Vísir - 08.07.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Laugardagur. 8. júli 1972
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjpri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaðaprent hf.
„Stjómlaust rekald"
Þegar núverandi rikisstjórn settist að völdum
tóku hún og málgögn hennar strax að kveina yfir
þvi, hve erfitt væri að taka við af þeirri, sem frá fór.
Þennan varnagla þótti rétt að slá, enda þótt hann
ætti að hafa verið haldlitill. En á þessu hefur verið
klifað si og æ siðan i blöðum rikisstjórnarinnar,
þegar þau eru að reyna að verja ráðleysi hennar
og afglöp.
Engin rikisstjóm á tslandi hefur tekið við eins
blómlegu þjóðarbúi og þessi. En engri stjórn hefur
tekizt að leiða þjóðina út i svo, efnahagslegar ó-
göngur og henni á jafn skömmum tima. Þar hefur
hún farið svo langt fram úr vinstri stjórninni fyrri,
að um engan samjöfnuð er að ræða. Sú eldri þurfti
tvö og hálft ár til þess að koma þjóðinni fram á
„hengiflugið”, en þessari virðist ætla að takast það
á æði skemmri tima. Ekki getur stjórnin kennt þvi
um, að illa hafi árað. Hið mesta góðæri hefur rikt til
lands og sjávar. Verð útflutningsafurða hefur aldrei
verið hærra, svo að segja má að i þvi tilliti hafi lánið
leikið við rikisstjórnina. Hún getur þvi engu um
kennt nema eigin ráðleysi og alrangri stefnu, sem
éins og vænta mátti hlaut að leiða til ófarnaðar, þar
sem hún er mótuð af kommúnistum að mestu leyti.
Ekki hefur rikisstjórnin reynst farsæl i samskipt-
um sinum við launastéttirnar. Vinnudeilur hafa
orðið fleiri og tiðari siðan hún kom til valda en
nokkru sinni áður, og sumar þeirra má rekja beint
til mistaka hennar sjálfrar. Ekki bendir þetta til
þess að almenningur sé eins ánægður með hlut sinn
og hann ætti að vera, ef fullyrðingar stjórnarblað-
anna um aukningu kaupmáttarins væru réttar. Það
er heldur ekki á fólki yfirleitt að heyra, að það verði
þessarar kaupmáttaraukningar vart, þótt það fái
nú eitthvað fleiri krónur i launaumslaginu sinu en
áður. Viðkvæðið hjá flestum er það sama, þ.e. að
þetta sé tekið af þeim aftur og vel það i hækkuðu
verðlagi og hvers konar gjöldum.
Timinn hefur haldið þvi fram, að kaupmáttur
timakaups verkafólks hafi aukizt um meira en 20% i
valdatið núverandi stjórnar. Þar með segir blaðið
að stjórnin hafi þegar á fyrsta ári efnt loforðið i
stjórnarsáttmálanum um þessa aukningu kaup-
máttarins, sem þar var gert ráð fyrir að tvö ár
þyrfti til að uppfylla. Og það skortir ekkert á tölur
og útreikninga til þess að sanna þetta, og forseti Al-
þýðusambandsins var meira að segja fenginn til að
fara i sjónvarpið til að flytja landslýðnum þessi
fagnaðarriku tiðindi, en gallinn er aðeins á, að eng-
inn maður virðist trúa þessum útreikningum. Fólk
trúir buddunni sinni betur.
Timinn sagði s.l. sunnudag, að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri „stjórnlaust rekald” og það væri mikið
alvörumál fyrir þjóðina, einkum vegna þess, að
flokkurinn veiti rikisstjórninni af þeim sökum
„miklu minna og ófullkomnara aðhald en ella”.
Hingað til hefur mönnum virzt þessi rikisstjórn
væri ekki upp á neitt „aðhald” komin. En það væri
ekki nema eftir öðru, að hún færi nú að nota það sem
afsökun, fyrir þvi að hún er sjálf „stjórnlaust rek-
ald”, að stjórnarandstaðan veiti henni ekki nægi-
legt aðhald.
Brezka stjórnin leyndi
fjöldamorðum Sovétmanna
Ný-birtar leyndarskýrslur varpa Ijósi á slótrun
tíu þúsund pólskra liðsforingja
Brezk stjórnvöld vissu, aö
Rússar höfðu drepið pólsku
liðsforingjana i Katynskóg-
um, en þögðu. Það er fyrst
nú, fyrir nokkrum dögum,
að skjöl um málið eru birt í
Bretlandi, eftir að liðin eru
þau um það bil 30 ár, sem
skjöl af þessu tagi skulu
vera leynileg.
Tiu þúsund pólskir liðsforingjar
voru drepnir i þessum fjölda-
morðum.
Meðal ný-birtra skjala er
trúnaðarskýrsla frá brezka am-
bassadornum, sem fjallaði um
málefni Póllands. Skýrslan var
send þáverandi utanrikisráð-
herra, Anthony Eden, i mai 1943.
Owen O’Malley ambassador
segist senda skýrslu þessa með
tregðu, vitandi að hún kynni að
reka fleyg milli bandamanna i
striðinu við nasismann.
Þýzkir nasistar höfðu haldið þvi
fram i útvarpi 12. april 1943 að
Rússar hefðu myrt fjölda liðsfor-
ingja i pólska hernum. Menn tóku
þetta litt trúanlegt og töldu vera
venjulegan áróður Þjóðverja.
Siðan hefur sá kvittur þó verið
viö lýði og hlotið staðfestingu úr
ýmsum áttum, að samkvæmt fyr-
irmælum Stalins hafi þessi
„kjarni” pólska hersins verið
eyddur, til þess að hann þvældist
ekki fyrir siðar meir, þegar Pól-
land yrði gjört „alþýðulýðveldi”
Risarnir moluðu Pólverja
úr vestri og austri
Til munu þeir, sem ekki þekkja
upphaf annarrar heimsstyrjald-
ar, þótt flestir munu vita, að
Þjóöverjar og Rússar skiptu Pól-
landi á milli sin i það skiptið eftir
samninga Molotovs og Ribben-
tropfs, sem alræmdir eru. Stalin
vildi forðast átök við Hitler-
Þýzkaland, og Hitler var ekki
ákafur að sinni að hefja strið við
Sovétrikin. Hitler hafði um skeið
með kænsku sölsað undir sig
landssvæði, Rinarlönd, Austur-
riki, Súdetahéruð Tékkóslóvakiu.
Hann sendi lið sitt gegn Póllandi i
opna skjöldu Pólverja, en við það
hófst heimsstyrjöld vegna loforða
Breta um stuðning við Pólverja,
enda þótt Bretar væru hernaðar-
lega á vonarvöl i upphafi.
Og i september 1939 réðist
Rauði herinn inn i Pólland úr
austri. Þeir risar moluðu Pól-
verja úr vestri og austri. Landinu
var skipt. Friður rikti milli Þjóð-
verja og Rússa og einhugur um
þessar aðgerðir. Pólverjar, sem i
fávisi væntu þess, að Rauði her-
inn héldi áfram vestur og tækist á
við Þjóðverja, bjargaði Varsjá,
slikir menn urðu fákænsku sinni
að bráð.
Skyldi flytja i
„betri" fangabúöir.
O’Malley segir i skýrslu sinni,
að pólskir striðsfangar, sem
Rússar hefðu tekið, hefðu verið
180 þúsund eftir hernám Rússa á
austurhluta Póllands. 1 ársbyrjun
1940 hefðu um 10 þúsund yfirmenn
i pólska hernum og 6000 lögreglu-
Stalfn dreymdi um, að kjarni Pólverja þvældist fyrir stofnun alþýðu-
lýðveldis.
menn, embættismenn og aðrir,
verið i þremur striðsfangabúðum
Sovétmanna, Kozielsk, Starobel-
isk og Ostashkov.
Sá orðrómur barst út i marz
1940, að samkvæmt dagskipun frá
Moskvu skyldi flytja fangana i
aðrar „og betri” fangabúðir.
Flytja skyldi tiu þúsund liðs
foringjana með lest, og stóð
flutningurinn allan aprilmánuð
og hálfan maimánuð.
Ekið var með mennina á vöru-
bifreiðum til járnbrautarstöðvar,
svo var sagt. Hvað varð um þá?
Grafirnar finnast.
O’Malley leggur i skýrslu sinni
frá mai 1943 fram eftirfarandi
gögn, sem hann telur, þvi miður,
að gefi til kynna að Rússar hafi
myrt liðsforingjana.
Arið 1941 hófst strið Þjóðverja
og Sovétmanna. Framsókn
þýzkra herja hafði illa stöðvazt i
vestri. Hitler mistókst að hnekkja
Bretum. Lið hans hafði að visu
völd á meginlandi Evrópu frá
Ermasundi til Póllands, Sval-
llllllllllll
Umsjón:
Houkur Helgason
barða til Eyjahafs, með leppum
sinum i Italiu, Ungverjalandi og
viðar. En hvorki þoldi staða Hitl-
ers né skaplyndi hans, að kyrr-
staða yrði á landvinningum. Hitl-
er rauf þvi bandalagið við Stalin,
og þýzkir herir sóttu austur Pól-
land.
Þýzki herinn tók Smolensk i
Póllandi i júli 1941. Ekkert fréttist
frá Pólverjunum tiu þúsund.
Pólski herforinginn Sikorski og
aðrir af pólskum leiðtogum skrif-
uðu margsinnis til stjórnvalda i
Moskvu og spurðust fyrir um ör-
Bandalag Hitlers við Sovétmenn brast, þegar Hitler þoldi ekki kyrr-
istöðu i landvinningum i vestri.
lög fanganna en spurningum
þeirra var annað hvort ekki svar-
að eða svörin voru ósamkvæm og
óskýr.
Grafir liðsforingjanna fundust
árið 1943, og sögðu Þjóðverjar
eftir þrem rannsóknarnefndum,
að likin bentu til þess, að þau
hefðu legið i jörðu i meira en þrjú
ár. O’Malley ambassador sagði i
skýrslu sinni til Edens, að „hann
teldi ástæðu til að trúa frásögn
Þjóðverja”.
/, Eins og
sardínur i dós"
Ambassadorinn reynir að lýsa
atvikum, eins og honum virðist,
að þau hafi gerzt. Hann telur, að
fangarnir hafi verið reknir út úr
vörubifreiðunum og hendur
þeirra bundnar fyrir aftan bak.
Farið hafi verið með fanga til
vegar i Katynskógum. Þeir, sem
veittu mótspyrnu, voru skotnir i
höfuðið með frakkann dreginn
upp fyrir höfuð. Þeir, sem gengu
án mótspyrnu til dauða sins,
hljóta að hafa séð hroðalega sjón,
segir O’Malley, er þeir komu að
gröfinni, þar sem lik félaga
þeirra lágu samanþjöppuð eins og
sardinur i dós. Að aftökum lokn-
um gróðursettu aftökusveitirnar
tré á þessum stað til að fela þessa
stóru fjöidagröf.
Gróöursetning trjáa
bendir á Stalín.
O’Malley segir, að það hefði
ekki verið likt Þjóðverjum á þeim
tima að hafa fyrir þvi að gróður-
setja slik tré. Þjóðverjar tóku af
lifi urmul fólks hvarvetna á
hernumdu svæðunum, án þess að
eyða tima i slikt. Hins vegar hafi
það verið hagsmunir Stalins að
fela gröfina, svo að liðs-
foringjarnir „týndust”, örlög
þeirra gleymdust i ringulreið
striðsins.
Það tókst þó ekki.
O’Malley lýsir þvi, hvers vegna
Bretar þögðu með Stalin.
„,/Notum heiður
Englands til að
hylja fjöldamoröin".
„Við verðum að hafa hemil á
okkur vegna mikilvægrar nauð-
synjar á innilegum samskiptum
við Sovétrikin. Viö höfum verið
skuldbundnir til að hindra Pól-
verja i að leggja málið fyrir al-
menningssjónir og i reynd neydd-
ir til að nota heiður Englands til
að hylja þessi fjöldamorð....”
Skýringin á morðunum hefur
verið talin sú, að Stalin var mað-
ur forsjáll og ekki þrúgaður af
samvizku að ráði. Sá draumur
hans rættist og i striðslok, að Pól-
land varð hernumið af Rauða
hernum, alþýðulýðveldi stofnað
og einræði Moskvuvina eftir kné-
setningu lýðræðisflokkanna. Tiu
þúsund manna blómi Póllands
hefði ekki hindrað þessa þróun,
en kannski þvælzt eitthvað fyrir
henni, eða svo dreymdi Stalin
árið 1940.