Vísir - 10.08.1972, Page 9

Vísir - 10.08.1972, Page 9
Vísir Fimmtudagur 10. ágúst 1972 í;rJWg'M;i« " 'i’MnMjjÉRlliðM Visir Fimmtudagur 10. ágúst 1972 -■■r Arese, hlauparinn sem ítalir telja oruggan um sigur — Evrópumeistarinn Franco Arese, hár og grannur hlaupari, er kunnasti iþróttamaöur italska olympíuliðsins— og sérfræðingar á Italiu vilja aðeins ræða um hver verður i öðru sæti á eftir 1500 m. hlaupi er helzta von Ítalíu hinum 28 ára Arese í úr- slitahlaupinu í 1500 metrum á Olympíuleikun- um i Múnchen. Franco Arese hefur fengið viðurnefnið „mannlega tölvan”. - Nokkrum minútum eftir að hann hafði sigrað i 1500 metra hlaupinu í.=Helsinki i ágúst i fyrra og var þar með orðinn Evrópu- meistari i hlaupinu, neitaði hann alveg að mæta i hófi á eftir, þar sem hann sagðist strax þurfa að fara aö áætla æfingar sinar fyrir Olympiuleikana i Míinchen. Á heimsafrekaskránni i 1500 metra hlaupi fyrir siðasta ár var Franco Arese i ööru sæti á eftir Marty Liquori frá Bandarikjun- um, en Liquori mun ekki keppa á leikunum i Munchen vegna meiðsla. — í sumar verðum við að ná okkar bezta einu sinni, segir Arese, og það er á Olympiu- leikunum. önnur hlaup skipta ekki máli — og ég mun engar áhyggjur hafa af þvi þó ein- hver sigri mig i hlaupi fyrir ágúst.. Það mun ekki neitt breyta áætlunum minum. Arese, sem aðeins tapaði i einu hlaupi i fyrra og það fyrir Liquori, hefur tvivegis verið sigraður i sumar á sinni beztu vegalengd, 1500 metrunum. En enginn á ítaliu hefur áhyggjur af þvi og þessi mikli italski hlaupa- garpur hefur ákveðiö að keppa aðeins i. 1500 metrunum i Múnchen þó svo hann eigi öll itölsku hlaupametin, allt frá 800 metrum upp i 10000 metra. — Ef ég sigra, segir Arese, munu einhverjir segja, að það hafi aðeins verið vegna þess að Liquari gat ekki keppt, og að Kipchoge Keino ætlar að sleppa 1500 metrunum á þessum leikum — en hann sigraði á vega- lengdinni i hæðunum miklu i Mexikó-borg 1968. En ég mun sanna, að ég er sigurs verður. Það.sem kemur okkur hvað mest á óvart, er stálvilji Franco Arese til sigurs, segir Bruno Cacchi, tækniráðunautur italska ólympiuliðsins. En hann hefur lika allt til að bera — hann er greindur, fljótur og hann er traustari en stál. Franco Arese, sem er svo grannur að löngum virðist að hann sé á mörkunum að falla i ylirlið, hleypur um 25 kilómetra daglega. Einu sinni sagði aðdáandi við mig, að það sem ég þyrfti helzt til að sigra væri góð steik,- segir Arese. Ég tók þátt i 1000 metra hlaupi skömmu siðar — sigraði og setti nýtt italskt landsmet — aðeins til að sýna honum fram á, að ég þyrfti alls ekki á neinni steik að halda eftir allt. (AP) Franco Arese, að ofan, mesti hlaupari heims í 1500 metrum, segja ítalir, og hann ætlar sér að sigra í Múnchen. En það eru margirá annarri skoðun og sennilega verðurerfitt fyrir Evrópumeistarann að sigra bandarisku hlauparana — Jim Ryan, heimsmethaf- ann á vegalengdinni sem sést til hægri á neðri myndinni og Dave Wottle, nýju hlaupastjörnuna (með húfu) sem auk þessað vera góður 1500 m hlaupari hefur jafnað heimsmetið i 800 metra hlaupi. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijj| Þór Hreiðarsson, Breiðabliki var bezti maöur á vellinum i gærkvöldi, = þegar Breiðablik sigraði Akranes. Hann lék oft vörn Akurnesinga grátt = Þór Hreiðarsson, Breiðabliki var bezti maöur á vellinum i gærkvöldi, = þegar Breiðablik sigraði Akranes. Hann lék oft vörn Akurnesinga grátt = með liraða sinum og ieikni og skoraði úrslitamark leiksins með hörku- = fallegu skoti. Hér er hann með knöttinn — vigalegur á svip — en að = þessu sinni tókst honum ekki að koma honum framhjá markverði j| Akurnesinga. Ljósmyndir Bjarnleifur.g iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Mikil breyting á golfliðinu! Sigurganga Akurnesinga stöðvuð í 1. deild Blikarnir komnir í bar- áttu efstu liða mótsins Mesta baráttuliðið i is- 1 e n z k r i k n a 11 s p y r n u, Breiðablik úr Kópavogi, bætti enn tveimur stigum i gott safn sitt i 1. deildinni, þegar liðið sigraði væng- brotið lið Skagamanna á Melavellinum i gærkvöldi 1- 0. Það var verðskuldaður sigur og Kópavogsliðið, sem margir spáðu falli, þegar keppnin hófst i vor, er nú komið i baráttu efstu liða mótsins og draumurinn um þátttöku i Evrópukeppni næsta ár er nú ekki svo fjar- lægur eftir þrjá sigurleiki i röð. Eftir næstum tvo mánuði án taps kom loks að þvi, að Skagamenn biðu lægri hlut i deildinni. Það tap kom ekki svo mjög á óvart, þegar á það er litið, að þeir er eru án margra lykilmanna sinna — i gærkvöldi kom vel i ljós, að liðið er ekki upp á marga fiska, þegar Eyleif Hafsteinsson vantar, hvað þá, þegar á það bætist, að Matthias Hall- grimsson, Haraldur Sturlaugsson og Björn Lárusson eru einnig meiddir. Raunverulega furðulegt hvað Akur- nesingar hafa hlotið mörg stig i mótinu eins grátt og meiðsli hafa leikið þá. Nokkra leikmenn vantaði einnig hjá Breiðabliki i gærkvöldi eins og Ólaf Hákonarson, markvörð, og framherj- Jóhannes Daviðsson bakvörður Skagamanna, spyrnir frá áður en Gunnar Þóröarson, hinn ungi miðherji Breiöabliks, sem vakti mikla athygli i leiknum, nær til knattarins. ana Hinrik Þórhallsson og Guðmund Þórðarson, auk bakvarðarins Helga Helgasonar, en það kom ekki að sök, þvi þeir leikmenn, sem komu i þeirra stað, fýlltu vel stöðurnar, öfugt við það, sem skeði með flesta nýliða Akur- nesinga. Leikurinn i heild var slakur — held- ur litil og léleg knattspyrna á hörðum malarvellinum, en spenna var hins vegar mikil og marktækifæri beggja liða fjölmörg. Breiðablik var sterkari aðilinn og lék ekki eins stórkallalega knattspyrnu og fyrr i mótinu, enda leikmenn liðsins komnir yfir þá spennu, sem tilhugsun um fall orsak- aði lengi vel — og af og til sáust snotr- ar leikfléttur og samleikur liðsmanna. Akurnesingar léku sinn lakasta leik i mótinu — skiljanlegt, þegar meiðslin leika liðið svo grátt og auka á tauga- spennuna hjá leikmönnum til mikilla muna. Óttinn við tap var svo greinilega þvingandi — erfitt að standa i baráttu um islandsmeistaratitilinn með væng- brotnu liði. Marktækifærin létu ekki á sér standa. Strax i byrjun renndi Teitur Þórðarson gegnum vörn Blikanna en eftir að hafa leikið á þrjá leikmenn reyndi hann einum of mikið og bjargað var i horn. Knötturinn barst að hinu markinu — Þór Hreiðarson, bezti maðurinn i leiknum, gaf vel til Heiðars Breiðfjörð, sem spyrnti beint á mark- mann. Nokkru siðar fékk Heiðar bezta tækifæri leiksins — stóð einn fyrir gal- opnu marki, eftir að knötturinn hafði hrokkið til hans af Akurnesing eftir hörkuskot Þórs, en það átti að negla knöttinn i markið af metersfæri, þegar hægt var að ganga með knöttinn i markið, og hann flaug framhjá stöng — næstum út að girðingu. Um miðjan hálfleikinn léku Teitur og Hörður skemmtilega gegnum vörn Blikanna— Hörður komst i gott færi, en gaf i þess stað á Teit og spyrna hans lenti beint á markverði, og undir lok hálfleiksins komst mark Skagamanna tvivegis i hættu, en allt bjargaðist. Fyrst i siðari hálfleik var hættan við mark Blikanna — varamarkverðinum Gissuri Guðmundssyni urðu tvivegis á mistök, en tókst svo að bjarga öllu á siðustu stundu — reyndar táknrænt hjá honum mest allan leikinn, en lánið var hans megin. Og svo náðu Blikarnir snöggu upphlaupi — vörn Skaga- manna opnaðist illa. Miðherjinn Gunnar Þórarinsson dró að sér varnarmenn og lagði siðan fallega á Þór frian i vitateigshorninu. Þór lék aðeins nær og hörkuskot hans flaug i markið — sigurmark leiksins. Akurnesingar reyndu mjög að jafna, en hættan varð oftast meiri þeirra megin. Haraldur Erlendsson átti hörkuskot, sem Hörður varði glæsi- lega, og aðeins siðar átti Haraldur stórfallegt skot utan vitateigs, sem Skagamaðurinn átti enga möguleika að verja —en þversláin bjargaði hon- um. Rétt fyir leikslok munaði litlu að Þröstur jafnaði fyrir Akranes. Hann lék upp miðjuna, gaf á Hörð, og brun- aði sjálfur inn i vitateiginn. Hörður gaf til hans, en aðþrengdur spyrnti Þröst- ur aðeins framhjá af tveggja metra færi. Þór Hreiðarson lék stórt hlutverk i þessum leik fyrir Breiðablik og vörn Skagamanna átti erfitt að ráða við hraða hans. En margir aðrir vöktu at- hygli. Karl Steingrimsson hefur ekki i annan tima leikið betur, Gunnar er sókndjarfur miðherji, og þeir Harald- ur, Rikharður Jónsson og Einar Þór- hallsson standa alltaf fyrir sinu. I liði Akurnesinga vakti Karl Þórðarson mesta athygli, og sá dreng- ur á áreiðanlega eftir að ná langt. Hörður og Jón Alfreðsson voru sæmi- legir, og Teitur barðist af krafti, en var oft átakanlega einn i þeirri bar- áttu. Vörnin opnaðist stundum illa — prátt fyrir yfirvegaðan leik Þrastar og Hörður átti að venju góðan leik i marki — i fyrsta skipti, sem hann tekur þátt i tapleik Skagaliðs. —hsim. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuijU I STAÐAN = I 1 1. DEILD 5= = Eftir leik Breiðabliks < >g = = Akraness i 1. deildarkeppninni i = = gærkvöldi er staöan i deiidinni = = þannig: = = Fram 8530 19-10 13 i = Akranes 9603 18-11 12 = = Keflavik 9342 16-13 10 = = Breiðablik 9 4 2 3 9-13 10 = = KK 8314 13-13 7 = 1 ÍBV 7223 15-16 6 = = Valur 7133 11-12 5 = = Vikingur 9117 2-15 3 = lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllUIIIIIIIIII Miklar tilfæringar urðu á listanum yfir 10 stigahæstu menn í stigakeppni Golf- pilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli 1 27 voru | I heiðraðir ( EE i sambandi við 80 ára af- = = mæli Golfsambands islands, i | sein lialdið var hátiðlegt s.l. = = laugardagskvöld i Atthaga- i i sal llótel Sögu voru nokkrir = = forvigisinenn golfiþróttarinn j| | ar i landinu sænidir heiðurs- = = merkjum GSi. Er þetta i = = fyrsta sinn sem GSÍ sæmir |j = einhverja heiðursmerkjum = = cu þcir voru að þessu sinni 24 = | talsins — 7 fcngu gullmerki = = og 17 silfurmerki. = Þcir sem sæmdir voru = = gullmerkjuin voru þessir: = = Halldór llansen, llelgi H. Ei- |j = riksson, Helgi Eiriksson, = = Valtýr Albcrtsson, Lárus Ár- fj Ssælsson, Gu n n a r = = Scliram og Sveinn == =E Snorrason. Þeir sem fengu = = silfurmerki voru aftur á móti ^ S þessir: Anna Kristjánsdótt- = = ir, Jón Thorlacius, Þorvald- s II ur Asgcirsson, Jóhann = = Eyjólfsson, Ólafur Agúst = H ólafsson, Pétur Björnsson, = = Ólafur Bjarki ltagnarsson, 5 S Svan Friðgeirsson, Sigurjón = = Hallbjörnsson, Guðlaugur E E Guðjónsson, ólafur I.oftsson, |§ = Sverrir Einarsson. Hermann = = Magnússon, Helgi Skúlason, = = Þorsteinn Þorvaldsson, As- E= E grimur Kagnarsson, og Jón- g H as Aðalsteinsson. llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli sambands islands eftir is- landsmótið i golfi, sem fram fór i síðustu viku. Það mót gaf stig til landsliðsins og fengu 15 efstu menn stig iþví. Sigurvegarinn, Loftur ólafsson, .15 stig, annar maður 14 o.s.frv. Féllu nú af listanum tvö nöfn frá þvi siðast — Sigurður Héðins- son, GK og Jón H. Guðlaugsson, GV, en þeir voru ekki með i þessu móti. 1 stað þeirra komu Björgvin Þorsteinsson, GA og Jóhann Benediktsson, GS, sem báðir voru búnir aö fá stig i mótum fyrr i sumar. Einar Guðnason, GR, er nú i efsta sæti á listanum með 35,5 stig. Tók hann nú efsta sætið af Björgvin Hólm, GK, sem hætti keppni i tslandsmótinu eins og þegar er kunnugt. Annars er röð 10 efstu manna i stigakeppninni þessi: Stig Mót Einar Guðnas., GR 35,5 4 Jóh. Ó. Guðmundss. GR 31,5 5 Björgvin Hólm, GK 30,5 4 Gunnl. Ragnarss., GR 29,0 6 Loftur Ólafss., NK 28,0 4 Július R. Júliuss., GK 27,5 6 Óttar Yngvas., GR 25,5 4 Þorbj. Kjærbo, GS 23,5 3 Jóh. Benediktss., GS 19,5 4 Björgv. Þorsteinss., GA 18,5 2 Nú eru aðeins 3 mót eftir, sem gefa stig til landsliðsins og eru þau öll utan Reykjavikur — eða á Akranesi, Akureyri og svo mót, sem haldið verður á völlunum á Ólafsfirði og Siglufirði. Að þeim loknum verður hægt að sjá hvaða 10 menn skipa landsliðshópinn næsta sumar. 9&P Rhódesía undir brezkum fóna I gær náðist loks sam- komulag í Múnchen milli framkvæmda- nefndar Olympíuleik- ana og nefndar frá Afríkurikjum um þátt- töku Rhódesíu á leik- unum. Samkomulagið byggist á því, að Rhódesía gangi undir brezkum fána inn á leikana við opnun þeirra og ef einhver íþróttamaður frá land- inu hlýtur verðlaun verður brezki fáninn dreginn að hún — og ef keppandinn verður sigurvegari verður brezki þjóðsöngurinn leikinn. Mörg Afríku- ríki höfðu hótað að taka ekki þátt í leikun- um ef Rhódesía hefði komið þar fram sem sjálfstæð þjóð. Þátttökuþjóðir verða 124 Mið-Ameríkuríkið Panama tilkynnti þátt- töku á Olympíuleikana i gær og eru þátttöku- þjóðir þá orðnar 124 — eða mun fleiri en nokkru sinni áður. Ekki er talið líklegt, að þeim fjölgi úr þessu. ítalir fjölguðu mjög ítalir komu á óvart í gær og fjölguðu mjög í Olympiuliði sínu. Þeir' bættu í hóp sinn 55 keppendum — juku töluna úr 184 í 239 þátt takendur. A-Þjóðverjar með 322 Einn fjölmennasti þátttökuhópur ein- staks lands í Múnchen verður frá Austur- þýzkalandi eða 322 og keppa Austur- .Þjóð- verjarnir í nær öllum greinum leikanna, sem eru 21. Reiknað er með að þeir hljóti mikinn fjölda verðlauna í Múnchen. iiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii!ii= Hann er ckki hár i ioftinu, hann Karl Þórðarson, 17 ára út- herji hjá Akranes-liðinu, en enginn leikmaður vakti jafn mikla athygli áhorfenda og hann i gærkvöldi á Mela- veliinum. Það var oft klappað, þegar snáðinn — sonur liins kunna iandsliðsmanns Þórðar Jónssonar — sýndi listir sinar, enda óvenju leikinn með knöttinn. Karl er til hægri á myndinni og ckkert banginn við að ráðast gegn markverði Breiðabliks, þótt stærðarmun- urinn sé mikill.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.