Vísir - 12.09.1972, Side 3

Vísir - 12.09.1972, Side 3
Vísir Þriðjudagur 12. september 1972. 3 r MISS YOUNG ICELAND Það var fyrir tilviljun að fegurðarsamkeppni fór fram á Akranesi sama daginn og reyk- vískar rauðsokkur héldu þar kynningarfund . Fannst rauð- sokkum að sjálfsögðu komið þarna kjörið tækifæri til að bæta einum dagskrárlið við fundinn, nefnilega mótmæli gegn „gripa- sýningum” (fegurðarsam- keppnum). I fréttatilkynningu frá fegurðarsamkeppninni segir svo: „Um kvöldið þegar dans- leikur á vegum Fegurðarsam- keppninnar hófst, höfðu nokkrar Rauðsokkur safnast saman við anddyri hótelsins og báru þær áróðursspjöld. Var þetta hinn friðasti hópur, en þó náði fegurðin og yndisþokkinn hámarki þegar litið var á þann aðilann i þessum friða hópi, sem mesta athygli og vinsældir vækti. Var það kviga nokkur, ung að árum, en þær stöllur hennar i Rauðsokku- hreyfingunni höfðu krýnt hana fyrr um kvöldið titlinum „Miss Young Iceland”. Þótt Rauð- sokkur hafi ekki heimild til þess að nota þenna göfuga titil, má þó þeim til hróss segja, að valið á kvigunni hafi þær vandað mjög....” Þannig fórust þeim Hirti og Einari . forstöðumönnum keppninnar orð um keppinauta fegurðarsamkeppninnar. Lýstu þeir jafnframt yfir ánægju sinni yfir þeim tiltektum rauðsokka, að dreifa fjölrituðum miða meðal viðstaddra. „Þetta varð til þess að sérstaklega léttur húmor skapaðist á dansleik Fegurðarsamkeppninnar og hentu menn mikið gaman að tiltækjum hinna rauðu sokka,” sögðu þeir. Og bættu þvi við að það væri von og ósk þeirra, að Rauðsokkur sæju sér fært að bregða svona á leik sem oftast, þegar Fegurðarsamkeppnin gengist fyrir dansleikjum, þar sem þetta væri tvimælalaust ein bezta auglýsing fyrir keppn- ina auk skemmtunarinnar, sem tiltækið hefði i för með sér. —-ÞJM Og hér er loks Anna Sigrún Böðvarsdóttir, sem kjörin hefur verið ungfrú Akraness. Hún er gagnfræðingur að mennt, starfar á skrifstofu og aðaláhuga- mál hennar eru tónlist og iþróttir. Hún er Ijóshærð og er 171 cm á hæð. Foreldrar hennar eru þau Böðvar Guðjónsson og Svava Halldórsdóttir. FJORAR FYRSTU Hinir nýju forstöðumenn feg- urðarsamkeppna iands okkar hafa látið hendur standa fram úr ermum siðan þeir tóku við keppn- inni. Nú hafa þeir þegar valið okkur fjórar fegurðardisir úr sýslum landsins, Hér fyrir neðan eru myndir af þrem fyrrnefndra fegurðardisa, en mynd af fjórðu stúlkunni ungfrú Barðastrandasýsla, hefur blaðinu ekki tekizt að afla sér — en tekst vonandi áður en langt um liöur. Og hér er inynd af ungfrú Isa- fjarðarsýslu, llrafnhildi Jóakimsdóttur, 17 ára ganga'- stúlku frá Ilnifsdal. Hún er gagnfræðingur að mennt og hefur tóníist og föt að aðaláhugamál- um. Hrafnhildur er 17(i cm á hæð og hefur brún augu og brúnt hár. Foreldrar hennar Jóakim Páls- son og Gabrela Jóhannesdóttir. Þctta er Guðrún Ingvarsdóttir, scm kjörin hefur verið ungfrú Strandasýsla. Hún er 17 ára og hcfur miðskólamenntun. Áhuga- mál hennareru hannyrðir, en hún starfar við bústörf á býli foreldra sinna að Tindum i Kirkjubóls- hreppi, Ingvars Guðmundssonar og Margrétar Sigurðardóttur. Augu Guðrúnar cru grá-blá að lit, en hárið skolleitt. Sæmundur ásamt konu sinni Ásgerði og börnunum Sigriði 13 ára, Ásgeiri 7 ára, Theodóru 3 ára og Ilildi 11 ára. ef hann vildi og þyrfti á aðstoð að halda.” — Nafnið Sæmundur Pálsson er orðið vel þekkt. Fáið þið ekki mikið af upphringingum og beiðnir um eiginhandarárit- anir? — Jú, það er mjög mikið um það. Við fáum sendar greinar og forsiðufréttir að utan um lifvörð Fischers, og sifellt er verið að biðja um eiginhandaráritanir. Á Hótel Holt um daginn.þegar við borðuðum með Lombardy og fleiru góðu fólki kom kona og bað okkur öll um að skrifa nöfn okkar á matseðilinn. Einnig eru kort, sem áður voru seld á þrjár krónur nú seld af strákum á krónur 100. Aðeins af þvi að þar stendur nafnið Sæmundur Pálsson: Svo er mikið hringt að utan og þá er það fólk, sem veit að það nær ekki i Fischer nema eftirþessum leiðum. Um daginn hringdi til dæmis umboðsmaður Barböru Streisand og vildi fá að tala við Fischer. Hann vildi ger- ast umboðsmaður hans. En Fischer er á móti þvi að fólk skuli nota sér aðstöðu mina. Hann segir „Sæmundur er vinur minn. og ég vil ekki að fólk sé að ónáða hann með þessu.” — Virðist ykkur Fischer hafa áhuga á músik? „Já, hann virðist kunna heil- mikið af textum bæði við poplög og önnur, og oft á meðan hann er að dunda við skákina hérna, þá raular hann. En hann er þó frekar laglaus en hitt. Þó söng hann af fullum hálsi eitt af þeim lögum sem hvað vinsælust eru hjá unga fólkinu i dag: Sylvia’s mother. Útvarp hlustar hann lika mikið á. og horfir á sjón- varp. Eitt sinn sat hann hér og horfði á sjónvarpið en fannst það þó of ljóst. Hann bað mig að stilla það, en alltaf var það of ljóst eða of dökkt.” „Hafiö þið liaft einhver sam- skipti við Spasski? „Nei, við höfum aðeins hitt hann á Bessastöðum og hann er mjög indæll maður. Á Bessa- stöðum reykti hann, og F'ischer sem aldrei hafði séð hann reykja, spurði hvers vegna hann hefði þá ekki reykt á meðan á einviginu stóð. Spasski svaraði þvi til að hann hefði ekki viljað það hans vegna. Þá var I',ischer hálf hissa. Þegar Spasski kvaddi okkur á Bessastöðum sagði hann: Goddbye Mrs. Sæmi”, og þegar hann eitt sinn gekk hér framhjá og sá öll börnin okkar og spurði hvort við ættum þau öll, hrópaði hann „Bravo, bravo.” „A Bessastöðum sáum við rússneskt blað og við tókum sér- staklega eftir litilli klausu sem var svo litil að hún hefði ekki getaðorðið minni. Þar var verið að segja hver hefði sigrað i ein- viginu.” — Hcfur þetta timabil ekki brcytt miklu i lífi ykkar? „Jú, þetta hefur verið mjög mikil breyting, en við vonum að allt falli i sama horfið aftur eins og það var. Þetta hefur einnig verið erfitt timabil, en seinna þegar maður sezt niður og hugsar um þetta, þá hefur þetta verið gott og lærdómsrikt. Við höfum kynnzt mjög góbu Sæmundur. „Fischer virðist hafa yfirnáttúrulega heyrn.” fólki og kátu, þetta er sérstak- lega vel hugsandi fólk og aldrei nein óregla i kringum það. Sennilega hefur þessi timi einnig haft góð áhrif á Fischer. Að minnsta kosti sagði Barrach blaðamaður hjá Life, að eftir þennan tima virðist sér hann hafa breyzt mikið til hins betra, og að ég hafi haft góð áhrif á hann.” Fischer er ákaflega einlægur, hann er reglulegur vinur vina sinna og trölltraustur. En það er næstum eins og hann vanti eitt- hvað, og hann þarf stundum smá visbendingu um það hvern- ig hann á að haga sér i vissum tilfellum. Ef hann er aðeins leið- réttur, þá er eins og hann átti sig.” — EA VELJIÐ ÞER ÞAÐ BEZTA SJÁ BL. 4 r>e* U!i 1 I Slrní -22900 Laugaveg 26 Þannig lítur hún út, kvigan Búkolla, eftir að hún hefur verið kjörin „Miss Young”, kórónu tyllt á krúnu hennar og hún sveipuð tilheyrandi borðum og slám yfir hrygginn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.