Vísir - 10.08.1972, Page 5
Visir Fimmtudagur 10. ágúst 1972
í MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Kviðdómarar ósam-
móla í morðmólinu
Morðréttarhöldum yf-
ir lögreglumanninum
William Phillips lauk
með þvi, að kviðdómur
varð ekki á eitt sáttur.
Lögregluþjónninn er ákærður
fyrir að hafa myrt vændiskonu og
„útgerðarmann hennar” árið
1968, en mesta athygli vekur mál-
ið vegna þess, að Phillips er sá,
sem kom af stað afhjúpun spill-
ingar i lögregluliði New York-
borgar i fyrra.
Frásagnir hans af mútum og
aðild lögreglumanna að glæpa-
starfsemi vöktu heimsathygli, og
þærhafa leitt til töluverðra breyt-
inga i lögregluliði borgarinnar.
Margar fullyrðingar hans hafa
siðar sannazt.
Hins vegar var hann i miðjum
kliðum ákærður um morð, og
vitni báru, að hann hefði skotið til
bana vændiskonuna og mellu-
dólginn, þegar þau vildu ekki
greiða honum mútur, er hann
krafðist.
Ákærandi segir, að ný réttar-
höld muni fara fram i málinu, þar
sem þessi réttarhöld leiddu
ekki til niðurstöðu.
Phillips gerðist vitni i mútu-
málum gegn lögregluþjónum, eft-
ir að nefnd, er rannsakaði spill-
ingu i borgarlögreglunni, hafði
hendur i hári hans fyrir afbrot og
hótaði að sækja hann til saka ella.
Þau afbrot hans voru þó ekki
tengd þessu morðmáli.
STOÐUMÆLAR,SEM
FYRIRGEFA, EKKI
Amin Úgandaforseti segist nú
vilja halda i þá Asiumenn, sem
séu menntaðir, svo sem tann-
lækna, lækna, lögfræðinga og at-
vinnurekendur ýmsa. Hinir skuli
allir burlu, líklega um 40 þúsund
manns.
VANDRÆÐALAUSIR
Tilraunir með stöðumæla,
sem „næstum gleyma og fyrir-
gefa” iiafa ekki gefizt jafn vel i
Nice (Nizza) á Rivierunni og
borgarstjórinn þar vænti.
Það hefur vafalaust verið sól-
skinið, sem fékk borgaryfirvöld
tii að trúa svo mjög á mannlegt
eðli, að sökudólgar fá tækifæri
til að bæta ráð sitt.
Snemma i ár var hætt að
sekta fyrir að leggja bifreið of
lengi við stöðumæli og farið að
skilja eftir á ruðunni miða, sem
á var ritað „Okkur þykir þetta
leitt”. Á umslagi var mönnum
tjáð að þeir hefðu klukkustund
til viðbótar ókeypis og þyrftu
ekki að koma fyrir rétt, ef þeir
létu um 90 krónur i umslagið og i
rauðan kassa á stöðumælinum.
En i stað peninga voru oft i
umslögunum miðar, sem út-
listuðu reiði ökumanna.
„Skepnan þin”. „Drepstu”,
„Snikjudýr, sem ræðst á
fátæka” og „Af hverju færðu
þér ekki hejðarlegt starf?” Slikt
<>g þvilikt Krotuðu menn i um-
slögin.
Ilins vcgar voru nógu margir,
sem lögðu i umslagið penings-
upphæðir, sem freistuðu eins
eftirlitsmannsins. Hann fannst i
yfirvinnu við viðgerðir á
mælum sem voru i bezta lagi.
Hins vegar var hann orðinn
töluvert fjáður af innihaldi
kassanna.
Borgarstjóri fyrirskipaði þá,
að lögregluþjo'nar skyldu verða
i för með eftirlitsmönnum.
Þetta var i mai.
Mánuði siðar voru tveir eftir-
litsmenn þó teknir fastir og
kærðir fyrir að stela úr um-
slögunum. Þeir reyndust hafa
liaft um 2000 kr. á dag upp úr
sliku.
Borgarstjórn er orðin
örvæntingarfull og fyrirskipun
hennar er nú: Leynilögreglu-
menn fylgist með stöðu-
mælunum, cftirlitsmönnum og
.ökumönnum.
Bandarísk stjórnvöld vongóð um sigur ó inflúensunni:
Bóluefni nú úr
lifandi veirum
Bandariska stjórnin til-
kynnti í gær, að nýtt bólu-
efni við inflúensu væri
komið fram, sem ,,i fram-
tíðinni kynni að geta haft
hemil á" þessari hættulegu
og útbreiddu veiki, eins og
sagt var.
Vísindamennirnir, sem gerðu
bóluefnið, gera sér vonir um, að
það geti fyrirbyggt næsta stórfar-
aldur veikinnar, sem búast mætti
við i lok þessa árs.
Bóluefnið er gert með ákveð-
inni samsetningu virusa úr Hong-
kong inflúensunni árið 1968 og
Ófrœg
sjóferð
Sex Ný-Sjálendingár, sem fóru
af slað til að mótmæla kjarnorku-
tilraunum Frakka og ætluðu á
báti sinum inn á bannsvæðið, eru
að gera við bát sinn i Pago Pago á
handarisku Samoaeyjunum. Þeir
koniust aldrei inn á bannsvæðið.
Bandariskur drattarbátur dró
bál þeirra til hafnar. Þeir voru á
reki í þrjár vikur.
„Við vissum alltaf, hvar við
vorum og töldum okkur aldrei i
háska,” segir Barry Mitcalfe,
sem hafði orð fyrir hópnum. „Við
skömmtuðum mat og vatn og urð-
um aldrei hungraðir, þótt við
næðum ekki of góðum „árangri”.
Ungfrú
nakin
Jocelyn Lapine, 22ja ára frá
Montreal, var kjörin „Ungfrú
nakinn heimur 1972” i keppni um
titilinn i Freelton Ontario, þar
sem fegurðin var alveg óhulin.
eldri virusum úr Ásiuinflúensunni
árið 1965.
Bóluefninu á að úða inn i nefið,
lremur en að um sprautur sé að
ræða.
1 tilraunum, sem haía verið
gerðar með elnið á föngum, hetur
bóluefnið reynzt veita þeim full-
komna vernd gegn öflugum
bakterium af Hongkong-gerðinni,
segir i frétt AP-fréttastofunnar.
Frysting lifandi veira
Þó er ef til vill mikilvægara, að
sögn visindamannanna, að unnt
ætti að vera að beita sömu tækni,
frystingu virusa, til aö gera fljót-
lega bóluefni við nýjum tegund-
um inflúensu i framtiðinni.
Virusarnir i bóluefninu eru
sagðir veita mjög öfluga vernd
gegn inflúensubakterium, sem
„ráðast á” nef og háls.
Rikisstofnun sú i Bandarikjun-
um, sem tilkynnti um uppgötvun-
ina, fjallar um smitsjúkdóma og
ofnæmi.
Stofnunin segir á þessa leið:
„Árum saman hefur inflúensa
veriðsérstaklega erfitt vandamál
i sóttvörnum. Breytingar á sjúk-
dómnum hafa gert eldri bóluefni
gagnslaus og heilu þjóðirnar orð-
ið fórnardýr inflúensunnar”.
Frekari rannsóknir, áöur
en almenn sala leyfð.
Stofnunin tilkynnir, að enn
verði að reyna hið nýja bóluefni
til hlitar og efnið að hljóta endan-
lega staðfestingu stjórnvalda að
þeim rannsóknum loknum. Þá
muni verða veitt leyfi til fram-
leiðslu og almennrar notkunar.
En jafnlramt sé unnt að leggja
áherzlu á, að þetta sé fyrsta bólu-
elnið við inflúensu, sem lofi mjög
góðu og sé gert úr lifandi virusum
(veirum). Það er þvi allt annað
en venjuleg bóluefni við inflú-
ensu, sem hafi verið gerð úr
dauðum veirum og ekki verið
nægilega árangursrik.
Kostar 200-400 milljarða
BRETAR BYGGJA HIMNA-
RÍKI UMHVERFISMANNA
Brczka stjórnin hefur
samþykkt áætlun um byggingu
fyrstu borgarinnar og
flugvallarins í heiminum, þar
sem umhverfisverndin á að sitja
algerlega i hásæti.”
Borg 250 þúsund manna verður
reist i sveitarhéruðum
Essexskiris og þriðji flugvöllur
London gerður á þeim slóðum,
ásamt höfn og oliustöðvum á
landi, sem gert verður með
uppfyllingu á sjó út.
Eldon Griffiths aðstoðarráð-
herra i umhverfismálaránuneyt-
inu lagði áætlunina fyrir þingið i
gær og sagði, að þetta yrði mesta
verkefni i verklegum fram-
kvæmdum sem nokkru sinni
hefur verið glimt við i BretlandL
Kostnaðurinn verður frá
rúmum 200 til nær 400 milljarða
islenzkra króna samkvæmt
áætlunum.
Giffith sagði, að aðalmark-
miðið yrði að borgin skyldi verða
„indæl að búa i, vinna i og horfa
á.”
Umhverfismenn gagnrýndu
stjórnina þó fyrir að hafa flug-
völlinn ekki „lengra á haf út”
með þvi að fylla upp með jarðvegi
út i sjóinn. Derrick Wood einn
helzti talsmaður náttúruverndar
sagði: „Þar til fyrsta stein-
steypan er lögð á jörðina er
orrustan ekki töpuð okkur.”
Flugvallarsvæðið var valið
eftir langvinna baráttu stjórn-
valda og nattúruverndarmanna,
þar sem ósar Thames-fljóts, eru
við Norðursjó. London þarfnast
þriðja flugvallarins mjög nauð-
synlega. Heathrow er einhver
annasamasti flugvöllur heims og
hinn núverandi flugvöllur Gate-
wick, er hvergi nærri nægilega
stór. Nýi flugvöllurinn yrði við
Foulness, um 800 kilometrum frá
hjarta London og hraðbrautir
munu tengja hann við borgina.
Nýja borgin er nú þegar kölluð
„Jet City,” sem þýðir „Þotu-
borg”. Hún verður „hljóðheld” að
sögn ráðherrans, eftir þvi sem
unnt verður.