Vísir - 02.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 02.08.1972, Blaðsíða 9
Visir Miðvikudagur 2. ágúst 1972 9 Mest umtalaði klœðnaður í tízkuheiminum Það verður sennilega seint of mikið af þvi gert að segja frá tizkunni og nýjustu hugmyndum sem æðstu menn þeirrar listar koma fram með um hverja árstíð. Þó að nú sé aðeins að hefjast ágústmánuður, standa haust- tizkusýningar i Paris sem hæst, enda eru það þeir sem hafa heiðurinn af þvi að vera fyrstir hverju sinni. Tizka kvenfólksins er sem áður númer eitt. Það er litið gert af þvi að sýna nýjustu tizku karlmanna- fatnaðarins, hvað sem veldur,áhugaleysi karlmannanna sjálfra eða framtaksleysi konunga tizkuhúsanna. Við hér á Innsiðu getum þvi ekki glatt auga karlmannsins með klæðnaði fyrir hann, en hann gæti þó ef til vill glaðst ásamt kven- fólkinu yfir þeim klæðnaði sem þeim er boðaður i haust. I tizkuhúsi i Yves St. Laurent i Paris eru dragtir númer eitt. Sumir kalla klæðnað þann sem hann kemur með á markaðinn, fötin fyrir riku konurnar, en aðrir segja hann okkar tima Chanel. Hann sýnir dragtir fyrir alla aldursflokka kvenna og hann á heiðurinn áf þvi að föt hans eru þau umtöluðustu að sinni. Einnig eru vinsælar hjá honum hand- prjónaðar peysur, og jakkar en innan undir ber að klæðast mjúkum silkiskyrtum með stórri og áberandi slaufu i hálsinn. Buxurnarsem eru hafðar við, eru i sama efni og sama lit og jakkarnir, þær eru siðar, og enn er viða sniðið vinsælast. Litirnir sem hann boðar eru purpurarautt og drapplitt gult og brúnt, eða grænt gult og brúnt. Þessa liti vill hann láta bera saman, en lang vinsælustu litirnir i tizkuhúsi hans eru gulur og brúnn saman. Yves sýnir einnig dragtir úr jerseyefni, sem eru léttar og þægilegar, og ber þar rauða litinn hæst. Hattur á höfuðii Chanel fékk á sinum tima stúlkur og kvenfólk um viða veröld til þess að bera keðjur um hálsinn. Það sama gerir St. Laurent. Hann lætur stúlkur sinar bera keðjur við kragalausa kjóla og yfirleitt allan þann klæðnað sem er nógu látlaus til þess að þola skrautlegar keðjur. Hann kemur einnig fram með armbönd og mikið háhælaða skó. Og svo eru það hattarnir, punkturinn yfir i-ið. Þeir eru margir hverjir hafðir mjög skrautlegir. Ýmsir með neti yfir andlitið, og alveg eins og þeir gerðust bezt fyrir mörgum árum. Aðrir eru mjög frumlegir og eru ekki teknir úr gömlu kvik- myndunum, heldur eru þeir með indiánafjöðrum og ýmsu skrauti. Hattarnir eru einnig vinsælir með stórum börðum og meðal tizku- höfuðfata hans finnast heklaðar eða prjónaðar húfur. Ilósir og blóm út um allt. Plizeraðir cocktail-kjólar, kjólar með prinsessusniði og hálfgerðir ballerinu-kjólar skipa háan sess meðal tizkufatnaðar- ins. Og flestir eru þeir mikið og áberandi rósóttir eða þá skreyttir með blómum. Saumarnir á sumum kjólunum eru jafnvel skreyttir með litlum blómum. Yfirleitt eru það aðeins sam- kvæmisklæðin sem skreytt eru þannig en þó eru bróderaðar rósir og blóm i peysur, sem hafðar eru við buxur. Þess má svo geta að við skrautlega og blómsturskreyttu kjóla eru bornir eyrnalokkar, og jafnvel er skrautlegri keðju bætt ein- þvers staðar við. -EA Kösakkiafrakkinn.Hér sýnir Yves Saint-Laurent nýjasta sniðið á kápum. Stuttar kápur hafa verið sagðar skipa hæstan sessinn i haust, en hér er enn haldið fast við hálfsiðu kápurnar. Skyrtukjóllinn Þessi skjóll er einnig frá Saint-Laurent eins og hin sýnishornin sem birt eru hér. Þessi er með slaufu i hálsinn, gerða úr mjúku silki- crep efni. Kjóllinn er stórrós- óttur, skrautlegt belti haft við.og stúlkan er látin bera eyrnar- lokka. Handprjónuð dragt. Þessar dragtir virðast vinsælar i Paris nú sem stendur. Litirnir eru purpurarautt, drapplitað og sitrónugult og blússan sem höfð er innan undir er höfð ljósbrún. Buxnadragt. Jakkinn og buxurnar eru úr svörtu flaueli, og blússan er úr örþunnu chiffon Gulllituð keðja borin við. Svartur brúðarklæðnaður. Kjóllinn er svartur, en skreyttur með rauðum og hvitum blómum. Rauð blóm eru höfð i hári, og brúðarvöndurinn er einnig rauður. Stórar og miklar púffermar og siddin niður á ökla. roðnar , yn '■.; ■■ ■ HEMPECs þakmálníng þegarhannlíturniðurá HEMPEEs þökin og sér hve fallegum blæbrigðum mánáúrlitum hans Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu. Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum. Seltan og umhleypingarnir hér eru þvi engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAINTS. Framleiðandi á Islandi Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi—Símar 33433 og 33414

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.