Vísir - 08.08.1972, Síða 13

Vísir - 08.08.1972, Síða 13
Loeknar lömunarveiki, migreni, sykursýki og gigt með nól 1 ' . • ;■•••• :.2S rjoei Westergaard er f*dd i Kina og var þvi ekki smeyk v»6 «0 íát& frMda sbw, Lee Kim Bee, gera á s<r nálastungu akgerðina. Þannig er hálsbólga læknuð eftir kinverskum aðferðum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Tjoei Westergaard, verzlunarkona i Kaup- mannahöfn varð alveg frisk eftir að hafa látið frænda sinn, Lee Kim Bee, stinga tvisvar sinnum langri silfurnál inn á háls sér. Lee Kim Bee er frá Djakarta i Indonesiu, og hann er sérfræðingur i þessari 4000 ára gömlu list Kinverja. Eins og er,er hann staddur i Evrópu til þess að kenna áhuga- mönnum þessa sér- kennilegu læknisfræði. Enginn sársauki Með hjálp nála sinna, sem eru sumar hverjar 14 cm langar, getur hann meðal annars læknað alvarlegri sjúkdðma, svo sem lömunarveiki, migreni, gigt, flogaveiki, sykursýkiog kyndeyfð Nálinni er komið fyrir milii tauganna og vöðvanna, en mjög þétt viö taugarnar Sjúklingurinn finnur ekkert, en fær þö snöggan sjálftakipp um likamann, sem veldur ekki sársauka. En það þarf lika mikla þjálfun og athygli til þess að koma nálinni á réttan stað. t Kina eru nálarnar einnig notaöar viðuppskurði. Með þvi að koma nálum fyrir i taugum, er hægt aðgera hluta af likamanum algjöriega tilfinningalausa, og sjúklingar eru með fullri með- vitund meðan aðgeröin fer fram, án þess að finna nokkurn sársauka. l^æknaði sjúkling, sem læfcnar gátu ekkert gert lyrir. Lee Kim Bee segist ekki skilja i þvi hvers vegna þessi nálar- stunguaðferð er ekki notuð i Vesturiöndum. 1 Hamborg, þar sem hann kynnti þýzkum læknum þessa aöferð, fékk hann i hendur þýzka konu, sem þjáðist stöðugt af miklum höfuðverkjum, eftir aö hafa lent i slysi fyrir nokkrum árum. Læknar höfðu ekkert getaö fyrir hana gert, og aðeins sagt henni að hún yrði að venja sig við sársaukann. Með nálarstunguað- ferðinni gat Lee Kim Bee gert hana heilbrigða. í Bandarikjunum hefur vaknað áhugi fyrir þessari læknisaðferð og sömuleiðis i Danmörku. Um þessarmundir erdanskur læknir i Kina að kynna sér slikar lækningar. Umsjón: Eddo Andrésdóttir ROMAN POLANSKI: „Hef meiri rétt til þess að fromleiðo hryllingskvikmyndir en nokkur Kvikmyndafram- leiðandinn Roman Folanski, eiginmaður Sharon Tate, sem myrt var á óhugnan- legan hátt eins og ftestir muna, heldur enn áfram að fram- leiða ofsafullar hryll- ingsmyndir, þrátt fyr- ir þann hrylling sem hann sjálfur hefur orðið að ganga i gegn- um i lifinu. Nýjasta kvikmynd hans er: Macbeth og er eins og þær fyrri þrungin spennu. „Mér finnst ég háfa meírí réft en nokkur annar kvikmynda- framleiðandi i dag, til þess aö annor" framleiða svona kvikmyndir, og ég held ég hafi meiri þekkingu á þvi sem ég er að gera en nokkur annar”, segir Roman Polanski. „Ég hef lifað óhugnanlegra lifi en flestir aðrir”, heldur hann áfram. „Og ég meina ekki aðeins morðiö á Sharon og hinum sem myrtir voru þá, heldur er ég lika að tala um bernsku mína. Ég eyddi henni i fátækrahverfi i Póllandi, og þaö var sannur óhugnanleiki. Ekki eins og þessi i kvik- myndunum!! „Þegar Nasistarnir voru i Póllandi komu nokkrir þeirra að húsi okkar i Póllandi, þar sem margar fjölskyldur bjuggu. Ég horfði á þá draga konu á hárinu niður stiga. Stuttu siöar var móðir min myrt af þeim, og ég veit hvernig sú tilfinning er að sjá heila fjölskyldu hreint og beint þurrkaða út”. Polanski segist halda að áhorfendur vilji helzt fá hryllingskvikmyndir eða aörar þær sem hafa mjög sterk og mikil áhrif, sársauki, ást eða annað. „Fólk hefur sagt mér, að þær senur minar sem eru gæddar spennu, séu stórkostlegar, og ég trúi þvi”. Polanski segir ennfremur að bezta leiðin til þess að ná sem mestri spennu og óhugnan- leika fram i kvikmyndum sé að reyna eftir megni að lifa sig inn i það sem hann er að gera. „Ég imynda mér að það sem er að gerast við upptöku sé að gerast i rauninni, og það endar með þvi að mér finnst þetta ekki lengur leikur. Ég hugsa um sjálfan mig sem barn, og ég hugsa um hvernig Sharon hefur liðið þegar hún var myrt. Ef ég get fengið mig til þess að hugsa um það, veit ég að áhorfendum mun falla atriðið vel”. 0 Fóðurkvörn, sem malar svart gull Þessi Fróðakvörn malar gull, svart gull úr Norðursjónum, þar sem þeir hafa veriðaðfinna oliu á undanförnum árum. Nokkrir slfk- ir borturnar hafa risið þar upp úr hafflelinum til þess að bora eftir oliunni. Síðasti fundurinn var á svo-' nefndum Dorehull, sem liggur i um það bil 300 km fjarlægð suð- austur af Stavanger. Or tveim borholum, sem gerðar hafa verið þarna i Dorehull, hafa fengist til þessa 4300 tunnur af oliu og rúm- ar 4,2 mitljónir kúbikfeta af gasi. Þetta ku vera góð olia, brenni- steinsfrí, og 0,83-084 að eðlis- þyngd. „Zapata Explorer” heitir bor- turninn, sem þessar myndir eru teknar af — önnur úr lofti og hin af sjó. Þessi mannvirki eru, eins og myndirnar bera með sér, samsett af mikilli tækni,og eru i sjálfu sér dæmi um snilld manns- ins, þegar hann leggur sig fram i giimunni við náttúröflin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.