Vísir


Vísir - 12.07.1972, Qupperneq 2

Vísir - 12.07.1972, Qupperneq 2
2 Visir. Miðvikudagur 12. júli 1972 tfmsm: | Er hann að gera múður? Gætirftn hnPsaiS h£r qJS:: Gætirðu hugsað þér aðjj leika Álfgrim i Brekku-p kotsannál? Stórgambítur í tuttugusta og níunda leik? Valgeir Valgeirsson, 16 ára: Æ,jj ég veit það ekki. Nei, ætli það. Hef jj ekki nógu mikinn áhuga. Ilalldór Reynisson, 18 ára: Nei, jj ég held ekki. Ég hef bara ekki jj nógu mikla hæfileika til þess. jj Gunnar Kriðrik Orrason, 14 ára:[j Það held ég ekki. Nei, ekki einujj sinni þó ég fengi mikiö fyrir það.jj is .11 Gylfi Orrason, 13 ára: Nei takk.jj Ég mundi alls ekki þora að leika i«j kvikmynd. Hef ekki áhugajj heldur. “ :: A minútunni fimm sezt heims- meislarinn niður og leikur drottn- ingarpeðleiknum og áskorandinn hvergi sjáanlegur á sviðinu. Minúturnar liða hægt en hjörtu áhorfenda slóu hratt. Ér hann að gera múður? Ætlar hann að hætta við allt saman? Forvígismenn einvígisins hvislast á út i horni. Algjör þögn i salnum,liggur við menn haldi niður i sér andanum. Kaðir l.ombardy á tali við for- yslumcnnina. Ilann hlýtur að vera kominn. Ilann er að röfla á bakvið. Kr hann að ögra heims- meistaranum eða niðurlægja hann? Hcfur hann fengið maga- pinu eða einhverja aðra verri pinu? Kimm minútur, sekúndurn- ar læðast áfram einsog snigill á hægagangi. I.oks á áttundu min- útu slikar hann inn á sviðið og stigur háruna, þegar hann geng- ur. Andvarp liður um salinn. Ég vil heldur tefla en leika á fiðlu Af þvi ég er nánast löggiltur hálfviti i skák, þá held ég mig ná lægt Sigga Sig. hjá útvarpinu, þvi einsog flestir landsmenn vita þá tefldi hann fjöltefli við Evans þann ameriska á dögunum og nærri þvi gerði jafntefli og við sitjum frami á pallinum, þar sem veitingarnar eru bornar fram og Jón Þorsteinsson fyrrverandi al- þingismaður lætur móðan mása og talar um Nimzo-lndverska vörn og einhverja aðra vörn, ég held Grunfeld og ég botna ekki neitt i neinu. Matthias ritstjóri kemur að borðinu okkar og ég spyr: „Kanntu að tefla?” Ég vil held- ur tefla skák en leika á fiðlu”, segir hann og er voða dularfullur og Siggi Sig. hvislar að mér: ,,Ég er viss um að hann teflir aldrei opinberlega, að mesta lagi við konuna sina.” Guðmundur Þórarinsson geng- ur brosandi framhjá og ég spyr hann hvort hann hafi verið tauga- óstyrkur meðan Fischer lét biða el'tir sér, „Nei, það leysir engan vanda” svarar Guðmundur og heldur áfram að brosa. Jón Þorsteinsson segir að það sé óvenjulegt, að Bobby leiki Nimza og ég glápi á sjónvarps- myndina og reyni að gera mig af- skaplega gáfulegan. Ég cr be/.tur s c g i r M a g n ú s Kjartansson Nú kemur Páll Hannesson verkfræðingur að borðinu og spyr Jón, hvort hann sé að stofna nýj- an flokk með hægri krötum og lengst til hægri framsóknar- mönnum. Jón svarar ekki og seg- iraðskákinsé lifleg. Magnús ráð- herra Kjartansson stendur skammt frá og Jón spyr hann hvort Lúðvik sé ekki skásti skák- maðurinn i rikisstjórninni. „Nei ekki nú aleilis, það er ég” svarar ráðherrann að bragði og hann heldur áfram: „Það hefur nefnilega birtzt skák eftir mig á prenti. A skólaárum minum gerði ég jafntefli við meistarann Lund- in i hraðskák úti i Sviþjóð og ég átti gjörunniö en var svo hræddur við hann að ég þorði ekki annað en þiggja jafntefli,” og Magnús hlær og tottar pipuna sina. „Mikið fjári var Halldór E. lunkinn að nota daginn i dag til að gefa út bráðabirgðalögin”, segir Jón Þ.-við ráðherrann og þykir ekkert til um skákafrekiö. Helgi Sæm. er einhvers staðar nálægt.en hann er vist mikill snillingur og næstum þvi speking- ur um skák, þó enginn hafi mér vitanlega séð hann tefla opinber- lega (Var nokkur að minnast á Garðar Hólm). Og Jón segir: „Mikið helviti er þetta skritið hjá Bobby”. Neistaflug fram úr enninu á honum Skákin i jafnvægi og útlit fyrir jafntefli og þegar ég spyr stór- meistarann Krogius, hvort þetta sé sama skákin, sem hann tefldi við Spassky einhvern tima áður hristir hann höfuðið og segir „Maður veit það aldrei”. Eftir sextánda leik hugsar Spassky drjúgan, hefur hönd undir kinn og setur sig i herðarnar, nú kross- leggur hann hendurnar og það liggur við maður sjái neistaflugið fram úr enninu á honum. Hann leikur, stendur upp, gengur út. Fiseher rótar sér ekki úr fina stólnum, rær fram og til baka og út á hlið, lætur fara vel um sig, er makindalegur og svipurinn ein- beittur. Niðri blaðamannadeildinni sitja hjónin Horovits, hún skrif- andi á ritvél og hann lesandi henni fyrir. Á borðinu hjá honum liggur þykk skræða „Chess Open- ings in Theory and Practice” 1. bindi A. Fyrir aftan þau hjónin situr tónlistagagnrýnandinn frægi Harold Schonberg og ham- ast við að skrifa. Ýmsir vil.ja vera spekingar Ingi R. Jóhannsson lýsir skák- inni og analýserar niður i kjallara einsog það er kallað af sér- fræðingum. Ýmsir vilja vera þar spekingar og má varla á milli sjá eða öllu heldur heyra, hvort það er Ingi eða einhver áheyrandinn, sem er stóri maðurinn i geiminu. A pallinum fyrir framan salinn ganga viðskiptin fjörugt fyrir sig, langar biðraðir við pylsubarinn, smurt brauð, fjallháar rjómakök- ur og meira að segja grillaðir kjúklingar rjúka út einsog heitar lummur. Sumir láta sér nægja kók og prinspóló. A neðstu hæð gengur Matthias póstmeistari um gólf og passar upp á sitt fólk, sem hefur ekki undan við að afgreiða frimerki. Slangur af kven- lólki i salnum Eftir tuttugasta og fjórða leik gengur klukkan lengi á Fischer, nú er hann áreiðanlega að upp- hugsa einhvern gambit, hleypa fjöri i leikinn, opna eldana, einsog það heitir á ensku. Það væri fróð- legt að geta mælt orkuna, sem hann eyðir og loks þegar hann hefurleikið eru klukkurnar nokk- urn veginn jafnar. Slangur er af kvenfólki i saln- um og mér heyrist þær flestar vera útlenzkar og ég hitti systkini ung að aldri komin alla leið vest- an úr Ameríku og drengurinn sem er kannske tiu eða ellefu bendir á systur sina, sem er með tfkar- spena með slaufum i og segir: „Hún kann ekkert aö tefla, bara ég,og þó er hún tveim árum eldri”. Þegar ég spyr hann hvor muni vinna er hann ákveðinn og svarar „Auðvitað Bobby.” Sigurður Ólason hæstaréttar- verið afleikur eða fingurbrjótur, einsog það heitir á finna skák- máli, hjá áskorandanum. „Ja, við skulum sjá til, hann er áreiðanlega með eitthvað i bak- höndinni, drengurinn,” svarar Siggi og nú er hann hættur að tala skákmál við mig þvi ég hef komið upp um mig. A næstu andartökum er mikil fart á mönnum og margar skoðanir á lofti. Einn segir: Nú fær heimsmeistarinn aldeilis á baukinn. Annar: Djöfuls glanni er strákurinn. Þriðji: Spassky hakk- ar hann i sig. Fjórði: Þaö er ekki hægt að segja annað en maður fái eitthvað fyrir peningana sina. Ég sé Chester Fox bregða fyrir og hann leikur við hvern sinn lögmaður hefur orðið og segir: „Ég var svo frægur að tefla við tröllmennið Aljakin, að visu var ég bara notaður til uppfyllingar, þegar hann tefldi fjölskák við þrjátiu og þrjá stúdenta. Hann tefldi svo hratt, að það var alveg einsog bang, bang.” Mikil örlög 29. leikur Fischers og mikil ör- lög. Er hann að leika af sér eða er þetta djúphugsuð kombination einsog Ingi R. segir i kjallaran- um. Hann hefur tekið stóran sjans segir einhver annar. „Maðurinn er kolvitlaus” grip ég á lofti úr einhverri átt. Ég sé að biskupinn hans er kominn langleiðina upp i borð hjá Spassky. Stórmerki og undur. Sigurður hjá útvarpinu reynir að útskýra fyrir mér stöð- una og ég einsog þursi skil ekki neitt, en finn þó á mér, að nú hef- ur Brooklyndrengurinn komið á óvart. Ætlar hann eftir allt að mala heimsmeistarann i fyrstu skákinni, þegar allir höfðu spáð rólegu jafntefli? Einhver, sem ég þekki ekki, segir: Nú lumar dýrið á ein- hverju. Spasský er fljótur að leika og lokar biskupinn inni með peði og ég spyr Sigga, hvort þetta hafi fingur og það leggur af honum peningalykt. Hverjum á maður að trúa? Báðir hafa leikiöfertugastaleik. Fischer stendur upp og sér ekki á honum þreytumerki. Spassky þenkir, klukkan tifar og hann á örfáar minútur eftir. „Nú er hann að upphugsa biðleikinn” hvislar Siggi Sig. að mér. Loks stendur hann upp. Búið i bili og klukkan tæplega hálf tiu. A leiðinni út spyr ég nokkra kappa hvað þeir áliti um úrslitin. Guðmundur Þórarinsson: Þetta er tapað fyrir Fischer. Ingi R.: Fischer vinnur. Höskuldur Ólafsson og fleiri, sem standa i hóp fyrir utan Höllina: Þetta getur aldrei orðið verra en jafntefli fyrir Spassky. Og uppi á Suðurlandsbraut næ ég i þann aldna skákkappa Konráð Arnason og legg fyrir hann sömu spurninguna. Hann brosir i kampinn og segir: „Þessu svara ég ekki góði.” t útvarpinu segir Friðrik Ólafsson stórmeistari, aö staðan sé jafnteflisleg, en ef eitt- hvað er, þá hafi Spasský aðeins betur. Og þvi spyr ég: Hverjum á maður að trúa? b. Guðjón Björn Ketilsson, 16 ára:j Já. Ég gæti vel hugsað mér það.j; Annars hef ég ekki svo mikinnjj áhuga áþvi, að ég færi niður ijj sjónvarp að láta prufa mig. jjBörn og kynmengun jjl j; Góðir lesendur Visis. jj Fyrir nokkru kom auglýsing jj hér i blaðinu, þar sem óskað var ■; eftir „hluthöfum" i nýstofnað fé- ;; lag móti ættleiðingu erlendra ;; barna. Bágt á ég með að trúa, að j; auglýsandi sé hreinræktaður Is ;j lendingur — hvorki kominn af ;; norskum né írskum kóngum, ;; máski þvi sem skárra er — þræl- ;; um — þeim spönsku skipsbrots- j; mönnum, sem lifðu af sveðjur ;; landsmanna á fjörum, eða dönsk- Jónasson, 14 ára: Ja, ég || um háaloftslýös. Enþá hefur þvi ef það er ekki mjögjj l*ka nltlan hundruð sjötiu og :: tveggja ára meyjarfæðing endur- Jón Ingi býst við erfitt. tekið sig — og meöal vor Islend- inga með allt hreina loftið, elzta Alþingið, hverina og skáldin! En burt séð frá fortiðarspjalli um hver er undan hverjum, og við snúum okkur að nútið og framtið. Þótt visindamenn séu svo önnum kafnir að menga tunglið, að það fer hjá þeim að „diskótera” hugs- .un mannsins, hvort hún er fædd af einu saman HOLDI. Mikið ósköp eiga þeir landar okkar bágt, sem lýsa á eigin kostnað eftir meðlimum i ofan- greint félag — stofnað gegn þvi varnarlausasta af öllu, hinni einu sönnu FEGURÐ HIMINSINS — þjáningunni — Fórnardýrum hér- mennskunnar i dag. Vonandi sið- ustu leyfum striðstizkunnar — Börnum okkar allra.foreldralaus- um og sveltandi, borin út eða rek- in á rykmettuð stræti að betla, sex ára gömul — Og við þekkjum aðeins litillega til gegnum sjón- varp og blöð. Börnum heimsins, sem góður læribróðir, óspillt af þessa heims löngun i stjörnu- frægð og persónulega áhangend- ur, bauð eitt sinn óskyldum læri- sveinum. Veriö hver öðrum góðir og leyfið börnunum að koma til min. Ekki veit ég, ágætu lesendur, hvort auglýsandi mót munaðar- lausum börnum kennir sig við þjóðkirkjuna, frikirkjuna, kaþólsku kirkjuna, andatrú, ása- trú, múhameöstrú, búddhatrú eða er bara einn ofsóttur Gyöing- ur, sem ekki má bjarga drukkn- andi manni á LAUGARDEGI — eða hvort hann er Iri á innflutn- ingsleyfi, og tilheyrir þar af leið- andi öðrum hvorum trúflokki Ir- lands, sem ekki eru aðeins önnum kafnir við að meiða eða drepa meðlimi hvors annars, heldur handlanga grjót i sitt hvora lik- fylgdina. Og öll þessi viðurstyggð heimsins skálkar i skjóli einnar eða annarrar brúar! Hvern má biðja fyrir Drottinn vorn? Mikið skelfing getur vænn hús- bóndi, sem alltaf þegir i von um afrakstur af meðfæddri samvizku mannsins, alið af „sér ótrúa þjóna — og jafnvel hér á fslandi, þar sem enginn óvitlaus maður, er trúaður nema á aðfangadags- kvöld, eða um annað stundarfil — eftirmælum látins ættingja i Mogganum. Góðir Islendingar! Við sem kennum ekki Guði það sem Guðs ekki er, en reynum i hógværð alla daga, að breyta eftir þokkalegu hugarfari. Stöndum mót hverskonar hetjudýrkun. Enginn er fæddur öðrum betri. Uppeldi og aðrar aðstæður móta einstaklinginn — Hvort hann verður hollur umhverfi sinu eða ekki — Hvitur, svartur, rauð- ur eða brúnn. Lamb Krists — Barnið — hefur engan ákveðinn lit. Guörún Jakobsen.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.