Vísir - 21.08.1972, Side 17
Visir Mánudagur 21. ágúst 1 !J72
17
HANA-NÚ
HANN BAR
NÚMERIÐ
ÞRETTÁN
Á meöanFrakkar státuðu
af kynbombunni Birgitte
Bardot/ gátu Ameríkanar
státaö sig af Jane Fonda á
móti. Hún var þeirra svar.
Nú stefnir hún innra öryggi
Ameríku í voða og er ákærð
fyrir landráð.
Það var Jane Fonda.sem.gekk
um götur i Bandarikjunum og
safnaði peningum fyrir þá svörtu.
gulu, brúnu og rauðu, og einnig
fyrir þá hvitu fátæku,á meðan þá-
verandi eiginmaður hennar, Rog-
er Vadim, sem ekki hafði hug-
mynd um hvað skeði i kringum
hann, kvikmyndaði fáklætt kven-
fólk á ströndum Kaliforniu.
Það hefur svo sannarlega orðið
mikil breyting á þessari konu,
sem eitt sinn var ekkert nema
kyntákn, og lék i kvikmyndum
eftir þvi. 1967 birtist til dæmis
mynd af henni á forsiðu News-
week, þar sem hún er nakin, en
myndin er þó tekin þannig að ekk-
ert sést nema bert bakið. Þar er
hún með ljóst sitt hár, stór augu,
og hálfopnar rauðlitaðar varir.
Nú þrammar hún um með renni-
slétt hár og að mestu óförðuð. Og
hlutverk hennar i kvikmyndum
hafa einnig tekið stakkaskiptum.
Ber þar fyrst að nefna pólitisku
kvikmyndina: They Shoot Hors-
es, Don’t Tey, og kvikmyndina
„Klute”, sem hún -hlaut Oscars-
verðlaun fyrir.
Það var árið 1969 sem Jane
Fonda fór að standa fyrir mót-
mælafundum, óeirðum og fleiru
sliku. Hún hefur oft verið færð
fyrir rétt, og það vegna ýmissa
hluta. Eitt sinn var hún til dæmis
ákærö fyrir eiturlyfjasmygl, en
einhverra hluta vegna datt það
mál alveg uppfyrir.
Nú hefur Fonda ásamt nokkr-
um fleirum stofnað litinn leik-
flokk Free Theatre Associates,
sem ferðast um og syngur áróð-
urssöngva um striðið i Vietnam,
og söngva þar sem öllum her og
hernaðarskyldu er mótmælt.
Flokkurinn setur einnig á svið
stutta leikþætti, og þau hafa ferö-
ast um Bandarikin, Hawaii.
Filipseyjar og Japan.
Jane F'onda, sem áður lifði lifi
stórrar stjörnu, og hafði allt sem
hugur hennar girntist, er nú um-
deild i Ameriku, og sérstaka at-
hygli vakti hún eftir heimsóknina
til Norður-Vietnam. En nú helur
hún sótt um leyfi til þess að heim-
sækja Suður-Vietnam. Margir
segja hana ekki heilbrigða, og
sumir halda þvi jafnvel fram að
hún sé kynvillt.
iþróttir standa nú scm lia'st yf-
ir. og stöðugt fara fram kcppnir i
hinuni vmsu grcinum. ólvmpiu-
lcikarnir hefjast nú scnn i Muncli-
cn, cða 27. ágúst, þar scm hct jur
iþróttanna munu leiða saman
hesta sína.
En þó að þær keppnir sem fram
munu fara þar verði ekkert grin.
og alvaran ofan við allt, koma þó
oft fyrir skemmtilegir og stund-
um hlálegir atburðir á slikum
stundum. Við ætlum þó ekki að
fara að segja að þetta sem við
sjáum hérna á mundinni sé fram
úr hófi skemmtilegt, en það vekur
samt athygli, að pilturinn sið-
hærði sem við sjáum, ber númer-
ið: 13. Sú tala hefur jú löngum
verið talin óhappatala, og það
hefur sannazt bezt á honum þess-
um.
Hann tók þátt i hjólreiðakeppni
15. þessa mánaðar á Tromsö i
Noregi, og hann mátti gjöra svo
vel að ganga endaspölinn með
reiðhjólið sitt á öxlinni, þvi annað
dekkið næstum fór af.
Hvort það var talan 13 eða eitt-
hvert óhapp sem olli þessu vitum
við ekki, en sennilega mun trú
hans á tölunni ekki verða sterk
eftir þetta.
Kvenskörungurínn
Jane Fonda
Þakventlar
.v.v
Kjöljárn
!•••••••
!•!•!•!•
:•:•:*
•!•!•!•
•!•!•%
?:•:*
m
|V.V
m
m
BH
/
•!•!•!«
»!•!•!•
Kantjám
'.V.
ÞAKRENNUR
•!•!.
J. B. PÉTURSSON SF.
ÆGISGOTU A - 7 ge 13125,13126