Vísir - 12.07.1972, Page 13
Visir. Miðvikudagur 12. júli 1972 13
| í DAG | í KVÖLP | í DAG | í KVÖLD | í DAB
Útvarp kl. 15,15:
íslenzk tónlist:
„Alþýðuvísur um ástina"
eftir Gunnar Reyni Sveinsson -
Ijóðin eftir Birgi Sigurðsson
Gunnar Reynir Sveinsson tón-
skáld er á ferðinni i útvarpinu i
dag kl. 15.15 með nýlegt tónverk,
sem hann kallar „Alþýðuvisur
um ástina”. „Þetta eru ljóð eftir
Birgi Sigurðsson þennan sem
samdi textann við Jazzkantötuna
mina, sem átti að flytja á listahá-
tiðinni, en varð nú aldrei úr. Það
er 15 manna söngflokkur úr
Pólýfónfórnum, sem syngur
visurnar. Þetta eru skal ég segja
þér 8 lög og allt visur, sem ekki
eru bundnar við neinn ákveðinn
tima og sjálfur reyni ég að skrifa
mina tónlist við þær þannig, að
ekki sé hægt að sjá hvort hún er
samin 1971 eða 1671. Það má
segja að þetta sé svona barok -
kennd músikk.”
Þessi átta ljóð Birgis eru: 1.
Syng mér ljóð' 2. Hægan lið þú
mitt lif. 3. Þó að leiðinn læðist inn.
4. Nú gengið er min gleði. 5. Koss-
ar. 6. Kom þú. 7. Fljúg þú fugl og
loks 8. Á sæinn bræður sigldu
tveir.
„Alþýðuvisur um ástina” er
eins og nafnið bendir til kveð-
skapur um ástina og lifið gædd al-
þýðulegum og viðfeldnum blæ
saknaðar og trega. Við birtum
hér sýnishorn af visum Birgis og
tökum 3. flokkinn „Þó að leiðinn
læðist inn.”
Þó að leiðinn læðist inn
og læsi minu hjarta,
það syrtir aldrei i augum þér:
þar á ég gleði bjarta.
Þó að feigðin falli að
og fúni minar rætur
þá ljóma hljóðlát þin hreinu orð
i hug mér langar nætur.
Þó að Iiði ár og ár
og eyðist fljótt hver saga,
þú ert mér undur hvert andartak
og ylur minna daga.
Og svo við vikjum nánar að
Gunnari Reyni þá má drepa á það
hér, að nú er verið að syngja tón-
list hans úti i Túnis. Það er öldu-
túnsskólinn i Hafnarfirði, sem
þar er staddur á vegum Unesco á
einhvers konar barnaskólamóti
og syngur lög eftir Gunnar Reyni
§íini86611
Gunnar Reynir Sveinsson.
og Þorkel Sigurbjörnsson. Varð-
andi Jazzkantötuna sem Gunnar
ætlaði að flytja ásamt félögum
sinum á listahátið i vor, þá hefur
hann framlengt henni fram til
hausts og ætlar að fara með hana
upp i Landakotskirkju „Það er
éinmitt gott að svinga fyrir
neðan krossinn eins og Gunnar
segir sjálfur, maður hefur enga
aðra skreytingu en Mariu og
barnið”
GF
Salur óskast
160 fm húsnæði óskast til leigu, má vera i
Kópavogi. Uppl. Í sima 41989.
ÚTVARP •
MIÐVIKUDAGUR 12. júli
14.30 Siðdegissagan: „Eyrar-
vatns-Anna” eftir Sigurð
Helgason Ingólfur Kristjánsson
les (14).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 íslenzk tónlist: a. „SögU-
ljóð” eftir Arna Björnsson. Sin-
fóniuhljómsveit íslands leikur:
Páll P. Pálsson stj. b. Fimm
sönglög eftir Pál tsólfsson.
Guðmundur Guðjónsson syng-
ur með Sinfóniuhljómsveit Is-
lands. c. „Rórill”, kvartett fyr-
ir blásturshljóðfæri eftir Jón
Nordal. Jón H. Sigurbjörnsson,
Kristján Þ. Stephensen, Gunn-
ar Egilson og Vilhjálmur Guð-
jónsson leika. d. „Alþýðuvisur
um ástina” eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Söngflokkur flytur
undir stjórn höfundar. e.
„Punktar”, verk fyrir hljóm-
sveit og segulband eftir
Magnús Bl. Jóhannsson.
Sinfóniuhljómsveit Islands
leikur: Páll P. Pálsson stjórn-
ar.
16.15 Veðurfregnir. Starfsemi Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins Har-
aldur Jóhannsson hagfræðing-
ur flytur erindi.
16.45 Lög leikin á sembal.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 „Konan frá Vinarborg” Dr.
Maria Bayer-Juttner tónlistar-
kennari rekur æviminningar
sinar. Erlingur Daviðsson rit-
stjóri færði i letur. Björg Árna-
dóttir les (13).
18.00 Kréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfr.. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Daglegt málPáll Bjarnason
menntaskolakennari flytur
þáttinn.
19.35 Álitamái Stefán Jónsson
stjórnar umræðuþætti.
20.00 „Saga úr skerjagarðinum”,
Sinfóniskt ljóð op. 20 eftir Hugo
Alfvén Sinfóniuhljómsv.
sænska útvarpsins leikur: Stig
Westerberg stj.
20.20 Sumarvaka a. Sigurður
Breiðfjörð á Snæfellsnesi Frá-
söguþáttur eftir Helgu Hall-
dórsdóttur frá Dagverðará.
Oddfriður Sæmundsdóttir les.
b. Biðilsbréf Sveinbjörn Bein-
teinsson kveður ljóðabréf Sig-
urðar Breiðfjörð til Kristinar
Illugadóttur. c. „Sæl væri ég, ef
sjá mætti’Séra Agúst Sigurðs-
son flytur annan frásöguþátt
sinn undan Jökli. d. Einsöngur
Sigurður Skagfield syngur lög
eftir Siguringa E. Hjörleifsson:
dr. Victor Urbancic leikur á
pianó.
»
21.30 Útvarpssagan: „Hamingju-
dagar” eftir Björn J. Blöndal
Höfundur les (8).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Framhalds-
leikritið: „Nóttin langa” eftir
Alistair McLean Endurflutn-
ingur fyrsta þáttar. Leikstjóri:
Jónas Jónasson.
23.00 Létt músik á siðkvöldi
Boston Pops hljómsveitin leik-
ur undir stjórn Arthurs
Fiedlers.
23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.
«í
m
HL
- -n
n
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 13. júii.
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl. Það bendir allt
ótvirætt til þess að dagurinm verði notadrjúgur,
og að þér veitist auðvelt að koma fyrirætlunum
þinum að a.m.k. nokkuð áleiðis.
Nautið,2l. april—21. maf. Það bendir allt til að
þú eigin annrikisdag fyrir höndum. Ef til vill
vegna óvæntra, en fremur jákvæðra atburða
sem snerta atvinnu þina.
Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Það litur út fyrir
að þér berist bréf með einhverjum uppörvandi
fréttum, eða þú fáir tilboð, sem veitir þér óvænt
tækifæri á næstunni.
Krabbinn,22. júni—23. júli. Það litur út fyrir að
þetta verði þér mjög ánægjulegur dagur og nota-
drjúgur. Ættirðu að taka hann senmma og not-
færa þér hann sem bezt.
Ljónið,24. júli—23. ágúst. Það er ekki óliklegt að
þér bjóðist gott, og sennilega óvænt tækifæri,
sem mikilvægt er fyrir þig að þú látir ekki
framhjá þér fara.
Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Notadrjúgur dagur
að þvi er séð verður. Ef til vill verður óvæntur
hraði á hlutunum, svo vissara verður fyrir þig að
flana ekki að neinu.
Vogin,24. sept.—23. okt. Góður dagur, en vertu
við þvi búinn að breyta áætlunum þinum með
skömmum fyrirvara. Að minnsta kosti skaltu
ekki gera neinar fastar áætlanir.
Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Það litur út fyrir að
þetta verði notadrjúgur dagur, en ef til vill verð-
ur freistandi fyrir þig að tefla djarfar en hyggi-
legt kann að reynast.
Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Notadrjúgur
dagur, en nokkuð erfitt annriki á köflum, vegna
þess að margt kallar að i einu, svo þér getur
veizt torvelt að einbeita þér.
Steingeitin, 22. des.—20. jan. Athafnadagur, en
vissara aðfaragætilega ogláta ekki eftirrekstur
nein áhrif á sig hafa. Halda sinu striki,rólega og
með festu.
Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Þú getur komið
ýmsu á góðan rekspöl I dag, sem gengið hefur
erfiðlega að undanförnu. Notaðu tækifærin og
taktu daginn snemma.
Fiskarnir, 20. febr.—20.marz. Það er ekki ólik
legt að þú lendir i einhverjum átökum i dag, en
getir hrósað sigri. Að minnsta kosti að svo miklu
leyti, að það ráði úrslitu
Takið eftir
Þeir sem ekki tóku eftir auglýsingunni i
gær,lesi hana núna.
Það var Epiphone bassagítar,ofsa sound
bassi. Vel með farinn. Aðeins kr. 15-20-
25.000.-
Greiðist i heild, einstakt tækifæri. Gripið
tækifærið meðan það gefst.
Hver verður fyrstur, fyrsta tilboði tekið að
Grettisgötu 72.
KSL LANDSLEIKURENN ÍS-Í-
ÍSLAND - FÆREYJAR
fer fram í kvöld, miðvikudaginn 12. júlí á Laugardalsvellinum og hefst kl. 20,—.
Dómari: Magnús Pétursson.
Verð aðgöngumiða: Sœti kr. 200.-. Stæði kr. 125.-. Barnamiðar kr. 75.-.
Sala aðgöngumiða er við Útvegsbankann frá kl. 10 f.h. til kl. 18.- e.h.
— Komið og sjáið spennandi keppni.
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS.