Vísir - 08.07.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 08.07.1972, Blaðsíða 1
<>2. árg. — Laugardagur 8. júli 1972 — 152. tbl. Algjörlega óviðunandi óstand Bern- höftstorfunnar, segir byggingarnefnd Sjá baksíðu Ætti að vera búin að vera ónýt í 20 ár „Svo sannarlega hefur verið vel til hennar vandað, að hún skuli vera i notkun ennþá, nær fimmtug orðin, þvi samkvæmt ölium Guðs og manna lögum ætti hún að vera orðin ónýt fyrir ca. 20 árum.” Þessa einkunn fær vatns- leiðslan ofan frá Gvendar- brunnum, en um hana og rannsóknir á vatnsbólum Keykvikinga er fjallað I grein á bls. 2 og 2. ★ Morðsökin berst til Sovétmanna Ný-birtar skýrslur, eftir 30 ára leynd, benda eindregið til þess aö Stalin hafi, verið sekur um fjöldamorð á 10 ■þúsund liðsforingjum i her Póllands af þvi að hann dreymdi um, að þessi kjarni yrði honum til trafala i stofn- un alþýöulýðveldis. SJA BLS. 6. ★ Okrað á túristum? i lesendaþættinum segir maöur einn frá þeim rök- studda grun sinum að nokk- uð sé um það að menn reyni að okra á erlendum túristum sem sækja okkur heim. Slikt háttalag fylli þá tortryggni gagnvart okkur. Sjá bls. 2 ★ Sá sem yfirvinnur sjálfan sig. . . . „Svo heyjum vér einnig innri baráttu. Vér verðum að læra að ráða yfir sjálfum oss. Gamalt spakmæli segir: Sá sem yfirvinnur sjálfan sig er meiri en sá, sem vinnur borgir.” Kirkjusiðuna i dag skrifar sr. Oddur Thorarensen sem um nokkurt árabil var prest- ur á Vopnafirði og Hofsósi. Sjá bls. 7 ★ Og þá féll þakið niður! í bridgeþættinum i dag er fjallað um heldur ógæfulegt spil hjá Bandarikjamönnum, i úrslitaleik þeirra og itala á heimsmeistaramótinu. sjá bls. 4. ★ Ráð við hrotum Þó ráðleggingar við hrot- um séu óþrjótandi, .virðast fáar þeirra hafa tilætluð áhrif. i Bandaríkjunum einum liggja fyrir að minnsta kosti ■ 300 einkaleyfisumsóknir á ráðum gegn hrotum. sjá Nú siðuna bls. 5 ★ Hefur áhuginn fyrir skák farið minnkandi eða aukist? Sjá Vísir spyr bls. 2 Ekki hœgt að afhenda íbúðirnar í Breiðholti Harka í verkfalli rafvirkja ,,Við höfum ákveðið að halda áfram að steypa upp án þess að leggja raf- lagnir i steypuna. Nú eru 20 íbúðir búnar að bíða af- hendingar nokkurn tima, þar sem ekki hefur verið hægt að ganga endanlega frá raflögn" sagði Sigurð- ur Jónsson framkvæmda- stjóri Breiðholts i samtali við Vísi í gær. Breiðholt hefur skuldbundiö sig til að afhenda 20 fullfrá- gengnar ibúðir á mánuði, en rafvirkjaverkfallið hefur sett talsvert strik i reikninginn. Við siðustu 20 ibúðirnar er aðeins eftir nokkurra daga frágangs- vinna rafvirkja en hún hefur ekki fengist vegna verkfallsins. Þá hefur steypuvinna legið niðri undanfarnar vikur, þar sem raflagnir hafa verið lagðar i steypuna. Til að reyna að forð- ast frekari vandræði hefur teikningunum verið breytt og raflagnir lagðar á eftir. Sagði Sigurður að þetta yrði til að hækka verð ibúðanna, þar sem þetta væri mun meira verk en að leggja i steypuna. „En það virðist ekki vera nein lausn væntanleg á verkfallinu i bráð og þvi var ákveðið að gripa til þessa ráðs. Sáttasemjari boðaði til fundar siðdegis i gær og er þá vika siö- an siðasti fundur var haldinn. Ekki var búist við neinum árangri af þessum fundi. Raf- virkjar halda fast við kröfu sina um ákvæðisvinnutaxta en raf- verktakar vilja alls ekki ganga að kröfunni. Mjög erfitt er að fá gert við heimilistæki og viða á raftækja- vinnustofum hafa þau hlaðist upp. Er svo komið að sumar verzlanir sem annast viðgerða- þjónustu eru hættar að taka á móti, þar sem ekki er viðlit fyrir einn meistara að sinna viðgerð- um að nokkru marki. —SG „Auðvitað fœr Spasski húsið okkar" „Auðvitað viljum við lána honum Spasski húsið okkar” sagði drengurinn á myndinni þegar VIsis- menn smeiltu mynd af villunni hans Spasski. Það eru Halldór Júliusson og fjölskylda sem láta Spasski eftir spánýtt einbýlishús sitt I nokkrar vikur. Húsið er að Bakkaflöt 11 i Garðahreppi, mjög rúmgott og glæsilegt. Og hann Halldór litli Halldórsson var sannfærður um að ekki myndi væsa um heimsmeistaranna i húsinu þeirra. Hann var ekkert leiður yfir að flytja út hans vegna. SEXTÍU Á ÞREM DÖGUM í NORÐURÁ — en 6 á viku í Skotlandi „Það voru hér tveir Englendingar fyrir skömmu sem veiddu 60 laxa á þremur dög- um. Þeir voru mjög á- nægðir og kváðust hafa fengið 6 laxa á vikutima i Skotlandi í vor” sagði Birgir Guðmundsson i veiði- húsinu við Norðurá er Visir hafði samband við hann i gær. Útlendingar veiða nú i Norð- urá og hafa þeir ekki orðið fyr- ir vonbrigðum með ána. I holl- inu sem byrjaði seinni partinn I gær eru 9 írar og tveir Bandarikjamenn. Á hádegi I gær var hópurinn búinn að fá 30 laxa á land og notuðu þeir eingöngu flugur. Algengt er að menn fái 12—14 punda laxa og einnig hafa nokkrir 17—18 punda bitið á. Veiðin er betri en i fyrra og þakka menn þvi að netin eru ekki lengur leyfð. —SG LITSKRÚÐUGAR MYNDASÖGUR! Myndasöguopna X'tSIS hlaut. og Teit töframann. Það hafa þegar i upphafi geysigóðar þessar teiknimyndasögur fram undirtektir lesenda, bæði þeirra yfir þær sem fyrir eru i blaðinu, eldri sem yngri. Nú gerir blaöið að þær eru i fullum litum, en enn betur við þá er unna teikni- þannig birtast þær eftirieiðis á myndafigúrunum: i blaðinu i hverjur: !;■ igardegi. —Og við dag birtast okkur þrjár nýjar bjóðum þ.; .»gga, Mikka og Teit myndasögur, sem vinsælda velkomna i blaðið, og vonum að njóta erlendis. Snúast þær um þeir verði til að bæta enn skap persónurnar Mikka mús, Agga lesenda blaösins. Sjábls.9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.