Vísir - 27.07.1972, Side 12

Vísir - 27.07.1972, Side 12
12 Visir. Fimmtudagur. 27. júli 1972 (iliiggaú i skattskrána nn blessi heimilið Það var og er enn venja á sum- um heimilum, að hafa „skileri” með þessari áletrun hengt á vegg á góðum stað, ef til vill sem holla varúðarráðstöfun gegn kölska og hans útsendurum. Þar sem ekkert slikt þarfa „skileri” mun hanga i Alþingis- husinu, hefir sú venja komist á, að alþingismenn og aðrir stór- karlar, hlýði messu i Dóm- kirkjunni, áður en að þingstörfum er gengið. Það þykir'hæfa að höfuðklerkar brýni fyrir 'þeim guðsótta og góða siði við það tækifæri. Siðan ganga herrarnir forkláraðir i framan til þinghúss og setjast þar á rök- stóla. Mörgu eldra fólki finnst að mistekizt hafi að innræta þeim nógu rækilega, þá góðu reglu ,,að orð skulu standa” svo þeir haldi virðingu sinni, til jafns við vinnu- mann norður i Langadal, sem nú er allur. NU vendi ég minu kvæði i kross, og kem að aðalatriðinu. Á þinginu 1970—71 kom fram mikill og óvæntur áhugi hjá þing- mönnum á velferð aldraðra. Þessi áhugi kom eins og skrattinn Ur sauðaleggnum. SU hugsun kom yfir þá eins og hugljómun þegar syndarar frelsast, að síendur- teknar gengisfellingar, með til- heyrandi dýrtiðarflóði, hefðu gengið milli bols og höfuðs á efnahagsafkomu aldraðra, og að sárabætur þær sem i ellilaunun- um felast, væru orðnar svo á eftir dýrtiðinni, að aldraðir gæt.u hvorki lifað né dáið sómasam- lega. Allir þingmenn sáu að slikt var óhæfa, þar sem kosningar fóru i hönd. Harðsviruðustu pólitikusar urðu bljúgir i lund og viknuðu er þeir fóru að ræða málið og hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til úrbóta. Allir vildu allt fyrir gamla fókið gera, ef það kostaði ekki of mikið, sem eðlilegt var. Ekki kom til mála að tæma svo rikiskassann, að ekki væri hægt að taka skammlaust á móti erlendum gestum og senda menn nauðsyn- legra erinda út um heim og svo þurfti að greiöa þingmönnum sinn mála.allt þetta voru nauð- synlegir hlutir, sem kostuðu morð fjár. Eftir rækilega yfirsýn beztu manna, var alþjóð tilkynnt að nú yrði gert stórátak i velferðarátt. — Þingið samþykkti hungur- lúsarhækkun á ellilaunum og skyldi sú raun koma til fram- kvæmda 1972. Og svo komu kosningar 1971. Frambjóðendur máttu vart vatni halda, vegna samúðar með kjörum aldraðra, yfirlýsingar sumra þeirra i garð aldraðra nálguðust ástarjátningar i eldhúsreyfurum, hvað tik finningahita snerti. Þegar kosningum var lokið og um- hyggjuorðin hljóðnuð, kom ný stjórn til valda. Nýir herrar setjast i ráðherrastólana, og minnast þess að þeir höfðu lofað öldruðum kjarabótum. Bráða- birgðalög voru sett, hækkun elli- launanna skyldi þegar i stað koma til framkvaémda. NU hýrnaði yfir gamla fólkinu, þetta voru nú ráðherrar i lagi, ekkert tvinón hjá þeim, og svo fylgdi með, eins og ábætir, fin og forgyllt loforð um nýja tryggingarlöggjöf og nýja og rétt- látari skatta og útsvarslöggjöf. Þetta þótti mér og fleirum mikil og góð tiðindi og tilhlökkunarefni. Einstaka illa innrættir menn sögðu að þetta væri bara dag- málaglenna, svona góðmennska i garð aldraðra væri með ólikind- um, það væri loforðaýlda af þessu sproki og höfðu allt á hornum sér. Slikt þótti mörgum ómaklegar hrakspár, sögðu eins og satt var, að blessaðir þingmennirnir hefðu komið vel fyrir sjónir á sjón- varpsskerminum, rödd þeirra silkimjúk og engin svik likleg i þeirra munni og þess vegna engin ástæða til að ætla þeim lúsugar hugsanir. Liðu svo timar fram. Ég og kona min höfum bæði hlotið mein af mænuveiki fyrir löngu siðan, en ekki látið þjóð- félagið blæða fyrir það. Við höfum unnið okkar störf eftir beztu getu og talið að slikt væri til þjóðþrifa, og öldruðum væri leyft að nota starfskrafta sina sem lengst án refsiaðgerða. Við hjónin áttum afmæli snemma i júli, ég varð 67 ára en hún 69 ára. Af stjórn hinna vinnandi sfétta og hennar áhrifum, höfum við vænzt nokkrar lækkunar opinberra gjalda, allt að 100 kr. að minnsta kosti. Blessaðir piltarnir voru svo elskulegir að senda okkur ekki álagningarseðilinn fyrr en eftir afmælin, — engum er alls varnað. Álagningarseðillinn kom á jafn virðulegum pappir og vanalega. Ég reif upp plaggið og rýndi fyrst á tekjuskattsupphæðina, hver andskotinn var nú þetta, var prentvilla i plagginu, eða hafði tölvan gert þeim glennu? Nei það gat ekki átt sér stað, tölvan lagði sig ekki niður við minni villu en 10 miljónir, ég setti upp gleraugun min og rýndi á tölufjandann. Svo var sem mér sýndist, tekjuskatt- urinn var kr. 61.147.00 en hafði verið árið áður kr. 13,616.00 Hækkun tekjuskattsins á einu ári var, segi og skrifa 349% minna má nú gagn gera. Mér fannst þetta þunnur þrettándi. Ég hafði unnið á sama stað bæði árin við sömu störf og fengið tilskilda hækkun kaups, en hún gat ekki réttlætt 349% hækkunina. Hver var skýringin. Hvar voru kjara- bæturnar? Var ekki hægt að treysta islenzkum stjórnvöldum? Ég skoðaði plaggið betur. A bak- hlið þess var eitthvað skráð með smáu letri, ég brá stækkunargleri fyrir augun og málið tók að skýr- ast, ég hafði lent með kr. 89,300.00 i 44,44% tekjuskattsflokki ef rétt var reiknað. Ég hringdi á Skattstofuna: eru ellilaun tekjuskattsskyld? Já, var svarað hiklaust. Þarna kom rúsinan i stjórnarpylsuendanum. Af þess- um 89.300.00 kr. voru ellilaun konu minnar kr. 63.700.00 og skiptust þannig að lokinni skatta- álagningu: 1 hlut okkar hjónanna komu kr. 35.483.00. 1 hlut fjármálaráðh.f ,h. rikissjóðs komu kr. 28.30S.C0. Kjarabæturnar og ellilauna- hækkunin virtust hafa lent ein- hversstaðar annars staðar en hjá þeim sem áttu að njóta þeirra. Athugum málið: Heildargjaldheimtugjöld min voru 1972 kr. 108 þús., 1971 kr. 61 þús., hækkun kr. 47 þúsund eða 77% hækkun. Tekjur til skatts samtals árið 1972 kr. 384 þúsund, 1971 kr. 293 þúsund, hækkun 91 þúsund eða 31% hækkun. Niðurstaðan er: á meðan ég fæ 31% kjarabætur ber mér að greiða hinu opinbera 77% kjara- bætur. Vegna 31% tekjuhækkunar hækkar tekjuskattur minn um 349% Þetta eru kjarabætur sem um munar fyrir vinnandi fólk. Það virðist vera dýrt spaug fyr- ir aldrað fólk að lifa i velferðar- þjóðfélagi, ef það vill vinna i lengstu lög. Þessar spurningar leita á hug minn: Eru ráðamennirnir að fæla fólk frá þvi að reyna að bjarga sér sjálft sem lengst? Eru ráðamennirnir með svona háttalagi að þvinga aldrað fólk til að stofna stjórnmálasamtök sér til varnar? Þó ráðamennirnir vildu svara þessum spurningum i útvarpi eða sjónvarpi, yrði ekki mikið á þvi að græða. Eftir þeirri venju sem lærðir menn hafa tamið sér, hæf- ust svörin þannig: „Þetta er erfið spurning” „Ég mundi segja” „Ég mundi halda” „Ég mundi vilja segja” og svo framvegis, þýðingarlaust blaður. Ég hef aldrei átt „skileri” með oröunuffi „Ðrottinn blessi heim- ilið”, en hugsa mér að eignast eiít slikt. En hræddur er ég um, að það reyndist litil vörn gegn innrás skattheimtumanna, ef mig brysti geta til að standa i skilum. En það væri sérkennileg lifsreynsla að sjá þjóna rikisvaldsins taka drottinsorðið af veggnum og leggja hjá öðrum munum, sem væru teknir lögtaki til lúkningar sköttum og skyldum. Ég segi að endingu:: Drottinn blessi þjóðarheimilið, ekki mun af veita, ef svo heldur fram sem horfir. Sigurður Gislason. Þaö hafa verið miklir hitar i Danmörku að undanförnu og náunginn hér á myndinni greip til þess ráðs að fá sér baö i einni tjörninni i Tivoli i Kaupmannahöfn. Verðir voru ekki hrifnir af þvi tiltæki — fjarlægðu náungann, sem eftirleiðis fær ekki aðgang þar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.