Vísir - 27.07.1972, Síða 6
6
Visir. Fimmtudagur. 27. júli 1972
Útgefandi: Heykjaprent hf
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsscr,
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
„Segðu þig bara til sveitar"
„Segðu þig bara til sveitar.væni minn”, er inntak-
ið i viðamiklum forsiðuleiðara Þjóðviljans i gær.
Þar er loks viðurkennt með semingi, að gamla fóik-
ið fari illa út úr skattaskriðu rikisstjórnarinnar, og
þvi er bent á að biðja um náð hjá yfirvöldunum.
Raktar eru i greininni ýmsar aðstæður, svo sem
veikindi, slys og þung framfærsla af ýmsu tagi, sem
lögum samkvæmt veiti öldruðu fólki rétt til
sækja um skattaafslátt og yfirvöldunum heimild, en
ekki skyldu, til að veita af mildi sinni. Greinilegt er,
að Þjóðviljinn telur öldruðu fólki mikla huggun i að
geta sagt sig til sveitar.
Rikisstjórnin og málsvarar hennar hafa ærna
ábyrgð af hinu fjárhagslega rothöggi, sem þeir hafa
greitt gamla fólkinu, þótt þeir bæti ekki gráu ofan á
svart með sálrænu og félagslegu rothöggi. Ábend-
ingar Þjóðviljans sýna botnlaust skilningsleysi á
hugsunarhætti og siðfræði gamla fólksins.
Fólkið, sem um þessar mundir er á gamals aldri,
hefur um æfina staðið i ströngu við að breyta íslandi
úr fátæku miðaldaþjóðfélagi i vel stætt nútimaþjóð-
félag. Aðalsmerki þessa fólks er dugnaður og efna-
legt sjálfstæði. Það hefur i senn komið fótunum
undir sjálft sig, afkomendur sina og þjóðfélagið i
heild.
Sumt af þessu fólki vill ekki einu sinni sækja elli-
launin sin. Flest telur það sér þó ekki minnkun að
þvi, þvi að það skilur, að þar er um að ræða viður-
kenningu þjóðfélagsins fyrir unninn starfsdag, ekki
veitta af náð og miskunn yfirvalda hverju sinni,
heldur eftir föstu kerfi. Ellilaunin eru bara laun,
greidd eftir á.
Svo kemur rikisstjórnin og Þjóðviljinn nú og
segja, að vist sé ástandið slæmt, en gamla fólkið
geti bara sagt sig til sveitar. Hverjum dettur i hug,
að það kæri sig um slikt? Það er áreiðanlega það
siðasta, sem þetta gamla fólk gerir.
Almennt vinnandi fólk, sem hefur orðið fyrir
barðinu á skattaæði rikisstjórnarinnar, er vinnu-
fært og getur klórað i bakkann. Það bjargar sér,
þótt erfiðlega blási, og nær sér siðan niður á stjórn-
inni i næstu kosningum. En margt gamla fólkið
verður að svelta eða selja ofan af sér til að seðja al-
mætti hins opinbera.
Sárast eru þeir þó leiknir, sem fara að ráðum
Þjóðviljans og biðja um náð. Lifsgrunnur margra
þeirra hrynur. Þeir töldu sig sjálfbjarga en finnst
þeir vera orðnir sveitarómagar. Það er alvarlegur
ábyrgðarhluti að setja fólk i sálræna kreppu af
þessu tagi. Það er verulega ljótur leikur.
Rikisstjórnin getur ekki verið svo hugfangin af
rikisdýrkunar- og sveitarómagastefnu kommún-
ista, að hún sjái ekki glæp sinn i þessu máli. Enda
segir Timinn i forustugrein i gær, að ,,þeir agnúar,
sem orðið hafa i skattabreytingunum varðandi elli-
lifeyrisþega og nú kunna að koma i ljós, muni verða
sniðin (þýðir liklega: sniðnir af) við þá framhalds-
endurskoðun skattalaganna, sem nú er i gangi”.
Gott er, að bót og betrun skuli vera lofað á næsta
ári. En hvenær finnst rikisstjórninni, að nóg sé
komið af ringulreið hennar og ráðleysi?
Víf'alegir cru félagar í UI)A. Svona birtust þeir á blaðamannafundi.
Á kafi í blóðbaðinu verða Bretar að treysta ó almenning
Síðasta hólmstráið
Brezka stjórnin er enn
milli eldanna i Norður-ír-
landi. Hryðjuverk síðustu
daga hafa ekki hnekkt
stefnu Heaths að beita sér á
tvennum vígstöðvum til
friðar, með samningum og
með hervaldi. Þeim íslend-
ingum hlýtur að fækka,
sem líta á átökin í Norður-
irlandi sem baráttu „ný.
lendu" gegn „heimsveldi".
Brezkar stjórnir, Wilson og
Heath, hafa haft verkefni
sáttasemjara en á mjög
misjafnlega vitran hátt,
báðar tvær, og oft með ós-
köpum.
í Bretar þurftu kannski „áfall”
eins og fjöldamorðin i London
derry i vetur þegar hermenn
þeirra skutu niður saklaust fölk
unnvörpum, til að skilja að
stefnuleysi og heigulsháttur He-
f ath-stjörnarinnar stefndi til glöt-
unar. Eftir það tók Heath sinna-
skiptum. 1 stað þess að hygla
meirihluta Norður-lra, þeim, sem
mótmælendur eru, gerði hann
sitthvað raunhæfttil að sinna ósk-
/ um kaþólska minnihlutans.
Hann steypti heimastjórninni i
Norður-lrlandi, sem var ekki
mikið annað en lögregla á ka-
þólska. Hann skipaði Whitelaw
ráðherra sinn til að stjórna mál-
um og reyndi samninga við IRA.
Þessari stefnu er haldið áfram
með þeim hætti að beitt er bæði
..gulrótinni og bareflinu” eins og
enskt orðtæki segir. annars vegar
reynt að semja, hins vegar beitt
afli gegn skæruliðum og þvi
meira afli þeim mun grimmari
sem skæruliðar eru.
Manndráp sanni, aö þeir
lyppist ekki niður.
Þessa dagana er enn unnið að
samningum. Wilson gamli náði
nokkrum árangri með leyni-
makki við þá norður-irska stjórn-
málamenn, sem töldu sig skylda
Verkamannaflokknum. Berna-
dette Devlin birtist aftur i heims-
fréttum og skammaði jábræður
sina i IRA fyrir ofsa. En bræðurn-
ir i IRA hlustuðu ekki á hana
Bernadettu, og heyrist minna i
henni siðar. Þeir töldu hins vegar
að ekki væri við unandi aö sam-
þykkja vopnahlé nema verulega
yrði gengið fram i manndrápum
fyrst.
Illlllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
Vopnahléð gekk ekki, og kennir
hver öðrum um, og IRA taldi sig
enn þurfa að sanna með mann-
drápum saklauss fólks, aö þeir
væru ekki að lyppast niöur.
Minnihlutinn hafi
„sanna þátttöku".
Whitelaw ráöherra segist ekki
ætla upp að gefast. Hann muni
finna pólitiska lausn, það er
samninga, á vandanum. En
manndrápin hafa styrkt þá menn,
sem telja. að harkan ein geti þok
aö málum. Bretar hafa undan-
farna daga gengið nærri IRA,
hertekið hverfi þar sem mið-
stöðvar skæruliða voru sagðar
Hrezkir hermenn leita skjóls bak við gaddavirinn.
vera og leitað og fundið vopn um
allar trissur.
Þau ósköp urðu afleiðing þessa,
að þúsundir kaþólskra flýðu hús
sin og sumir alla leið til írska lýö-
veldisins.
Whitelaw segir: „Fyrsta mark-
mið okkar er að hnekkja hermd-
arverkamönnunum i IRA. Það er
engin von um frið, ef þeim liðst að
rikja.
Annaö markmið okkar verður
að beita okkur af alefli fyrir nýj-
um grundvelli stjórnar i Noröur-
trlandi, þar sem minnihlutinn
hefur sanna þátttöku i stjórn.”
Ekki stætt
á stefnu Kennedys.
Brezka stjórnin skilur, að sættir
eru eina leiðin, sem kemur til
greina. Hún heldur þvi einnig
fram, að meirihlutinn, mótmæl
endur veröi að fá að ráða þvi, að
Norður-trland verði áfram hluti
af Stóra-Bretlandi. Mótmælendur
eru um tveir þriðju landsmanna.
Væri stætt á þvi að slita Noröur-
trland úr tengslum við Bretland
meðan mikill meirihluti ibúa
Norður-Irlands vill annað? Væri
stætt á þvi, að stofna „sjáfstætt”
riki i Norður-trlandi, þegar meir-
hlutinn i þvi riki myndi kúga
minnihlutann? Mótmælendum
mundi þá liöast án brezkrar ihlut-
unar að niðast á kaþólskum.
Væri stætt á þvi að framkvæma
tillögur Edward Kennedys og
fleiri um að sameina Norður-ír-
land og trska lýðveldið? Afleið-
ingin af þvi yrði aö núverandi
meirihluti á Noröur-trlandi yrði
minnihluti i sameinuðu trlandi og
væntanlega ekki mikils verndað-
ur gegn „hefndum”. Kennedy er
kaþólskur tri.
Væri loks unnt að flytja meiri-
hluta Norður-lra til Englands eða
Skotlands? Varla.
Er penninn máttugri
en byssan?
Bretum finnst þvi litið gerandi
að sinni, meðan öfgaarmur IRA-
hreyfingarinnar heldur áfram
hermdarverkum og meðan hinum
megin standa öfgamenn mótmæl-
enda i nýstofnaðri fylkingu, UDA.
Bretar telja það eitt gerandi að
„elta uppi morðingja, sprengju-
menn og þá öfgamenn sem senda
þá”.
Á bak við stefnu Heaths er von-
in um, að „kirkjuleiðtogar,
stjórnmálamenn, verkalýðsfor-
ingjar og menn og konur” taki
höndum saman og stingi upp i
hermdarverkamenn beggja
vegna.
Nyjar leiðir eru reyndar til að
fá hinn almenna borgara til að
láta i ljós álit sitt, leggja eitthvað
til, sem kæmi að gagni.
„Ég vil berja það inn i menn”,
segir Whitelaw, „að penninn get-
ur verið máttugri en byssan”.
vísm