Vísir - 12.09.1972, Side 7
Visir Þriðjudagur 12. september 1972.
vatnið gerir ekkert illt þó að það
færi á hárið eða jafnvel þó það
fari i augun. Foreldrarnir erú
þvi beztu kennararnir fyrir
barnið, á meðan það er enn að
læra að umgangast vatnið og
venjast þvi, þó að lærðir sund-
kennarar taki við verkefninu
siðar meir og eigi auðveldara
með það.
Eftir að barninu hefur verið
hjálpað i baðkerinu heima og
það jafnvel látið gera auðveldar
æfingar, finnur það fljótt þegar i
sjálfa sundlaugina er komið, að
það er tiltölulega auðVelt að láta
sig fljóta og það ernæstumBrfitt
að sökkva.
En það verður að fara að öllu
með gát. og það má ekki þvinga
barnið út i sundlaugina. Til þess
að barninu verði ekki kalUen
kulda má það helzt ekki finna,
þar sem erfitt er að læra að
synda þegar það ef til vill bæði
vegna hræðslu og kulda skelfur
og allir vöðvar eru spenntir til
hins ýtrasta, má gera einfalda
æfingu.
Gott er að fá barnið til þess að
hoppa og hlaupa og gera litlar
og léttar æfingar áður en út i
vatnið er farið. Það má þá fara i
kapphlaup á bakkanum, eða i
boltaleik og hoppa svo út i.
Það er stór stund fyrir barnið
þegar það þorir að dýfa höfðinu
i kaf. En það getur lika tekið
sinn tima að það geri það. Sem
undirbúning fyrir það er hægt
að gera mjög einfalda hluti, svo
sem að bleyta hárið, láta vatnið
renna yfir andlitið eða þá jafn-
vel að halda höndum i bakkann
og skvetta með fótunum. Smátt
og smátt venst barnið vatninu.
En þó að það sé reyndar
komið að sundkennaranum
þegar að sundnámskeiðinu er
komið, er oft erfitt fyrir hann að
hafa umsjón með heilum hóp af
hávaðasömum og spenntum
börnum og hjálpa vel og vand-
lega hverju fyrir sig.
Foreldrarnir hjálpa mikið til
strax við baðið i byrjun, og siðar
i sundlaugum.
—EA .
SUND
KENNSLAN
HEFST í
BAÐKERINU
Margir foreldrar geta átt i
miklum erfiðleikum að striða,
þegar sá timi rennur upp að
barnið skuli læra að synda. Sum
börn eru haldin svo gifurlegri
vatnshræðslu, að þau í það
fyrsta geta ekki hugsað sér að
þurfa að fara ásamt hinum
börnunum ofan i sundlaug, en ef
þau eru neydd til þess að gera
þaö, halda þau sér fast við
bakkann, og vilja ekki með
nokkru móti sleppa takinu af
honum.
Sundkennarar eiga þvi i
vandræðum, en það er þó þeirra
hlutverk að taka við börnum
sem ef til vill hafa aldrei farið i
sundlaug áður og vita ekki að
hverju þau ganga. Það finnast
foreldrar sem geta ekki sætt sig
við að barnið úthelli kannski
tárum áður en farið er i sundið.
Mörgum foreldrum finnst þetta
aðeins bleyðuskapur og biðja
barnið um að haga sér ekki eins
og smábarn. ,,Þvi fyrst að
barnið hans Jóns hérna i næsta
húsi getur þetta, þá skal mitt
barn ekki standa sig siður.”
En sundkennsla barnanna
hefst i baðkerinu heima. Þar
kynnast þau fyrst vatninu að
einhverju ráði þegar móðirin
baðar þau, og þar er strax hægt
að venja bornið þannig við
vatnið, að það komi ekki til með
að hræðast það siðar meir.
Á meðan að barnið er enn
litið, má byrja með þvi að setja
það oft i bað og gefa sér góðan
tima til þess að leika við það.
Barnið verður að læra að vatnið
er ekki neitt sem er hættulegt,
og það getur ekki meitt sig á
þvi. Það verður að finna að
vatnið er eðlilegt, mjúkt og
skemmtilegt. Vatnið á að vera
barninu jafn fullkomlega eðli-
legt og það er á meðan það er
umlukið fósturvatni i móður-
kviði.
Þess vegna er það mikilvægt
að vatnið sé haft heitt i bað-
kerinu, eða um það bil 30-37
gráður. En ef barnið þrátt fyrir
allt er hrætt við að fara ofan i
baðkerið, má leysa úr þvi
vandamáli með þvi að fara
sjálfur i kerið með þvi, og þá
jafnvel ofan i það tómt. Siðan
má skrúfa frá krananum og láta
vatnið smám saman leka ofan i
baðkerið.
Sá sem baðar sig með
barninu, getur siðan buslað i
vatninu, látið það renna yfir
höfuð sér og sýnt barninu að
STDRLÆKKAÐ
VERÐÁ
Vauxhall Viva
Notið tækifærið og eignist Vívu
á stórlækkuðu verði.
Rúmgóðan bíl með stórum vönduðum
sætum.
Þýðan og lipran í akstri.
Sparneytinn: 62,5 ha vél eyðir ekki
nema 8 litrum á hundraðið.
Hátt endursöluverð sannar góða
endingu.
Við bjóðum einnig stórbætt
greiðslukjör.
Notið tækifærið — komið eða hringið
kynnist Vauxhall Vívu af eigin raun.
SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA
^Véladeild
ADkdlll A '1 DI VK IA\/lk QIMI IRQfin