Vísir - 24.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 24.08.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir Fimmtudagur 24. ágúst 1972 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Skörp skil Forsetakosningarnar i Bandarikjunum verða að þessu sinni óvenjulegar. Stefnumunur fram- bjóðendanna er meiri en dæmi hafa verið um i fjörutiu ár. 1 kosningunum gefst tækifæri til raun- verulegra vals milli frambjóðenda en yfirleitt gerist i tveggja flokka kerfi. Megingalli stjórn- málalifs, þar sem tveir flokkar rikja, er tilhneig- ingin til að flokkarnir verði sifellt likari, þegar þeir sækjast báðir eftir úrsitlaatkvæðunum i mið- biki stjórnmálanna. Munur á frambjóðendum verður stundum litið annað en bros þeirra eða hárprýði. Tveggja flokka kerfi hefur hins vegar marga stóra kosti, sem kunna að mega sin meira, og ringulreið margra flokka er ekki eftirsóknar- verð. Tveggja flokka kerfið brezka hefur verið talið til fyrirmyndar. Þar hafa stærstu flokkarnir íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn boð- ið kjósendum nokkuð raunverulegt val. Sé ekki um slikt að ræða, geta kosningar beinzt að áróðursblekkingu öðru fremur. Stundum er i Bandarikjunum talað um að „selja kjósendum forseta”, og þá aðallega átt við, að frambjóðand- inn sé gylltur i augum kjósenda með blekkjandi áróðri. Þetta verður ekki sagt um þá, sem keppa um forsetatign i Bandarikjunum að þessu sinni. Kjósendum er ljóst, að stefna þeirra er viða eins ólik og hvitt og svart. Richard Nixon er að visu slóttugri maður en McGovern, og Nixon hefur ekki hikað við að kúvenda i stórmálum, ef hann hefur talið ástæðu til. En Nixon er þó fyrst og fremst fulltrúi óbreytts ástands. McGovern boðar meiri byltingu á ástandinu en dæmi eru um i forsetakosningum i Bandarikjunum. McGovern vill kveðja bandariska hermenn heim frá Vietnam samstundis og treysta á fyrir- heit Norður-Vietnama um framhaldið. Hann hikar ekki við að taka þá áhættu, að kommúnistar leggi undir sig Suður-Vietnam og jafnvel fleiri lönd. Fyrir honum vakir, að Bandarikjamenn hætti afskiptum af striðinu i Suðaustur-Asiu hvað sem það kostar. McGovern vill,að Bandarikin minnki til mikilla muna útgjöld til hermála. Þau kalli meðal annars heim mestan liðsstyrk sinn frá Vestur-Evrópu. 1 þessu flest einnig mikil eftirgjöf. Nixon sér sig tilneyddan að fækka i hernum i Vietnam, en hann er tregur til annarrar eftirgjaf- ar. í innanlandsmálum boðar McGovern meiri háttar umbyltingu. Mesta athygli hafa vakið til- lögur hans um að setja hámark á arf svo að auð- legð geti ekki gengið i erfðir. McGovern stefnir að mjög aukinni „félagshyggju” i höfuðlandi ein- staklingsframtaks. Nixon hefur hins vegar eng- ar meiri háttar kerfisbreytingar á prjónunum vill einungis lagfæra almannatryggingar og sitthvað annað, sem farið hefur úr skorðum. Nixon mundi sigra með miklum yfirburðum, ef kosið væri nú. Það er augljóst, hvort sem menn hafa meiri eða minni tiltrú á skoðanakönnunum. Umbyltingin sem McGovern boðar, er miklu meiri en svo, að almenningur sé reiðubúinn að fallast á hana. Eigi McGovern að hafa sigurvon, yrði Nixon að leika alvarlega af sér. En valið er raunverulegt og menntandi fyrir bandarisku þjóðina. — Já, við eigum i þorskastriði, segir nýj- asta hefti þess virta, en ihaldssama timarits, ,,The Economist” sem út kemur i London. Grein er i siðasta hefti, sem fjallar um Haag-úrskurðinn. Þörf íslendinga fyrir þorsk- afla — og svo það sem Bretar kalla „óvéfengj- anlegan, sögulegan rétt Breta til að fiska á is- lenzka landgrunninu. „Það fór eins og við var að búast”, segir Economist um úrskurð Alþjóðadómstólsins i Haag. Dómstóllinn telur að fyrirhuguð útfærsla islenzku landhelginnar i 50 milur sé ólögleg. Þetta færir Bretum „mun sterkari samn- ingsaðstöðu”, segir Economist (og „mun jafnframt réttlæta notk- un sjóhersins við að |vernda brezka togara”), en það er lika um það bil 'allt og sumt. „Islendingar, sem hafa neitaö þvi að Alþjóðadómstóllinn hafi lögsögu i málinu, sögðu þegar eft- ir úrskuröinn, að hann yrði látinn sem vindur um eyru þjóta og að þeir myndu reyna aö færa út og verja nýja landhelgi frá og með 1. september”. Það er kvíðahljóð i Economist. Blaðið segir að þorskastrið við ts- lendinga sé alls ekki hlutur til að hlæja að. Fullyrðir blaðið, að Bretar og fleiri vestrænar fiski- þjóðir, svo sem Vestur-Þjóðverj- ar hafi af sögulegum ásætðum óvéfengjanlegan rétt til að veiða fisk upp undir ströndum Islands. Rétt til að veiða fisk á landgrunni íslands, — sem við viljum nú varna þeim og halda út af fyrir okkur. „Mörg þróunarlönd”, segir Economist, „hafa sömu sjónar- mið og íslendingar — segja að Is- lendingar hafi fullan rétt á að færa út landhelgina. Þar sem þessar 200.000 manneskjur sem búa á Islandi reiða sig að mjög verulegu leyti áfiskveiðarog fisk- afurðir, en 85% af útflutningi landsins er fiskur, þá er fyrir hendi talsverð samúð með mál- stað Islendinga”, segir Econo- mist. „Bretar buðust til að draga úr veiðum við landið. Minnka veiðarnar á landgrunninu þannig að aflinn næmi aðeins 75% af 180.000 tonnum sem hefur verið ársaflinn siðustu ár. En Islend- ingar vilja að Bretar bindi veiöar togaranna við tvö mjög smá svæði, auk annars. Brezkir tog- aramenn segja að slikar reglur varni þeim algerlega að veiða eins og þeir þurfa. Og þegar lengra liöur, ætla íslendingar að hrekja brezka og þýzka togara al- gerlega af landgrunninu, þ.e. út fyrir 50 milur eins og þeir hafa þegar gert hvað snertir 12 milna landhelgina”. Þvinganir slæmar, en nauðsynlegar” „Aætlanir hafa verið gerðar”, segir Economist „um að friðlýsa |allt landgrunn Islands, en það nær sums stðar 80 milur út frá ilandinu. Þar sem um það bil helmingur af úthafsveiði Breta |kemur af þessum miðum og framfærir ibúa i Hull og Grimsby, jálitur stjórn okkar greinilega, að þvingunaraðgerðir gegn íslend- [ingum kunni að vera nauðsyn- egar, þótt siæmar séu”. JÓ, við erum í stríði! — Economist í London boðor nó ófriðlegar aðgerðir ó landgrunninu við ísland. Telur blaðið að óvéfengjanlegur sé réttur Breta og Þjóðverja til veiða ó landgrunninu. Og þá er bara að biða. Kannski Bretar liti þrátt fyrir allt svo mik- iðupp til Lúðviks Jósepssonar, að þeir sendi á okkur herskip með sinum 250 togurum. Bara til að gleðja ráðherrann? Illlllllllll M) - Umsjón: Gunnar Gunnarsson Bara fjögur varðskip Economist hlakkar yfir þvi, að Islendingar hafi litil tæki eða gagnslaus til varnar. „Aðeins fjóra, litla fallbyssubáta og tvær könnunarflugvélar, og yrðu þvi ófærir um aö verja allt svæðið. En , „segir Economist, „þeir tóku nokkra brezka togara innan land- helgi i siðasta þorskastriði, og þeir yrðu teknir aftur ef þeir leit- uðu hafnar á tslandi vegna slysa eða bilana. Jafnvel þótt aðstoð- arskip væru höfð á miðunum, þá er það lifsnauðsyn fyrir mörg af minni fiskiskipum Breta, að kom- ast til hafnar á Islandi. Að öðrum kosti yröu þessi litlu skip að fara á önnur norðlægari og hættulegri mið, sem þau eru illa búin undir að sækja á”. „Endurnýju islenzka togaraflotans” Economist segir að allur mála- búnaður Islendinga byggist á þvi, að vernda þurfi fiskstofnana. „Þorskur er nú veiðist, er ungur fiskur og smávaxinn. Litill hluti þorskstofnsins hefur tækifæri til að hrygna tvisvar áður en hann er veiddur, eða að vaxa þannig að hann nái hæfilegri markaðsstærð. En ferill Islendinga við verndun fiskistofnanna er ekki svo glæst- ur”, segir Economist, „og rikis- stjórn landsins hefur ekki lofað neinu um að dregið verði úr veið- um landsmanna. Raunar er nú búið að panta 40 nýja stóra tog- ara, og liklegt er að togaraflotinn islenzki verði stækkaður um 30% Þetta er endurnýjun, hliðstæð þeirri sem gerð var á sildveiöi- flota tslendinga fyrir 10 árum”. Samningsstaða Breta veik Economist segir að staða Breta við samningaborðið sé veik. Þeir hafi engin sérstök atriði að nota sem hótanir á íslendinga. Raunar lifi næstum hvert barn á tslandi (jafnmargir og i Aberdeen) á þorski og selji hann að verulegu leyti til Bretlands. „Ef Bretar hins vegar hættu að kaupa þorsk- inn af Islendingum, gætu þeir auðveldleg selt hann til Ameriku eða Sovétrikjanna. Hótun stjórnar okkar um að standa i vegi fyrir samningum Is- lands við Efnahagsbandalagið er annaðhvort vitleysan einber, eða óþolandi bolabragð. Og fiskveiði- deilan hefur blandast saman við baráttu vinstri manna á tslandi, baráttu þeirra fyrir úrsögn Is- lands úr Nato, brottrekstri bandarisku herstöðvarinnar af eyjunni, en það er hinn kommún- istiski sjávarútvegsmálaráð- herra landsins, hr. Lúðvik Jósepsson, sem helzt stýrir þeirri hreyfingu”. Fullyrðir Economist siðan, að enginn maður á jarðriki yrði eins kátur og Lúðvik Jósepsson, ef ' brezk herskip birtust á miðunum við tsland til að verja brezka tog- araflotann. Og blaðið segir að raunar þyrftu menn ekki að und- rast þá kæti ráðherrans. Sovét- menn hefðu eins og allir hefðu bú- izt við, viðurkennt 50 milna land- helgi Islendinga án þess að segja eitt ámælisorð. Frostharkan i algleymingi. tsuð möstur togara. Lúðvik vék ein- mitt að þvi i útvarpi i gær, að vet- urinn yrði bezta vopn tslendinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.