Vísir - 24.08.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 24.08.1972, Blaðsíða 1
62. árg. — Fimmtudagur 24. ágúst— 191 tbl. gegn sterkri kyn- Pilla hvðt Þeir sem þjást af of sterkri og óviöráðanlegri kynhvöt ásamt af- bortamönnum á þvi sviði hafa sjaldan hlotið eða fengið þann skilning sem þeir kannski þarfn- ast. Afbrotamönnum hefur löng- um verið stungið undir lás ogslá, látnir dúsa þar um nokkurn tima og afplána sekt sina, en siðan hafa þeir fengið ?ið fara. Þýzkur læknir hefur haft með mörg slik tiifelli að gera, og núeraðkoma á markaðinn pilla sem dregur úr þessari sterku eða afbrigðilegu kynhvöt. Nokkrir hafa þegar fengið hana i hendurnar en ásamt henni þurfa þeir að vera undir meðferð sálfræðings. Sjá NÚ-siðu bls. :4 15 sinnum á línu yfir Niagarafossa Ekki bara einu sinni, heidur 15 sinnum, gekk Frakkinn Blondin á örmjóum málm- streng yfir Niagarafossana, og sifellt gerði hann raunina erfiðari á ýmsan hátt. Um hann hefur verið gert út- varpsieikrit, sem við munum heyra i kvöld. Nánar um Blondin, — SJÁ BLS. 13. Herskipin sem munu gleðja Lúðvík Enginn maður á jarðriki yrði eins kátur og Lúðvik Jóseps- son, ef brezk herskip birtust á miðunum til að verja brezka togaraflotann. Þetta segir m.a. um landhelgis- málið i siðasta blaði The Economist. — Sjá bls. 6. Greitt eftir persónuleika Góð klipping getur tekið allt upp i heilan klukkutima, seg- ir hárgreiðslumeistarinn Leo Passage. Það þarf lika að klippa hár eftir persónuleika hvers og eins, jafnvel eftir þvi i hvernig umhverfi við- komandi lifir og hrærist i. Við horfðum á hárgreiðslu- meistara ýmissa þjóða sýna listir sinar. Sjá INN-síðuna á bls. 7. ★ Komnir til Múnchen Þátttakendur islands á 20. Olympiuleikunum héldu til Miinchen eldsnemma i morgun og voru þvi komnir til Olympiuborgarinnar um hádegisbiiið og á laugardag hefst hin mikla iþróttahátið. Tveir islenzku keppendanna voru þó farnir áður og þeir kepptu við góðan orðstir á æfingamóti þar i gær. Sjá nánar iþróttir i opnu. ★ Eiturflutningar stöðvaðir Tarzan er ó bls. 12 Fœr skáksambondið 80 milljónir ef Fox vinnur? Fær Skáksamband is- lands sinn hluta af fénu sem Chester Fox kemur til meö að ná út úr Fischer ef hann vinnur málið á hend- ur honum (þ.e. 80 milljón- ir)? Þessi spurning hefur ósjálfrátt vaknað meðal fólks síðustu dagana. Eins og allir vita hefur Fox- bendlað Skáksambandið við fjár- kröfurnar og höfðað mál sitt gegn Fischer i umboði Skáksambands tslands. Samningar Fox og Skáksam- bandsins fólu það i sér að nettó- hagnaði af kvikmyndatökum yrði skipt bróðurlega, þannig að Skák- sambandið fengi helmings ágóða á móti Fox. Þar sem kvikmynda- tökur hafa að mestu farið út um þúfur er ljóst að hvorugur aðilinn getur vænzt' þess að græða á þeim. Fyrir dómstólum i Banda- rikjunum heitir málið „Chester Fox Company Corporation i um- boði Skáksambands tslands á hendur Robert Fischer” Þetta fengum við upplýst hjá Sveini Snorrasyni umboðsmanni Marshall Fischers lögfræðingi. „Skáksambandið á i vök að verj- ast i þessu máli,” sagði Sveinn. „Nafn þess er óneitanlega bendl- að við fjárkröfurnar á hendur Fischer þó að þeir hafi að visu lýst þvi yfir að þeir sæki ekki Fischer til saka. Ég tel þess vegna að Skáksambandið standi ekki sérlega vel i málinu hvernig sem þvi svo lyktar.” GF Bernhöftstorfan: Hvikum ekki fró vorðveizlu — þrótt fyrir gylliboð — Við gerum okkur Ijóst, að það eru ýmis gylliboð i þessu bréfi, en okkar mál er að varðmeita torfuna á sínum stað, og við hvikum ekki frá þvi fyrr en útséð er um að það sé tapað mál, segir Guðrún Jónsdóttir formaður Arkitektafélags íslands. t bréfi borgarráðs til forsætis- ráðuneytis er m.a. stungið upp á samkeppni um nýja stjórnarráðs- byggingu um leið og sagt er að sterkar raddir séu uppi um varð- veizlu „torfunnar” i borgarráði. Aður hafa komið fram tillögur um annan stað fyrir væntanlega stjórnarráðsbyggingu. Guðrún Jónsdóttir sagði, að þurfi að benda á annan stað fyrir stjórn- arráðog ennfremur, að húsnæðis- þörf ráðuneytanna sé könnuð og forspár gerðar um það efni. Þær upplýsingar fengust hjá forsætisráðuneytinu i morgun, að ekki væri búið að taka bréf borgarráðs til meðferðar og yrði það lagt fyrir rikisstjórn. Forsætisráðuneytið hefur afþakkað tilboð arkitekta um að þeir lagfærðu húsin i Bernhöfts- torfunni á þá lund, að leyfi til þess myndi fela i sér frestun á flutn- ingi húsanna á þessu stigi máls- ins. Visir hafði samband við menntamálaráðherra, sem sagði að tilboð arkitekta hefði ekki ver- ið lagt fyrir rikisstjórnina. Málið hafi oft verið rætt i rikisstjórn en ekki þetta tilboð arkitekta, bréf borgarráðs yrði vafalaust rætt i rikisstjórn. Hann kvað sig ekki vilja tjá sig opinberlega um málið fyrr en rikisstjórn hefði takið af- stöðu til þess. -SB- Mótmæli Norðmanna og annarra við fyrirætlunum um að hella blásýru I Norð- ur-Atlantshafið urðu til að stöðva þessa eiturflutninga. — En nú sýna rannsóknir vaxandi geislavirkni i hafinu við Vestur-Þýzkaland. SJA BLS. 5 ★ „Vonast eftir góðri samvinnu leik- húsanna" Það er ekki oft sem tækifæri fást til að ná slikri mynd af leikhússtjórunum i borginni. Enda sagðist Sveinn Einars- son, i gær þegar leikarar Leik- félags Reykjavikur heilsuðu nýju leikári, vona að meiri samvinna gæti orðið á milli leikhúsanna. Jóhanna landlausa og Jó- hann landlausi kölluðu þau sig, Sveinn og Vigdis Finn- bogadóttir, við sama tækifæri i gær, i spjalli sinu á fundinum með leikurunum. Það eru lika orð með sönnu, þvi hvorugt hefur enn tekið formlega við leikhússtjóraembættinu. Það gera þau ekki fyrr en 1. september. En nýtt leikár hóf- st eins og áður segir hjá Leik- félagi Reykjavikur i gær, við rikjandi lif og fjör. Æfingar munu nú hefjast af fullum krafti, og senn geta tslending- ar farið að fara i leikhús. —EA Sjá nánarum leikár Iðnó bls. 2. nei! getur • nokkur maður gert gegn þessu?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.