Vísir - 24.08.1972, Qupperneq 5
Visir Fimmtudagur 24. ágúst 1972 5
í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN UTLÖND 1 MORGUN ÚTLÖND UMSJON: HAUKUR HELGASON J
Eiturskipið
var stöðvað
Geislavirkni vex við strendur
Mótmæiin gegn ráðagerð-
unum um að setja blásýru í
Norður-Atlantshaf hafa
haft áhrif. Samkvæmt
þýzka útvarpinu er líkleg-
ast, að þessum efnaflutn-
ingi verði frestað um sinn
og stjórnmálamenn í V-
Þýzkalandi taki málið til
athugunar, sem ætti að
valda þvi, að hætt verði við
þessa ráðagerð.
Talsmaður samgönguráðu-
neytis V-Þýzkalands gaf þetta i
skyn i útvarpinu. Norðmenn hafa
mótmælt harðlega, siðan fréttist
um fyrirætlun um að varpa eitur-
efnum i Atlantshaf. 1 Vestur-
Þýzkalandi hafa margir mót-
mælt, meðal annars borgarstjór-
ar bæja við baðstrendur Norður-
sjávar.
I miðjum deilunum hafa borizt
niðurstöður rannsóknarleiðang-
urs vestur-þýzka hafrannsókna-
skipsins Meteor. Vaxandi geisla-
virkni hefur orðið vart við mæl-
ingar við strendur V-Þýzkalands.
Skipið hefur komizt að þessum
niðurstöðum eftir þriggja mán-
aða rannsóknir á Norðursjó,
Norður-Atlantshafi og Norður-ls-
hafi.
Talið er, að orsakir aukinnar
geislavirkni sé skólp frá verk-
smiðju, þar sem unnið er með
kjarnorkueðlisfræðilegt eldsneyti
nálægt franska hafnarbænum
Cherbourg. Skólpið rennur norður
með straumi um Ermasundið.
Geislavirkni hefur að visu ekki
1<omið fram i trska hafinu eða við
Svalbarða.
Alsír skilar
lausnargjaldi
Alsírstjórn afhenti í gær
lausnargjaldið fyrir flug-
vél Delta-flugfélagsins,
sem flokkur svertingja
hafði fengið greiddar 1.
ágúst.
Upphæðin er rúmlega 87
milljónir króna og greiddi
Alsirstjórn hana tveimur
fulltrúum flugfélagsins.
Stjórnin hafði tekið féð af
ránsmönnunum, þegar
þeir komu til Alsir.
„Vandamálin búin"
„Erfiðleikar við viðgerð togara eru liðnir,” segir í texta þessarar
myndar, sem við fengunr hjá NTB. Þessi franski útbúnaður, 15 metra
hár með eigin vél, getur lyft togara allt að 100 tonnum, meðan tveggja
og hálfs metra há hjólin eru fyllt af vatni.
Myndin var tekin i hafnarbænum Etaples i Norður-Frakklandi, sem er
skammt frá bænum Boulogne.
Nasistar og vinstri sinnar slóg-
ust i Miami. Hér eru vinstri sinn-
ar að drösla nasistum burt úr
tjaldbúðum sinum, sem nasistar-
nir gerðu „innrás ” i.
Nasistar höfðu um hrið völdin á
fundarsvæði tjaldbúðanna.
„Vinstri beygja í
blindgötu"
- segir Nixon — „Skiptum á Nixon og
stríðsföngunum", hrópa kröfugöngumenn
— Götuóeirðir í Miami
„Kröpp beygja til vinstri
mun færa vonir bandarisku
þjóðarinnar i blindgötu,"
sagði Nixon i ræðu sinni í
gærkvöldi, þegar hann tók
formlega við útnefningu
flokksþings repúblikana.
Hann beindi orðum sínum
til þeirra, sem hann kallaði
„hinn nýja meirihluta".
Mörg hundruð manna stóðu um
það leyti fyrir mótmælaaðgerð-
um i Miami, þár sem flokksþingið
stendur. Þeir lokuðu götum og
grýttu bifreiðar, brutu rúður og
kveiktu i bilum.
Herlið og lögregla var i vegi
mótmælenda hvarvetna ogdreifði
mannfjölda. 225 voru handteknir,
svo að kunnugt væri.
Um þrjú þúsund æskumenn
héldu frá tjaldbúöum sinum og
stefndu til fundarstaðar flokks-
þingsins. Um eitt þúsund skildu
við aðalfylkinguna og fóru dreifð-
um flokkum um götur. Lögregla
beitti táragasi og pipargasi.
Tveimur lögregluþjónum var
steypt af mótorhjólum sinum, og
annar slasaðist hættulega.
Skáldið Allan Ginsberg mun
hafa verið handtekinn ásamt Jeff
Nightbyrd, foringja hippaflokks-
ins.
Hópar fóru um götur og báru
fána þjóðfrelsishreyfingar Viet-
nam, hrópandi, ,,úr Asiu, nú” og
„Skiptum á Nixon og striðs-
föngunum”.
Fulltrúar S-Karólínu
í háska
Óeirðir hófust um það leyti,
sem fulltrúar á flokksþinginu
komu til kvöldfundarins.
Mikið lögreglulið gætti ráð-
stefnusalarins. Strætisvögnum
hafði verið stillt upp sem „vig-
girðingu” við bilastæði, þar sem
aðeins bifreiðar hins opinbera
fengu að fara um. Þannig hindr-
aði lögreglan, að kröfugöngu-
menn gætu framfylgt fyrirmæl-
um foringja sinna, sem höfðu
hvatt þá til að „loka” aðaldyrum
ráðstefnusalarins og götum við
húsið sem þó skyldu verða frið-
samleg mótmæli við stefnu Nix-
ons.
Fulltrúar frá Suður-Karólinu
sögðust hafa komizt i hann krapp-
an, þegar bifreið þeirra var
stöðvuð og umkringd mótmæl-
endum. Skorið var i hjólbarða og
leiðslur i bilnum. Fulltrúar urðu
að ganga.
„Næst ættu allir
að fá vélbyssur"
Fulltrúar urðu reiðir. „Ef þeir
ætla að hegða sér eins og hundar,
ætti að fara með bá eins oe
hunda,” sagði fulltrúinn Stocks
frá Norður-Karólinu. „Ég held,
að næst ætti hver fulltrúi að fá
vélbyssu,” sagði hann.
Bifreiðar fulltrúa frá
Tennessee, Ohio, Mississippi og
Illinois voru einnig stöðvaðir, þótt
ekki væru þau tilvik jafn „æs-
andi”.
Agnew ætlar i
forsetaframboð 1976
Nixon kom með þyrlu til bif*
reiðastæðis bak við þinghúsið.
Þar beiö hann, meðan Agnew
vafaforseti flutti ræðu. Agnew
sagði að helzta verkefni sitt sem
varaforseta hefði verið að læra af
forsetanum og þjóna honum. Var
þetta talin enn frekari visbending
um, að Agnew hefði hug á að
bjóða sig fram til forseta árið
1976.
Fulltrúarnir gerðu mjög góöan
róm að ræðu Agnews.
Nixon kom i ræðu sinni með fátt
nýtt um Vietnam. Hann bað
bandarisku þjóðina um tækifæri
til að halda áfram tilraunum sin-
um til að skapa „endanlegan
heimsfrið”.
Hann sagði, að kosningarnar
milli sin og McGovern stæðu um
„breytingar, sem yrðu árangurs-
rikar og'breytingar sem misstu
marks”.
Hann minntist ekki á leynifundi
Kissingers og Norður-Vietnama,
en sagðist „aldrei mundu vinna
með óvinum til að neyða fólkið i
Suður-Vietnam til að taka við
kommúnistastjórn”.
„Við munum ekki heldur svikja
striðsfangana eða leyfa, að heiður
Bandarikjanna verði svivirtur,”
sagði hann.
Harðnar í dalnum í Chile
Stjórn Chile kveðst munu beita
hörku til að ganga milli bols og
höfuðs á „hálf-hernaöarlegum”
læskulýðssamtökum hægri sinna.
Stjórnin kennir þessum samtök-
um um uppþot og verkföllin i
byrjun vikunnar.
Allende forseti Chile, sem var
kjörinn af bandalagi sósialista og
kommúnista, hefur átt i vök að
verjast að undanförnu. Löngum
hafði hann stuðning kristilega
demókrataflokksins i flestum
málum, en sá flokkur er stærsti
flokkurinn utan stjórnar. Að
undanförnu hefur fjandskapur
vaxið milli kristilegra demókrata
og stjórnarinnar og stjórn
Allende hefur gengið illa að fá
þingmeirihluta fyrir málum sin-
um.
Auk þess er sótt að henni frá
vinstri. Öaldarflokkar róttækra
vinstri manna hafa sig viða i
frammiog ráða ýmsum sveitum i
trássi viö stjórnina.