Vísir - 24.08.1972, Qupperneq 7
Vísir Fimmtudagur 24. ágúst 1972
7
og greiðslan
að hœfa
■ta-* persónuleikanum",
Edda Andrésdóttir _ segjr l60 passage, faðír nýrra aðferða í hárskurði og hárgreiðslu
riiMiMi
I SÍÐAN i
Klippingin
verða
„Spray i hárið, skærin á loft
og greiða i aðra höndina. Síðan
er greitt og klippt og greitt og
klippt til skiptanna, svo hratt að
það er erfitt að fylgjast með
þessari athöfn. Greiðunni og
skærunum er sleppt, þvi nú þyk-
ir hárið nógu stutt og gólfið er
þakið hárlokkum. Burstinn i
hendurnar og það er burstað all »
kröftuglega. Hárgreiðslumeist-
arinn hoppar iéttilega i kringum
eiganda hársins sem hann er að
klippa, og burstar frá öllum
hliðum. Loks tekur hann litla
hárþurrku og blæs upp allt hár-
ið, en burstar það vel svo ekki
standi allt upp i loftið. Að sið-
ustu þykir nóg komiö, hársker-
inn býður háreiganda að standa
upp úr stólnum, og ganga um
salinn svo áhorfendur geti séð
klippinguna, á meðan hann
hneygir sig og beygir og lófatak
kveður við.
Þannig hófst hárgreiðslusýn-
ing Sambands hárgreiðslu- og
hárskerameistara á Hótel Sögu
á þriðjudagskvöld siðastliðið.
Eftir að gestir voru orðnir mett-
ir af góðgæti þvi sem á borð var
borið, komu fram hárskera- og
greiðslumeistararnir, Leo
Passage frá Hollandi og aðstoð-
armaður hans, Amerikaninn
Fairwack. Þeir höfðu með sér
2 siðhærða unga herramenn, og
klipptu þá eins og áður segir,
undir léttri músik Ragnars
Bjarnasonar, sem lék Bitlalög
og lög úr söngleiknum Hárið.
sem áttu vel við og skýringum
kynnis sýningarinnar, Péturs
Péturssonar. A meðan á klipp-
ingunni stóð voru einnig sýndar
myndir frá hárgreiðslum allt
frá 15.öld og fram til dagsins i
dag.
A þessari „hárprúðu sam-
komu” ef svo má að orði kom-
ast, komu fram auk þessara,
Austurrikismaðurinn Dietmar
Planier, sem hefur aðsetur i
Stokkhólmi, Sviþjóðarmeistar-
inn i hárskurði, Ewert Preutz og
frá Danmörku, Poul E. Jensen.
Leo Passage sem áður hefur
verið minnst á, er sagður vera
bezti hárgreiðslumeistari sem
komið hefur fram i 50 ár. Hann
erkallaður faðir nýrra aðferða i
hárskurði og hárgreiðslu.
„íslendingar eru alls ekkert á
eftir i hárskurði eða hár-
greiðslu”, sagði hann þegar við
náðum tali af honum. „Við höf-
um liðið inn á hárgreiðslu- og
rakarastofur og fylgzt með
vinnu þar, og ég var reglulega
hrifinn af þeirri vinnu. Hár-
greiðslan er yfirleitt eðlileg og
frjálsleg, eins og hún á jú að
vera, og oftast finnst mér til
hennar vandað. Góð klipping
getur þó tekið allt upp i klukku-
tima. Ef maður vill að við-
skiptavinurinn verði ánægður
verður maður að leggja allt sitt
fram. Maður verður að klippa
eftir persónuleikanum og klipp
ing getur farið eftir þvi i hvernig
umhverfi viðkomandi lifir og
starfar.
Þeir sem starfa við hár-
greiðslu verða sifellt að fylgjast
vel með öllu sem gerist i þeim
heimi. tsland ætti vel að geta
það, það er ekki lengur einangr-
að og fjarri umheiminum.”
Þegar við spurðum hann
hvernig tizkan i hárgreiðslu og
hárskurði yrði i vetur, svaraði
hann þvi til að það væri ekki
hægt að segja að ein greiðsla
væri i tizku frekar en önnur.
„Þegar við klippum og greið-
um, verðum við að reyna að
gera andlitið aðlaðandi, og það
er ekki til nein ein klipping eða
greiðsla sem hæfir öilum. Þess
vegna er erfitt að tala um tizku.
En ef ég segi hvað verður rikj-
andi i vetur, þá er það aðeins
sem eðlilegust og frjálslegust
greiðsla. An hárlakks eða ann-
ars þvium liks.”
Amerikaninn Fairwack tók i
sama streng, en hann sagði þó
að stutta hárið yrði meira i vet-
ur heldur en það siða, það væri
að þessu sinni, að mestu liðið
undir lok.
Daninn, Poul E. Jensen
hafði þó sinar skoðanir á tizku
greiðslunni i vetur, hann kvað
greiðslu og klippingu karl-
manna verða stuttur toppur og
stutt að framan, en siðan mundi
hárið sikka þegar aftar drægi.
Sagði hann það gilda jafnt fyrir
kvenfólk sem karlmenn, en
hann sýndi meðal annars
greiðslu á stúlku, sem hafði
stuttan topp og hárið stutt að
framan, en að aftan náði það
niður á bak.
Þá kom einnig fram á þeim 20
kollum kvenmannanna sem
hárgreiðslumeistararnir
greiddu á sýningunni ,að hár-
greiðslan er mjög látlaus og
litil fyrirhöfn við greiðsluna.
Við spurðum formann hár-
greiðslu- og hárskerameistar-
anna, Guðbjörn Snævar hvort
að hann teldi að á þessari sýn-
ingu kæmu fram margar
nýjungar.
„Já, þetta eru mjög miklar
nýjungar i þessu, og þarna
finnst mér koma fram margt
sem ég hef ekki kynnzt áður.
Mér finnst ég næstum geta sagt
að þessi sýning sé bylting fyrir
okkur hárgreiðslufólk. Það eru
margar mjög skemmtilegar
greiðslur sem þarna koma
fram”
— Hverju spáir þú um
tizkuna i hárgreiðslunni i
vetur?
„Það verður siða hárið sem
verður númer eitt. Sitt hár og
alls ekkert upptekið, og það
verður sem eðlilegast. Hár karl-
mannanna styttist aftur á
móti”
Guðbjörn sagði að miklar
nýjungar væru fyrirhugaðar
hjá hárgreiðslufólki, og sagði
hann að nú færu brátt i gang
sýningar, æfingar, námskeið og
klúbbar, og sagði hann þessa
sýningu vera i sambandi við
það. Sagði hann að þessir sömu
meistarar og þarna komu fram
séu væntanlegir aftur hingað til
landsins i október eða nóv-
ember.
Hann sagði einnig að það fólk
sem vinnur að hárskurði og
hárgreiðslu hérlendis sé ekki á
eftir öðrum þjóðum i faginu, það
fylgist mjög vel með, en hann
sagði að það væri almenningur
sem er yfirleitt alltaf ári á eftir,
og mjög seinn að taka við sér.
Ekki virtust allir vera sam-
málaumþaðsem taliðerverða
hæst rikjandi i vetur, en það má
geta þess að von er á nýrrj línu i
greiðslu og klippingu i septem-
bermánuði.
Sú greiðsla sem hvað mesta
athygli vakti á sýningunni, var
greidd af Amerikananum
Fairvack. Ein af stúlkunum
sem hann greiddi hafði stutt
hár, og greiddi hann það allt upp
frá hnakkanum og fram á enni.
Þar rúllaði hann upp á endana,
og lét þá slúta fram yfir ennið. i
hnakkann setti hann siðan
spennur, sem settu skemmti-
lega svip á greiðsluna.
Þess skal svo að lokum getið,
að 26, september fer fram
heimsmeistarakeppni i
Barcelona, og koma þessir
meistarar þar fram.
Greiðsla Amerikanans Fairwack vakti mesta at-
hygli,
Leo Passage virðir fyrir sér verk sitt, en hann
klippti og snyrti hár þessa unga manns.
„Greiðslan verður að hæfa nersónuleikanum”, sagði Leo Passage.
(Ljósm. A.M.)