Vísir - 27.07.1972, Side 4
4
Visir. Fimmtudagur. 27. júli 1972
r
'S
HÖFUM
OPNAD
Hvorl sem þér
þurfiö ab gera
viÖ gamalt —
eöa fó yÖur nýft!
Komið við í Hjólbarðaverksiæðinu NÝBARÐA
í GARÐAHREPPI þar er opið alla helgina.
Við eigum flestar stærðir hjólbarða.
Við jafnvægisstillum hjólin
með fullkomnum tækjum.
Við kappkostum að veita yður
þjónustu og réttar leiðbeiningar
um val hjólbarða.
BAPUM
BREGZT
EKKl
Bcvuim
W
GARÐAHEPPI SÍMI 50606
Krónur i kassann og
spýtunum fækkar
Eitthvað hefur Hallgrimskirkju-
húðunin gengið laklegar að
undanförnu, — en margir biða
þess spenntir að sjá hvernig hann
muni lita út i heild sinni. Séra
Jakob Jónsson, prestur i
Hallgrimssókn segir að stöðugt
verði þeir i sókninni varir við
góðan hug fólks til málefnisins.
T.d. afhenti kona ein séra Jakobi
100 þúsund krónur til kirkjunnar,
en hún vildi ekki láta nafns getið.
Fjölmargir hafa komið með
minni upphæðir eða sent þær
kirkjunni og vill séra Jakob koma
þökkum sinum á framfæri til
allra þeirra, ,,sem i dag hugsa
djarft og stórt”, eins og hann
sagði.
Nýir húsbændur i Viði-
nesi
Vistheimili Bláa Bandsins i Viði-
nesi hefur fengið nýja húsbændur,.
en hjónin Pétur Sigurðsson og
Guðriður Kristjánsdóttir, sem
hafa gegnt störfum þar undan-
farin 9 ár hafa látið af störfum.
Við taka hjónin Jón Vigfússon og
Guðrún Karlsdóttir, sem starfað
hafa við rikishælið á Akurhóli á
Hangárvöllum. I smáhófi i tilefni
skiptanna þakkaði m.a. einn vist-
mannanna fráfarandi húsbænd-
um og bauð hina nýju velkomna.
Haustpróf
Landspróf miðskóla 1972 verður haldið
dagana 30 ágúst til 8. september. Próftafla
hefur verið send þeim skólum, sem lands-
próf var haldið i sl. vor.
Þeim, sem rétt eiga á að þreyta haustpróf,
verður gefin kostur á að sækja námskeið,
sem haldin verða i Gagnfræðaskóla
Austurbæjar i Reykjavik og væntanlega i
Gagnfræðaskólanum á Akureyri.
Námskeiðið i Reykjavik hefst 9. ágúst.
Innritun fer fram Ipugardaginn 29. júli kl.
12 i sima 13352.
Landsprófsnefnd.
Hef opnað lækningastofu í
LÆKNASTÖDINNI
Glæsibæ Álfheimum 74
Glæsibæ, Alfheimum 74. Sérgrein: kven-
sjúkdómar og fæðingahjálp. Viðtalstimi
eftir umtali i sima 86311.
Viglundur Þór Þorsteinsson læknir.
Veiðileyfi
Vegna forfalla eru nokkrir stangveiði-
dagar lausir i Silungavöðunum í Vatns-
dalsá. Uppl. á Simstöðinni Ási i Vatnsdal
næstu daga.
2 þús hjólreiðamenn fá
viðurkenningu
Reiðhjól þurfa að vera i góðu lagi,
ekki siður en bilar. 1 vor var
dreift nokkru magni af skoðunar-
miðum og fór skoðun fram á 15
stöðum, — alls 2000 reiöhjól fengu
miða til merkis um ökuhæfni.
Styrkja vestfirzk ung-
menni til náms
Menningarsjóður vestfirzkrar
æsku veitir ungmennum styrk til
framhaldsnáms, sem þau geta
ekki stundað frá heimilum
sinum. Forgangsrétt hafa ung-
menni sem misst hafa fyrirvinnu
sina og einstæðar mæður, en
Vestfirðingar ganga fyrir að öllu
jöfnu. Umsóknir um styrki eiga
að berast fyrir mánaöamótin til
Sigriðar Valdimarsdóttur, Birki-
mel 8B i Reykjavik.
Takið passann með!
Það er ástæöa til að taka undir
með utanrikisráðuneytinu, þegar
það hvetur ferðalanga, sem ætla
til útlanda að hafa vegabréf eða
önnur gild persónuskilriki með
mynd meðferðis. Jafnvel á
Norðurlöndum þar sem ekki þarf
vegabréf, kemur það oft i góðar
þarfir að hafa passann við
hendina, t.d. þegar skipta þarf
ávisun i banka.
Fróðlegt Norðurlanda-
kort
Liklega kaupa margir sér
Noröurlandakort Orteliusar frá
1570, en það var gefið út nú i
sumar, ekki sizt fyrir erlenda
ferðamenn sem vilja eignast
fallegan og skemmtilegan minja-
grip. Kortið er prentaö i litum.
Landaskipun öll kemur mönnum i
dag heldur ókunnuglega fyrir
sjónir, og svo er að sjá að tslandi
sé skipt i tvo hluta.
Misheppnað, Halldór?
Sú forsénda var að sögn fyrir
siöustu áfengishækkun, að með
henni ætti að koma i veg fyrir
hinn óhóflega drykkjuskap
landans. En aðgerðir Halldórs E.
hafa greinilega ekki borið
tilætlaðan árangur, þvi sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum frá
ATVR hefur söluaukning orðið
34.19% á timabilinu frá 1. apr. til
30. júni á þessu ári, — i krónutölu
vitanlega, en magnaukningin er
einnig talin sjáanleg.
Guðlaugur kvaddi með
metári!
Gestir Þjóðleikhússins á siðasta
leikári voru 100 þúsund og
reyndar 850 betur, — verkefni
voru 13 og sýningar 219. Borguðu
þeir fyrir aðgöngumiða sina 29.2
milljónir króna. Greiðir leikhúsið
nær 3.5 milljónir króna i rikis-
kassann i söluskatt af miðunum.
Fór vel á þvi að siðasta starfsári
Guðlaugs Rósinkranz við leik-
húsið lyki svo glæsilega sem raun
ber vitni.
Ilugsar ekki einu sinni
um skákina
Þessi mynd er eiginlega ekki um
skákleg málefni, bara mynd af
ungri og laglegri hnátu i sólbaði.
Gömul? Jú, vist er myndin orðin
gömul, við sóttum hana i mynda-
safnið frá þvi einhvern tima i
byrjun mánaðarins. Betra að
hafa þó mynd af stúlku i sólskini,
úr þvi enga er sólina að hafa.
Útlendingar i júni voru
yfir 10 þúsund
Júni, júli og ágúst eru aðal feröa-
mannamánuðirnir, til og frá Is-
landi. 1 siðasta mánuði komu
hingað 13.900 manns, þar af voru
rétt rúmlega 10 þúsund útlending-
ar. Bandarikjamenn lang flestir
að venju, eða rúmlega 3600 tals-
ins.
Svœðamótið
í Finnlandi
Svæðamót i skák hófst i Hel-
sinki i Finnlandi i gær og eru
keppendur 16 talsins. Jónas Þor-
valdsson teflir fyrir islands hönd
en auk hans tefla, Hecht V.
Þýzkalandi, llennings A-Þýzka-
landi, Robatsch Austurriki,
Jacobsen Danmörku. Westerinen
og Saren Finnlandi, Anderson
Sviþjóð, Oergaard Noregi, Radu-
lov Húlgariu, Ribli Ungverja-
landi, Timman Hollandi,
Gheorghiu Rúmeniu, Matanovic
og Matulovic Júgósla viu og
Schmidt Póllandi.
i fyrstu umferðinni urðu úrslit
þau að Jónas tapaði fyrir Ung-
verjanum Ribli en hann er fyrr-
verandi Evrópumeistari unglinga
i skák, Hecht vann Saren og
Schmidt vann Jacobsen. Jafntefli
gerðu Gheorghiu og Radulov,
Matanovic og Hennings, og
Tiraman og Robatsch. Aðrar
skákir fóru i bið. *
Önnur umferð verður tefld á
morgun. GF
Gatnaframkvœmdir
í Vogunum
Gatnaframkvæmdir á þrem
götum i Vogunum, sem nokkrir
hal'a kvartað yfir sökum þess að
þar er ekki malbikað og hirðing
litil, eru áællaðar á næsta ári. A
eina af götunum, Kænuvog, vant-
ar Ijósastaura, en hinar göturnar
eru Dugguvogur og Tranavogur.
Að þvi er Ólafur Guðmundsson
er gegnir nú starfi gatnamála-
stjóra um tima, tjáði blaðinu, eru
framkvæmdir á götunum ekki
áætlaðar fyrr en á næsta ári og þá
ekki fyrr en næsta sumar, þar
sem litið er unnið að gatnagerð
nema yfir sumartimann. Hann
sagði þó að ef til vill gæti komið til
greina að setja upp lýsingu, þar
sem hún fyrirfinnst. ekki, á þessu
ári.
Götur þessar þrjár eru iðnaðar-
hverfi og eru þar aðeins verk-
smiðjur og fyrirtæki, en engin
ibúðarhús. Sumir vilja nefna
þetta hverfi: Gleymda hverfið,
sökum þess hve illa er um það
hirt og segja að varla sé þar ak-
andi á venjulegum fólksbifreið-
um, göturnar séu aðeins troðn-
ingar,-
— EA
eVÍSIR
Atvinna
Maður óskast til afgreiðslustart'a í vara-
hlutaverzlun nú þegal eða siðar. Tilboð
ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist
augld. Visis fyrir 10. ágúst merkt ,,Vara-
hlutaverzlun”.