Vísir - 08.07.1972, Síða 3

Vísir - 08.07.1972, Síða 3
Vísir. Laugardagur. 8. júli 1972 3 í deiglunni „Undirbúningur að endurnýj- un aðalvatnsæðarinnar er kom- inn vel á veg. Það verður um 4,5 km löng ieiðsla, einn metri i þvermál, og hún á að mæta vextibyggðarinnar á næsta ára- tug eða áratugum,” sagði Pétur Stefánsson, einn verkfræðinga Almennu verkfræðistofunnar, sem unnið hefur að rannsóknum á Heiðmerkursvæðinu. Meðal annars sem undirbún- ingsathuganir verkfræðinganna hafa beinzt að, eru hugmyndir um, hversu hátt skuli seilast eft- ir þvi, hvar vatnið verður tekið með tilliti til þess að fá sem mest sjálfrennsli á vatnið. Bæði er það til þess að spara orku, sem annars þyrfti til þess að dæla vatninu til einstakra hverfa, og svo einnig i öryggis- skyni. „Þótt vatn yrði tekið i fram- tiðinni mun hærra i hrauninu heldur en Gvendarbrunnar liggja, þá verður samt að gera ráð fyrir dælustöð til þess að dæla vatni upp i Breiðholt og Árbæ. Hún mun risa i hvammn- um hjá Skyggni. Menn verða nefnilega að hafa i huga að það munar á flutnings- getu æðarinnar tugum litra á sekúndu við hvern metra sem vatnið er tekið hærra. Rannsóknirnar á grunnvatn- inu undir hrauninu hafa þegar leitt i ljós, að það munar 33 metrum, hvað vatnið er hærra efst upp i Heiðmörk, heldur en þar sem það er tekið núna úr Gvendarbrunnum. Þeir eru i 79 metra hæð yfir sjó, en efst i Heiðmörk hefur verið borað nið- ur i vatn, sem i 112 m hæð yfir sjó.” sagði Pétur. Þessar rannsóknir sem Pétur verkfræðingur minntist á, eru margþættar. Landfræðilega, jarðfræðilegar og vatnafræði- legar. Til könnunar bara á rennsli vatnsins er búið á 5 fer- km svæði að bora i gegnum árin 38 borholur. En Vatnsveita Reykjavikur hefur um árabil varið nokkru fé til borana og rannsókna á svæðinu. „Annars er þetta svæði svo þrælslega flókið til rannsókna, að maður getur varla hugsað sér það öllu erfiðara. Það er ekki nóg með að jarðlagið undir Heiðmörkinni sé samansett af 5 hraunlögn, sem öll hafa runn ið hvert ofan á annað — og i gegnum það allt saman rennur vatniö. Það liggja lika djúpar sprungur inn á svæðið, sprung- ur, sem liggja alla leið frá Langjökli. Og út af svæðinu til suðurs liggja svo enn aðrar sprungur. Það væri að æra óstöðugan að imynda sér afleiðingarnar af þvi,ef einhver sprungan svelgdi i sig allt vatnið og beindi þvi burt af svæðinu, eftir að búið væri að vinna hér 200 milljón króna verk til þess að tryggja Reykvikingum ómengað neyzluvatn i framtiðinni. Enda hafa erlendir verk- fræðingar sem hafa heimsótt okkur og fengið að kynnast við- fangsefninu, fórnað höndum og hrist höfuðið! — En svona er þetta land okkar, og það væri engin furða þótt islenzka verk- fræðinga hefðu einhvern tima hent mistök!” sagði Pétur og glotti. Þótt flókið sé úrlausnar, er þó gert ráð fyrir að þessum rann- sóknum ljúki haustið '73. — Gert er nefnilega ráð fyrir að byrjað verði næsta sumar á fram- kvæmdum við lagningu aðal- æðarinnar nýju. Sumarið '74 er' gert ráð fyrir að byrja á fyrri hluta endurvirkjunar vatnsbólanna, þar sem ráðgert er að aflétta mengunarhættu þeirra. Sumar- ið ’75 á að hefja seinni hluta þeirra, sem tryggir nægilegt vatnsmagn fyrir vöxt Reykja- vikur. — Um þessar mundir er verið að bjóða út pipurnar fyrir aðalæðina. Kostnaðurinn á hvern kilómetra hennar verður ekki ósennilega á milli 15 og 20 milljónir króna. Það er ekkert smáræði, sem haft er fyrir þvi, að Reykviking- ar láti renna úr eldhúskranan- um i vatnsglas til að svala þorsta sinum i framtiðinni öruggir um heilnæmi sins Gvendarbrunnavatns. GP Pétur Stefánsson, verkfræðing- ur sýnir blm. Visis niður i eina sprunguna, sem gerir vatna- svæðið þarna enn flóknara til- rannsóknar. — Sumar sprung- urnar þarna á svæðinu kváðu ná alla leið til Langjökuls, og aðrar teygja sig tii suðurs. — Neðst i gignum sést glitta i grunnvatn- ið. iikUWU HRAÐSKÁK Hraðskákmót Sovétrikjanna var haldið i mai s.I. og var heldur betur iif i tuskunum. Flestir beztu hraðskákmenn Sovétrikjanna voru mættir tii leiks og tók keppnin tvo daga. Hraðskákir eru fyrst og fremst eftirlæti ungra manna og það kom þvi ekki á óvart þegar tveir slikir skipuðu efstu sætin i mótslok. Karpov og Tukmakov höfðu mikla yfirburði og hiutu 24 vinninga af 32 mögu- legum. i 3 — 4. sæti urðu Kortsnoj og Kholmov með 20 1/2 v. 5. VVasjukov 19 1/2 v. (i Gufeld 18v. 7. Tal 17 1/2 v. 8 Stein 17 v. Bronstein 16 v. 10-11. Taimanov og Polugaevsky 14 v. Ahorfendur gátu fylgst með helstu viðburðum á sérstökum sýningarborðum og hér sjáum við sigurvegarana að verki. Hvitt: Tukmakov Svart: Karpov Spánski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel B5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Rc6 13. Rfl cxd 14. cxd exd 15. Bg5 He8 16. Hcl Db6 17. Rg3 h6 18. Bf4 Be6 19. Bbl Hac8 20. Dd2 Bf8 21. Hcdl g5 22. Bxg hxB 23. Dxg+ Bg7 24. e5 dxe 25. Rh4 Re7 26. Hxe Hed8 27. Bd3 Hd5 28. HxH RfxH 29. Rh5 Rg6 30. RxR fxR 31. Dxg Hc7 32. Hel He7 33. RxB HxR 34. De8 mát. Hvitt: Karpov Svart: Waganjan Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. Rf3 c5 6. a3 BxR + 7. bxB Rbc6 8. Be2 Da5 9. 0-0 Dxc 10. Bd2 Db2 11. Hbl Dxa 12. Hb3 Da2 13. Dcl Rf5 14. Ha3 Rfxd 15. Bd3 RxR + 16. gxR DxH 17. DxD 0-0 og svartur gafst upp. Aðalfundur TAFL OG BRIDGEKLÚBBS Reyk javíkur verður haldinn miðvikud. 12. 7. kl. 8.30 i Domus Medica. Dagskrá: stjórnarkjör, verðlaunaafhend- ing, önnur mál. Stjórnin. Tveir borgarfulltrúar Framsóknar, þeir Kristján Benediktsson og AI- freð Þorsteinsson á tali við Pétur rakara Guðjónsson, i „reisugillinu”. „KAFFIÐ" HEFUR SKIPT UM SVIP Sá landsfrægi skemmtistaður og gott betur, Þórscafé hefur nú tekið mikium stakkaskiptum. Veitingasalir hafa verið málaðir mynd- og Ijósaskreyttir og gólf i forstofu og veitingasal lagt sjálf- lýsandi góifteppi. Þá hafa stólar og borð verið endurnýjuð og fatageymsla endurbætt. Áklæði á stólum og skilrúmum er að mestu í rauðum litum, en salurinn er mjög lit- skrúðugur i heild. Þórscafé hefur verið fjölsóttur skemmtistaður i áratugi og hafa hátt á aðra mill- jón gesta sótt hann heim frá stofnun. Fjögur kvöld i viku eru dansleikir ætlaðir yngri kynslóð- inni en tvö kvöld eru það gömlu dansarnir sem eru alls ráðandi. Ragnar Jónsson veitingamaður er stofnandi Þórscafé og rak hann allt þar til að siðasta ári að þeir Björgvin Árnason og Jón Ragnarsson gerðust eigendur. Rögnvaldur Johnsen arkitekt hefur annast yfirumsjón með þeim breytingum sem gerðar voru á „Kaffinu.” -SG •vnm.v.ivmm SONY- i jndraheimur; f i jöma og töna jpGudjónsson hf. Shúlagötu 26

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.