Vísir - 08.08.1972, Page 6

Vísir - 08.08.1972, Page 6
6 Visir Þriðjudagurinn 8. ágúst 1972 VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýs'ingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Dagur milliliðanna Hátiðisdagar og aðrir almennir fridagar verða svo sjálfsagðir i hugum okkar, að við hugsum minna en skyldi um tilgang þeirra. Komið hefur i ljós, að það vefst nú orðið fyrir mörgum, hvers vegna sumir daganna eru hátiðis- og fridagar. Liklega hafa fæstir hugsað um tilgang fridagsins i gær, þegar menn nutu hans, þessa dags millilið- anna. Orðið milliliður hefur enn neikvæða merkingu i hugum sumra íslendinga. Enn er þvi haldið fram, að milliliðir, verzlunin, sé afæta á þjóðar- likamanum. Enn finnast þeir, sem fullyrða, að við gætum að mestu án verzlunarstéttarinnar verið. Kaupmenn og verzlunarfólk sé nánast óþarft, og er þá einkum átt við heildverzlunina. Slikum fullyrðingum fylgir sjaldan tilraun til rökstuðnings, heldur er reynt að skapa úlfúð vegna þess, að neytandinn sækir nauðsynjar sin- ar til verzlunarinnar og verður að greiða fyrir þær verð. Reynt er að etja saman fólkinu utan og innan við búðarborðið. Starf verzlunarfólks er að sinu leyti jafn nauð- synlegt og starf sjómannsins eða bóndans. Það er hagnýtur þáttur i nútima framleiðslu og þjón- ustu. Verzlunin skapar verðmæti, eins og öllum er ljóst, um leið og þeir hugsa til þess, hvernig væri án verzlunarstéttar. Ekki sættum við okkur við að fara með framleiðslu okkar hvert til ann- ars og skiptast á vörunum. Málið er öllum aug- ljóst, jafnskjótt ogþeirsetja dæmið upp. Verzlun- in annast flutning vörunnar frá framleiðanda að bæjardyrum neytandans. Hún geymir vöruna fyrir neytandann og tilreiðir hana fyrir hann. Hún býður honum þjónustu, sem hann getur ekki án verið, gerir vöruna verðmætari en hún væri, ef hún lægi enn hjá framleiðanda, og þess vegna verður greiðsla að koma fyrir. Verzlunin fram- leiðir á sinn hátt, skapar verðmæti. Menn deila sjálfsagt um, hvort einhver vara sé of dýr eða ekki, en það vandamál er i eðli sinu hið sama og við blasir á öðrum sviðum. Vegna óhag- kvæmni eða óhóflegs ágóða getur sérhvert gæði, vara og þjónusta, orðið dýrari en eðlilegt væri. Þetta vandamál snýr að öllum mannlegum sam- skiptum, sem valda greiðslu, framleiðendum og milliliðum. í eðli sinu er þar enginn munur.nema hvað búðarmaðurinn er nær neytandanum en framleiðandinn og þvi auðveldara að skeyta skapi sinu á honum. Okkur er hollt að hugsa til eftir dag millilið- anna, að verzlun er hagnýt atvinnugrein, sem hefur vaxið með framförum þjóðfélagsins, vegna þess að við höfum öll beðið um þessa þjónustu og biðjum um meira. Við biðjum um verzlanir með fjölbreytt úrval vöru á stöðum, sem við komumst auðveldlega til og þar sem bætt er úr þörfum okkar á sem full- komnastan og fljótastan hátt. Verzlunarstéttin býður þjónustu sina til að uppfylla þessar óskir okkar. Olíubann á Vesturlönd? Hræddirum hag sinn. þegar fólkið kvartar: Sadat og Khaddafi. Hrœðslubandalag með hnefa steytta Egyptaland og Líbía sameinuð Arabaleiötogar sitja við ol íul indirnar og íhuga, hvort ekki skuli skrúfað fyrir olíustreymið til rikja, sem eru andvig þeim í deil- unni við israel. Egyptaland og Líbia ætla að sameinast i eitt riki. Þar eru tveir hræddir menn að verki, Sadat Egyptaforseti og Khaddafi byltingarforingi í Líbíu. Til að gera ríki sín sterk hafa þeir í hófunum við vestræn ríki. Þeir félagar eru í vanda vegna kurrs heima fyrir og uppreisnar- tilrauna og vinslita þeirra beggja við Rússa, áður stoð og styttu sína. Stýra milljón manna liði Þá dreymir stóra drauma um knésetningu israelsrikis. Einir vilja þeir ganga fram og stýra milljón manna liði Araba, þúsund flugvélum og 5000 skriðdrekum i árás á ísrael. tsraelsmenn láta sér fátt um finnast. Sameinaðir eiga Arabar, i draumsýn þeirra félaga. að beita ( oliutekjum sinna miklu linda til að standa undir herhlaupinu. Féndum sinum, heimsvaldasinn- unum. sem styrkja ísrael, skuli þeir veita þungt högg með þvi að stöðva rennsli oliunnar, blóðs til iðnaðarins á Vesturlöndum. Þetta dreymir þá, en staðreyndir eru ekki i samræmi viö drauminn. Það er ekki heiglum hent að hætta að selja vestrænum oliu. Senni- lega færu báðir aðilar flatt á ( sliku. Oliuhungruð Vesturlönd og israel, sem Arabar kalla með nokkrum rétti ..vestrænt útibú", mundu verða grátt leikin, ef oliu- bann yrði framkvæmt. En jafn- ( vel Sadat segir: ..Oliubann er æskilegt. en mjög flókið viðfangs- efni. Okkur liggur ekkert á i Oliu- málunum. Við erum ekki móður- sjúkir." En hann bætti við. ,,Ég get full- vissaö ykkur um. að hagsmunir Bandarikjanna fá „heitt haust”. Bandarisk olíuauðfélög standa undir Líbíu Bandarisk oliuauðfélög standa undir 90 prósentum af þeim 200 milljörðum króna, sem olian veit- ir rikissjóði Libiu. Hver á að greiöa fyrir oliuna, ef hún fer ekki vestur? Sovétrikin eru oliufram- leiðandi, eins og fáum þjóðum er betur kunnugt en þeirri islenzku. Auk þess geta Arabar ekki farið að biðla til Rússanna, eftir hin grófu vinslit, sem urðu fyrir skömmu. Tvær milljónir Libiumanna mundu æmta við, þegar tekjurnar hyrfu. Khaddafi er umhugaðast að standast áhlaup þeirra fyrri llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason Golcla lætur sér fátt finnast um lætin. félaga sinna, sem nú grafa sem óðast undan honum. Sama sagan, og verri er um Sadat. Hann hefur hlotið blessun þjóðar sinnar sem hetja fyrir sparkið i Rússann, eins og hver þjóðarleiðtogi, sem gefur útlendingum spark. En þvi fer viðs fjarri, að þjóðin hafi sam- einazt um Sadat. Hún hefur að- eins i bili hætt aö spotta hann fyr- ir aumingjaskap gagnvart Israel. Gömlu konurnar hafa ekki mynd af Sadat Satad kann að verða rekinn út i strið við Israel. nauðugur viljug- ur. vegna kröfu þjóðarinnar um það. En hver sá her, sem Sadat og Khaddafi kunna að safna, er ekki liklegri en áður var til að gera tsrael neitt grand. Brottför Rússanna hefur ýmsar afleiðingar, sem eru miður hag- stæðar fyrir afl Egypta til striðs. Sovétmenn mundu varla byggja undir Sadat i sliku striðsbrölti hans. Við brottför kunnáttu- manna Sovétrikjanna frá skot- pöllunum veiktist hernaðarmátt- ur Egyptalands gifurlega. Bandalag Egyptalands og Libiu er þvi fyrst og fremst hræðslu- bandalag tveggja foringja, en jafnframt vinsælt mál alls þorra Araba, sem vill einingu, samein- að veldi Araba, sem kallað er pan-arabismi. Nasser varð hetja allra Araba nema nokkurra kommúnistiskra undanvillinga, þegar hann hóf merki sameining- arstefnunnar. Gamlar konur um gjörvallan arabiska heiminn settu mynd af Nasser fyrir ofan rúmið sitt. En Sadat er ekki Nasser, og fáar gamlar konur hafa mynd hans nærri sér. Reynslan af sameiningartil- raunum arabiskra rikja hefur verið dapurleg. Egyptar og Libiu- menn segjast nú ætla að sameina rikin til fulls 1. september 1973. Nasser stofnsetti á sinum tima rikjabandalag Egyptalands, Sýr- lands, en það hrundi i rúst árið 1961 eftir þriggja ára lif. Tilraunir til að sameina Egyptaland, Súdan og Libiu hafa verið gerðar með miklum látum og runnið út i sandinn. Lauslega tengt samband Egyptalands, Libiu og Sýrlands, sem var stofnsett fyrir ári, hefur náð skammt, og veldur þar miklu andstaða sýrlenzkra kommún- ista, sem jafnan hafa verið kot- rosknastir kommúnista i Araba- rikjum. Útsendarar úr vestri og austri kæfa draum Araba Sýrlenzkir kommúnistar hafa hellt sér yfir Sadat fyrir vinslitin við Rússa. Kommúnistar hafa hatazt við Sadat, siðan hann rétti út hönd sina og molaði byltingar- tilraun kommúnista i Súdan. Kommúnistum þar var siöan slátrað við mótmæli úr öllum heimi. Útsendarar Vesturveldanna og Sovétrikjanna hafa átt sinn þátt i að hindra, að draumur Araba rætistog riki þeirra renni saman i eitt. 1 þeirri ægilegu refskák, sem tefld er án afláts i Arabaheimin- um i stil Þúsund og einnar nætur er bróður teflt fram gegn bróður. Jafnvel Egyptar, gæfastir Araba, hafa hnifinn i erminni i stjórn- málum, og aðrir, svo sem trakir, hafa hnifinn i erminni hvort sem er.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.