Vísir - 24.08.1972, Page 8
JESSE OWENS
mesti
Olympíumeistari
allra tíma!
Jesse Owens, sem sigraði í
fjórum greinum á Olympiu-
leikunum í Berlín 1936 og sem
af mörgum er talinn mesti
Olympíumeistari allra tima,
kom til Miinchen i gær sem sér-
stakur heiðursgestur vestur-
þýzku framkvæmdanefndar-
innar. Enginn viðhöfn var á
flugvellinum heldur var Jesse
„smyglað" út um bakdyr og
ekiðtil leynistaðar. Samttókst
blaðamönnum að ná tali af
heiðursgestinum.
— Ég mun aöstoða við sjónvarps-
sendingar frá leikjunum, sagði Owens,
og er einnig i bandarisku Olympiu-
nefndinni. Um Ródesiumálið vildi
hann ekki ræða — sagðist ekki hafa
nógu staðgóðar upplýsingar til að láta
hafa nokkuð eftir sér i sambandi við
það. Hann er nú 58 ára og býr i Phonix
i Arizona og hefur dregið sig i hlé frá
störfum.
Hann er nú 25 pundum þyngri, en
þegar hann vann sin miklu afrek á
Olympiuleikvanginum i Berlin — en þó
er margt enn i svip hans og látbragði,
sem minnir á afrefksmanninn mikla —
manninn, sem rafmagnaði heiminn,
þegar hann vann fern gullverðlaun,
svarta manninn, sem rak hnefahögg i
Aria-andlit fylgismanna Hitlers. Hann
var fljótastur allra — sigraði
meðmiklum yfirburðum i 100 og 200 m
spretthlaupunum, var i sigursveitinni
bandarisku i 4x100 m boðhlaupi. Og
einvigi hans i langstökkinu við hinn
hreinræktaða Aria Lutz Long ljóshærð
an og hávaxinn, varð eitt af stórvið-
burðum leikanna — i siðustu tilraun
sinni stökk Jesse Owens lengst allra
8.06 metra — stökk, sem ekki margir i
heiminum geta nú leikið eftir.
Jesse Owens hefur vegnað vel i lifinu
— afreksmaður þar ekki siður en á
hlaupabrautinni. Hann hefur unnið að
æskulýðsmálum hjá Ford félaginu og
Lincoln-Mercury deildar Fordfélags-
ins. Hann er talinn ræðumaður i sér-
flokki og Ford greiddi honum i kaup 75
þúsund dollara á ári og þaðan af meira
til að ferðast um og flytja milli 80 og 90
erindi á ári á vegum félagsins. En
þetta var þreytandi — sagt að hann
dveldist fjóra daga i viku að meðaltali
i hótelherbergjum og ferðaðist 200
þúsund milur á ári. Þess vegna hefur
hann nú dregið sig i hlé.
Ekki alls fyrir löngu hélt hann ræðu i
Binghamton og áheyrendur fögnuðu
honum lengi og innilega, þegar hann
gekk i ræðustólinn. Siðan var dauða-
þögn og Jesse Owens hóf mál sitt
,,...það verða sigurvegarar og það
verða aðrir sem tapa...en vináttan,
sem hefst i hlaupabrautunum og völl-
unum er gull keppninnar. Verðlaunin
skipta ekki svo miklu máli og það
fellur ekkert ryk á vináttuna. Æskan
er verðmætasta eign hverrar þjóðar —
heiðrið hana þvi og heiðrið Guð...”
Fjölmargir aðrir kunnir Olympiu-
meistarar verða einnig gestir fram-
kvæmdanefndarinnar þýzku á leikun-
um. Má þar til dæmis nefna Abebe
Bikila, sem er eini hlauparinn, sem
sigrað hefur tvivegis i maraþonhlaupi,
fyrst i Róm 1960 og siðan i Tokió 1964.
Bikila er nú 39 ára og það verður sorg-
leg sjón að sjá þerinan glæsilega mann,
lamaðan , i hjólastólnum sinum á
leikunum. Hann lenti i bilslysi 1969
nærri Addis Abeba og hefur siðan ver-
ið lamaður — frá brjósti og niður. Það
var flogið með hann strax til Englands
og Haille Selassie fór sjálfur þangað til
að heimsækja þennan frægasta
iþróttamann Ethópiu. Þó hann sé al-
veg upp á aðra kominn heldur hann
enn stöðu sinni sem kapteinn i lifverði
keisarans.
Visir Fimmtudagur 24. ágúst 1972
Visir Fimmtudagur 24. ágúst 1972
9
Michael Morris heitir nýi
forsetinn i Alþjóða-Olym-
píunefndinni, sem kjörinn
var í gær í stað hins 84ra
ára Avery Brundage — eða
að minnsta kosti er það
skírnarnafn hans — en að
hinni gömlu hefð var mað-
ur með „frægan feril"
kjörinn leiðtogi nefndar-
innar.
Hann verður þvi nefndur lá-
varðarnafni sinu — Killanin lá-
varður, þriðji lávarður Dublin og
Spiddal. Killanin lávarður er
fæddur 30. júli 1914 i Lundúnum.
Hann er kvæntur og á fjögur börn.
Hann nam i Eton og siðar i Cam-
bridge og Sorbonne, en gerðist
siðan blaðamaðúr og hefur starf-
að hjá Daily Express, Daily Mail
og Sunday Dispatch. 1937-1938 var
hann striðsfréttaritari i Kina,
þegar Japan réðist á Kina. Hann
Reyna aftur
í kvöld
Umsjón: Hallur Símonarson
Irskur lávarður
í stað Brundage
Þriðji lávarður Dublin formaður Olympíunefndar
hefur skrifað nokkrar bækur og
hefur einnig starfað sem kvik-
myndaframleiðandi áður en hann
gerðist forstjóri oliuhrings á Ir-
landi (fririkinu).
Hann var ágætur iþróttamaður
á yngriárum einkum sem ræðari,
hestamaður og hnefaleikamaður.
Hann hefur lengi starfað að
iþróttamálum og vali hans sem
formanns Alþjóða-Olympiu-
nefndarinnar hefur verið fagnað.
Talið er að hann verði mun frjáls-
lyndari en fyrirrennarinn Avery
Brundage.
Munchen
999
1972
Killanin lávarður og franski
greifinn Jean de Beaumont voru
hinir einu, sem voru i framboði til
formanns. Hinn 58 ára Iri hlaut
mikinn meirihluta atkvæða og
franski greifinn tók tapinu bros-
andi og sagðist með ánægju vinna
með lávarðinum i framtiðinni.
Killanin var valinn formaður til
næstu átta ára. Varaformaður
Ekki varð neitt af leik KR og
Vestmannaeyja i 1. deild i gær-
kvöldi vegna veðurs — það var
ekki hægt að fljúga frá Eyjum til
Reykjavikur.
En liðin eru ekki á þvi að gefast
upp og það á að reyna aftur i
kvöld. Veður er mun skaplegra en
i gær og miklar líkur á þvi, að
Eyjaskeggjar komist til lands. Ef
svo verður hefst leikurinn kl. sjö á
Laugardalsveliinum.
Sterkir Banda-
ríkjamenn
Bandarisku ■ kúluvarpararnir,
sem keppa i Miinchen, og talið er
að hreppi jafnvel þrjú fyrstu sæt-
in þar, tóku þátt i æfingamóti i
gærkvöldi og kom það talsvert á
óvart hvað George Wood sigraði
með miklum yfirburðum.
Hann varpaði kúlunni lengst
21.38 metra og var meira en hálf-
um metra á undan A1 Feuerbach
— en Feuerbach er af flestum tal-
inn sigurstranglegastur, þegar að
sjálfri Olympiukeppninni kemur.
Nú varpaði hann 20.76 metra og
Brian Oldfield var skammt á eftir
— varpaði lengst 20.73 metra.
I 200 m. hlaupi sigraði Banda-
rikjamaðurinn Larry Black á
20.24 sek., aðeins á undan Pietro
Mennea frá ttaliu, sem hljóp á
20.40 sek. og þriðji varð Larry
Burton, Bandarikjunum, á 20.60
sek. Bjarni Stefánsson tók þátt i
hlaupinu og hljóp á 21.8 sek. I 3000
metra hlaupi sigraði Ben Jipcho,
sá frægi hlaupari frá Kenýa, á
ágætum tima 7:54.32 min. Mike
Manley, Bandarikjunum, varð
annar á 7:56.01 min. og Bob Fin-
ley, Kanada, þriðji á 7:56.80 min.
Kipchonge Keino var ánægður
með árangur sinn i 800 m hlaup-
inu I gær — það eru ekki margir
langhlauparar, sem geta státað
af slikum hraða.
var kjörinn Willi Daume frá Vest-
ur-Þýzkalandi og i stjórnina
Syvvio, majór, frá Braziliu.
Avery Brundage var kjörinn
heiðursforseti CIO til æviloka.
Killanin lávarður hefur verið i
stjórn Alþjóða-Olympiunefndar-
innar frá þvi 1950 — og á Olym-
piuleikunum i Mexikó-borg 1968
var hann einn af þremur varafor-
mönnum nefndarinnar. Blaða-
menn umkringdu hann eftir kjör-
ið, en hann sagði þeim, að þeir
gætu ekki reiknað með neinum
pólitískum yfirlýsingum frá hon-
um. Avery Brundage tilkynnti
valið á eftirmanni sinum af
tröppum ráðhúss Munchen-borg-
ar, og sagði jafnframt að at-
kvæðatölur yrðu ekki gefnar upp.
Enn bann
ó Ródesíu
Það á ekki af Ródesiumönnum
að ganga. A þingi FIFA-alþjóða-
knattspyrnusambandsins — sem
nú stendur yfir i Paris, var reynt
að fá bann það, sem sett var á Ró-
desiu 1970 upphafið. En það var
öðru nær en það næði fram að
ganga. Ródesia verður áfram i
banni i sambandi við alþjóðlega
knattspyrnu og var það samþykkt
með 68 atkvæðum gegn 18.
írskt met
Dougans!
Þegar Úlfarnir sigruðu West
Ham i vikunni skoraði miðherji
þeirra, Derek Dougan, eitt af
mörkunum og náði þar með
merkum áfanga i markaskorun.
Þetta var 200. deildarmark hans
og er Dougan fyrsti írinn i enskri
knattspyrnu sem skorar 200
mörk. George Best nálgast það
mjög. Þess má geta, að Derek
Dougan er einhver mesti per-
sónuleikinn i knattspyrnunni og
hefur verið formaður samtaka at-
vinnuknattspyrnumanna i rúmt
ár.
Keppir ekki
í 800 m.
Finninn Pekka Vasala, sem
setti nýtt Evrópumet á dögunum I
800 m hlaupi 1:44.5 min., mun
ekki keppa á þeirri vegalengd i
Miinchen, þó ráðstafanir væru
strax gerðar til þess að hann gæti
hlaupið þá vegalengd einnig.
Vasala ætlar að einbeita sér að
150b m hlaupinu, þar sem hann
hefur náð frábærum tima i sumar
3:36.8 min., og hann telur sig hafa
góða möguleika á sigri þar. Hann
vill ekki spilla þeim möguleikum
með þátttöku i 800 m hlaupinu,
sem þó fer fram þremur dögum
áður en kemur að riðlakeppni
1500 m hlaupsins.
Komast þeir þangað
Islenzku Olympíu-
fararnir héldu til Múnch-
en eldsnemma i morgun
og voru þvi komnir til
Þýzkalands um hádegis-
biliö. Tveir hlauparar,
þeir Bjarni Stefánsson og
Þorsteinn Þorsteinsson,
voru farnir fyrr og á æf-
ingamóti í gærkvöldi
hljóp Bjarni 200 m. á 21.8
sek. og Þorsteinn 800 m. á
1:51.8 mín.
Olympiuleikarnir verða settir
á laugardag og munu flestir Is-
lendinganna taka þátt i opn-
unarhátiðinni. Fánaberi Islands
verður hinn glæsilegi hand-
knattleiksmaður Geir Hall-
steinsson. A sunnudag hefst
keppni á tuttugustu Olympiu-
leikunum.
Riðlakeppni i handknattleikn-
um hefst undir mánaðamót og
nú er stóra spurningin. Tekst
handknattleiksmönnum okkar
að komast i leiki i höllina, sem
sýnd er hér að ofan? Riðla-
keppnin verður háð i nokkrum
borgum skammt frá Múnchen
og Island er i riðli með Austur-
Þýzkalandi, Tékkóslóvakiu og
Túnis og þarf að ná 1. eða 2. sæti
til að komast i úrslit keppninn-
ar. Þá verða 22 leikir háðir i
þessari höll siðari viku leik-
anna, en hún rúmar sjö þúsund
áhorfendur. Fyrri viku
Olympiuleikanna verður þar
háð fimleikakeppni.
Liverpool á toppinn og
fyrsta stig Manch. Utd!
Metupphœð fyrir bakvörð
i gær var greidd metupp-
hæö fyrir bakvörð á Eng-
landi — Leicester City
greiddi Lundúnaliðinu Ori-
ent, sem er i 2. deild 112
þúsund sterlingspund fyrir
Dennis Rofe.
Þetta er i annað skipti á þremur
dögum, sem Leicester greiðir
stórupphæðir fyrir leikmenn, áð-
ur Frank Worthington. Dennis
Rofe er 22ja ára, en hefur samt
verið mjög i sviðsljósinu siðustu
árin. Framkvæmdastjóri Leic-
ester, Jimmy Bloomfield, þekkir
getu hans vel, þvi þeir léku sam-
an hjá Orient, þegar Bloomfield
var framkvæmdastjóri liðsins
auk þess, sem hann lék með þvi.
Rofe, sem er ekki hár vexti,
aðeins um 1.70 m á hæð, mun
leika sinn fyrsta leik með Leicest-
er gegn Coventry á laugardag.
Eftir þessi kaup er talinn mögu-
leiki á þvi, að David Nish, fyrir-
liði og bakvörður hjá Leicester,
fari til Manch. Utd. fýrir ein-:
hverja stórupphæð. Manch. Utd.
hefur lengi reynt að fá hann i sin-
ar raðir.
Liverpool skauzt upp á
toppinn í 1. deildinni ensku
i gærkvöldi eftir sigur gegn
Chelsea í Lundúnum —
náði Arsenal að stigum, en
ermeð betra markahlutfall
eftir leikina fjóra. Og i
gærkvöldi hlaut hið fræga
lið Manch. Utd. sín fyrstu
stig hingað til — náði jafn-
tefli á heimavelli gegn
Leicester, sem ekki getur
talizt mikið afrek.
Sigur Liverpool i Stamford
Bridge er mjög athyglisverður —
að visu ekki stórsigur, en 2-1
nægði til að hljóta bæði stigin og
það er mikið afrek gegn Chelsea,
sem var taplaust fyrir leikinn.
Annars var mikið um jafntefli i
leikjunum i gáerkvöldi. Úrslit
urðu þessi.
Chelsea-Liverpool 1-2
Derby-Manch. City 1-0
Leeds-Ipswich 3-3
Manch. Utd.-Leicester 1-1
Newcastle-WBA 1-1
Norwich-Southampton 0-0
Stke-Sheff. Utd. 2-2
Tottenham-Birmingham 2-0
Frank Worthington, sem Lei-
1 Birmingham-C. Palace
1 Chelsea-Manch. City
x Leicester-Coventry
1 Liverpool-West Ham
x Manch. Utd.-Arsenal
1 Newcastle-Ipswich
2 Norwich-Derby
x Southampton-Wolves
1 Stoke-Everton
1 Tottenham-Leeds
1 WBA-Sheff. Utd.
x Burnley-Aston Villa
Frank Worthington — skoraði I
sinum fyrsta leik með Leicester
cester keypti i vikunni frá
Huddersfield skoraði jöfnunar-
mark liðsins á Old Trafford.
Meistarar Derby unnu sinn fyrsta
sigur á leiktimabilinu og það gegn
Manch. City. Geoff Hurst skoraði
annað af mörkum Stoke i gær-
kvöldi — fyrsta markið, sem hann
skorar fyrir sitt nýja félag og
Allister Brown (áður Leicester)
skoraði jöfnunarmark WBA gegn
Newcastle — fyrsta mark WBA á
leiktimabilinu.
Heil umferð verður á laugardag
og getraunaspá blaðsins fyrir
leikina á getraunaseðlinum er
þannig:
Bezti árangur í
400 m boðhlaupi
A æfingamóti í Múnchen
í gær náði bandarísk boð-
hlaupssveit bezta tíma,
sem nokkru sinni hefur
náðst i 4x100 m boðhlaupi
— hljóp hringinn á 37.89
sek., og var um fimmtán
metrum á undan næstu
sveit í keppninni — sveit
Frakklands.
Kvennasveit Kúbu i 4x100 m
boðhlaupi náði einnig stórglæsi
legum árangri — hljópá 43.91 sek.
og var langt á undan sveitunum
frá Vestur-Þýzkalandi og Astra-
liu, sem hlupu á 44.45 sek. og 44.53
sek. — en nú er allur timi á styttri
vegalengdum mældur i hundruð-
ustu hlutum úr sekúndu.
I langstökki kvenna setti Lynn
Tillett nýtt, ástralskt met, þegar
hún stökk 6.60 metra og sigraði
með yfirburðum. Dwight Stones,
Bandarikjunum, stökk 2.18 m I
hástökki, og Keino, stórhlaupar-
inn frá Kenýu, sigraði i 800 m.
hlaupi á 1:46.41 min., en hann
hleypur ekki þá vegalengd á leik-
unum — sennilega ekki heldur
1500 m.