Vísir - 02.08.1972, Blaðsíða 6
6
Visir Miftvikudagur 2. ágúst 1972
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Frarnkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsscr.
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttástjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Varnir gegn ferðamennsku
(
Heimsmeistaraeinvigið i skák hefur á undanförn- )
um vikum verið umræðuefni fjölmiðla um allan \
heim. ísland og Reykjavik hafa þar fengið frábæra (
auglýsingu, sem mun verða ferðamálunum drjúg á (
næstu árum. Straumur ferðamanna til landsins hef- )
ur á undanförnum árum yfirleitt aukizt um meira \
en 10% á ári. Nú virðist ljóst, að hann muni aukast (
enn hraðar á næstu árum, svo framarlega sem við /
höfum undan að byggja upp aðstöðu fyrir þá, eink- )
um hótelrými. \
(
Ferðamannaþjónustan er að verða verulegur lið-)
ur i gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Hún styður að fjöl- (
breytni og öryggi i atvinnulifinu. En hún er ekki ein- /
tóm blessun. Með henni fylgja ýmis vandamál, sem )
við verðum að taka til meðferðar i tæka tið. Einkum \
eru það vandamálin á sviði náttúruverndar, sem (
við erum vanbúnir að fást við. /
Náttúra landsins er ákaflega viðkvæm, mun við- /
kvæmari en i flestum öðrum löndum. Rusl og sóða- /
skapur verða fljótt áberandi á islenzkum berangri. \i
Gróður og jarðvegur láta fljótt á sjá, þegar umferð (l
eykst. Þessa má þegar sjá merki á vinsælustu //
ferðamannastöðunum. /i
Við göngum sjálfir ekki of vel um landið okkar. (/
Linnulaus áróður fyrir bættri umgengni og náttúru- )
vernd hefur þó haft töluverð áhrif. Erlendir ferða- \
menn hafa ekki setið undir jafn miklum áróðri (
heima hjá sér, enda þolir náttúran þar meiri sóða- /
skap en islenzk náttúra. Auk þess hefur umferðar- )
þunginn sjálfur mikil áhrif, t.d. á öræfunum, sem (
mörg eru nú opin allri almennri umferð. Hjólför eru /
að verða eitt af einkennum öræfanna. )
Við verðum að horfast i augu við þá staðreynd, að /
hluta af tekjum okkar af erlendum ferðamönnum )
verðum við að verja til að vernda náttúruna, eink- (
um á vinsælustu ferðamannastöðunum. Á mörgum /
þessara staða er litil eða engin hreinlætisaðstaða né)
aðstaða til að koma frá sér rusli. Á siðustu árum\
hefur nokkur breyting orðið til bóta, en mun betur (
má, ef duga skal. /
Ennfremur mættu þeir aðilar, sem flytja erlenda/
ferðamenn um byggðir og óbyggðir landsins, leggja)
aukna áherzlu á snyrtilega umgengni. Þeim áróðri, \
sem til er á islenzku fyrir góðri umgengni um/
náttúruna, þarf að snúa á ýmis erlend tungumál til)
dreifingar i ferðabilum. Væru slik gögn til, mundu)
fararstjórar og bilstjórar erlendra ferðamannal
áreiðanlega leggja sitt af mörkum til að láta þau/
koma að gagni. )
íslendingar ferðast þegar mjög mikið um landið. /
Fjölgun ferðamanna i náttúru landsins mun á næstu )
árum einkum koma fram hjá erlendum mönnum, (
ekki sizt ef straumur þeirra til landsins eykst um //
helming á tiltölulega fáum árum eins og nú eru /
horfur á. Það er þvi einmitt timabært að taka nú til)
óspilltra málanna við að vernda náttúruna fyrir (
hinum erlendu auðfúsugestum okkar, eins og við /
höfum á undanförnum árum verið að reyna að)
vernda hana fyrir sjálfum okkar. \
Við fögnum auðvitað tekjunum, sem við höfum af )
ferðamannaþjónustunni. Jafnframt þurfum við að \
gæta þess, að þessar tekjur verði ekki umhverfi (
okkar til tjóns, og hefjast handa á þvi sviði nú þeg- )
ar. )
Ki ónprinsinn þóttist eiga forsetacmbættiö og varö vondur — Lin Piao og Mao.
Þess vegna er Kína ekki sameinað Sovétblökkinni:
Dóttir Brútusar
..Afhjúpið svikarana, jafnvel
þótt þcir séu foreldrar ykkar,
bræður og systur.” Samkvæmt
þessum klassisku kennisctning-
um uppbafs valdaskeiðs komm-
únista i Auslur-Kvrópurikjum
var það dóttir Lin Piaos, sem
aflijúpaði samsæri föður sins. Lin
..agent” Sovétrikjanna, ætlaði að
inyrða Mao formann 13. septcm-
ber 1971, segja japanskar fréttir.
Morðið er enn sem fyrr snjallt
vopn i striðinu milli risanna i
heimi kommúnismans. Svo
snjallt, að hefði samsærið
heppnazt og Lin Piao tekið við
völdum, væri Kina væntanlega
aftur sameinað i Sovétblökkinm í
eindrægni og alúð.
Lin Piao hafði það til sins sér-
staka ágætis i hlutverki Brútusar
við morðið á sinum Cesari, að
hann var útnefndur krónprins
Maos formanns. Hefði stelpan
ekki kjaftað....
Flest dettur elliærum
formönnum i hug.
Lin hal'ði einnig stuðning ekki
ómerkari samsærisbræðra en
allra helztu herforingja. Her-
l'oringjum leizt ekki á, að her-
menn væru sendir á akrana i púl.
Svo sem eins og hver önnur vit-
leysan i formanninum. Hermenn
skyldu vera hermenn á
klassiskan hátt, stolt þjóðarinnar,
liald og traust. yfirstétt.
önnur vitleysan i formanninum
var menningarbylting hans, sem
setti allt á annan endann og tafði
framsókn hennar, lokaði skólum
og verksmiðjum og setti fjölda
góðra forystumanna á hnén til að
þylja rullur um ..afbrot” sin og
vera skammaðir af hálf-brjáluð-
um stúdentum. Flest gæti elli-
'ærum formönnum nú dottið i hug.
Forseti kinverska alþýðulýð-
veldisins. Liu Shao-Chi snerist
gegn formanninum og var tekinn
til bæna af óaldarlýð stúdenta,
þar sem hann grátbað um
miskunn og játaði reiprennandi
Iráhvarf sitt frá vegi sannleikans
og lifsins stefnu Maos og
sósialismans.
Af honum fréttist i stofu-
fangelsi. Forsetaembættið var
laust til umsóknar og Lin Piao
var helzti umsækjandinn. Em-
bættið mátti nýta. þótt það stæöi
ekki formannsstöðunni á sporði.
Lin Piao varð vondur, þegar
hann fékk ekki embætti forseta.
Hann ákvað að drepa Mao.
Herforingjar trúöu
á stál i striöi
Mao var fluttur á öruggan stað
12. september 1971, daginn áður
en samsærismenn hugðust
höggva.
Herforingjar vildu skapa
sterkari her atvinnumanna.
mótaðan samkvæmt fyrirmynd
Rauða hersins sovézka. með
vopnum frá Sovétmönnum, sem
voru auðvitað fullkomnari en
heimatilbúin vopn Kinverja.
Mao sagði: ..Kina gengur
eitt''. Herforingjar og Lin
Piao höfðu hver fram af öðrum
haldið fram hinu gagnstæöa:
Aðeins með stuðningi Sovét-
manna verður eitthvað vit i kin-
verskum her á atómöld.
Þessa stefnu má rekja til her-
foringjans Peng, sem hafði
stuðning Krusjevs á sinum tima.
Mao formaður var þá orðinn
þreyttur á ofmetnaði Sovét-
manna, sem vildu ráðskast með
kinversk mál samkvæmt fyrri
kenningum Stalins (sem þó er enn
dýrkaður i Kina). Mao setti
Krusjev stólinn fyrir dyrnar. Burt
með Rússa.
Þótt Peng væri „hreinsaður”
IMMMIMII
Umsjón:
Haukur Helgason
og við stöðu yfirmanns herráðsins
tæki Lo jui-Ching nokkur, var
ekkert lát á undirróðri her-
foringja gegn grundvallarstefnu
formannsins. Ching var sparkað
fyrir að halda þvi fram, sem Kin-
verska dagblaðið orðaði þá svo:
,,Þeir héldu þvi fram, a‘ð i
nútimastriði réðú tæknin, stálið
og vélarnar úrslitum, en
maðurinn og stjórnmálin skiptu
litlu."
Cheng-Wu tók við af Ching og
var sparkað fyrir sömu afbrotin,
en eftirmaður hans var engu
betri. Hann tók þátt i samsærinu
með Lin Piao. Opinber kinversk
blöð viðurkenna nú loks, að Lin
Piao hafi ætlað að koma Mao
fyrir kattarnef. en langt er siðan
þetta var taliö sannað á
Vesturlöndum. Blöðin staðfesta
einnig, að Lin Piao hafi beðið
bana, er flugvél hans hrapaði en
áður voru skiptar skoðanir um or-
sök flugslyssins, hvort hún hefði
til dæmis verið skotin niður.
Lin Piao reyndi að myrða for-
manninn eftir ósigur sinn og fé-
laga i deilum við Chou En-Lai for-
sætisráöherra og synjun á for-
setaembætti sér til handa. Lin og
fylgismenn eru kallaðir „róttæk-
ustu vinstri mennirnir” i kin-
verska kommúnistaflokknum, en
erfitt er að skipa þessu liði til
hægri og vinstri af viti.
1 Japönsku fréttunum er sagt,
að Kinverjar muni ekki skýra i
smáatriðum frá samsæris-
áformunum, svo sem hvernig átti
að stytta Mao aldur, vegna þess
hve ..skammarlegt" slikt sé.
Meðal herforingja, sem studdu
Lin, voru yfirmaður herráðsins ,
flughers og flota.
Sovétmenn reyndu aö
koma burt gjaldeyri
Lin Piao flýði, þegar upp komst
um samsærið og komst i flugvél i
bænum Linyu, öðru nafni Shann-
haikwan, um 300 kilómetrum
austan Peking. Með konu sinni
Yeh Chun og syni þeirra komst
hann burt i þotu, áleiðis til Sovét-
rikjanna, til vina sinna. Flugvélin
hrapaði i Mongóliu, segja kin-
verskar fréttir, vegna þess að of
mikill hamagangur var á flótta-
mönnunum, sem óttuðust eftirför.
t vélinni voru um það bil tiu,
segir i fréttunum, og fórust allir.
Óttinn við eftirför var varla alveg
ástæðulaus. Að minnsta kosti er
sagt, að sovézk flugvél hafi verið
skotin niður yfir Sinkiangfylki og
hafi hún flutt leyniskjöl kinverska
kommúnistaflokksins og erlend-
an gjaldeyri, dollara rúblúr og
franka.
Formaður stóð þvi af sér öll
áhlaupin frá hægri og vinstri, allt
frá þvi að forseti Kina, Liu Shao-
Chi reis gegn honum i menn-
ingarbyltingunni og unz samsæri
krónprins hans urðu ljós, vegna
dóttur. sem vist bar heill þjóðar-
innar meira fyrir brjósti en heill
foreldra sinna.
Cliou En-Lai sigraði og tók á móti Nixon, en Lin heföi vist frekar boð-
ið Bresrijev lieim.