Vísir - 21.08.1972, Side 10
10
Visir Mánudagur 21. ágúst 1972
*««»*
mK,..,
■
■ > .
Gamlir Iteykvikingar velta vöngum yfir þvi hvar þeir fái
munntóhak eftir aö Söluturninn hefur iokiö sinni 65 ára þjónustu viö
Arnarhól.
Söluturninn við Arnorhól fluttur um mánaðamótin
„Hvar fáum við
þá munntóbak?"
spyrja gamlir Reykvíkingar
Söluturninn við Arnar-
hól verður fluttur upp í
Arbæ um næstu món-
aðarmót. Þessi flutn-
ingur er gerður vegna
stækkunar Lækjar-
götunnar en þar sem
söluturninn er núna
verður gengið fró gang-
stéttum og snyrttil með-
fram Arnarhóli
Sölutuminn ó sér aII-
langa sögu. íslenskur
vesturfari kom þessum
fyrsta söluturni upp órið
1913 eða 1914 ó Lækjar-
torgi eftir að hann kom
heim.
Seinni eigendur voru
Sveinn á Mælifellsó og
síðan ólafur Sveinsson
fró Mælifellsó.
Turninn hefur veriö leigður
út undanfarið. Visir talaði við
Þórönnu Þórarinsdóttur konu
Kristjáns Guðbjartssonar,
sem hefur rekið turninn að
undanförnu.
— Hverjir hafa aðallega
skipt við turninn?
— Kannski aðallega leigu-
bilstjórarnir við hliðina, sem
hafa enga aðstöðu nema
staurinn með simanum. Svo
skiptir við okkur fólk úr næstu
húsum eins og stjórnarráðs-
húsinu og húsinu hér fyrir of-
an hjá Garðari Gislasyni og
fleiri húsum. En viðskiptin
hafa annars verið ósköp litil
eftir að götunni var breytt.
Það er miklu erfiðara að kom-
ast yfir og skil ég varla i, að
fólk leggi það almennt á sig,
fari þá heldur eitthvað annað.
— Hafa þeir i stjórnaraáð-
inu látiö það hafa áhrif á sig?
— Ja, ég hef a.m.k fengið
ráðherra i heimsókn hvort
sem þeir hafa nú lagt yfir göt-
un eða komið við i leiöinni,
þegar þeir hafa verið á leið-
inni niður eftir.
Þess skal getið, að söluturn-
inn hefur verið nægtarbrunnur
gamalla Reykvikinga, sem
hafa komið þangað til að
kaupa sér munntóbakið sitt.
Nú velta þeir vöngum yfir
þvi hvert þeir eiga að leita
næst, eftir að söluturninn hef-
ur verið lagður niður. Einnig
er þeim eftirsjá i turninum
sjálfum, þvi ekki mun um
annan söluturn að ræða með
þessu skemmtilega og for-
kostulega útliti, sem glatt hef-
ur margan Reykvikinginn um
áratuga skeið.
En það yröi svo sannarlega
slæmt ef þeir gömlu Reykvik-
ingar sem neytt haf munn-
tóbaksins svo lengi þyrftu að
segja skilið við það. vegna
þess að turninn mun nú færð-
ur. Við höfðum samband við
Afengis- og tóbaksverzlun
rikisins vegna þt^sa og einnig
tóbaksverzlanir borgarinnar.
Að undanskildum Söluturn-
inum við Arnarhól, selja þrjár
tóbaksverzlanir i bænum
munntóbak, það eru verzlan-
irnar Bristol, London og
Tóbakssalan. En salan er
mjög litil, þó alltaf jöfn og
stöðug, minnkar hvorki né
eykst. Verzlanirnar þurfa
sjaldan að panta tóbakið, og
það eru sömu kúnnanrir sem
koma aftur og aftur. En þó
verður þetta tóbak að vera
nýtt, þvi það geymist ekki
lengi.
1 Afengis- og tóbaksverzlun
rikisins fengum við þær upp-
lýsingar að i júnilok á þessu
ári, hafi verið búið að selja 99
kg af munntóbaki, en á sama
tima i fyrra 110 kg. Heildar-
magn fyrir það ár voru 212 kg.
1 þeim tóbaksverzlunum
sem ekki selja tóbak þessara
gömlu Reykvikinga, var okk-
ur tjáð, að það væri ekki einu
sinni spurt um það. Flestar
hafa þær selt það einhvern
tima, en gefist upp sökum þess
hve litið seldist.
— EA/SB
Lausar stöður
Tvær lektorsstöður i læknadeild
Háskóla íslands, önnur i liffærafræði, en
hin i vefjafræði, eru lausar til umsóknar.
Laun samkvæmt 25. launaflokki í launa-
kerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum
um námsferil og fyrri störf skuiu hafa
borizt menntamálaráðuneytinu fyrir 20.
september n.k.
Menntamálaráðuneytið,
18. ágúst 1972.