Vísir - 31.08.1972, Page 7
Visir Fimmtudagur 31. ágúst 1972
7
fllMIMl
= SÍÐAN M
u
w
i
Gömul byggingolist
nauðum stödd"
Umsjón:
Svanlaug
Baldurs-
dóttir
— Finnur P. Fróðason innanhúsarkitekt
segir m.a. í grein sinni /#rífið sœnsk-
íslenzka frystihúsið og byggið
stjórnarrúðshúsið þar"
Gamalt hús er rifið við Amtmannsstiginn, gömul kirkja norður í
Mývatnssveit, og enginn veit af, nema þeir sem verkið framkvæma,
fyrr en allt er orðið um seinan. Viða i sveitum landsins, I bæjum og i
höfuðborg grotna gömul hús, og eyðileggingin biður þeirra, nema eitt
hvað sé aðhafzt. Stundum er um að ræða táknræn dæmi islenzkrar
byggingarlistar frá fyrri timum, sem litið er af fyrir, og óðum glat-
ast, cf svo heldur sem horfir. Um leið og þessi hús hverfa — hverfa
hýbýli mannfólks, er byggði landið og vitna um liðna tið. Minjar, sem
„fræðingar” framtiðarinnar og jafnvel nútiðar hefðu áhuga á að
kynna sér i leit sinni að tengslum nútiðar og fortiðar og hinn venjulegi
þjóðfélagsþegn i ieit sinni að uppruna sinum.
Hús eru stór þáttur umhverfisins og hljóta þvi að verða stór þáttur i
umhverfisumræðum öllum. Það hefur komið greinilega I ljós hér á
landi Jar sem einmitt húsaröð hefur verið hvað mest umrædd, þegar
umhverfisverndarmál hafa borið á góma. Það er Bernhöftstorfan.
Finnur P. Fróðason innanhúsarkitekt hefur sitt að segja um Bern-
höftstorfuna, en nú mun vera i bigerð að mynda hóp áhugafólks um
verndun hinna gömlu húsa á sinum stað. , -SB
SO SPURNING hvaö
gera skal við gömul hús
er margþætt. í okkar
frjálsa þjóðfélagi hlýtur
það að vera aðalmark-
miðið að eigandinn geti
nýtt eign sína og bætt
hana hvernig sem hann
vill jafn lengi og hann
stendur við þær skuld-
bindingar, sem hann
einu sinni hefur tekið á
sig og veldurekki öðrum
skaða.
En einmitt i þessu felast
ýmsar takmarkanir. Ýmsar
kvaðir hvila oft á eignum, fyr-
ir utan það sem byggingar-
samþykkt og skipulag gera
ráð fyrir. Eigandinn má ekki
nota eign sina eða byggja við
hana, þannig að það trufli um-
ferð, eða sé blettur á umhverf
inu. Húseigendur eru meira
að segja skyldaðir til að við-
halda húsum sinum að vissu
leyti. Að minnsta kosti mega
hús ekki vera i svo mikilli nið-
urniðslu, að þau séu blettur á
umhverfi sinu. En er það ekki
einmitt það sem hið opinbera
hefur látið viðgangast með
Bernhöftstorfuna. Ár eftir ár
hafa þessi hús staðið ónotuð að
meira eða minna leyti og nið-
urniðslan hefur vaxið ár frá
ári. Eins og við vitum öll fá
auð hús ekki að standa lengi
áður en rúður i þeim eru
brotnar og Bernhöftstorfan er
þar engin undantekning.
Húsaröð stendur þarna með
tóm uppglennt augu og starir
ásakandi á vegfarendur. Það
er eins og við höfum enga
virðingu fyrir byggingunum
okkar (með vissum undan-
tekningum þó). Ef til vill
þurfa húsin að vera teiknuð af
þekktum erlendum arkitekt til
þess að þykja þess virði að
varðveita þau en ekki bara ó-
sköp venjuleg almúgahús eins
og þau voru flest.
Þróunin krefst sem sagt, að
þessi verði sett á söfn, verði
stirðnaðar múmiur, sem við
getum kikt á , á sunnudögum,
þegar við höfum ekki annað að
gera. 1 raun og veru er ekkert
athyglisvert við hús sem eru
ónotuð en þróiunin krefst..
Þróunin, hvaða töfraorð er
það? Enginn getur útskýrt
það, en allir segja: — „Þróun-
in krefst þess, þróunina er
ekki hægt að stöðva”, o.s.frv.
Þróunin er hér ávallt sama
og fjárhagur og eiginhags-
múnir (með eiginhagsmunum
á ég hér jafnt við einstaklinga,
fyrirtæki og rikisstofnanir).
En þróunin er ekki ósigrandi
vofa, heldur sköpuð af mönn-
unum, og menn geta þar af
leiðandi beint henni inn á þær
brautir sem þeir óska.
Okkar gamla byggingarlist
er nú i nauðum stödd ekki að-
eins i Reykjavik heldur einnig
úti á landi. (Fyrir þá sem á-
huga kunna að hafa visa ég til
gamalla árganga af „Birt-
ingi” þar sem Hörður Ágústs-
son hefur skrifað um gömul
hús úti á landsbyggðinni). Hér
er um að ræða mörg hús bæði i
einkaeign og i eigu hins opin-
bera. 011 þessi hús, ibúðarhús,
verzlunarhús og vöruskemm-
ur eru mannleg og þjóðleg
heimild.
Fyrsta skrefið til að varð-
veita þessi verðmæti hlýtur að
vera að gera skrá yfir þau.
Þetta skref er þegar stigið.
Reykjavikurborg hefur að þvi
að ég bezt veit, falið Þorsteini
Gunnars. arkitekt að gera
skrá yfir þau hús, sem vert er
að varðveita. En næsta spurn-
ing hlýtur að vera: „til hvers
eigum við að nota þessi hús?”
Svarið felst sumpart i niður-
stöðu samkeppninnar, sem
Arkitektafélag fslands efndi
til um Bernhöftstorfuna. Þvi
miður hefur rikisstjórnin ekki
áttað sig. Sú staöreynd að
Arkitektafélag Islands hefur
boðizt til að lagfæra húsin að
utan að kostnaðarlausu, hefur
ekki einu sinni megnað að fá
rikisstjórnina, á þessum sið-
ustu og verstu sparnaðartim-
um, til að skipta um skoðun.
Ef til vill mætti ég að lokum
koma með eina tillögu:
„Rifið sænsk-islenzka
frystihúsið og byggið stjórnar-
ráðshúsið þar.”
Þar er fagurt útsýni yfir
sundin bláu og hin nýja bygg-
ing yrði hæfilega nálægt Arn-
arhóli, en samt nægilega langt
frá gamla stjórnarráðshúsinu
til þess að það eyðileggi ekki
götumyndina. Þvi næst gæti
stjórnin leigt Arkitektafélagi
Islands Bernhöftstorfuna t.d. i
10 ár, en með þeim skilmálum,
að félagið geri við húsin að ut-
an og innan og sjái um að
leigja húsin með þeirri stjórn-
sýslu sem þvi fylgir.
Finnur P. Fróðason,
innanhúsark.
Hluti af hinni umdeildu húsaröð: Bernhöftstorfunni.
Siónvarpstilboó
ársins!
Kuba Imperial FT-472 Sjónvarpstækiö meö5000 kr útborgun
eöa 10% staögreiöslu afslætti. 3ja ára ábyrgö aövanda.
VERZLUN OQ SKRIFSTOFA: LAUQAVEGI 10, REYKJAVlK, SfMAfl: 10150 A 10102
LEIDANDI FYRIRTÆKI A SVIÐI SJÓNVARPS- ÚTVARPS- OG HUÓMFLUTNINQSTÆKJA
NESCO HF