Vísir - 24.08.1972, Blaðsíða 2
2
Visir Fimmtudagur 24. ágúst 1972
risusm:
Haldið þér að það sé rétt
hjá Geller að Fischer
beiti „elektróniskum
truflunum” yg e g n
Spasski.
Guðmundur Einarsson, verzlun-
arm.: Nei, nei. Það er bara verið
að magna taugastriðið milli
keppenda með þessu. Ég held að
þetta hafi ekki við nein rök að
styðjast.
Una Svane, nemandi: Nei,
ábyggilega ekki. Minnsta kosti
hef ég enga trú á þvi.
Ottó ólafsson, nemandi: Nei.
Þetta Gellers-bréf er algjör vit-
leysa frá rótum, og á sér enga
stoð i veruleikanum.
Einar Jakobsson, nemandi: Ég
held það sé nú mjög hæpið. Það er
minnsta kosti afskaplega litið
hæft i ásökunum Gellers á hendur
Fischers. Þetta er hugsanlega
mótvægi við bréf Bandarikja-
mannanna að undanförnu, en ég
held að kvartanir beggja hafi við
mjög litil rök að styðjast.
Arni Ingólfsson.plötusmiður: Ég
veitekki. Nei það er varla nokkuð
hæft i þvi. Ég held að þetta sé
bara eitthvað ástæðulaust rövl i
Rússunum.
Ingólfur Isebarn, byggingam.:
Nei. Það er mjög ótrúlegt. Og ég
held að hvorugur keppandi beiti
brögðum i einviginu. Það er
óhugsandi.
leikhússtjóra Leikfélags
Reykjavíkur.
„Þetta leggst ákaflega
vel i mig, ég er svo bjartsýn
að eðlisfari. Ég trúi líka á
mannfólkið og ég trúi á
góða leiklist, þannig að
mérhlýturað þykja gaman
að vinna að þessu verk-
efni", sagði Vigdís Finn-
bogadóttir, sem 1. septem-
ber mun taka við starfi
I morgun komu saman leikarar
og starfsfólk i Iðnó og heilsuðu
nýju leikári, með Sveini Einar-
syni sem nú tekur við starfi Þjóð-
leikhússtjóra og svo Vigdisi Finn-
bogadóttur.
Við náðum tali af Vigdisi, og
sagði hún að teknar yrðu upp sýn-
ingar á þeim leikritum sem ekki
var lokið við að sýna i vor, þegar
sumarfri hófust, og strax á morg-
un verða hafnar æfingar á leikrit-
inu Fótatak eftir Ninu Björk
Árnadóttur. Þegar við spurðum
hana um hvað hún hefði á prjón-
unum i sambandi við starfið i vet-
ur, sagðist hún ekki geta látið
neitt uppi um það fyrr en 1.
september er hún tekur formlega
við starfinu.
Sveinn Einarsson sagði meðal
annars, að nú þegar þessi leik-
hússtjóraskipti eiga sér stað, þá
vonaðist hann til að nýtt og betra
samstarf yrði milli leikhúsanna.
t spjalli sinu þegar Vigdis heils-
aði starfsliðinu, sagði hún að fer-
ill hennar i leikhúsinu hefði hafizt
á þvi, að keyptur var handa henni
rauður stóll. Sá stóll hefur þann
kost, að hægt er að hækka hann og
lækka að vild, en Vigdis sagði að
til þess að nota stól Sveins i skrif-
stofunni i Iðnó væri hún of fjarsýn
og stóllinn of lágur.
— EA
„Furðulegt fyrirbœri reynir að
festa rœtur á íslandi"
Fyrir stuttu skaut hér upp
kollinum furðulegur trúarflokkur
sem kallar sig bahái. Hann barst
hingað til lands með útlendingum
sem hingað komu og ferðuðust
um landið og boðuðu bahái. Þeir
urðu brátt að fréttamati og leið
ekki á löngu fyrr en flestir höfðu
heyrt nafnið bahái nefnt. Bahái
var eitthvað sem fáir höfðu heyrt,
og var fólki þvi forvitni um að
vita hvað bahái væri, þessvegna
fóru margir á fundi þeirra sem
þeir héldu um landið. Baháiar eru
þvi færri en fólk grunar. og þvi
spyr ég: HVAR ÆTLA BAHAÍAR
AÐ FA PENINGA TIL AÐ
BYGGJA MUSTERI, SPITALA
OG SKÓLA A ISLANDI????
ÆTLA ÞEIR SÉR AÐ SMYGLA
PENINGUM ERLENDIS FRA
INN 1 LANDIÐ??????
Hvað sem þvi liður þá er það
mjög furðulegt að allt i einu skuli
þeir hafa efni á að framkvæma
allt þetta. Það hlýtur að vera eitt-
hvað bogið við þá áætlun þar sem
baháiar eru svo fámennir hér-
lendis.
Vegna hinna ýmsu kynna
minna, sem ég hef haft á bahái
trúnni tel ég mig geta sagt álit
mitt á henni. Ég hef talað við for-
mann bahái i einu sveitafélaginu i
nágrenni Rvk. Það sem hann
hafði mér að segja um bahái
trúarbrögðin var ekki upp á
marga fiska. Hann sagði mér að
bahái væri Alla Budha Múhameð
og fleiri goð sem nú eru ákallaðir.
Mikið meira held ég að rétt
hugsandifólk þurfi ekki að heyra,
þvi þetta er svo mikil fjarstæöa
að það getur ekki átt við nein rök
að styðjast. Einnig hef ég talað
við útlending sem hér var staddur
til að boðbera bahái. Hann hafði
sömu söguna að segja. Ég benti
honum á að hinir ýmsu trúarboð-
berar boðuðu ekki sömu trúarað-
ferðina, og átti ég þá við að i
einni trúnni má borða kjöt i
annarri ekki og enn annarri eitt-
hvað annað osv. framv. Eins er
það með dagana, hin ýmsu trúar-
brögð boða ekki öll sama dag
heilagan. Þvi væri það ómögu-
legt að vera bahái, þvi öll trúar-
brögð I heiminum getum við ekki
trúað á I einu, það mundi allt
stangast á. En þessi útlendingur
sem ég talaði við var sko ekki
sáttur á þá skoðun mina þvi þetta
væri allt það sama hvernig sem á
það er litið. Eftir að hafa heyrt
hina miskunnarlausu sannfæringu
útlendingsins og formannsins gat
ég svo sannarlega fullvissað
sjálfan mig að bahái er hlægilegt
fyrirbæri og fjarstæða.
Baháiar þykjast vera með
lausn á trúarbragðastyrjöldum.
En það er augljóst mál að trúar-
bragðastyrjaldir verða ekki
leystar með þvi að sameina öll
trúarbrögð i eitt. Innbyrðis deilur
mundu verða hræðilegar um hvað
má gera og hvað má ekki gera,
þvi i einni trúnni er sagt að þetta
megi en i hinni er það bannað.
Rétthugsandi maður ætti þvi að
geta séð að hér er um algjört
öfugmæli að ræða og hlut sem við
engin rök á að styðjast. Það eru
ekki nema nokkrar aldir siðan
bahái á að hafa komið fram á
sjónarsvið, og þess vegna getur
hann ekki verið neinn guð. Þvi
ekki fæddumst við á undan
skapara okkar. Bahái boðberar
eru þvi ekki sjálfum sér sam-
kvæmir og vita ekki út i hvað þeir
hafa leiðzt eða út I hvað þeir eru
að tæla fólk. Að minnsta kosti er
ekki hægt að segja annað á meðan
þeir sjálfir geta ekki einu sinni
skilgreint hvað bahái er.
Baháiar sem hér eru, eru æstir i
að festa rætur sinar hér. Þess
vegna reyna þeir að blekkja
okkur Islendinga með þvi að láta
okkur halda að þeir vilji gera
okkur góðverk með þvi að reisa
musteri, skóla og spitala á
Islandi. En hversvegna endilega
á Islandi? Ætli það sé ekki vegna
þess að þeir telji okkur tslendinga
svo tækifærissinnaða að við
gripum hvert tækifæri sem við
teljum okkur ekki þurfa að borga
krónu i. En það kæmi sko örugg-
lega einhvern tima að þvi að þeir
þyrftu að betla annað hvort af
almenningi eða rikiskassanum
(sem i raun og veru er jú
almenningur en önnur leið bara
farin).
Ég get bent á dæmi um óheiðar-
legar vinnuaðferðir baháia Fyrst
er þeir byrjuðu að boða bahái hér
fyrir 1-2 árum siðan voru þeir svo
ákafir að fá sem flesta félags-
menn að vinnuaðferðir þeirra
gerðust all óheiðarlegar. Þeir
brugðu sér með lista á staði þar
sem ungt fólk skemmtir sér, för
þeirra á þá staði var leit að nýjum
félögum. Mörg dæmi eru til um
þá, þar sem þeir hafa elzt við
drukkna unglinga, til að fá þá til
að skrifa sig i baháiflokkinn.
Hvers vegna drukkna? Jú, þvi þá
er fólk yfirleitt til i hvaða vitleysu
sem er....Ég vil taka það skýrt
fram að þetta er ekki áróður.þetta
LESENDUR
HAFA
4«. ORÐIÐ
er sannleikur. Svona vinnubrögð
verða geymd en ekki gleymd.
Það væri hræðilegt áfall fyrir
islenzkt þjóðlif ef baháiar fengju
að festa sinar afskræmdu rætur
hér, því bahái er ekkert annað en
hrærigrautur af trúarbrögðum
sem boðberar geta ekki einu
sinni skilgreint. Hver getur það
þá? ENGINN.
Hugsið ykkur hvað það yrði
hræðilegt fyrir Kópavogsbúa eða
aðra sem I gegnum Kópavog
mundu fara á leið til Hafnar-
fjarðar eða eitthvað annað, að
þurfa ef til vill að hlusta á eitt-
hvert væl úr turni musterisins.
Þvi i einni trúnni er það þannig
háttað að eitthvert væl heyrist
liðlangan daginn úr turni trúar
hússins. Ég nefni hræðilegt
ástand fyrir Kópavogsbúa og
nábúa þvi baháiar ætla sér
einmitt að klessa sér niður þar.
Maður veit aldrei hvað úr þessu
rugli gæti orðið og er þvi eins gott
að forðast allan ágang baháía.
Ég skora þvi á rlkisstjórnina og
bæjarstjórn Kópavogs, Garða-
hrepps og Hafnarf jarðar og allan
almenning á Islandi að risa upp
og mótmæla að bahái trúar-
flokkurinn fái að niðast á islenzku
þjóðlifi með þvi að byggja
musteri skóla og spítala á
Islandi.
ÍSLENDINGAR STÖNDUM
DYGGAN VÖRÐ UM
HAGSMUNI LANDS VORS!!
GUÐFINNA HELGADÖTTIR.