Vísir - 12.07.1972, Page 5
•;l » I
Visir. Miðvikudagur 12. júli 1972
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLOND
UMSJÓN:
HAUKUR HELGASON
George McGovern öldungadeildarþingmaður (lengst til vinstri) hefur sýnt slikt veldi á flokksþingi
demókrata, að Hubert Humphrey (i miðju) og Edmund Muskie (til hægri) hafa gefizt upp og dregið sig
út úr leiknum.
Wallace spilar út
Reynir á 11. stundu að sveigja flokkinn til
hœgri — en heimköllun frá Víetnam samþykkt
meðalmannsins en ekki hálf-
menntaðs „snobbs”.
Þótt Wallace vekti mikla at-
hygli, þá var það McGovern
sem átti daginn. Fyrir 18
mánuðum taldi varla nokkur, að
hann gæti hugsanlega sigrað á
flokksþinginu.
Sigur stuðningsmanna hans i
atkvæðagreiðslu um fulltrúa
Kaliforniufylkis batt enda á
vonir Hubert Humphreys og
það, sem eftir var af vonum
Muskies. Þeir afturkölluðu
framboð sin og opnuðu leiðina
fyrir McGovern að verða kjör-
inn þegar i fyrstu umferð á
flokksþinginu.
McGovern útlistaði i gær
meira en áður stefnu sina i
utanrikismálum. Hann kvaðst
meðal annars mundu hafa her-
lið i Thailandi um sinn, þar til
Norður-Vietnamar hefðu látið
lausa striðsfanga sina.
Flokksþingið samþykkti með
yfirburðum að allt herlið skyldi
kallað fra Indó-Kina, strax og
McGovern hefði verið kjörinn
forseti.
Wallace
McGovern heldur
áfram sigurgöngu, en
hinn lamáði George
berst áfram staðráðinn
i að láta ihaldssamra
skoðana sinna gæta i
stefnuskrá demókrata-
flokksins.
Wallace kom til flokksþings-
ins i hjólastóli, og stuðnings-
11 menn hans fögnuðu honum
J ákaft. Hann sagði þingheimi, að
í meðalmaðurinn væri þreyttur á
1 j rikisbákninu. Wallace krafðist
„laga og reglu”, umbóta i
skattamálum og vernd fyrir
borgara gegn fjáraustri i er-
lendar þjóðir og tryggingakerf-
ið.
Hann virtist hinn hressasti«er
■ hann flutti ræðuna.
Hann gagnrýndi flutning
barna milli skóla til að hafa
skólana blandaða hvitum og
svörtum. Demókrataflokkurinn
þyrfti að verða að nýju flokkur
Gengur ekki samon
milli Frakka og USA
Frakka og Bandarikjamenn
greinir enn mikið á um öryggis-
ráðstcfnu Evrópu, þó að franski
hermálaráðherrann, Debré,væri i
tvo daga i Washington til að reyna
aö draga úr skoðanamun.
Frakkar eru sagðir mjög and-
vigir fækkun i herliði Vestur-
Evrópu, þótt gagnkvæm fækkun
yrði i her i Austur-Evrópu. Hins
vegar vilja Frakkar að öryggis-
ráðstefna verði haldin hið allra
fyrsta. Bandarikjamenn leggja á-
herzlu á að „vandað sé til undir-
búnings" slikrar ráðstefnu og
stefnt skuli að gagnkvæmri fækk-
un i herafla.
Bandariski ráðherrann Irwin
sagði Debré, að það gæti orðið ó-
hjákvæmilegt að fækka i banda-
riska hernum i Evrópu vegna
þrýstings kjósenda i Bandarikj-
unum. Sovétmenn eru aðalhvata-
menn ráðstefnu um öryggismál
Evrópu, og er búizt við, að ráð-
steínan verði i haust i Helsinki.
Bandarikjamenn vilja, að áður
verði undirbúningsviðræður milli
aðila um þessi efni, ella verði ekki
að vænta árangurs af ráðstefn-
unni.
Frakkar óttast að samþykktir
um gagnkvæma fækkun I herjum
geti ekki leitt til annars en fækk-
unar i her Bandarikjamanna i
Evrópu, sem nú er 300 þúsund
manns, og af þvi leiði jafnvægis-
leysi milli austurs og vesturs.
FLUGUMSJONARMENN VILJA
FRÉTTABANN Á RÁNSMÁLIN
Samtök flugumsjónarmanna i
Bandarikjunum skoruðu i gær á
fjölmiöla að segja ekki frá flug-
vélaránum.
1 bréfi til samgöngumálaráö-
herra Bandarikjanna, Volpe,
báðu þeir um strangt eftirlit
með upplýsingum, sem blaða-
menn fengju um flugvélarán.
„Við skorum eindregið á yður
að gera nú þegar ráöstafanir til
að setja bann á frettir um til-
raunir til flugvélarána”, segir
forseti samtakanna. Leyden, i
bréfinu.
„Brenglað hugarfar manna,
sem úthugsa þessar djöfullegu
ráðagerðir, fær þekkingu sina
samstundis af nákvæmum frá-
sögnum af fyrri tilraunum. . .
Of oft verða ljósar frásagnir
hvetjandi fyrir brenglaðan
liuga. . . .”
Skriðdreki i grennd við flokksþingstað demókrata. Vissara þótti að
kveðja til þjóðvarðliöið til að gæta þess, að átök yrðu ekki á götum
vegna flokksþingsins. Tóku varðliðar sér stöðu i skólahúsi handan
götunnar.
Vilja sparka
Bhutto frœnda
Ofbeldisaðgerðir héldu áfram í
tungumálastriðinu i Pakistan,
scm hefur staðið i fjóra daga, en
dró úr manndrápum, eftir að her-
inn sctti útgöngubann i Karachi.
Ncfnd forsetans reyndi að
semja við urdumælandi menn i
Sindfylki. Urdumælandi menn
kröfðust þess, að frændi Bhutto
forseta, Mumtaz Ali Bhutto, sem
cr aðalráðherra i Sind, færi frá.
5(i hafa fallið siöan urdumenn
gerðu uppsteyt, eftir að stjórn
fylkisins hafði samþykkt, að
Sindhi-tungumál skyldi vera hið
eina opinbera tungumál þar.
Nokkur blöð i höfuðborginni
Karachi komu út I gær með eyður
á forsiðum, þar sem ritskoðun
hafði verið að verki.
Urdumenn gerðu áhlaup á há-
skóla og börðu prófessora til ó-
hóta á mánudag, og lík fundust
þótt útgöngubann gilti.
Barnslegt fjöldamoröingjaandlit Japanans Okamotos I
réttarhöldunum.
Okamoto var lofað sjálfs
morði fyrir játningu
Hcrshöföingi i tsrael hefur
játaö aö hafa fengið Japanann
Lozo Okamoto til að viðurkenna,
að hann hefði framið fjöldamorö
á Lod-flugvellinum með þvi að
lofa honum, að hann fengi seinna
að fremja sjálfsmorð.
Okamoto er sá eini úr sjálfs-
morðssveitinni, sem liföi af. Hann
játaði i fyrradag fyrir herrétti.
Rétturinn- neitaði að taka
játninguna til greina, þar sem
verjandi Japanans hélt þvi fram
að hann hefði verið tilneyddur til
að játa glæpinn. Verjandi sagði,
að hershöfðingi hefði knúið
Okamoto til játningar. Þaö hefur
herforinginn nú viðurkennt.
Þá var hafnað i gær kröfu um,
að Okamoto yrði sendur til geð-
rannsöknar.