Vísir


Vísir - 05.08.1972, Qupperneq 12

Vísir - 05.08.1972, Qupperneq 12
Visir Laugardagur 5. ágúst 1972 12 r íslenzkur hestur er ungri dauð- vona stúlku í Danmörku allt Á búgarði á Norður-- S.jálandi, sem heitir Myrehulm, búa hjónin Mogens Petersen, og kona hans Ebba, ásamt börnum sinum tveimur, Joan, 17 ára og Bjerre, 18 ára. Búgarður þessi er afskekktur, og fjöl- skyldan hefur fá dýr að undanskildum hestum. llestarnir eru það sem börnin lifa fyrir, sér- staklega Joan, og uppá- haldshestur hennar heitir Hrafn, sem er islenzkur hestur frá Mosfellssveit. Joan hafði áöur átt hest, sem hét Lykke, en þegar sá hestur veiktist og séð varö að hann kæmi ekki til með að verða til mikilla nota framar, tók Joan sig til og safnaöi fyrir öðrum. 1 Hilleröd i Danmörku hitti hún fyrir Fritz Haug, sem hefur flutt islenzka hesta inn til Danmerkur. Hrafn var ekki hlýðinn hestur, og erfitt að eiga við hann, að minnsta kosti var það ekki á hvers manns færi að reyna að tjónka við hann. En Fritz Haug fullyrti að Joan og Hrafn ættu eftir að koma til með að verða góðir vinir, og hún fékk að fara með hann heim til reynslu. Og Fritz Haug hafði reynzt sannspár, þeim kom alveg ágætlega saman, hestinum og hinni 17 ára gömlu stúlku. Og nú er svo komið að enginn fær að fara á bak honum nema Joan. Það getur meira aö segja verið hættulegt fyrir aðra að koma nálægt honum, en við Joan er hann eins og lamb. Hann fylgir henni hvert sem hún fer, tryggur og þolinmóður, næstum eins og hundur sem fylgir manni. Þegar Joan á siðasta ári vann tvö verðlaun á dansk-islenzku hestamóti, þurfti hún þó að hafa sig alla við að gæta hestsins, þvi aö svo villtur virðist hann i raun og veru. Fjölskyldan flutti i upphafi á bæinn Myreholm, til þess að geta verið i friði með hestana sfna. Þau hafa nú búið þar i 10 ár, og komið sér upp góðu hesthúsi. Fyrir sjö árum töldu læknar Joan dauövona. Hún er með hættu- legan sjúkdóm,útgangur kirtla og svitaholur stiflast, vegna þess að vökvinn er of þykkur. Þetta or- sakar ýmsa aukakvilla og hún verður fyrir bragöiö móttækilegri fyrir sjúkdómum. Joan hafði áöur verið mikið fyrir hesta, og þegar faðir hennar og móðir héldu að hún ætti skammt eftir ólifaö, glöddu þau hana með þvi að gefa henni hestinn Lykke, sem áður er getið. Og það furðulega gerðist, það var sem hesturinn veitti henni nýjan þrótt, og Joan virtist hressast að mun. Stuttu seinna var Joan gefinn annar hestur, sem heitir Tommi, en hann er gamall sirkushestur, sem ekki var lengur talinn fær um að gera listir i sirkusnum. Og svo stuttu siðar bættist svo Hrafn, uppá- haldshesturinn hennar i hópinn. Og þrátt fyrir það að enn er ekki vitað hve Joan getur lifað ler.gi vegna sjúkdómsins, hafa hestarnir þrir veitt henni allt það bezta sem henni fannst hún geta fengið. "* Tommy er orðinn 28 ára gamall, en hann hefur ekki gleymt öllum sirkuskúnstunum. Joan er sú eina sem fær að fara á bak Hrafni. öðrum getur hann reynst hættulegur. Plastikaðgerðir ó 5-10 mínútum Að fara i svokallaða plastað- gerð á andliti, eða likama tekur orðið styttri tima fyrir kvenfólk heldur en að fara á snyrtistofu og láta taka andlitið i gegn. Svo segirDr. Robert Alan Franklyn, einn af fremstu sérfræðingum i þvi fagi i Hollywood. Aöur fyrr gat það tekið upp undir tvær vikur að gera aðgerð á andliti eða á likama, en nú kemur fólk i matarhléinu sinu. Andlitslyfting svokölluð, tók til dæmis áður fyrr 20-30 minutur, og siðan þurfti að liggja á sjúkrahúsi i tvær vikur. Nú hef- ur timinn stytzt svo, að stúlka getur látiö gera aðgerð á brjóst- um sinum. og látið lyfta þeim á 5-10 minðtum, siðan getur hún sprangað um á ströndinni eða á strætunum sama daginn, með annan likama. Fólk notar sér matarhléin frá vinnunni, kemur inn á sjúkra- húsið, og lætur laga vangalla sina á mjög stuttum tima. Til dæmis er hægt að losna við hrukkur á skemmri tima heldur en tekur að fara á snyrtistofu. Meiri háttar aðgerð tekur þó aðeins lengri tima. Kona getur komið á sjúkrahúsið á föstu- degi, og látið laga nef sitt svo að það gjörbreytist, látið laga eyru sin og fjarlæga hrukkurnar og svo getur hún fengið brjóstað- gerð, allt saman á tveim dög- um. Hún er tilbúin til þess að fara heim áður en helgin er á enda. Dr. Franklyn hefur gert slikar aðgerðir á mörgum mjög þekkt- um persónum, en hann vill þó ekki gefa nöfnin upp. Slikar aðgerðir kosta offjár, en Dr. Franklyn segist þó geta gert slikar aögerðir fyrir lægra verð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.