Vísir - 04.07.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 04.07.1972, Blaðsíða 4
4 Visir Þriftjudagur 4. júli 1972. Vinnuaflsskortur dregur úr framleiöslu Vinnuma/kaðurinn er orðinn likt og þaninn strengur eins og fram hefur komið i Visi. t Reykjavik er nú i fyrsta skipti i 38 ár enginn á atvinnuleysisskrá hjá Ráðningaskrifstofu Reykjavikur- borgar. ()g það þarf mikla spennu, ef enginn kemst á at- vinnuleysisskrá. Sumir hafa nefnilega ef að likum lætur ekki mikið á móti þvi að vera á slikri skrá. Hvað með það. t ný útkomnu fréttabréfi Landssambands iðn- aðarmanna kemur fram, að nokkur minnkun varð i fram- leiðslu iðnfyrirtaíkja frá 4. árs- ljórðungi 1971 til 1. ársfjórðungs 1972. Knda þótt að þessi minnkun sé að nokkru árstiðarbundin virð- ist hún stafa af vinnuaflsskorti, segir landssambandið og segir þetta koma fram við lestur hag- sveifluvogar iðnaðarins. Sendiráð Kína og fyrstu viöskiptavinirnir Kinverska Alþýðulýðveldið hef- ur undanfarið haft opið sendiráð i herbergi 376 á Hótel Loftleiðum, en starfsmenn sendiráðsins búa sjálfir á herbergjum 369, 371 og 374. Kitthvað hefur veriö hjá þeim að gera, a.m.k. hafa þeir ekki treyst sér að taka á móti blaða- mönnum. Fyrstu tslendingarn- ir.sem vitað er til að hafi sótt um vegabréfsáritun til Kina eru Kriðrik Stefánsson, viðskipta- fræðingur i hagdeild Loftleiða og Þóra .Jónsdóttir, kennari, sem hefur unnið á fréttastofu útvarps- ins undanfarin sumur. — t frétta- bréfi Loftleiða segir, að Þóra fari til Kina sem fréttarkari, en þau komast með vél frá Cargoliix til Hong Kong. — I fréttabréfinu er hinsvegar ekkert sagt um það hvað Friðrik ætlar að gera. — Hann er kannski að semja fyrir Loftleiðir. Hver veit? t Kina búa 800 milljónir manna. Ef Loftleiðir fengju 0.05% þeirra til að fljúga með sér, yrðu það alltaf einir 400 þús. farþegar. Beöið eftir Fischer Þær eru til margar myndirnar eilthvað i þessum stilnum, sem hvert islenzkt dagblað og erlendu ljósmyndararnir hafa i fórum sinum eftir undanfarna viku.Allt- af var verið að biða eftir Fischer. Flugvél beið hér, bill með bil- stjóra beið þar. Allir biðu og biðu..... 'JHB’- Ashkenazy um þá, sem neyddu föður hans til bréfaskrifa: Samvizkulausir menn skammast sín ekki ,,fcg ásaka ekki föður minn fyrir að liafa skrifaft þetta bréf, sem hann hefur ekki gert sjálf- viljugur. Ég átti heima i Rúss- landi og veit fullkomlega undir hvers konar kringumstæöum svona bréf eru skrifuö”, segir Vladimir Ashkenazy i bréfi sinu sem hann hefur sent fjölmiðlum i Reykjavik varðandi bréf föður lians sem lesift var i Ríkisút- varpinu á dögunum. t bréfinu segir faðir hans meðal annars: ,,fíg get heimsótt son minn hvenærsem ég óska þess, en ég get þaö ekki að svo stöddu vegna slæmrar heilsu konu minnar. Einnig get ég og fjöls- skylda min heimsótt son minn eða flutt til hans ef við óskum þess." ,,Ég veit að föður minum hefur verið boðið að yfirgefa Rússland ásamt fjölskyldunni með þvi skilyrði að hann snúi ekki aftur. Honum var hreint og beint gerð grein fyrir þvi, þegar hann fékk þetta boð að hann mætti ekki einfaldlega heim- sækja son sinn”, segir Ashkenázy siðan i bréfi sinu. ,,Heilsa móður minnar er notuð sem afsökun i þessu bréfi sem faðir minn var látinn skrifa”, bætir hann við. 31. desember 1971,daginn sem faðir minn skrifaði bréfið, talaði ég við hann i sima, og spurði hann meðal annars hvernig móðir min hefði það, og hann svaraði: ,,Hún er alltaf við það sama.” Faðir hans sagði einnig i bréfi sinu að þeir afturhaldssömu hefðu komið þeirri fjarstæðu á framfæri, að sovézk yfirvöld neituðu honum um að heim- sækja son sinn. Ashkenazy segist varla þurfa að taka það fram að faðir hans sem venjulegur sovézkur borgari hefur engan aðgang að þessari „afturhaldssömu” pressu, og gæti þvi alls ekki hafa sagt þetta sjálfur. Að siðustu segir Ashkenazy i bréfi sinu að það þurfi varla að búast við þvi að þeir sem komu föður hans til að skrifa þetta bréf komi til með að skammast sin, ,,þeir sem enga samvizku hafa, skammast sin ekki.” —EA w Þýzkt mónaðarrit um Island Þjóftverjar kynna island svo sannarlega vel. Þeir liafa lagt lieilt mánaðarrit undir kynningu landsins. Mánaftarritift heitir Merian og er þar fjallað um borg- ir, kaupstafti og sveitalif i ýmsum liindum lieims. i þessu hefti, þvi sjiitta sem út kemur á þessu ári, er þaft island sem kynnt er. t heftinu eru meðal annars greinar eftir nokkra tslendinga, og er þá fyrst að nefna forsetann dr. Kristján Eldjárn, Sigurð A. Magnússon, Sigurð Þórarinsson, Indriða G. Þorsteinsson, Harald J. Hamar, Halldór Laxness, Árna Johnsen, Pétur Karlsson og Gunnar Gunnarsson. Fallegar litmyndir prýða siður blaðsins, og þýzkarar skrifa greinar um náttúru landsins. Hvalfjörður er heimsóttur og l'ylgst með hvalskurði á planinu. Götulif Reykjavikurborgar hefur verið myndað, og á einum stað i blaðinu er sagt að ungu stúlkurn- ar klæði sig alveg eins og i útland- inu. Skrifað er um heimsókn i rétt- irnar, heimsókn á Vestfirði. Eldeyjarklifur, Vestmannaeyjar Jón Sveinsson ,,Nonna” og svo er minnzt á skyrið og annan mat okkar tslendinga. Margt fleira er að finna i þessu mánaðarriti, og orðtakið okkar: ,,Þú um það” hefur vakið athygli þeirra Þjóð- verja, þvi þeir rabba um það frarn og aflur. _ ea Leikfélag Akureyrar Vill ráða leiklistarmenntaðan mann til starfa næsta starfsár. Nánari upplýsingar veitir Jón Kristinsson, Byggðavegi 95, Akureyri i sima 96-11639 milli kl. 7-8. s.d. þessa viku. Enginn er óhultur fyrir Ijósmyndurum í Islandsferð. Hér hefur Guðmundur Sveinbjarnarson, klæð skerameistari lent a filmu ljosmyndara blaðsins, þar sem hann er i útreiðartúr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.