Vísir - 21.08.1972, Qupperneq 11
heildsala - smása/a
HELLESENS
RAFHLÖÐUR
RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 2J • REYKJAVIK • SIMI 18305
Eirikur Þorsteinsson, miðherji Vikings, rennir knettinum undir ólaf Hákonarson, markvörð Breiðabliks, og jafnar fyrir Viking. Hann skor
aði sigurmarkið skömmu síðar. Ljósm. BB.
Örlítill vonarneisti
koma knettinum i mark, þó lang-
an tima tæki það — renndi honum
undir Ólaf markvörð i markið. Og
fjórum min. siðar skoraði Eirikur
fallegt mark — að visu eftir varn-
armistök, þar sem einn varnar-
maður Blikana hitti ekki knött-
inn. Hann barst til Eiriks , sem
tók hann laglega niður, og spyrnti
viðstöðulaust i mark. Knötturinn
flaug i markið — algjörlega
óverjandi og sigur Vikings var i
höfn.
bað var mikill styrkleikamun-
ur á iiðunum i þessum leik og
ókunnugur hefði hiklaust farið
mjög villur vegar ef hann hefði
átt að gizka á hvort liðið keppti að
efstu sætunum, en hitt væri neðst.
Vikingar náðu vissulega þokka-
legum leik miðað við aðstæður —
Guðgeir og Gunnar réðu miðju
vallarins.ogfjögurra manna sókn-
arlina skapaði sér fjölda tæki-
færa, sem flest runnu út i sand-
inn. Vörnin virtist öruggari en
áður með Pál Björgvinsson sem
miðvörð ásamt Jóhannesi
Bárðarsyni. Mest kom þó Þór-
hallur á óvart með ágætum leik
og Eirikur er nú loks búinn að ná
sér eftir meiðslin slæmu i vor.
Það breytir miklu i sóknarlin-
unni.
Eftir að Blikarnir gulltryggðu
stöðu sina i deildinni hefur leik
liðsins hrakað — öfugt við það,
sem flestir héldu að yrði. Fallótt-
inn skapaði mikla baráttu — það
var barizt um hvern knöttinn —
en nú er raunin orðin önnur. Bar-
áttuviljinn er að mestu horfinn —
og þá er litið eftir hjá liðinu.
Dómari var Sveinn Kristjáns-
son. hsim.
Enn er ekki öll von úti
fyrir Víkinga í 1. deildinni
og örlítill vonarneisti
kviknaði/ þegar þeir sigr-
uðu Breiðablik 2-1 í vonzku-
veðri á Laugardalsvelli á
laugardaginn — sigur, sem
var allt of lítill og langsótt
ur eftir gangi leiksins. Vik-
ingar höfðu þar algjöra
yfirburði — sýndu þá knatt-
spyrnu, sem sýnd var í
leiknum og sköpuðu sér
aragrúa tækifæra til að
skora. En þeir voru ekki á
skotskónnum frekar en
áður í mótinu — þó svo
mörk þeirra yrðu tvö — og
lið Breiðabliks hefur ekki í
annan tíma í sumar verið
leikið eins grátt i vörninni
og að þessu sinni.
Veðrið var slæmt, svo slæmt að
hundi var varla út sigandi af og til
i fyrri hálfleiknum — hávaðarok
og gekk á með hriðarbyljum á
köflum. Vikingar léku gegn vind-
inum fyrri hálfleik og þrátt fyrir
það voru þeir lengstum i sókn.
Breiðablik fékk ekki tækifæri —
en skoraði þó eitt mark, sem
góður dómari sagði við mig eftir á
að væri hiklaust rangstöðumark
sumarsins. Þór Hreiðarson fékk
knöttinn á 20,min. mörgum metr-
um fyrir innan Vikingsvörnina án
þess linuvörður gerði nokkra
athugasemd — lék óáreittur að
markinu og skoraði.
En „dauðafærin” hlóðust upp
við mark Breiðabliks, en þrátt
fyrir það tókst Vikingum ekki að
skora i fyrri hálfleiknum, þó svo
það virtist i mörgum tilfellum
miklu léttara en hitt. Það er eins
og leikmenn liðsins ,,frjósi’j fyll-
ist skelfingu, þegar þeir sjá
markið autt og opið fyrir framan
sig. Það byrjaði á 3 min. þegar
Hafliði Pétursson misnotaði það
fyrsta — á 12 min. var Stefán
Halldórsson fyrir opnu marki, en
tókst að spyrna knettinum beint i
markmann — þá tók Eirikur bor-
steinsson við, spyrnti framhjá
markinu af metersfæri — siðan
hitti Þórhallur Jónasson ekki
knöttinn, þegar markið gapti viö
honum opið — og markvörður
Breiðabliks greip um fætur Eiriks
og hélt honum, þegar hann ætlaði
að reyna að pota inn, en ekkert
var dæmt.
Vörn Breiðabliks hefur ekki i
annan tima verið jafn hripleg eða
leikin jafn grátt — og hvilik
heppni að vera marki yfir i leik-
hléi.
1 siðari hálfleiknum var veður
skaplegra og Vikingur sótti nær.
stöðugt — en þá fengu Breiða-
bliksmenn tvivegis sæmileg færi
til að skora. Fyrst var Þór einum
of seinn að skalla eftir fyrirgjöf
Guðmundar bórðarsonar og á
lokaminútu leiksins hitti Guð-
mundur ekki knöttinn, þegar
knötturinn kom fyrir Vikings-
markð og hann var i opnu færi.
Hættan var mikil hinum megin
— á 9 mín. tókst vörn Breiðabliks
tvivegis að bjarga á marklinu,
Gunnar örn komst frir að mark-
inu en spyrnti framhjá og þannig
gekk það. Ahorfendur flestir voru
beinlinis komnir á þá skoðun, að
það væri sama hvað góð tækifæri
Vikingur fengi — mark gæti liðið
ekki skorað. En Eirikur Þor-
steinsson afsannaði það — en ekki
mátti það miklu seinna verða.
Á 33 min. lék Þórhallur
skemmtilega á Bjarna Bjarna-
son, komst upp að endamörkum
og gaf mjög vel fyrir á Eirik, sem
stóð óvaldur rúman meter frá
markinu. Og honum TÓKST að
STAÐAN
í 1. DEILD
Úrslti i leikjum 1. deildar
um helgina urðu þessi:
Vikingur-Breiðablik 2-1
Valur-Akranes 2-2
Vestm.eyjar-KR 2-1
Staðan I deildinni er nú
þannig: —
Fram 9 6 3 0 22-12 15
Akranes 11 6 1 4 22-16 13
Breiðabl. 11 4 3 4 10-15 11
Í.B.V. 9 4 2 3 23-18 10
Keflavik 10 3 4 3 17-19 10
Valur 9 2 4 3 15-15 8
K.K 10 3 2 4 14-15 8
Vik. 11 2 1 8 5-18 5
Markahæstu ieikmenn I
deildinni eru nú:
Eyleifur llafsteinsson, ÍA, 10
Tómas Pálsson, Vest. 9
Atli Þór lléðinsson, KR, 8
Ingi Björn Albertss, Val, 7
Steinar Jóhannss., iBK 7
Teitur Þórðarson, tA 7
Kristinn Jörundsson, Fram.ti
Alexander Jóhanness,,Val, 5
Erlendur Magnúss., Fram, 5
Asgeir Sigurvinss., tBV, 4
Martcinn Geirss., Fram, 4
Höröur Kagnarsson, tBK, 4
Ilinrik Þórhallss., Br.blik 3
Örn Óskarsson, tBV, 3
Næsti leikur i 1. deild verð-
ur i kvöld. Þá leika Fram og
Keflavik og Laugardalsvelli.
Þrír lcikir verða svo um
næstu helgi. Breiðablik-tBV
á Melavelli.laugardaginn 2(>.
ágúst. Keflavik-Akranes
sunnudaginn 27. ágúst i
Keflavik og Fram-Vikingur
á Laugardalsvellinum.
STAÐAN
I 2. DEILD
Að undanförnu hafa nokkr-
ir lcikir farið fram i 2. deild
og úrslit orðið þessi:
Armann-Selfoss 0-2
Ilaukar-Akureyri 1-3
Armann-Völsungar 3-1
Staðan í deildinni er nú
þannig:
Akureyri II 9 2 0 38-10 20
F.II 10 7 3 0 25- 8 17
Völsungur II 5 3 3 22-18 12
Þróttur 9 3 4 2 17-15 10
Sclfoss 10 4 0 (i 17-18 8
Armann 10 3 I (i 12-23 7
llaukar 11 2 0 9 12-24 4
ísafj. 8 0 1 7 6-33 1
Markahæstu lcikmenn
Kári Arnason, Akyreyri, 11
Sumarl. Guðbjartss. Self. II
lielgi Kagnarsson, FH, 9
llreinn Elliðason, Völs. 9
Þrir leikir vcrða i deildinni
næsta laugardag. llaukar-
Selfoss, IBt-Armann og Ak-
urcyri-Völsungur.
Eitthvað brogað
við dómaramólin
Það vakti athygli áhorfenda i
Laugardalnum í gærdag, að 1.
deildarleikur ÍA og Vals hófst
ekki fyrr en 15 minútum eftir
augiýstan tima. Það var beðið
eftir þvi að dómari leiksins
mætti! Eitthvað er nú bogið viö
dómara málin.
Sveinn Kristjánsson átti að
vera dómari, en mun hafa veriö
boðaður fyrst i gærdag 2 timum
fyrir leikinn. Þá var hann i
starfi vestur á Melavelli sem
linuvörður! Hann komst svo
ekki fyrr en þetta á Laugardals-
völl. og þá var búið að snúa mál-
um svo við, að Halldór Hafliða-
son var látinn dæma. en Sveinn,
sem reyndar dæmdi 1. deildar-
leik á laugardaginn, var látinn
vera linuvörður.
Sveinn varekki beint i rjóma-
skapi, þegar blaðamaður ræddi
við hann i leikhléi. ,,Eg er hætt-
ur héðan i frá, þeir mega eiga
þetta sjálfir”, sagði hann. Kvað
hann þakkirnar fyrir starf sitt
þær að forráðamenn móta-
nefndar hefðu heilsað sér með
óbótaskömmum, þá loks hann
komst inn i Laugardal til að
taka við dómarastarfinu þar. —
JBP —