn að fara að iþyngja rikinu með þvi að borga heimferð Ástraliufara eins og K.R. leggur til i lesendabréfi til Visis. Ég er aldeilis undrandi yfir þessari um- hyggju. Ef þetta fólk hefur ekki manndóm til að vinna sér inn fyrir fargjaldinu heim höfum við ekkert með það að gera. Það er gott að éta góðgætið þegar aðrir eru búnir að hafa fyrir þvi. Hvert ætti að flytja ef allir hefðu lagt á flótta þegar ekki var allt til alls? Þegar þetta fólk getur komið heim af sjálfsdáðun er sjálfsagt að taka við þvi, en fyrr ekki.”

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.