Vísir - 10.08.1972, Síða 7
Yisir Fimmtudagur 10. ágúst 1972
l
7
IIIMIM 1
= SIÐAN =
Umsjón: S B
Þaö er engin ástæða til
þess að gefa alla blóma-
rækt upp á bátinn, þótt
enginn sé garðurinn. Ef
þið hafið rúmgóðar sval-
ir á móti sólu, getið þið
komið upp mjög falleg-
um blómagarði. Og bezt
er að setja plast eða gler
yfir amk. hluta sval-
anna.
Það „herbergi”, sem við ís-
lendingar gerum hvað minnst
fyrir.eru sennilega svalirnar. Og
nú þegar sólin er loks farin að
skina, eru sfðustu forvöð að reyna
að lifga svolitið upp á þær. Það
væri kannske ekki úr vegi að
byrja að undirbúa svalirnar fyrir
haustið og veturinn, svo að strax
— Jarðarberjaplönturnar
skila góðum jarðarberjum, ef
hægt er að hafa svolitið plast
yfir þeim, jafnvel bara yfir
sjálfum kössunum.
næsta vor getum við átt fullar
svalir af blómstrandi blómum.
Venjul. erum við of sein á okkur,
það þarf mikinn og langan undir-
búning, eigi að koma sér upp
góðri blómarækt á svölunum. En
það er hægt, og nágrannaþjóðir
okkar láta ekki sinar svalir
standa auðar yfir sumarið, og við
þurfum ekki að gera það heldur.
,,Með þvi að setja plasthiminn
yfir svalirnar eða framan á
svalaopið, aukum við gifurlega
möguleikana á fjölbreytni i
blómavaliá svalirnar.” sagði Jón
H. Björnsson, garðyrkjufræðing-
ur, er við áttum stutt spjall við
hann um blómarækt á svölum.
Hann sagði ennfremur að tslend-
ingar væru alltof ragir við að nota
svalirnar fyrir blóm. Flestir láta
sér nægja að setja nokkrar stjúp-
mæður upp á svalahandriðið, þar
sem mest næðir á þeim. t raun-
inni er hægt að rækta fjöldamarg-
ar blóma og runnategundir á
rúmgóðum svölum, en með þvi að
setja plast eða gler, t.d. yfir
helming svalanna, aukast mögu-
leikarnir mjög. Hægt er að
strekkja yfir þykkt, glært plast,
og verður þá hægt að nota sval-
irnar einnig sem borðstofu þegar
vel viðrar. Flastið eða glerið má
svogjarnan taka af yfir veturinn.
Getur þá verið ágætt að setja
plönturnar niður i kjallara eða
jafnvel að grafa þær úti i garði, en
flestar þeirra þola vel frost yfir
veturinn, þegar þær eru i dvala.
„Ef fólk getur svo tekið horn af
svölunum, útbúið litið gróðurhús
(að sjálfsögðu er það einnig hægt
úti i garði) og haldið þar 15-20
stiga hita, aukast ennþá mögu-
leikarnir. Vinber og ýmsir ávext-
ir eiga þá einnig að geta vaxið á
svölunum” sagði Jón.
„Geturðu nefnt nokkur dæmi
um plöntur, sem hægt er að rækta
á svölum, með þvi að hafa plast
eða gler yfir þeim hluta þeirra,
þar sem plönturnar eru?”
„Þaö má t.d. nefna jarðarber,
ýmsar rósategundir og fallegar
klifur og baunajurtir. Til dæmis
má nefna mjög fallega jurt, sem
heitir Clematis jackmani, sem
blómstrar ár eftir ár og er til i
ýmsum litum, og hefur fengizt
hér. Með þvi að hafa litla trégrind
á svölunum, geta þessar jurtir
vaxið upp eftir þeim og orðið
mjög fallegar. Óteljandi tegundir
af sumarblómum er hægt
að rækta á svölunum. Svo er hægt
að fá laukblómin upp mjög
snemma á vorin með þvi að hafa
plastið. Það er jafnvel hægt að fá
túlipana og páskaliljur á páska-
borðið beint af svölunum,” sagði
Jón.
1 flestum tilfellum er bezt að
hafa jurtirnar i trékössum, gjarn-
an nokkuö stórum, og þá er auð
velt að flytja þær til. Klifurplönt-
urnar þurfa að vaxa við grind eða
trévegg og geta þær margar orðið
geysistórar og mjög fallegar. Það
er ekki amalegt að bjóða upp á
tesopa úti á svölum, þar sem slikt
blómahaf er. Og svo má ekki
gleyma öllu grænmetinu, sem við
getum ræktað úti á svölum. 1 litl
um kössum er t.d. hægt að rækta
steinselju og sólselju (dill), sem
er rándýrt i verzlunum, en ákaf-
lega hollt og gott til bragðbætis i
sumarsalötin. Og nú er bara að
reyna. Garðyrkjumenn leiðbeina
fólki við plöntukaupin viða i
gróðrastöðum og það er gott að
fara varlega af stað. Núna er tim-
inn til þess að kaupa útsprungnar
plöntur og koma þeim fyrir á
svölunum. Næsta vor fáum við
svo að sjá hvernig þeim hefur rið-
ið af yfir veturinn. Og hver veit
nema við getum þá átt okkar eig-
in páskaliljur á páskum.
Það er synd að lesendur geta ckki séð litinn á þessari fallegu piöntu,
en hún heitir Clematis jackmani og er hér fjdlublá á lit. Hana er
auöveidlega hægt að rækta á svölum hér á landi og veröur hún stór
og falleg.
Hér sjáum viö hvernig hægt er að „innrétta” svalir, sem er
metrar. Blómunum er komiö fyrir f skjóli og þar sem sólin
þau Yfir garðboröinu gnæfa klifurplöntur og baunablóm