Vísir - 10.08.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 10.08.1972, Blaðsíða 1
62. árg. — Fimmtudagur 10. ágúst—179 tbl. SIGRUM VIÐ INFLÚENSUNA? Tekst okkur að ráða við bansetta flensuna að lokum? Bandarisk stjórnvöld til- kynna, að nýtt bóluefni hafi verið gert sem þau teiji að muni valda byitingu 1 barátt- unni við veikina. Hún eigi ekki lengur að verða sá skelfir heimsbyggðarinnar, sem hún hefur verið, þegar efnið verður leyft almennt. SJÁ BLS5 Eftir margra vikna rólegheit ó slökkvivakt: Slökkvibílar á þönum um alla borgina í gœrkvöldi Hinn gleymdi hluti hússins Eitt er það „herbergi” i ibúðum hér á iandi, sem oftast verður út undan, — það eru svalirnar. Mögu- leikarnir á að gera svalirnar virkilega skemmtilegar og aðlaðandi eru margir. Við ræddum við Jón H. Björns- son skrúðgarðaarkitekt um ýmislegt viðvikjandi þessum gleymda hluta hússins. SJA INN-SIÐU A BLS 7 Hún lœrir múl Konsómanna Hún Hulda Björg, fimm ára gömul Reykjavikurtelpa, verður senn farin að reyna við nýtt tungumál, mál Konsómanna i Afriku, en þangað eru foreldrar hennar að flytja og munu starfa þar að kristniboði. Við ræddum við foreldra hennar i gær. SJA BLS2 Rússarnir og hestaheilsa i Sovét hafa menn náð hvað hæstum aldri að þvi talið er, og vitað er um menn sem náð hafa meira en 150 ára aldri. Það er þvi ekki úr vegi aö kynna sér hvað prófessor i Moskvu ráðleggur mönnum sem vilja njóta langra lif- daga — án þess að vera stöðugt i heimsókn hjá læknum. SJA NU-siðuna A BLS 4 Hvaða tökum ú að taka „riddara" þjóðveganna? Það hefur vakiö athygli hversu föstum tökuin lög- reglan tók nokkra „riddara þjóðveganna”, sem geistust frain úr allri umferð um síð- ustu helgi á ofsahraða. Við spurðum nokkra veg- farendur hvort þeim þætti lögreglan taka of harkalega á þessum kappaksturs - „hetjum” þröngu þjóðveg- anna okkar. SJA BLS2 Faðmlög í geimnum Merkileg tiðindi i kalda striðinu. Stórveldin ætla að „faömast” úti i geimnum. Bandarikjamenn og Rússar undirbúa geimferð i sam- vinnu, meöal annars til þess, að hver geti bjargað öðrum, ef geimför lenda i háska siðar meir. SJA BLS 6. Það var eins og allt ætlaði um koll að keyra á skiptiborðinu hjá slökkviliðinu i gær- kvöldi. Á stuttum tima ringdi inn tilkynningum um eldsvoða hér og hvar i bænum. Mestur stuggur stóð mönnum af eldi, sem kviknað hafði við sorpeyðingarstöðina i gærkvöldi um kl. 21. Mikinn reyk lagði það- an, og hefði mátt halda að um stórbruna væri að ræða, ef slökkviliðsmenn væru ekki orðnir vanir þvi, að kviknaði i ruslinu þarna uppi á Ártúnshöfðanum. Þrir slökkvibilar voru sendir með miklu irafári á staðinn, en þá kom i ljós, eins og við mátti búast, að kviknað hafði i rusli, og var það fljótlega slökkt. Skömmu áður hafði slökkviliðið verið kvatt að ibúðarhúsi i Drápuhlið, en þar reyndist eldur- inn vera i tveim rúmdýnum, sem kviknað hafði i. Reyk lagðf þar út úr ibúðinni nægilega mikinn til þess að skjóta mönnum skelk i bringu. Siðar um kvöldið var slökkvi- liðið kvatt að sumarbústað við Rauðavatn, sem talinn var standa i ljósum logum, en reynd- ist svo aðeins vera rusl að brenna. Og i sömu andránni, sem liðið var kallað út i sumarbústaðinn, kvað við annað útkall að barnaleik- vellinum i Kópavogi, sem sömu- leiðis reyndist ekki stórkostlegra en hitt. „Þaðer sjaldan ein báran stök, þá loks eitthvað skeöur,” varð einum brunavarðanna að orði, sem gengið hefur brunavaktir undanfarnar vikur, án þess að eitt einasta brunaútkall kæmi, fyrr en nú. —GP — „litla borgin" barnanna fékk heimsókn slökkviliðsins - sjó baksíðu Dauða- stríð Hamra- ness í Stern SOS, við eruin að sökkva, er fyrirsögn i þýzka timarit- inu Stcrn frá þvi 20. júli sl. Þar eru birtar myndir frá dauðastriöi togarans Hamraness, sem sökk i djúp- ið þann 18. júni siðastliðinn. Stern birtir nokkrar myndir úr myndaseriu þcirri sem birtist i Visi daginn eftir að togarinn sökk. Myndirnar og litil grein þekja heila opnu i Stcrn. Ljósmyndirnar tók 22 ára gainall liáseti á Hamranesi, Fritz Glahn frá Köln og scndi hann þær til Stern. i litilli grein sem fylgir myndunum segir mcðal ann- ars, að ósköp hversdagslega og rólega liafi Hamranesið sleppt netum sinum i Norö- ur-Atlantshafið, en þá hafi „Kapteinn” Guðmundsson allt i einu fundið snöggan kipp, titringur hafi farið um skipiö, og sjórinnn tekið að renna inn. Skipverjar bafi þá sent út neyðarkali, og Narfi bjargað þcim um borð. Siðast i grein- inni segir að orsök þcssa sé tundurfufl frá þvi i seinni heimstyrjöldinni. —EA Þeir eru aö mála dómkirkjuna þessa dagana, „og ég veit ekki annað en hún verði höfð í sama lit eða svipuðum og áður," sagði kirkjuvörðurinn, Jóhannes Bjarni Magnússon. Dómkirkjan í Reykjavík er orðin 175ára gömul, ,,og þarf furðulitið viðhald", sagði Jóhannes Bjarni, ,,við hreinsuðum hana nú að innan, og þyrfti raunar að mála hana innanverða líka, en það verður látið bíða um sinn — hreingerningin gerði henni gott, hún er orðin bjartari." Sagði Jóhannesað ein sjö ár myndu nú liðin, frá því kirkjan var síðast máluð að utanverðu — ,,og núna vinna líka við hana múrarar, sem slétta veggina — vinna hana nokkuð undir málninguna. Málararnir eru núna búnir að sand- blás.a kirkjuna og hreinsa hana upp, þannig að bráðlega fer hún aftur að setja upp gamalkunnan svip." -GG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.