Vísir - 10.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Fimmtudagur 10. ágúst 1972
3
,Víða tekjuvonir
Skáksambandinu
hjá
— segir Guðjón
Stefánsson
Krakkar
komnir í
berjamó
— en ber varla full-
þroskuð ennþá
Nýi peningurinn vekur athygli
„Við vorum mjög ánægðir með
aðsóknina i gær, sem var um 1500
manns.” sagöi Guöjón Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Skák-
sambandsins, i stuttu viðtali við
Visi i morgun. „Upphaflega höfð-
um viöreiknaðmeð að þyrftilOOO
manns inn á hverja skák en nú
hefur sú tala hækkað upp i 1500.
Það stafar auðvitað af þvi að
engar kvikmyndatökur hafa átt
sér stað nema i tveim skákum.
Ég get ekki séð að ne'in breyting
verði á afstöðu Fischers til þeirra
mála þannig að ég reikna með þvi
að við getum ekki gert okkur
miklar gróðavonir i sambandi við
kvikmyndir. -
Það er auðvitað slæmt að hafa
ekki atburðinn á filmu en það má
vel vera að eitthvað megi hafa út
úr þessum litlu kvikmyndatök-
um. Varðandi samninginn við
Fox þá eigum við að fá 50% af söl-
unni og hann 50%. Keppendur fá
svo 60% af okkar hlut þ.e. 30%
hvor af nettó ágóðanum.
Nú, við höfum reyndar margar
tekjuvonir fyrir utan kvik-
myndirnar. Skákpeningurinn
og tekjur af væntanlegri útgáfu
starfsemi er þar auðvitað þyngst
á metunum. 1 gær höfðum við
nýja peninginn til sýnis og feng-
um margar pantanir og almennt
virtist fólk mjög ánægt með pen-
inginn.
Ég get nú ekkert gefið upp að
svo stöddu um hve upplagið verð-
ur mikið, en það kemur i ljós ein-
hvern næstu daga. Við búumst við
þvi að þessi útgáfa á nýja pen-
ingnum gefi mikið af sér i aðra
hönd og ég held að við megum
vera nokkuð bjartsýnir hjá Skák-
sambandinu svona almennt með
þróun einvigismála,” sagði Guð-
jón að lokum.
GF
NYJAR ISLENZKAR
EFTIR HELGI
Bændur i Þykkvabænum munu
byrja að taka upp kartöflur eftir
fjóra til fimm daga. Um eða eftir
helgina má þvi búast við nýjum
islenzkum kartöflum á markað-
inn. Kartöflusprettan litur mjög
sæmilega út, að sögn Magnúsar
Sigurlássonar framkvæmda-
stjóra i Þykkvabæ.
— Hún er heldur seinna á ferð-
inni en i fyrra, um það bil 10—14
dögum seinna, en þá voru kartöfl-
ur frekar fljótsprottnar. Nú var
rakt og kalt i júli og taföi það
heldur fyrir.
— Hefur gætt næturfrosta hjá
ykkur?
— Nei, það hefur verið kalt á
nóttunni en alltaf andvari og þá er
ekki hætta á næturfrosti.
— Svo viö megum búast við is-
lenzkum kartöflum bráðlega?
— Já, ætli maður reyni ekki að
hlifa ykkur við að borða þennan
óþverra, sem nú fæst. Alltaf er
þetta islenzka bezt, ef það er á
annað borði í lagi. —SB—
Kaffiterían opnuð
um nœtur fyrir
Fischer
Það er ekki alltaf tekið út með
sældinni að hýsa fræga menn sem
auk þess snúa sólárhringnum við.
Það hefur starfsfólk Loftleiða-
hótelsins fengið að reyna siðan
Robert Fischer tók sér þar aðset-
ur.
Hann vakir fram eftir allri
nóttu sem kunnugt er og spilar þá
oft keiluspil súður á Keflavikur-
flugvelli. Þegar hann kemur sið-
an heim siðla nætur finnur hann
oft til svengdar og fer þá fram á
að fá ýmsa rétti. Matsveinar
hótelsins vinna ekki yfir nóttina
fremur en á öðrum hótelum bæj-
arins, en oftast er reynt að verða
við óskum skákmeistarans. Það
starfsfólk sem er á vakt yfir nótt-
ina setur sig þá i kokkastellingar
og útbýr eftir beztu getu þá rétti
sem Fischer fer fram á.
Oft hefur orðið að opna kaffi-
teriuna um miðjar nætur til að
hann geti nærzt þar og er reynt að
uppfylla óskir hans i hvitvetna.
—SG
Spaskí sneri
taflinu við...
Hafði í hótunum undir lokin
Þegar biðskák 12. skákar hófst i gær kom i Ijós að Spasski lumaði
á ýmsu sem virtist koma Fischer á óvart. Geller & Co. höfðu unnið
sina heimavinnu vel af hendi og fundið nákvæmlega rétta áætlun
fyrir Spasski. 1 biðleiknum lék Fischer eins og við mátti búast Dc6.
Spasski haföi svar á reiðum höndum (Dc2) og kom brátt hrók sin-
um á 2. linu hvits. Skyndilega hafði hann náð örlitlu frumkvæði og
neyddi Fischer til þess að rjúfa biskupaparið meö þvi að skipta upp
á riddaranum á f6. En Fischer tefldi vörnina vel og Spasski varð
ekkert ágengt i vinningstilraunum sinum.
Að lokum fór svo að mikil uppskipti áttu sér stað og út úr þeim
hildarleik slapp Spasski með peð yfir. En staðan var fræðilegt jafn-
tefli. Hvor um sig hafði biskup og Fischer þrjú peð en Spasski fjög-
ur. Biskuparnir voru mislitir og þvi ógjörningur fyrir Spasski að
tefla til sigurs. Keppendur sömdu því jafntefli eftir 54 leikja bar-
áttu. Staðan i einviginu er þvi sú eftirl2iskákir aö Fischer hefur 7
vinninga en Spasski 5. 13. skákin verður tefld í dag kl. 5 og hefur
Spasski hvitt.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.
Spasski 1101/20 0 1/2 0 1/2 0 1 1/2
Fischer 0011/21 1 1/2 1 1/2 1 0 1/2
1. stöðumynd 2. stöðumynd
41. Dc6 Dc2 45. Df3 f5
42. Be5 Hd2 46. g4 De4
43. Da8+ Kh7 47. Kg2 Kg6
44. Bxf6 gxf6 48. Hcl Ba3
Heimsmeistaraeinvigið i skák. 12. skákin.
Hvitt: R. Fischer Svart: B. Spasskí
3 stöðumynd 4 stöðumynd
49. Hal
50. Hcl
51. gxf5+
52. Hel
Bb4 53. Kxf2
Be7 54. Ke2
exf5 55. Kxf3
Hxf2+ Samið jafntefli.
Bh4+
Dxf3 +
Bxel
Berjasprettan í ár virðist ætla
að verða rétt um meðallag.
Visir hefur svolitið reynt að
njósna um sprettuna sunnan
lands og vestan, og eru menn
ekkert afskaplega ánægðir með
stærð berjanna.
„Ég sé að krakkar eru talsvert
farnir að tina þessi ber,” sagði
Arni Helgason i Stykkishólmi, '
«en það litla sem ég hef séð, er enn
ekki tirr',-'.,i£ft — þetta er venju-
lega goft ber jaland hér i kringum
Hólminn, en ég hef grun um að
ber verði heldur seinna á ferðinni
i ár en i meðalári — þið ættuð að
reyna að tala við mig eftir svo
sem viku. Það er i kringum 20.
ágúst sem maður getur átt von á
að ber séu orðin velþroskuð.”
Og fleiri tóku i sama streng.
Maður einn sem nýlega rýndi
svolitið niður i krækiberjalyng á
Vestfjörðum fullyrti að enginn
vanur berjatinslugarpur nennti
að leggjast á fjórar fætur til að
kroDPa upp þau smágerðu ber
sem jiar væru nú — „kannski
litur betur út með stærð berjanna
eftir viku eða tiu daga, en mér
virðist vera talsvert um berin,”
sagði maðurinn.
Og heimamaður i Mosfells-
dalnum sagðist engin ber hafa séð
enn, „a.m.k. ekki hér næst hús-
um. Það getur vel verið að krökkt
sé af berjum uppi á heiði, ég á þó
ekki von á að þau þroskist þannig
aö þau veröi tinsluhæf fyrr en eft-
ir viku i fyrsta lagi. Þótt vorið
hafi verið gott, þá var júli kaldur
og það hefur sennilega dregiö úr
vexti berjanna”.
—GG.
Hún var ó
Laugarvatni
Þessi unga og bráðfall-
ega stúlka var meðal
þeirra þúsunda unglinga
sem dvöldust að Laugar-
vatni um verzlunar-
mannahelgina. Sól skein
i heiði og því óþarfi að
dúða sig í peysur og sem
betur fer hefur sólin
haldið áfram að skína
síðan þá.
Auglýsinga-
verð hœkkar
Auglýsingaverð Visis hækk-
aði um siðustu mánaðamót,
— en áskriftarverð og lausa-
söluverð blaðsins verður
áfram hið sama. Verð aug-
lýsinga i blaöinu nú er kr. 180
fyrir hvern dálksentimetra.
Umsjón: Gunnar Finnsson
Jóhann ÖrnSigurjónsson
5. stöðumynd.
Jóhann örn Sigurjónsson.
©
JSJH 11
11 ±4 1
1 ■
JLA
& Irf ±
m 11
■ S@
#
1 ®
11 1
±r
JlA
& 1 1
#1 ii
jj£9l iiipt
1
11 »1
11 1
& # t
Aá i # i
,K 1®
3' :
.
■ HH 1
m m #i
£nte i
A jp
i 1 i
1